Morgunblaðið - 02.07.2000, Page 36
36 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
.......■—■■■■■■..
MORGUNBLAÐIÐ
Kristfisk-
stykki, flór-
læri og
bleiusvæði
Núna þegar naumast líður sú stund að ekki
sé auglýst með einhverjum hætti dagskrár-
efni, sem flytja á í tilefni kristnitökuafmæl-
is, þykir Pétri Péturssyni ástæða til að rifja
upp þegar hann lagði dálítið þekkingarpróf
fyrir guðfræðinema í háskólanum.
ISLENSKAN er orða frjósöm
móðir“ var sagt í ungdæmi
mínu. Bræðm- mínir reru til
fískjar úr verstöðvum sunnan-
íands. Glæný ýsa var oft borin á boð á
æskuheimili mínu. Þar lærðum við
systkinin að þekkja hið undurfagra
heiti, sem minnti á kraftarverkasögu
meistarans, sem mettaði fimm þús-
undir með því að deila „Kristfisk-
stykkjum" tveggja fiska við fiskisælt
vatn í Landinu helga. Móðir mín
vakti athygli okkar á Kristfisk-
stykkjunum er við borðuðum
glænýja ýsu úr Garðsjónum. Mér
kom til hugar að fróðlegt væri að
hyggja að þekkingu guðfræðinema,
einmitt þessa dagana þegar naumast
líður sú stund að ekki sé auglýst með
einhverjum hætti dagskrárefni, sem
flytja á í tilefni kristnitökuafmælis.
íslandsbanki helgar kristnitöku
dagatal sitt.
Biskup vor efndi á sínum tíma til
samkomu þar sem hann kynnti og
markaðssetti útgáfu biblíu sem út
var gefin í takmörkuðu upplagi og
seld á svimháu verði í tölusettum ein-
tökum. Biblían sú var nú aldeilis ekki
„eins og böglað roð fyrir brjósti"
höfðingjanna. Hún verður sjálfsagt
skráð í ritlingum bókasafnara.
Skrautklæddir prelátar ljómuðu af
vesæld á kynningarsýningu. Þar var
enginn vafinn í „næfra“ eins og
Sverrir konungur í ljóði Gríms
Thomsens.
Þegar rætt er um kristileg rit og
heilaga ritningu kemur Sigurður Sig-
valdason biblíusali í hugann. Hann
sat að jafnaði á tröppum raftækja-
verslunar Júlíusar Bjömssonar í
Austurstræti (þar sem síðar var Óð-
al.) Sigurður seldi guðsorðabæklinga
og kristileg smárit. Hann kallaði:
„Drottinn kemur til vor, heftur á eina
krónu og í bandi á eina krónu tuttugu
og_fimm...“ Um þær mundir kostaði
máltíðin, heitur réttur, eina krónu
hjá frændkonu minni Elísabetu Sig-
urðardóttur á „Heitt og kalt“ í Hafn-
arstræti. „Þar færðu mat og yl og allt
hjá Elísabet á Heitt og kalt.“ Hún
var systir Sigurgeirs biskups Sig-
urðssonar.
Nú hefir óðaverðbólga hlaupið í
guðsorðið og kristindómsritin.
Kristnir menn hafa lengi vonast eftir
endurkomu Krists. Gerðu sér jafnvel
vonir um að Jóhannes skírari kæmi
sem boðberi fagnaðartíðinda. Biskup
vor virðist hinsvegar hafa kosið hlut-
verk Jóhannesar í Rammagerðinni
og birtist sem minjagripasali á Bess-
astöðum með markaðssetninguna á
heilagri ritningu, sem tekur mið af
„Lestrarkveri handa heldri manna
börnum", sem Rasmus Rask gaf út á
öldinni sem leið.
Fijálshyggjumenn og kauphallar-
furstar hafa náð tökum á kirkju og
kristindómi. Kaupahéðnar leika laus-
um hala og misnota kirkjuárið til
auðsöfnunar. Jólin bytja í október og
páskamir í febrúar.
„Viðkeyptum þennan enskabanka
til þess að hjálpa þeim stóru,“ sagði
4ulltrúi FBA-bankans i sjónvarpsvið-
tali. „Minnsti bróðirinn“ er ekki leng-
ur á dagskrá kirkjunnar. Sbr. kjör
öryrkja og gamalmenna.
