Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 31 sprengja allt utan af sér. „Helsti styrkur fyrirtækisins núna er að sal- an og þjónustan eru í sömu bygging- unni en ekki í tveimur aðskildum byggingum eins og áður.“ Hönnun myndavéla sérstök Baldvin segir að íslendingar fylg- ist mjög vel með öllum tækninýjung- um. Hann tekur fram að nú sé til- hneigingin að selja alla framleiðslu mjög ódýrt og mönnum finnist ekki taka því að láta gera við gamla hluti. Pó muni alltaf verða einhverjir sem þyki það vænt um hlutinn sinn að hann láti gera við hann þótt það kosti peninga. „í hönnim er hvergi eins mikil fjölbreytni og mikið hugmynda- flug og á myndavélum, hvað snertir útlit, áferð, efnisval og slíkt. Margar vélanna ei-u því hreint listaverk," segir hann. Spurður hvort þörfin fyrir mynda- vélaviðgerðarmenn muni minnka með nýrri tækni, svarar hann að vissulega muni verða breyting þar á, þótt þörfin muni alltaf verða fyrir hendi. „Fólk er nýjungagjamt og eft- ir því sem tæknin eykst styttist líf- tími vélanna. Þegar mest lætur renna allt að 400 myndavélar, kvikmynda- vélar, myndbandsupptökuvélar og tól í gegnum verkstæðið á mánuði í stað 20-30 á mánuði á fyrstu árunum. Miðað við þennan fjölda viðgerða reikna ég með að 4-6 myndavélar séu á hvert mannsbam í landinu. Þrátt fyrir framfarir í ljósmyndun og nýj- ungar í tengslum við Netið munu hefðbundnar myndavélaviðgerðir halda áfram, því myndavélum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Baldvin. Þjónustan á eftír að aukast Hann hefur sömuleiðis trú á að eft- irþjónustan aukist, þ.e. að viðskipta- vinurinn hringi inn og fái ráðgjöf í gegnum síma. „Yið emm strax farin að finna fyrir þessari þörf en eigum eftir að útfæra hvernig framkvæmd- in verður. í þeirri velmegun sem nú ríkir vill fjölskyldan kaupa sér ein- hvers konar aíþreyingu heima fyrir og notar þá gjaman saman tölvuna, Netið og myndvinnslu. Það er fram- þróun á öllum þessum sviðum, þann- ig að fólk getur orðið fengið árang- ursríkar myndir fyrir tiltölulega skaplegt verð.“ Baldvin bætir við að með stafrænu myndavélunum opnist enn fremur auknir möguleikar, til dæmis sé Can- on búið að framleiða örsmáa, staf- ræna myndavél með skjá að aftan. „Fyrir margt fólk sem vinnur með skissur og sendir gögn á milli staða eins og verkfræðinga, blaðamenn, lögreglumenn og fleiri er þessi tækni alveg upplögð," segir hann. Mikil samskipti við faglj ósmyndara Vegna eðli starfsins vinnur starfs- fólk Beco mjög náið með fagljós- myndurum landsins. „Þeir vita ná- kvæmlega hvað þeir vilja og leita þangað sem góður tæknibúnaður og góð þekking er fyrir hendi. Við höf- um hlustað á þarfir þeirra gegnum tíðina og það hefur myndast mikil og náin vinátta á milli okkar. Það er meiri háttar mál þegar hjarta ljós- myndarans bilar þannig að viðgerða- maðurinn þarf að vera sálfræðingur líka. Og oft er um samvinnu viðgerða- manns og ljósmyndara að ræða þeg- ar leita þarf að orsök bilunar. Sam- bandið getur því nánast orðið eins og í hjónabandi," segir Baldvin. í lokin segir hann frá félagsskap sem sprottið hefur upp í gegnum samvinnu hans og ljósmyndaranna. „Við hittumst á hverjum laugardegi yfir vetrartímann hér á vinnustof- unni og fáum okkur kaffi og þeir sem reykja fá sér vindil. Mætingin