Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Eftir hádegi fór ég hjólandi um bæinn með börnin á stönginni í þær fjórar Ijósmynda- verslanir sem tóku á móti vélum fyrir mig. Vélunum safn- aði ég saman, fór heim og hélt áfram að vinna.“ nám hjá fleiri framleiðendum vöru- merkja. „Það var ekki nóg að læra á myndavélar, svo ég fór til Bretlands að læra flasstækni hjá Bowens. Síðan hefur prógrammið verið þannig hjá Canon að ég hef farið í 3-4 námsferðir á ári til að læra á nýjar vélar og tækni. Sérhæfíngin við myndavélavið- gerðir er gífurleg og á ég til dæmis ekki gott með að gera við Minolta- vélar, þótt ég gæti kraflað mig fram úr því. Starfið byggist á því að læra á hvert einasta módel, sem er framleitt. Fyrir hverja einustu vél sem er fram- leidd fyi'ir Canon fer ég til Hollands og tek hana í sundur stykki fyrir stykki. Þegar ég hef sett hana saman aftur fer hún í ákveðna prófun og þá fyrst sést hvort ég hef staðist prófið.“ I þjónustuliði Canon í stærri löndum er sérhæfing hvers viðgerðarmanns mjög mikil öf- ugt við hér á landi, þar sem Baldvin einn hefur séð um allar viðgerðir sem tengjast Canon-vélum. Menn með slíka þekkingu og reynslu eru því verðmætir í augum Canon, sem er farið að kaupa þjónustu Baldvins á erlendri grundu. „Árið 1992 var ég valinn í þjónustulið Canon (Global Service Team Canon) og fór þá á Ólympíuleikana í Barcelona. Þjón- ustuliðið annast viðgerðaþjónustu á stærstu viðburðum sem Canon styð- ur við eins og íþróttaviðburðum ým- iss konar og hef ég farið víðar bæði á stærri og minni atburði. Til dæmis var ég yfir þjónustusviði Canon á heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Frakklandi. Ég fer þó ekki til Ástralíu því að sérfræðingar frá Japan og Ameríku sjá um þá leika. Það er hins vegar mjög lærdóms- ríkt að fara í svona ferðir því maður kynnist erlendum ljósmyndurum, annars konar hugsun og öðru vinnu- umhverfi. Allt skilar þetta mikilli reynslu og margt af því get ég miðlað öðrum ljósmyndurum þegar ég kem til baka.“ Starfsemin þenst út Þegar umsvifin voru orðin of mikil fyrir Baldvin ákvað Inga að koma að fullu til liðs við hann, en hún hafði séð um alla pappírsvinnu og annað sem féll til í fyrirtækinu. í kjölfarið keyptu þau húsnæði á Barónsstíg 18, þar sem segja má að fyrsta verslunin hafi verið. „Við hóf- um að selja alls kyns aukahluti sem tengjast ljósmyndun eins og síur, filmur, raflilöður, þrífætur, töskur og fleira. Einnig fórum við að þjónusta kvikmyndagerðarfólk og sjónvarps- stöðvar með alls kyns búnað. Þá þurfti að ráða fleiri starfsmenn og kom dóttirin, Olga, inn í viðskiptin, en hún hafði unnið í fyrirtækinu í mörg ár með skóla. „Áhugi hennar á viðskiptum og ljósmyndun er mjög mikill og nú er hún farin að vita meira en gamli maðurinn um ýmsa hluti!“ segir Baldvin. Enn varð þörf á að stækka hús- næðið og segist Baldvin hafa verið í þrjú ár að leita að hentugu húsnæði. Með flutningi úr 159 fm á Baróns- stígnum í 458 fm húsnæði á Lang- holtsveginum varð mun rýmra um verslunina og var tækifærið því notað og vöruúrvalið aukið. Einnig er Baldvin stoltur af sýningarsal í kjall- aranum, þar sem Ragnar Leósson Ijósmyndari reið á vaðið með sýningu við opnun verslunarinnar. Baldvin tekur fram, að sömuleiðis hafi orðið algjör umskipti í aðstöðu starfsmanna, enda hafi starfsemin á Barónsstígnum verið búin að Morgunblaðið/Ami Sæberg APÓTEK LJÓSMYNDARANS Eftir Hildi Friðriksdóttur HHÚSNÆÐI gamla Holts- apóteks við Langholtsveg hefur fengið nýtt hlut- verk og gengur nú meðal fagljósmyndara undir nafninu Apó- tek ljósmyndarans. Ástæðan er sú að fyrir skömmu flutti þangað fyrirtæk- ið Beco ehf., sem sérhæfir sig í myndavélaviðgerðum en býður einn- ig upp á ýmsa aðra þjónustu tengda ljósmyndun. Beco er dæmigert fjölskyldufyrir- tæki, sem stofnað var til fyrir tæpum tuttugu árum í kringum áhugamál eigandans, Baldvins Einarssonar, en er nú orðið að öflugu fyrirtæki í ljós- myndageiranum. Áhuga Baldvins á að handfjatla og gera við hluti má rekja allt til bam- æsku. Hann var ekki nema 9 ára þeg- ai' hann byrjaði að taka alls kyns raf- magnstæki og klukkur í sundur og setja saman aftur. „Frá tíu ára aldri var ég vikapiltur hjá bólstrara í hverfinu, sem hafði geysilegan áhuga á rafeindavirkjun og það smitaði út frá sér. Hann hjálpaði mér til dæmis að koma upp litlu senditæki sem ég tengdi við transistortæki og sendi út tónlist um hverfið,“ segir Baldvin þegar hann