Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 2 í Sunnudagur 2. júlí Aldarminning djassmeist- arans mikla DJASS Geisladiskar LOUIS ARMSTRONG: A ÍOOTH BIRTHDAY CELEBRATION Louis Armstrong blæs í trompet og syngur með hljómsveitum sínum. Upptökur frá 1932 til 1947.Tveir hljómdiskar, RCA-Victor 09026 63694 2 (Japis). Verð kr. 2.299. LOUIS Armstrong var fyrsti stór- snillingur djasssögunnar og guðfaðir sveiflunnar, einn helsti áhrifavaldur í tónlistarsögu tuttugustu aldarinnar, einhver ástsælasti listamaður okkar tíma, drengurinn sem blés sig frá hórukössum New Orleans-borgar til frægustu tónleikahalla veraldar, mað- urinn sem skákaði Bítlunum úr fyrsta sæti vinsældalistans og komst þangað enn einu sinni fimmtán árum eftir dauða sinn, snillingurinn sem lagði gjörvalla veröldina að fótum sér og skóp tónlist sem enn er jafn lifandi og fersk og fyrir þremur aldarfjórðung- um. Hann var goðsögn í lifanda lífi og á þriðjudaginn kemur er þess minnst um víða veröld að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans - en vel að merkja: samkvæmt goðsögninni. Fyrir fáein- um árum fannst fæðingarvottorðið hans og þar stendur svart á hvítu að hann sé fæddur 4. ágúst 1901, en ekki 4. júlí 1900 einsog hann hélt ávallt fram. En hveiju breytir það? Fæddist Jesús 25. desember árið 1 eða nam Ingólfur Amarson hér land árið 874? Fæstir telja það, en við höldum jafn staðfastlega upp á jólin og afmæli ís- landsbyggðar þrátt fyrir það. Kimn- ingi minn, danski djassfræðingurinn Bent Kauling, sagði við mig fyrir skömmu þegar þetta mál bar á góma: „Við gátum bara haldið upp á hundr- að ára afmæli Dukes Ellingtons einu sinni, en við getum haldið upp á hundrað ára afmæli Armstrongs tvisvar. Það er alltaf nokkuð. Hvað var það sem gerði Louis að þeim stórsniílingi sem hann varð? Leyndardómar snilligáftmnai- verða seint opinberaðir, en hann ólst upp í gerjunarpotti djassins í New Orleans á þeim tíma er mikiar breytingar áttu sér stað í tónlistinni. Menn voi-u að hrista af sér stífleika marsa og ragtæm tónlistarinnar og blúsinn gegndi æ veigameira hlutverki í hljóð- færatónlistinni. Louis varð ungur meistari blúsins. Hann lék undir nekt- ardansi gleðikvenna unglingsstrákur og þá þýddi ekkert að leika stífa, hraða danstónlist heldur seiðandi heitan blús. Hann var svo lánsamur að King Oliver sendi eftir honum til Chicago 1922 þar sem flestir helstu djassleikarar heimsins voru saman- komnir um þær mundir og var þá einsdæmi að tveir kornettleikarar væru í sömu hljómsveit. Hann hljóð- ritaði fyrstu plötur sínar með kreóla- djasssveit Olivers 1923 og eftir það varð ekkert lát á hljóðritunum. Fletcher Henderson, sem þá stjómaði einni vinsælustu stórsveit djassins, bauð honum að leika með sér í New York 1924. Hann lék með Henderson í ár, en eftir það lék hann alltaf með hljómsveitum er báru nafn hans. 1926-28 hljóðritar Louis frægar upp- tökum með hljóðvershljómsveitum sínum Hot five og Hot seven og eru þær upptökur jafn mikilvægar í djass- sögunni og passíur Bachs í tónlist- arsögu Evrópu. I krafti ryþmískrar spennu, meistaralegra fraseringa og meiri hljóðfæratækni en áður þekktist í djasstónlist fer Armstrong hamför- um og upp sprettur tónlist sem byltir þvi sem áður þekktist í djassi og eftir það varð tónlistin ekki söm og áður og sveiflan og spuninn í nútímaskilningi orðanna réð þar ríkjum. Þó má ekki gleyma því að Arm- strong var fyrst og fremst skemmti- kraftur þrátt fyrir snillina. Tónlist hans hafði þann tilgang að skemmta fólki. Hún var ekki listin fyrir listina