Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 1 7
Dregið hefur úr
þróunarhjálp og
mikið af henni fer í
neyðaraðstoð, en
ekki uppbyggingu
Hagvöxturinn einn
dugir ekki, heldur
verður einnig að
koma til félagsleg
þróun
staðar í fyrra hefur skuldauppgjöf
verið í brennidepli. í viðtali við
Newsweek nýlega sagði Bono að
hann vildi gjaman nota frægð sína
sem best. Hann og samstarfsmenn
hans hefðu ekki haft neitt í höndunum
nema hótunina um að gera skulda-
uppgjöf að vinsælu máli, sem þeir
gætu í raun ekki, en hótunina mætti
nota.
Bono hafði samband við vin sinn
Bobby Shriver, sem er tónlistarfram-
leiðandi og tengdur Kennedy-fjöl-
skyldunni. Shriver kom Bono í sam-
band við bandaríska hagfræðinginn
Jeffrey Sachs, sem hefur verið tals-
maðiu- skuldauppgjafar.
Sachs hefur oft verið á ferðinni með
Bono, sem hefur rætt við Clinton
Bandaríkjaforseta, páfann, Gerhard
Schröder, kanslara Þýskalands, og
Tony Blair. Hagfræðingurinn féll í
stafi yfir þekkingu og áhuga Bono á
efninu og hefur auk þess upplifað það
að vera eltur af aðdáendum Bono,
þótt hann héldi því reyndar fram við
Bono að þetta væru hagfræðiaðdá-
endur.
Þegar Bono hitti Blair var poppar-
inn Bob Geldoff með í förinni. Það eru
víst ekki margir, sem um þessar
mundir nota breska fjögurra stafa f-
orðið tvisvar í sömu setningu í sam-
ræðum við Blair. Það gerði Geldoff er
hann minnti Blair á að í ár væru nú
einu sinni hundrað ára afmæli breska
Verkamannaflokksins og skuldaupp-
gjöf í þágu hinna fátæku væri því við-
eigandi verkefni. En þannig talar
Geldoff og Blair brosti víst.
Helsta mótbáran gegn skuldaupp-
gjöf hefur löngum verið að það væri
einfaldlega sárlega óréttlátt gagnvart
löndum, sem hefðu með ærinni fyrir-
höfn greitt skuldir sínar. Skuldug-
ustu löndin hafa auk þess oft haft leið-
toga, sem nýta þróunaraðstoð til
vopnakaupa fremur en að láta al-
menning njóta góðs af. Hagfræðingar
eins og Sachs benda gjaman á að
betri efnahagsstaða fátækustu land-
anna fjölgi þeim, sem geti tekið öfl-
ugri þátt í efnahagskerfi heimsins og
það gagnist á endanum öllum.
Snýst hagfræði bara um tölur?
Rökin, sem fljúga um í skuldaum-
ræðunum, eru ekki einföld, en hvort
m.
Daglegt líf í fátækrahverfi í útjaðri Mexikóborgar. Stundum verður fjölskyldan hennar Felicitas Mares að vera án vatns
dögum saman vegna þess að vatnsveita borgarinnar nær ekki til hverfisins.
AP
sem tvístimið Bono og Sachs hafa
haft áhrif eða ekki hefur skuldaupp-
gjöfin verið ákaft rædd undanfarið ár
og afstaða stjómvalda hugsanlega
þokast í þá átt. G8-hópurinn, sjö
helstu iðnríki heims og Rússland,
hafa lofað að afskrifa 100 milljarða
bandaríkjadala af skuldum upp á 365
milljarða dala.
Þótt gagnrýnendur segi að þama
sé aðeins um að ræða skuldir, sem
verði hvort sem er aldrei greiddar,
benda aðrir á að hér sé þó um skref að
ræða, sem ekki hafi áður verið tekið.
Nýlega urðu Bólívía, Úganda og
Máritanía fyrst landa til að fá skuldir
sínar lækkaðar af lánardrottnum sín-
um.
Inn í þessar vangaveltur fléttast
stefnur og straumar í hagfræði.
Þróunarhagfræði hefur orðið gild-
ari grein en áður með vaxandi þekk-
ingu og reynslu af þróunaraðstoð.
Ýmsir hagfræðingar hafa í vaxandi
mæli farið að ræða um félagslega
þætti þróunar og ekki aðeins einblínt
á hagvöxt og hvemig megi auka hann.
Þegar Wolfensohn og Stieglitz
skrifuðu í fyrra grein um að hagvöxt-
ur væri ekki nóg vakti hún verulega
athygli og heilmiklar umræður.
Greinin var svar við leiðara í Financi-
a1 Times, þar sem lýst var áhyggjum
yfir að Alþjóðabankinn væri að missa
sjónar á hagvexti sem hinu endanlega
takmarki og þar með yrði starf hans
ómarkvissara.
„Við höfum komist að því að þó
hagvöxtur sé undirstöðuatriði,"
skrifa tvímenningamir, „þá þarf að
gera meira til að tryggja árangurs-
ríka þróun.“ Þeir hafna þeirri trú að
aukinn hagvöxtur verði sjálfkrafa til
þess að meira seytli niður til þeirra er
þurfi þess. Þróun komi ekki af sjálfu
sér. „Þróun er möguleg, en alls ekld
óhjákvæmileg," álykta þeir.