rifjar upp fyrir blaða- manni upphafið á þessum áhuga sín- um. Fljótlega fór hann að smíða sín eig- in tæki eins og magnara, senditæki og fleira og var fastagestur hjá Sölu- nefnd vamarliðseigna og á msla- haugum hersins í Grindavík, þar sem hann keypti og fann alls kyns hluti. í starfsþjálfun hjá Jöni Sen Eftir gagnfræðapróf gafst nem- endum kostur á að komast í viku starfsþjálfun í fyrirtæki. Baldvin var svo heppinn að komast að hjá Jóni Sen, sem framleiddi svart-hvít sjón- varpstæki en sá einnig um almennar sjónvarpsviðgerðir. „Það var eins og að fara til Mekka að komast að hjá Jóni, því hann var mjög virtur raf- eindavirki. Eftir þessa viku sagði Jón við mig að ég væri ráðinn og fór ég í gegnum starfsnámið eftir gamla meistaraprófskerfinu." Baldvin og Ingibjörg kynntust meðan hann vann hjá Jóni og hjálp- gerðir fyrir fyrirtækið, en sá var að hætta.“ Þröng aðstaða fyrsta árið Aðstaðan til viðgerða var ekki upp á marga fiska fyrsta árið; aðeins eitt lítið vinnuborð í svefnherberginu. Þó heillaði starfið Baldvin og löngunin til að læra meira um myndavélaviðgerð- ir ágerðist. Hann leigði því herbergi úti í bæ, þar sem vinnuaðstaðan var betri. Þar segist hann hafa dvalið meira og minna í heilt ár fjölskyld- unni til mikilla ama. Það var því ákveðið að kaupa íbúð á Njálsgötu með herbergi í kjallara, þar sem fyrsta alvöru vinnustofa Baldvins var. „I glugganum stóð: Opnunartími 8-12,“ rifjar Baldvin upp hlæjandi. „Bömin voru í leikskólanum á morgnana og þá gat ég gert við. Eftir hádegi fór ég hjólandi um bæinn með bömin á stönginni í þær fjórar ljós- myndaverslanir sem tóku á móti vél- um fyrir mig. Vélunum safnaði ég saman, fór heim og hélt áfram að vinna.“ Hann segir að fyrstu árin hafi að mestu farið í að kaupa tæki og byggja fyrirtækið upp. Meðal annars keypti hann dýrt mælitæki sem gerði hon- um kleift að framkvæma viðgerðir sem einungis höfðu verið gerðar er- lendis áður. ,Á þessum ámm vora aðeins örfáir menn sem gerðu við myndavélar. Einn sá mikilhæfasti þeirra, Henry Clausen, var að hætta og flytja til Danmerkur, en það olli ljósmyndurum töluverðum vandræð- um. Einn þeirra sendi mig á eftir honum svo að ég mætti læra af hon- um. Þar dvaldi ég í tíu daga og kom heim með öll tækin fínpússuð." Hjá Canon og Hasselblad Upp frá þessu má segja að alvöra ferill Baldvins hefjist í myndavéla- viðgerðum. Meðal annars valdi Hass- elblad-fyrirtækið hann sem viðgerð- armann sinn hér á landi og því fylgdu tilheyrandi námskeið í Svíþjóð. Sama gerðist hjá Canon-umboðinu og í upphafi fór hann í nám, sem stóð meira og minna yfir í fjögur ár. Allan þann tíma dvaldist Baldvin erlendis annan hvem mánuð en var þess á milli hér heima. Einnig sótti hann VIÐSKIPri fflVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Baldvin Einarsson fæddist í Köpavogi 3. aprfl 1955. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Kópavogs 1971 en fór síðan í íjögurra ára starfsnám í rafeindavirkjun hjá Jóni Sen. Því næst starfaði hann um tíma hjá Heklu hf. og vann við myndavélaviðgerðir í lausamennsku. Hann stofn- aði B. Einarsson ásamt konu sinni, Ingibjörgu Sigur- jónsdóttur, árið 1980 en Beco ehf., sem stendur fyrir Bald- vin Einarsson camera optic, stofnuðu þau 1985. Ingibjörg er íjármálastjóri fyrirtækisins, Baldvin sér um viðgerðahlut- ann og Olga dóttir þeirra um verslunina. Eigendur Beco ehf., f.v., Ingibjörg Benediktsdóttir og Baldvin Einars- son ásamt dótturinni Olgu í nýja húsnæðinu við Langholtsvcginn. aði hún Baldvin að smíða alls kyns hluti í sjónvarstækin. „Þetta gerðum við heima þannig að hún er búin að starfa með mér í þessu allt frá byij- un,“ segir hann. Þegar Baldvin hætti hjá Jóni Sen fór hann að vinna í varahlutaverslun hjá Heklu hf. og síðan í lausa- mennsku við myndavélaviðgerðir hjá Hilmari Helgasyni hf. sem rak ijós- myndavöraverslunina Týli. „Fyrst vann ég þetta í aukavinnu samhliða starfinu hjá Heklu en það gekk ekki upp. Ingibjörg vann allan daginn og við áttum tvö lítil böm, svo það var ákveðið að ég færi í húsmóðurhiut- verkið ásamt því að gera við mynda- vélarnar. Hilmar Helgason var með Canon- umboðið og þegar ég var beðinn um að gera við myndavélamar vissi ég ekki mikið um slíka hluti. Þó hafði allt sem snerti fíngert gangverk og hand- verk heillað mig frá bamæsku. Ég sótti því námskeið kvöld og kvöld hjá manni sem hafði séð um allar við-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.