Morgunblaðið - 02.07.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 33
ŒYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 1. júlí
Skátar hylla íslenska fánann við upphaf Kristnihátíðar á Þingvöllum í gærmorgun.
Morgunblaðið/Golli
**f
hjallann í lífsbaráttunni og eiga ekki lengur í
vandræðum með að brauðfæða þegna sína.
Hjá þessum þjóðum eru það ungu kynslóðirn-
ar, sem vísa veginn. Þetta hefur verið mjög skýrt
hér á íslandi. Það er unga fólkið, sem hefur haft
forystu um að breyta matarvenjum íslendinga í
þá átt að hollustan skuli sitja í fyrirrúmi. Og með
því að stuðla að breyttu mataræði hefur unga
fólkið haft í sumum tilvikum afdrifarík áhrif á at-
vinnuvegi þjóðarinnar eins og hinn hefðbundni
landbúnaður hefur orðið rækilega var við.
Að sumu leyti er lífræn ræktun matvöru aftur-
hvarf til fyrri framleiðsluaðferða. Snemma á öld-
inni voru íslenzkar landbúnaðarafurðir lífrænt
ræktaðar í þeim skilningi, sem lagður er í þau
orð í dag en þó er auðvitað mikill munur á. Nú-
tímalegar framleiðsluaðferðir eru notaðar við
ræktun lífræns grænmetis, svo að dæmi séu
nefnd, þótt tilbúin efni komi þar ekki við sögu.
Aðalatriðið er þó að gera sér grein fyrir, að sá
tími er liðinn að telja að neyzla lífrænt ræktaðr-
ar matvöru sé sérvizka einstaklinga, sem hefja
máltíðina með því að fara út í garð eða gróður-
hús og sækja sér hráefni í matinn. Neyzla líf-
rænnar matvöru á eftir að aukast ár frá ári, þótt
ómögulegt sé að segja fyrir um, hvenær hún
verður orðin stærri hluti af markaðnum.
í þessu felst, að þeir, sem t.d. stunda hefð-
bundna ræktun á grænmeti og ávöxtum geta
búizt við því, að markaðshlutdeild þeirra dragist
saman á sama tíma og þeir, sem skipta yfir í líf-
ræna ræktun á grænmeti og ávöxtum geta
vænzt þess, að hlutdeild þeirra í markaðnum
aukist ár frá ári, svo fremi, sem þeir geti aukið
framleiðslu sína, sem því nemur.
Lífrænt ræktaðar matvörur eru dýrari eins og
fram hefur komið. Þrátt fyrir það er ekki hægt
að anna eftirspurn eftir ýmsum tegundum líf-
rænt ræktaðrar matvöru. Það er vísbending um
að sumir þjóðfélagshópar a.m.k. setji hærra verð
ekki fyrir sig, þótt það eigi vafalaust við um aðra.
Þær upplýsingar, sem fram koma hjá for-
stjóra Sláturfélags Suðurlands og áður var vitn-
að til, að verðmunur á lífrænt ræktuðu lamba-
kjöti hafi ráðið úrslitum um að það seldist ekki
ásamt því að gæðamunurinn væri ekki svo mikill
eru umhugsunarverðar. Vel má vera, að þessar
umræður hafi einfaldlega ekki verið orðnar nógu
þroskaðar og skilningur almennings ekki verið
orðinn nægilega mikill. Flest bendir til að fólk
kaupi lífrænt ræktaðar matvörur, ekki fyrst og
fremst vegna þess, að þær bragðist áberandi
betur heldur vegna vitneskju um hvernig þær
eru framleiddar. Sömu sjónarmið hljóta að verða
ofan á, þegar fram líða stundir, þegar fólk kaupir
lambakjöt.
Það er mjög líklegt að lífrænt ræktaðar mat-
vörur geti orðið sú vítamínsprauta, sem íslenzk-
ur landbúnaður þarf á að halda til þess, að þeirri
þróun, sem verið hefur í þeirri atvinnugrein síð-
ustu áratugi verði snúið við. En til þess þarf
bæði skilning bændanna sjálfra og fjölmargra
annarra aðila.