frekar en tónlist Bachs og Mosarts. Sú hugsun sem kom til sögunnar með rómantíkmni í Evrópu kom með bíboppinu í djassinn. Eg efast um að Armstrong hafi nokkru sinni gert sér grein fyrir að hann var einn helsti tónsnillingur aldarinnar. Hann lagði jafn mikla tilfinningu í að syngja vin- sældalistalög á borð við Hello Dolly og What a Wonderful Worid og blása meistaraverk á borð við Wild Man Blues og West End Blues. Þess vegna er margt hismið að finna í heildar- verkum Armstrongs og þó - allt sem hann túlkaði öðlaðist nýtt líf- jafnvel söngvamir með Nínu og Friðriki eða þýsku barnastjömunni Gabriellu. Um þessar mundir em vel á þriðja hundrað geisladiskar með Louis Armstrong á markaðnum og margt misjafnt þar að finna, sjóræningjaút- gáfur alls konar í bland við hinar opin- bem. Louis hljóðritaði fyrst og fremst fyrir Columbia, Decca, RCA-Victor og Verve. Megnið af þeim htjóðritun- um má fá í alls konar umbúðum, en aðeins RC A-Victor hefur gefið út sér- staka útgáfu í tilefni aldarafmælisins. Kannski hin fyrirtækin bíði næsta árs. Þijátíu lög em á diskunum tveim- ur sem RCA gefur út í tilefni afmælis- ins og era elstu upptökurnar frá 1932, þegar hþómsveit trommusnillingsins Chick Webbs lék með Armstrong m.a. hinn kynngimagnaða ópus: Hobo You Can’t Ride This Train. Frá 1933 em periurnar St. Louis blues, Mahogany Hall stomp, Basin Street Blues og I Gotta Right to Sing the Blues, en stórsveitarlögin frá 1932-33 á þessum diskum era 19. Frá 1946 em þijú stórsveitarlög og svo fjögur lög með stjömusveit Louis þar sem hljóð- færaskipanin var sú sama og í klass- ískri New Orleans-hljómsveit. Þessi sveit var upphaflega stofnuð til að leika í kvikmyndinni New Orleans, þar sem Billie Holliday var í hlutverki þjónustustúlku og er lagið þekkta Do You Know What It Means to Miss New Orleans úr þeiiri mynd. Hér er það flutt með Kid Ory á básúnu, en Louis lék í hljómsveit hans í New Or- leans 1918. Með stjömusveit sinni sneri Armstrong baki við stórsveitun- um og gekk í endumýjun lífdaganna og flestar bestu upptökur hans eftir 1938 em með þeirri sveit. Frægastir allra tónleika hans vom tónleikamir í Town Hall í New York 1947 þegar Jack Teagarden hafði gengið til liðs við hann og á þessum minningardisk- um má finna tvo ópusa þaðan: Back o’ Town Blues og Rockin Chair þar sem Louis og Jack syngja saman einn magnaðasta dúett djasssögunnar. Það er dálítið merkilegt að á þess- um diskum er lögunum ekki raðað í tímaröð. Kannski er það gert til að nútímahlustandinn fái nýrri og full- komnari upptökur í eyrað með jöfnu millibili. En hvað veit ég? Fyrir þá sem vilja eignast allt sem Louis Armstrong hljóðritaði fyrir RCA-Victor skal nefna fjögurra diska útgáfuna: Louis Armstrong: The complete RCA recordings (verð 4.999). Heldur lítið er til af meistara- verkum Armstrongs í íslenskum hljómplötuverslunum um þessar mundir, þótt nóg sé af samsullsdisk- unum. Þó skal nefna þijá sígilda diska frá sjötta áratugnum: Louis Arm- strong plays W.C. Handy þar sem stjömusveitin glímir við blúsa manns- ins sem krýndi sig titlinum „faðir blússins, Ella and Louis, besta hljóðritun þeirra af mörgum og Am- bassador Satch, Louis upp á sitt besta á tónleikum. Svo er til fjöguira diska safn frá Columbiu: Poirtrait of the Artist As a Young Man með Arm- strong úrvali frá 1923-34 (verð 7.499 kr.) Það em liðin 29 ár síðan hinn gullni trompettónn og röddin ráma þögn- uðu, en svo lengi sem tónlist er nokk- urs metin munu bestu hljóðritanir hans hljóma í heimi hér. CHARLIE BYRD: FOR LOUIS Charlie Byrd