Á jólafóstu sneri ég mér til guð-
fræðideildar Háskóla Islands. Bað
leyfis að koma í kennslustund guð-
fræðinema og bera fram þrjár spurn-
ingar er vörðuðu íslenskt mál. Pró-
fessor Gunnlaugur Jónsson veitti
góðfúslega leyfi til þess. Hann lét þó
hjá líða að kynna mig fyrir guðfræði-
nemum, en settist frammi á gangi og
spjallaði við bifreiðastjóra minn,
Guðjón Andrésson. Fór vel á með
þeim. Eg vissi ekki fyrr en síðar að
prófessorinn er sonur góðrar vin-
konu minnar, Selmu Kaldalóns tón-
skálds, en mér veittist á sínum tíma
sú ánægja að útvarpa söng og frá-
sögn Sigfúsar Halldórssonar er hann
flutti tvö lög Selmu, en Sigfús lærði
þau er hann dvaldist á Reykhólum.
Prófessorinn er sennilega um það
bil jafnaldri Litlu flugunnar hans
Sigfúsar Halldórssonar. Sigíús hafði
dvalist hjá vini sínum séra Þórarni
Þór. Þá samdi hann lag sitt, sem
hann flutti í útvarpsþætti, sem ég
stýrði. Þá söng hann jafnframt tvö
lög Selmu Kaldalóns. Eg minnist
einkum annars lagsins, sem er samið
við ljóð Jóns frá Ljárskógum. Selma
hefir trúlega haft ungan
son sinn í huga:
BKtt og rótt breiðir nótt
blæjuumfjöllogvoga
augunþín,ástinmín
einsogstjömurloga.
Sonur kær, svefninn vær
sígurbráttáhvarma
sofðu rótt, sumamótt
svæfirdagsinsharma.
Ég man að ég hreifst af
þessu lagi Selmu, en Litla
flugan flaug samstundis um
landið og var á hvers manns vörum.
Dóttir Þórarins Þór rifjaði upp heim-
sókn Sigfúsar nýlega í samtali við
Jónas Jónasson, sem hlýddi eins og
Snæfellingur og þagði um þáttar-
stjóra. Því miður hugkvæmdist mér
ekki að fá Gunnar Stefánsson eða
Jón Hall Stefánsson skráða fyrir
þættinum. Þá væri löngu búið að
endurtaka hann og það margsinnis.
Kristfiskstykki
En áfram með guðfræðinema og
þátt þeirra. Ég spurði þá fyrst hve
margir þeirra könnuðust við orðið
Kristfiskstykki. Enginn guðfræði-
nemanna hafði heyrt á það minnst og
skiptu þeir þó allnokkrum tugum.
Kraftaverkasagan hafði ekki fest
djúpar rætur í fræðum þeirra.
Áð sögn Þorsteins Erlingssonar
skálds, sem er heimildarmaður Ólafs
Davíðssonar, eru Kristfiskstykki
smáflísar, sem blautir fiskvöðvar flís-
ast sundur í.
Þorsteinn Erlingsson segist hafa
heyrt að þau dragi nafn sitt af því að
þegar Kristur mettaði fimm þúsund-
ir manna hafi hver fengið eina af
þessum smáflísum.
Skrúðgöngur kirkjufeðra, bisk-
upa, prófasta og presta minna á
tísksýningar hjá Elsu Klensch eða
Sævari Karli fremur en guðsþjónust-
Þrír óskasynir Austurstrætis, Sigurður Sigvaldason biblíusali á tröppum Raftækjaverslunar Júlfusar Björns-
sonar í Austurstræti. Guðmundur Krisjánsson úrsmiður spjallar við Sigurð, sem selur guðsorð og trúmálarit.
Þorvaldur Pálsson, læknir og líftryggingasali, með ljdsan hatt og göngustaf. Að sögn Halldórs Laxness vildi
Þorvaldur flytja alla íslendinga af landi brott og koma þeim fyrir á betri stað, helst í nánd suðurheimskautsins.
íslands. Spegillinn gerði heimsókn
hans góð sídl.
Aðeins einn guðfræðinemi kannað-
ist við orðið flórlæri. Forystumenn
landbúnaðar hafa sólundað milljörð-
um úr ríkissjóði til vafasamra verka.
Meðal þess má nefna mæðiveikigirð-
ingar, sem áttu að hindra útbreiðslu
mæðiveiki.
Fræg er sagan af svörtu gimbr-
inni, sem virti að vettugi gaddavírs-
girðingar landbúnaðarfursta. Hún
var mörkuð á kvíabóli borgfirskrar
kostajarðar og bar fjámark eiganda
síns, héraðshöfðingja. Surtla litla lét
sér fátt um finnast kostbærar hindr-
anir á leit sinni að safaríkum sauð-
fjárhögum. Hún fór létt með hreppa-
skil og smaug undir sauðfjárgirðingu
milli hólfa. Um haustið var hún dreg-
in bónda í norðlenskri sælusveit.
Hann átti sama mark og borgfirski
bóndinn. Mæðiveikigirðingin sem
var 1.565 kílómetrar að lengd hindr-
aði Surtlu litlu ekki í staðföstum
áformum og hreppaskiptum. Henni
tókst að koma veikinni norður.
