Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Evrópa skekur Framsókn Það er ekki skrítið þó hristist, þetta er nú stóri Evrópuskjálftinn sem beðið hefur verið eftir, góða. Bless bursti Nú á ég skilið að uppþvottavél fá AEG 4231-U verð 49.900 stgr Vinnur verk sín í hljóði Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo burrkun með heitum blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og -vettlingana með hæfilegri virðingu. AEG Barnastarf á Kristnihátíð Lif og qor a Æskuvöllum Ása Hlin Svavarsdóttir A* KRISTNIHÁTÍÐ á Þingvöllum verð- ur ýmislegt bama- efni á boðstólum á Æsku- völlum þar sem Ása Hlín Svavarsdóttir er umsjón- armaður. Hún var spurð hvað bömum væri boðið upp á á þessari miklu hátíð sem haldin er í tilefni 1000 ára kristni í landi. „Það er fjölmargt sem er í boði af ýmsum toga. Á svæðinu em þrjú 220 fer- metra tjöld og eitt stórt leikhústjald. Eg hef kosið að gefa þessum minni tjöldum nafn, þau heita Hjartastöðin, Sagnastöðin og Orkustöðin. Hjartastöð- in er ætluð bömum tveggja til fimm ára, Sagnastöðin er ætluð bömum sex til níu ára og Orkustöðin er ætluð bömum tíu til tólf ára. í þessum þremur tjöldum fer fram skapandi starf fyrir þá aldurshópa sem þau em ætluð og foreldra þeirra. í framhaldi af þeim fjölmörgu leiksýningum sem í boði verða í leikhústjaldinu em samvemstundir og umræða. Við fáum töframann í heimsókn, einn- ig verður boðið upp á tónlistar- og leiklistarspuna, við fáum trúbador sem kemur og leikur og syngur fyrir okkur, einnig verða útileikir af ýmsum toga á grasbalanum og í fumlundinum íyrir framan tjöldin og fornleifauppgröftur. Við byrj- um alla morgna á að teygja úr skönkunum saman og presturinn okkar, Sigurður Grétar Sigurðs- son, sér um morgunstund og á kvöldin þökkum við ásamt honum fyrir daginn.“ - Er tekið mið af trúnni víða í barnadagskránni? „Við emm með einar þrjár sýn- ingar sem em í raun sprottnar af hugleiðingum um kristna trú. Þær samvemstundir sem em í fram- haldi af þeim verða notaðar til þess að velta vöngum með bömun- um yfir ýmsum spumingum í sam- bandi við trúna. Við ætlum einnig að vinna saman myndlistarverk sem tengist sýningum þessum. Morgun- og kvöldstundimar verða líka tiieinkaðar trúarlegum hugleiðingum. í stóra tjaldinu verða fjórir krossar, einn þeirra stór úr rekaviði. Bömin fara með þrjá þessara krossa, hver aldurs- hópur íyrir sig, inn í sín tjöld og þar verða þeir skreyttir meðan á hátíðinni stendur með mosaík og skeljabrotum. Klukkan 16.30 á sunnudeginum verður svo farin krossganga með þessa skreyttu krossa að Þingvallakirkju og þeir afhentir séra Þórhalli Heimissyni og Þingvallakirkju til varðveislu." -Hvers konar fomleifar má gera ráð fyrir að bömin grafi upp? „Ég hef gran um að í haugnum megi finna ýmiskonar dýrgripi, gömul leirker, eðalsteina, gamla leir- og jámkrossa, skeljar og bein og ýmislegt fleira spennandi. Ég fékk fomleifafræðinginn Margréti Hermanns-Auðardóttur í lið með mér og hefur hún gegnt forystuhlutverki hvað hauginn varðar. Hún og annar fornleifafræð- ingur verða til staðar á hátíðinni og munu leið- beina bömunmn við uppgröftinn." - Er fleira á dagskrá en auglýst atriði? „Já, það verður skapandi starf í öllum tjöldunum og er undirbún- ingur þess starfs að taka á sig mjög skemmtilega mynd og mætti helst líkja við handverkssmiðjur. Hið hugmyndaríka starfsfólk sem ég er með hefur gengið á fjömr og ► Ása Hlín Svavarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júli 1960. Hún lauk gagnfræðaprófí frá gagn- fræðaskólanum i Mosfellssveit 1976 og hélt um haustið 1978 til náms til London i Ieiklist í The Arts Educational Schools og lauk þaðan prófi vorið 1981. Hún hef- ur starfað sem leikkona, lengst af hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en einnig hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar og með hinum ýmsu leikhópum. Siðari ár hefúr Ása nær eingöngu unnið við leikstjóm og handritsgerð. Hún var einn af stofnendum leik- hússins Síbylju og stendur nú að farandleikhúsinu Bak við eyrað. Ása á tvö börn. tínt alls kyns náttúraefni til sem vinna má úr. Er ætlun okkar að gera tilraun með gerð margs kon- ar krossa, óróa og fleira. Tilgang- urinn með þessu er að bömin geti búið til alls kyns gripi sem þau geta svo farið með heim með sér og átt til minningar um hátíðina.11 -Hve margt fólk tekur þátt í undirbúningi fyrir þessa barna- dagskrá? „Segja má að ég sé með níu starfsmenn á minni könnu og auk þess kem ég til með að fá sex manna hóp reyndra leikmanna úr kirkjunni fyrir milligöngu Bisk- upsstofú. Auk þess er hátt á þriðja tug fólks sem heldur námskeið og kemur fram í leiksýningum á Æskuvöllum." - Hefur þessi undirbúningur tekið langan tíma? „Frá því ég fyrst fékk þetta verkefni er liðið eitt ár. Fyrstu mánuðimir fóra í mótun hug- mynda - hvemig dagskráin ættí að byggjast upp. Síðari mánuðir hafa farið í hagnýtar lausnir verk- efna. Þess má geta að ég hef verið í nánu samstarfi við Kolbrúnu Hall- dórsdóttur, sem er dagskrárstjóri allrar hátíðarinnar." - En hvað með unglingana? „Unglingamir era velkomnir á Æskuvelli, þeir gætu fundið ýmis- legt við sitt hæfi í Orkustöðinni - einnig er margt spennandi að ger- ast fyrir unglinga á því svæði sem skátarnir sjá um.“ -Hefur þú áður séð um svona viðamikla dagskrá? „Nei, þetta er í fyrsta skipti sem ég kem að svona stóra skipulags- verkefni. Þetta er þó líkt leikstjómarstarfi hvað snertir hugmynda- og skipulagsvinnu, svo þarf og að huga að því að kostnað- aráætlun standist. Ég tel að mér og mínu fólki hafi tekist að koma saman fjölbreyttri og spennandi dagskrá án þess að fara út fyrir þann kostnaðarramma sem barna- starfinu á Kristnihátíð var settur.“ Spennandi uppákomur, skapandi starf og trúar- leg íhugun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.