Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 24

Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 24
24 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT skýrslu nefnd- ar um biðlista eftir búsetu og annarri þjónustu hjá svæðisskrifstofum málefna fatlaðra sem kom út árið 1998 biðu 378 manns á landinu öllu eftir að komast á sambýli eða fá annars kon- ar úrlausn varðandi búsetu. Inni í þessari tölu eru fimmtíu manns sem finna varð nýtt húsnæði fyrir vegna íyrirhugaðra breytinga á starfsemi Kópavogshælis. Flestir sem bíða eftir búsetuúr- ræðum búa í Reykjavík, eða 170 manns, en 134 á Reykjanesi og á öðr- um svæðum á landinu eru samtals þeir 74. Að sögn Björns Sigurbjömssonar, framkvæmdastjóra svæðisskrifstof- unnar, er verið að endurskoða þess- ar tölur og greina enn nákvæmar raunverulega búsetuþörf eins og hún er núna en tölumar frá 1997 sýndu fatlaða sem einhvem tímann þurfa á búsetu að halda, þar með tal- in nýfædd böm. Núverandi mat er að 97 manns sextán ára og eldri em á biðlista í Reykjavík auk tíu barna yngri en sextán ára. Þessi þörf kallar á fimm sérhæfð sambýli fyrir 25 manns, 1-2 sambýli eða vistheimili fyrir böm Vantar milljarða í málaflokkinn yngri en sextán ára, en um sjötíu manns gætu búið í leiguíbúð með stuðningi frá aðstoðarfólki eða starfsmönnum sambýla. Þessi úrræði em þó eingöngu til þess að leysa núverandi vanda því árlega bætast við um sex einstakl- ingar sem óska eftir að komast inn á sambýli eða í íbúð. Óvissa í málaflokknum Björn segir að umkvartanir að- standenda fatlaðra eigi fyllilega rétt á sér, þ.e. að mikil óvissa ríki í mála- flokknum, til dæmis um hvenær, hvort og hvernig lausnir fáist og við- urkennir að skrifstofan hafi lítið framkvæði að því að hafa samband við aðstandendur að fyma bragði. „Hluti vandans er að það vantar hús- Biðlisti fjölfatlaðra eftir að komast á sam- býli eða fá önnur búsetuúrræði er lengstur í Reykjavík og á Reykjanesi. Aðstandendur kvarta yfír að mikil óvissa ríki í heild í mála- flokknum þannig að erfítt sé að gera áætl- anir en samt byggist líf þeirra á eilífri skipulagningu og fyrirhygg;iu. Hildur Friðriksdóttir leitaði útskýringa hjá Birni Sigurbj örnssyni, fr amkvæmdastj óra svæðisskrifstofunnar í Reykjavík. næði og uppbyggingin er of hæg. Það er mjög slæmt að vera í þeirri aðstöðu að vekja vonir sem standast ekki. Eins og málin standa núna er ekki hægt að segja til um hvenær viðkomandi úrræði em væntanleg. Þau tvö ár sem ég hef verið fram- kvæmdastjóri hér hafa kennt mér að mjög varasamt er að nefna dagsetn- ingar. Þegar ég kom til starfa í sept- ember 1998 var til dæmis gert ráð fyrir því að dagvistun í Grafarvogi fyrir ungt fólk af Reykjavíkursvæð- inu færi af stað í mars/apríl 1999. Ýmsar ástæður urðu til þess að starfsemin hófst ekki fyrr en í maí 2000.“ Björn segir að skýringuna á töfum á uppbyggingunni megi að nokkm leyti rekja til þess að byggingar- kostnaðurinn hafi reynst mun dýrari en menn gerðu ráð fyrir. „Utboðin em töluvert hærri en reiknað var með í upphaflegum hugmyndum. Þá hafa menn reynt að leita annarra lausna eins og að kaupa hús og breyta þeim til samræmis við þarfir fatlaðra en það hefur gengið verr en menn áttu von á. Eitt slíkt sambýli fyrir fjóra einstaklinga verður tekið í notkun í haust í Mýrarási. Öryrkjabandalag Islands veitti Alltaf með ung- barn - bara stærra og þyngra Morgunblaðið/Ámi Sæberg Katrín Ámadóttir ásamt syni sinum, Stefáni Skúlasyni. STEFÁN Skúlason fæddist með