gítar, Robert Redd píanó, Dennis Irwin bassa, Chuck Redd trommur ásamt Joe Wilder trompet og Steve Wilson saxófóna. Hljóðritað í september 1999. Gefið út af Concorde í ár. Dreifing á Is- landi: Japis. MARGIR hljómdiskar hafa verið gefnir út í minningu Louis Arm- strongs, en sá nýjasti er með gítar- leikaranum Charhe Byrd, sem upp- hóf bossanóvaæðið ásamt Stan Getz. Þessi diskur varð sá síðasti er Byrd hljóðritaði en hann lést í desember- byijun í fyrra. Þar má finna tólf lög sem Byrd tengir með einum eða öðr- um hætti Louis Armstrong, þótt að- eins helmingur þeirra hafi verið á efn- isskrá meistarans. Byrd var fínn gítaristi á lágu nótun- um og lék á nælonstrengi. Hann var jafnvígur á svíng og bossanóva og er gaman að heyra bossanóva útsetn- ingu á meistaraverki Armstrongs: Stmttin With Some Barbercue. Þar blæs Joe Wilder í trompetinn einsog í flestum laganna, en margir muna hann úr stórsveitum Lionels Hamp- tons, Bennys Goodmans og Counts Basies. Hann hefur ekki heyrst blása djass oft síðustu áratugi - blásið mik- ið með sjónvarps- og sinfóníuhljóm- sveitum. Tónn hans er ólíkur tóni Louis, mjúkur og breiðui- og minnir oft á Art Farmer. Hrynsveitin er fín með Dennis Irwin á bassann, en hann var með Ait Blakey er hann heimsótti Island í fyrra sinnið. Það er gaman að hlusta þennan svanasöng Byrds í minningu Louis og sólóar hans notalegir og á stundum kraftmiklir þegar hann spinnur í hljómum. Vernharður Linnet Louis Arnistrong . M-2000 SKAGAFJÖRÐUR - HÓP Búðirnar í Hópi Fyrir þúsund árum sigldu Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardótt- ir vestur um haffrá Græniandi og hugðust nema land á Víniandi. Nú hafa Skagfirðingar reist tjaldbúöir, líkar þeim sem ætla má að þau hjón hafi reist sér og fylgdarliði sínu. í þessum búðum verða lifnaðarhættir landkönnuðanna sýndir ogboðið upp á mat, líkan þeim sem ætla má að hafi verið á borðum þeirra. í Glaum- bæ verða þjóðmenningardagar þar sem boðið verður upp á dagskrá sem tengist Þorfinni og Guðríði - að Snorra ógleymdum, syni þeirra hjón- anna, sem fæddist á Vínlandi. Tjald- búðir og þjóðmenningardagar munu standa tll 7. júlí. www.skagafjordur.is HALLGRÍMSKIRKJA KL. 20 Sumarkvöld við orgelið Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tónleikaröð þar sem organistar frá öllum níu menningarborgum Evrópu árið 2000 skipta með sér tónleikum á sunnudagskvöldum síðsumars. Organistarnir eru til- nefndir af forsvarsmönnum menn- ingarborganna og leika m.a. tónlist frá heimalöndum sínum á hið 72 radda orgel kirkjunnar. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er HörðurÁskelsson, organisti ogtón- listarstjóri Hallgrímskirkju. Tónleika- röðin stendur til 3. september en það er organistinn Karstein Aske- land frá Bergen sem á fyrstu tóna Sumarkvöldsins. www.hallgrimskirkja.is www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Mánudagur 3. júlí Sumarkvöld við orgelið erá vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. HOFSÓS - VESTURFARASETRIÐ Saga íslensku Utah-faranna Sýningin í Vesturfarasetrinu á Hofs- ósi kemur til með að varpa nýju Ijósi á fólksflutninga íslendinga til Vestur- heims á seinni hluta 19. aldarogí upphafi þeirrar 20. Sýningin gefur glögga mynd afástæðum fólksflutn- inganna, kjörum íslendinganna sem fluttu vesturum haf, með áherslu á Utah og íslensku mormónana, og raunveruleikans sem beið fólksins í nýrri heimsálfu. Starfrækt verður ættfræðiþjónusta í tengslum við sýn- inguna og íbúð fyrir fræðimann. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.