Betri afkoma bætir en
tryggir ekki jafnt aðgengi
almennra gæða
Einn skeleggasti talsmaður þróun-
ar í þágu félagslegra umbóta er ind-
verski hagfræðingurinn og nóbels-
verðlaunahafinn Amartya Sen, sem
einmitt heldur því fram að hagvöxtur
sé ekki nóg. Þessi sjónarmið setur
hann skýrt fram í nýjustu bók sinni,
„Development as Freedom", sem
komútífyrra.
Ef einhver áh'tur Sen vera heim-
spekilegan, sumir segðu kannski full
heimspekilegan, þá er það rétt því
auk hagfræði hefur hann lagt stund á
heimspeki. Sen fæddist 1933 í Bom-
bay, lærði og kenndi í Bretlandi og í
Bandaríkjunum, varð prófessor bæði
í hagfræði og heimspeki við Harvard
1989, en flutti sig að Trinity College í
Cambridge 1998.
í bókinm bendir Sen á að þróun
hafi venjulega verið metin sem aukin
framleiðsla á hvert mannsbam, auk
þess sem þróun stofnana og lagaum-
hverfis hafa vakið vaxandi athygh
undanfarinn áratug. Þessi skilningur
er að mati Sen alltof þröngur.
Þess í stað álítur hann að þróun
verði að fela í sér aukna möguleika
fólks til að ná því sem það metur
mest. Betri heildarafkoma þjóða
hjálpar, en tryggir ekki aðgengi allra
að lengra lífi, betri heilsu, menntun,
lýðræði og valfrelsi. Vissulega sé
betri afkoma nauðsynleg forsenda
betra lífs, en dugi ekki ein og sér til að
tryggja þróun.
Sú sýn sem Sen hefur á hagfræði
gerir það að verkum að hann leggur
áherslu á heilsugæslu, einkum fyrir
böm og grundvallarmenntun, einkum
fyrir konur.
Rannsóknir í þróunarlöndunum
sýna nefnilega að bætt aðstaða
kvenna skilar sér í bættri aðstöðu
bama. Fjárfesting í bættri heilsu
bama og menntun kvenna skilar sér í
hærri tekjum, sem bætir enn afkom-
una.
Nýjar ályktanir á ráðstefnunni í
Genf miðaðst allar við 2015. Þær miða
að því að öll böm, jafnt strákar og
stelpur eigi kost á skólagöngu, draga
á úr bamadauða um þriðjung, fækka
dauðsföllum bamshafandi kvenna um
tvo þriðju, gefa öllum sem vilja getn-
aðarvamir, bæði til að stemma stigu
við mannfjölda og til að draga úr
eyðnismiti. Einnig á að stuðla að sjálf-
bærri þróun.
Allt þetta virðist við fyrstu sýn fjar-
læg vandamál í þeim friðar- og gósen-
reit sem Norðurlönd em. Samt em
þessi vandamál em við norræna tún-
fótinn, í Mið- og Austur-Evrópu - og
jafnvel í gósenlöndunum sjálfum.
Þrátt fyrir vaxandi velmegun hefur
meðalaldur í Danmörku lækkað.
Jafnvel ríku löndin eiga kannski eftir
að sjá heima fyrir að þróun gagnast
ekki endilega öllum.
Það em hugsanlega að verða til
menningarkimar, sem þróast á annan
hátt en meðaltalstölur segja til um.
Nýju ályktanimar í Genf minna á
þær gömlu, sem h'tt hafa gengið eftir.
Þær koma í kjölfar þess að banka-
stjóri Alþjóðabankans áhtur að hag-
vöxtur leiði ekki sjálfkrafa til þróunar
og betra lífs og farið er að hlusta á tal
um skuldauppgjöf og að Sen hefur
fengið Nóbelsverðlaun í hagfræði.
Það em nægar ástæður til
svartsýni, en það em líka glætur, sem
gefa ástæðu til að ætla að árangurinn
á næstu ámm verði betri í einhverj-
um efnum og þetta snýst ekki bara
um fjarlægan þriðja heiminn. Hnatt-
væðingin kemur víða við, bæði mögu-
leikar hennar og hættur.
Staðalbúnaður: Cott verð!
Carisma GLXi
1.495.000 kr.
Pmitsubishi
r CRRI5MR
Carisma er aðlaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyldubíil frá Mitsubishi
sem kostar mun minna en sambærilegir bílar á markaðnum.
1,6 1-100 hestöfl
Álfelgur
ABS-hemlalæsivörn
4 loftpúðar
5 höfuðpúðar
Þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti
Hreyfiltengd þjófavörn
Diskabremsur að framan og aftan
Hástætt hemlaljós í afturrúðu
Þokuljós að framan
Forstrekkjarar á beltum
Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Niðurfellanleg aftursæti
Cœði þurfa ekki að vera dýr- Carisma sannar það.
Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is
E3
HEKLA
- íforystu á nýrri öldl