alvarlegan hjarta- galla fyrir 13 árum og var strax sendur utan í að- gerð, sem virtist hafa gengið vel. Níu mánaða var hann fluttur í skyndi á spitala með alltof hraðan hjartslátt og fékk þar hjartastopp. Hann var lífgaður við en varð fyrir súrefnisskorti sem Ieiddi til Iömun- ar. Ennþá heldur hann ekki höfði, hefur spastískar hreyfíngar og mata verður hann með mjög vel maukuðum mat. „Ekkert af þessu er kannski neitt rosalega erfitt, enda þýðir ekkert að hugsa um það. Mér flnnst hins- vegar „rútínan" erfiðust af öllu. Venjulega fylgjast foreldrar með breytingum og framförum hjá börnunum sínum, þau fara að borða sjálf, skríðaog ganga og hætta með bleiu. Ég er búin að vera að baða og skipta á bleyju í 13 ár og mun þurfa að gera það um alla framtíð. Reyndar þarf orðið tvo til að baða hann og það eru miklar til- færingar," segir Katrín Árnadóttir, móðir Stefáns. Hún var ekki nema sextán ára þegar hann fæddist en segist eftir á vera ánægð með að hafa verið þetta ung úr því að svona þurfti að fara. Hún hafi alltaf trúað því að eitthvert kraftaverk myndi gerast. „Maður sér það að minnsta kosti alltaf í sjónvarpinu," segir hún hálfbrosandi. Ómetanleg aðstoð Katrín bjó heima hjá foreldrum sínum þegar hún eignaðist Stefán og hefur hann alla tíð búið þar. „Foreldrar mi'nir hafa reynst mér rosalega vel. Það hefur verið ómet- anlegt. Mitt lán er að þau eru ekki eldri en flmmtug, því annars hefðu þau ekki þrek til þess að hjálpa mér eins og raun ber vitni. Á hveijum morgni mæti ég eld- snemma heim til þeirra til að gera Stefán kláran fyrir dagvistina í Safamýrarskóla. Hann kemur heim um fimmleytið og þá taka foreldar mínir við honum, því að ég er að vinna til klukkan sex. Ég bý hann síðan undir nóttina og fer með hann inn í rúm, en þau sjá um hann til morguns. Ef þau þurfa að fara eitthvert er ég heima.“ Katrin segir að sem betur fer sofi Stefán vel þegar hann er ekki veik- ur, en ( vetur hafi hann meira og minna dvalist á spítala eftir hjarta- aðgerð sem hann fór í síðastliðið haust. „Maður skilur ekki bam eitt eftir inni á spítala, þótt það sé að verða fjórtán ára, þegar það getur ekkert tjáð sig. Ef hugsanlegt er að skilja hvað hann vill er það helst ég og mamma og pabbi sem gera það. Ég er svo heppin að mamma hef- ur ekki verið að vinna í heilt ár og hefur getað verið með honum, en hún er núna að byrja að vinna og þá veit ég ekki hvernig fer. Líklega verðum við þijú að skiptast á að taka frí frá vinnu.“ Að sögn Katrínar felst mikil vinna í því að annast Stefán, þar sem hann er algjörlega ósjálf- bjarga. „Eitthvert okkar verður alltaf að vera með honum. Áður hjálpuðu systur mínar okkur en nú em þær komnar með fjölskyldu og þá minnkar það sjálfkrafa.“ Búin að vera nokkur ár á forgangslista Katrín sótti um vistun fyrir Stefán fyrir 6-7 árum og var á for- gangslista hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjanesum- dæmi, þar sem hún býr í Hafnar- firði. Hún segir að mikill tími og orka fari í að halda hlutunum gangandi, samt fáist sjaldnast nokkur svör. „Það er sama hvað maður hringir og nuddar, það gerist ekkert. Svar- ið er alltaf það sama: Hringdu eftir mánuð. Fari svo að gefin séu fyrirheit eru þau jafnharðan brotin. Óörygg- ið er mjög mikið og maður treystir engu. I vor var umsóknin flutt yfir til Reykjavíkur, því sem betur fer eru ekki margir cinstaklingar eins og Stefán á Reykjanesi. Það er því betra að færa fólk á milli sveitarfé-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.