er mis- jöfn, allt frá tveimur upp í fimmtán. Þetta byijaði þegar ég var heima- vinnandi, þá komu þeir við og leituðu ráða um tækjabúnaðinn. Stundum voru margir mættir í einu og þá myndaðist ákveðinn félagsskapur, þar sem menn ræddu Ijósmyndun og ýmis þjóðþrifamál. Þegar við fluttum á Barónsstíginn tók ég þá ákvörðun að reyna að að- skilja þetta spjall frá vinnunni, því á gamla staðnum var auðvitað ekki unnið mikið á meðan. Ég stakk því upp á að við hittumst á laugardögum þegar flestir væru í fríi og það hefur haldist i gegnum árin,“ segir Baldvin Einarsson. Landsmót hestamanna hefst á þriðjudaginn Æft fyrir 2000 manna hópreið LANDSMÓT hestamanna hefst á þriðjudag á félagssvæði hesta- mannafélagsins Fáks á Víðivöllum í Elliðaárdal. Opnunaratriði mótsins verður hópreið en stefnt er að því að 2000 manns taki þátt í reiðinni að sögn Braga Asgeirssonar, formanns Fáks. Hópreiðin fer frá Víðivöllum klukkan hálfþrjú síðdegis á þriðju- dag en riðið verður í kringum Rauða- vatn og aftur á vellina þar sem opn- unarathöfn mun fara fram. Þátttakendur í hópreiðinni verða meðal annars forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, ráðherrar úr ríkisstjórn Islands og forystu- menn úr hestamannahreyfíngunni en einnig munu öll hestamannafélög á landinu taka þátt í reiðinni. Bragi segist búast við fjölmenni á hesta- mannamótið, jafnvel 15 til 20.000 manns ef veðurguðimir verði með hestamönnum í næstu viku. Á föstudag voru fyrstu æfingar fyrir hópreiðina á Fáksvellinum. Þessi kona, sem situr í söðli, æfði sig fyrir htípreiðina á Víðivöllum. ityöjum flugáhugafólk - Styðjum flugáhugafólk - Styðjum flugáhugafólk - Styðjum flugáhug Söluaðili ferðarinnar Samvinnuferðir-Landsýn fíytius Bi J C E LANDAIR. HOTELS Hótel Loftleiöir - Hótel Esja - Flughótel Hótel Flúöir - Hótel Höfn Hótel Kirkjubæjarklaustur - Hótel Héraö STRÍS & FRIÐUR 7-10. júlí í LONDQN STÆRSTA STRÍÐSFLUGSÝIMING EVRÓPU ÁRIÐ 2000 í loftinu verða m.a. 2 B-17 fljúgandi virki, 2 B-25 Mitchell, 12 Spitefire, 7 P-51 Mustang, 4 P-40 Hurricane, 2 Bristol Fighter, 2 A-26 Invader, F4 Corsair, Bearcat Skyraider, Junkers 52, Messerschmitt 1Q8, FiatG59, Yak3, Blenheim Bomber og Bristol Fighter svo fátt eitt sé nefnt. k Hrffandi hópflug k Lfflegar listflugsýningar L Spennandi stríösflugatriöi Heiöursgestir í boöi ^IR UUUaiíahia <CELAND,C = Þorsteinn E. Jónsson Úlfar Þórðarson Fararstjóri Gunnar Þorsteinsson Heill dagur á FLYING LEGENDS AIR SHOW á Duxford flugminja- safninu, stærsta flugminjasafni Evrópu. Til sýnis eru um 180 flugvélar, bílar, skriödrekar, fallbyssur, skotvopn, flughermar og margt fleira. Hálfur dagur á hinu sérstæða Hendon flugminjasafni í eigu breska flughersins. Heill laugardagur til aö versla og útrétta í London. Gist á hóteli viö Oxford Street — aöalverslunargötu London. Upplýsingar og bókanir alla virka daga og um helgar frá kl. 10-23 Símar 561 2900 & 899 2900 VERÐ aðeins kr. 39.300.-* * Flugferðir, flugvallargjöld, gisting m.v. 2 í 2ja manna herbergi, morgunverður, rútuferðir til/fré flugvelli i London, íslensk fararstjórn, upplýsingamappa. HRINGIÐ OG FÁIÐ PRENTAÐA FERÐADAGSKRÁ í PÓSTI FYRSTA FLUGS FÉLAGIÐ Áhugamannafélag um flugmál Pósthólf871'121 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.