Um það segir Ólafur Dýrmundsson í samtali
við Morgunblaðið: „Til að árangur náist eins og
gerzt hefur í löndunum í kringum okkur þurfa
allir að taka höndum saman, yfirvöld, bændur,
úrvinnslufyrirtæki eins og sláturhús og mjólkur-
bú svo og stórmarkaðir. Með því móti verður
varan sýnilegri fyrir neytendur og verðið mun
auðvitað lækka eftir því, sem framleiðslan
eykst.“
Stefnumörk-
un stjórn-
valda
í ÞESSUM efnum sem
öðrum skiptir stefnu-
mörkun stjórnvalda
miklu máli og sú áherzla,
sem stjórnvöld og stjóm-
málaflokkar leggja á að
ýta undir nýja strauma sem þessa.
Hingað til hafa umræður um lífræna ræktun
matvara, verið hálfgert aukaatriði í almennum
þjóðfélagsumræðum. Nokkrir hugsjónamenn
hafa haldið því fram, að þarna liggi framtíðin, en
hvorki fjölmiðlar né stjórnmálamenn hafa veitt
þeim röddum sérstaka eftirtekt. Þetta er ekkert
nýtt. Þetta gerist alltaf þegar bryddir á nýjum
straumum og átti líka við um náttúruvernd og
umhverfisvernd á sínum tíma.
Lífræn ræktun matvöru er komin yfir þennan
þröskuld. Hún kallar á stóraukna eftirtekt og
umræður vegna þess, að almenningur bæði hér
og annars staðar gerir stórauknar kröfur til þess
að framboð verði á lífrænt ræktuðum matvörum.
Þeir stjórnmálaflokkar, sem vilja vera í takt
við samtíma sinn og hafa opna æð til framtíðar-
innar eiga auðvitað að taka lífræna ræktun mat-
vöru til meðferðar og umræðu. Alþingi og ríkis-
stjórn eiga auðvitað að hefja könnun á því,
hvernig hægt er með löggjafarstarfí og með öðr-
um hætti að ýta undir þessa framleiðslustarf-
semi. Islenzkur landbúnaður hefur verið í sjálf-
heldu í fjöldamörg ár og forystumenn bún-
aðarsamtaka og fulltrúa bænda á Alþingi hafa
ekki fundið neina leið til þess að koma landbún-
aðinum út úr því öngstræti, sem hann er í.
Leiðin út úr þeim ógöngum er augljóslega að
stórauka lífræna ræktun í íslenzkum landbún-
aði. í framleiðslu slíkrar matvöru er fólginn nýr
vaxtarbroddur, sem landbúnaðurinn þarf og á að
fylgja eftir. Skattgreiðendur verja í dag miklum
fjármunum til þess að halda landbúnaðinum á
floti. Þeim fjármunum væri vel varið til þess að
gera atvinnugreininni kleift að skipta yfir í líf-
ræna ræktun, því að yfirgnæfandi líkur eru á að
hún geti staðið á eigin fótum í framtíðinni á þeim
grundvelli.
Þær stórmarkaðskeðjur, sem verða fyrstar til
að leggja sýnilega áherzlu á lífrænt ræktaðar
matvörur, verða ofan á í samkeppninni. Fylgi
stórmarkaðirnir þessari þróun ekki fast eftir
eiga þeir á hættu, að hinn nýi stórmarkaður
framtíðarinnar verði litla verzlunin Yggdrasill,
þar sem eru á ferð merkilegir frumkvöðlar í
verzlunarstarfsemi á þessu sviði.
Hinir ungu kjósendur, sem hafa staðið fyrir
breytingum og nánast byltingu í mataræði þjóð-
arinnar á tiltölulega fáum árum og hafa ýmist
sjálfir eða foreldrar þeirra átt þátt í náttúru-
verndar- og umhverfisbyltingunni á íslandi,
munu halla sér að þeim stjórnmálaöflum, sem
þeir sjá, að verða fyrst til að taka framleiðslu á
lífrænt ræktuðum matvörum upp á sína arma.
Hér er með öðrum orðum á ferðinni ein af
þessum hljóðlátu þjóðfélagsbyltingum, sem við
tökum yfirleitt ekki eftir fyrr en þær eru orðnar
að veruleika og það er að gerast í þessu tilviki.
„ Aðalatriðið er þó
að gera sér grein
fyrir, að sá tími er
liðiiui að telja að
neyzla ltfrænt rækt-
aðrar matvöru sé
sérvizka einstakl-
inga, sem hefla mál-
tíðina með því að
fara út í garð eða
gróðurhús og sækja
sér hráefni í matinn.
Neyzla ltfrænnar
matvöru á eftir að
aukast ár frá ári,
þótt ómögulegt sé
að segja fyrir um,
hvenær hún verður
orðin stærri hiuti af
markaðnum.“