Forystumenn landbúnaðar-
smala vilja hafa sína húsdýra-
og matjurtasjúkdóma í friði.
Þótt tugir opinberra starfs-
manna séu á launum við erlend
sendiráð dettur engum þeirra í
hug að hyggja að jákvæðum
atburðum er tengjast íslensk-
um landbúnaði. Hvenær hafa
t.d. starfsmenn íslenskra
stofnana í Brussel skýrt frá at-
hygli þeirri sem beindist að ís-
lenskum útsæðiskartöflum er
belgískur bóndi var sleginn til
riddara Leopolds Belgíukon-
ungs og íslenskar matjurtir
rómaðar við hirð konungs og í
ritum vísindamanna?
Bleiusvæði
Stauning fór til ísafjarðar að skoða rauðar kýr jafnaðarmanna í fjósi
bæjarbúsins. „Þvottakonur fóru með fötur, skrúbbur og þvottaefni til
þess að moka flórlærin af kusunum, en lærður rakari var sendur til að
snyrta á þeim halana."
ur. I hugann koma gallerí og gala,
fremur en bænir og blessun.
Myntslátta og minjagripasala leið-
ir hugann að sölu aflátsbréfa á dög-
um páfavillu.
Ekki er vitað til þess að þjóðkirkj-
an hafi mótmælt örlagaspori því sem
stigið var þegar íslensk stjómvöld
hurfu frá hlutleysi og vopnleysi að
þátttöku í hernaði og loftárásum á
sjúkrahús og barnaheimili í fjarlægu
landi. I þjóðhátíðarljóði Huldu, sem
hlaut verðlaun við stofnun lýðveldis
er sungið um íslensku þjóðina „sem
þekkir hvorki sverð né blóð“ og einn-
ig „svo aldrei framar íslensk byggð
sé öðrum þjóðum háð“. Nýverið
greindu dagblöðin frá því að byggð
Bandaríkjamanna á Keflavíkurílug-
velli væri áttundi stærsti bær á Is-
landi. Elliheimili í Reykjavík halda
uppi stöðugum kynnisferðum og
heimsóknum í „offíseraklúbba" á
Keflavíkurvelli og heimsóknum í
kirkjur vallarins. „Það er draumur að
vera með dáta,“ ætti e.t.v. heima í
nýrri sálmabókarútgáfu.
Flórlæri
Því aðeins er minnst á flórlæri að
Ríkssjónvarpið sýndi á sl. ári viðtal
við sunnlenskan kúabónda sem sat
,Jv-\ ‘.
■• '4 *
Við Galfleuvatn þar sem Kristur mett-
aði fimm þúsundin.
við mjaltir í fjósi sínu. Sjónvarpsmað-
ur ræddi við bóndann. Það sem vakti
athygli var að læri Búkollu var þakið
kleprum. Kýrin hafði gi-einilega lagst
í flórinn og bar þess augljós merki.
Hún var með flórlæri. Dýralæknir
hefði ekki leyft mjaltir í slíku fjósi.
Bændur ræða um nauðsyn þess að
flytja inn norskar kýr. Guðmundur
Friðjónsson, skáldbóndi á Sandi,
brýndi góðkunningja sinn er hugði á
vesturför og minnti hann á kýr og
hesta.
Ætlarðu að fóma ánutn þínum,
afbragðshesti, gömlum vini
þínu góða kúakyni,
kasta í enskinn bömum þínum.
Flórlærið kemur við sögu er Thor-
vald Stauning, jafnaðarmannaforingi
og forsætisráðherra Dana, kemur til
Þriðja orðið sem spurt var
um í guðfræðideildinni tengd-
ist sjónvarpsauglýsingu
Pampers. Úng móðir fór kær-
leiksríkum höndum um bleiu-
barn sitt, sem hjalaði og hló og
brosti við móðurbarm. Móðirin
var hógvær og orðprúð. Hún nefndi
hvorki bossa né rass. Hún strauk
barninu blíðlega og sagði að því liði
svo vel „á bleiusvæðinu". Þar kom
loksins orð sem allir í guðfræðideild-
inni þekktu á kristnitökuafmæli.
Nær allir guðfræðinemarnir könnuð-
ust við orðið.
Segjum svo að íslenskan sé ekki
orða frjósöm móðir.
Ekki má gleyma þætti Mjólkur-
samsölunnar sem virðist koma fram
sem einskonar eignarhaldsfélag ís-
lenskrar tungu og prókúruhafi. Is-
lensk málstöð nýtur skjóls og fjár-
stuðnings. Orðhagir málfi-æðingar
semja auglýsingar. Nær daglega
hljómar hvatning í Sjónvarpi um
Samsöluísinn. Hann er „Júppígóð-
ur“. Konráð Gíslason talaði um
„klaufadóm þjóðleysingjanna“.