Morgunblaðið - 02.07.2000, Page 37

Morgunblaðið - 02.07.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 3g SKOÐUN HALLDÓR Jakobsson fyrrver- andi forstjóri hefur undanfarna mánuði gert harða hríð að frétta- stofu Stöðvar 2 og undirrituðum fyrir meinta aðför að Borgarfelli, fyrirtækinu sem hann stýrði um árabil. Málsatvik eru þau að í fréttaviðtali við Jón Ólafsson, fræðimann og heimspeking gat hann þess að nokkur fyrirtæki hefðu verið stofnuð gagngert til þess að fjármagna Sósíalistaflokk- inn meðal annars með viðskiptum við Sovétríkin og sósíalistaríkin í Austur-Evrópu. Sannleikurinn er sá að þetta nefndi Jón Ólafsson í framhjáhlaupi enda er þetta auka- atriði í málinu. Hins vegar hafði Halldór samband við undirritaðan fljótlega eftir að fréttirnar birtust og bauð ég honum að svara fyrir sig í fréttum Stöðvar 2. Halldór sló úr og í með það, þáði reyndar af mér aðstoð við að fá bæði handrit og afrit frétta en í stað þess að koma í fréttaviðtal kaus hann að skrifa greinar í Morgunblaðið. tilraun til að sverta Borgarfell" Halldór klifar á því að Stöð 2 og undirritaður hafl gert „tilraun til að tengja Borgarfell við meintan fjárstuðning Kommúnistaflokks Sovétríkjanna við íslenska sósíal- ista“ og hagað sér eins og „götu- strákar". Stöð 2 hefur aldrei haldið neinu fram um Borgarfell að öðru leyti en því að birta viðtal við Jón Ólafs- son, fræðimann og heimspeking sem skýrði frá því að nafn fyrir- tækisins hefði komið við sögu í sovésku skjölunum. Athygli vekur að á sama tíma og Halldór finnur mér og Stöð 2 flest til forráttu segir hann að Jón Ólafsson fari ekki sjálfur með „rangfærslur og ósannindi", heldur sé þetta að finna í „sjálfum skjöl- unum“ sem Jón byggi á. Halldór skrifar: „Ekki er ólíklegt að mis- indismenn hafl farið höndum um skjölin áður en Jón fékk þau í hendur, gróðapungar í sovéska kerflnu eða leyniþjónusta Sovét- ríkjanna..." Með öðrum orðum að ráðandi menn í sovéska kerfínu og KGB hafi gert samsæri um að falsa fjöldann allan af skjölum til að koma höggi á Sósíalistaflokkinn, Borgarfell og Halldór Jakobsson persónu- lega. Ég læt lesend- um eftir að dæma um hve líklegt það sé. Uppspretta fréttarinnar Vegna ásakana hans í minn garð og Stöðvar 2 tel ég nauð- synlegt að upplýsa hvemig stóð á frétt- um okkar um svokall- að „Rússagull“. Árum saman hefur það ver- ið deiluefni í íslensk- um stjórnmálum hvort Sósíalistaflokkurinn og und- anfari hans Kommúnistaflokkur Islands hafi þegið fé af sovéska kommúnistaflokknum. Eftir að Sovétríkin leystust upp hefur kom- ið á daginn að kommúnistaflokkar Það er sorglegt að Hall- dór skuli enn á níræðis- aldri aðhyllast þær skoðanir, segir Árni Snævarr, sem stjórn- kerfí Sovétríkjanna byggði á. og systurflokkar þeirra á Vestur- löndum hafa velflestir þegið fé en mismikið þó. Talsmenn sósíalista harðneituðu þessu alla tíð. Síðast- liðið haust boðuðu tvö bókaforlög nýjar bækur um tengsl íslenskra sósíalista við Sovétríkin. Annars vegar bók eftir Jón Ólafsson fræði- mann og hins vegar Arnór Hanni- balsson prófessor og mátti flestum Ijóst vera að þær myndu fátt eiga sameiginlegt annað en að vera um sama málefni og skrifaðar af heim- spekingum. Um svipað leyti sá ég í norsku blaði að út væri komið rit þar sem fjárhagstengsl norskra og sov- éskra kommúnista væru rakin. Varð ég mér úti um ritið og kom þá á daginn að þar var ekki aðeins að finna yfirlit yflr fjárstuðning Sovétmanna við Norðmenn heldur einnig aðra norræna kommúnista- flokka. Þarna var hvergi getið um ísland eða Sósíalista- flokkinn og vissi ég ekki hvort ástæðan var sú að ekkert fé hefði runnið til Is- lands eða að höfund- urinn hefði gleymt okkur Islendingum eins og norrænir frændur okkar gera svo oft. Höfundur ritsins, Sven G. Holtsmark skýrði mér hins vegar frá því að hann hefði upplýsingar um fjár- stuðning við Sósíal- istaflokkinn og voru þær síðan birtar á Stöð 2 eins og alþjóð veit. Að þessu máli vann ég einn og óstuddur og hafði ég að- eins samráð við einn mann, Pál Magnússon fréttastjóra, áður en fréttin var birt enda töldum við mikilvægt að sitja einir að frétt- inni. Engar aðrar hvatir lágu að baki birtingu þessara frétta en að vera fyrstir með fréttina og birta fyrstu skjalfestu hemildir um þetta gamla þrætumál. Að vísu skal það viðurkennt að ég taldi langlíklegast að annað- hvort Jón Ölafsson eða Arnór Hannibalsson eða báðir byggju yf- ir sömu upplýsingum og taldi því ekki spurningu um hvort þetta liti dagsins ljós heldur hvenær. A daginn kom að svo var ekki og víst var „skúbbið" enn sætara fyrir vikið. Eftir að Stöð 2 hafði birt fréttir sínar var fræðimönnunum og raun- ar öllum sem áhuga sýndu veittur aðgangur að skjölunum. Nú hefur verið sýnt fram á það svo ekki verður um villst að Sósíalistaflokk- urinn þáði fjárstuðning frá Sovét- ríkjunum. Fjárstuðningurinn við Sósíalistaflokkinn er kjarni máls- ins sem Halldór Jakobsson reynir að drepa á dreif, enda má einu máli gilda um Borgarfell enda full- komið aukaatriði. Tveggja manna her sagnfræðinga Enn beinir Halldór spjótum sín- um að mér í sambandi við tvo sjónvarpsþætti sem ég vann að ásamt þeim dr. Val Ingimundar- syni sagnfræðingi og Ingvari Agúst þórissyni, dagskrárgerðar- manni fyrir Hugo film og Saga film um Island og Kalda stríðið. Halldór ber Jóni Ólafssyni það á brýn að hafa í viðtali í þáttunum hikað eftir að hafa talað um Mars trading company þegar fyrirtæki sem tengdust Sósíalistaflokknum voru talin upp. Með öðrum orðum: Jón er sakaður um að hafa ...næst- um því talað um Borgarfell!!! Ég tel nauðsynlegt að upplýsa hér að viðtalið við Jón Ólafsson var tekið löngu áður en skjalfestar heimildir komu fram um beinan fjárstuðning Sovétríkjanna við íslenska sósíal- ista. Utaf fyrir sig ætla ég ekki að elta ólar við rangfærslur Halldórs Jakobssonar enda dæma ummæli hans um mig og Jón Ólafsson sig yfirleitt sjálf. Gagnrýni hans á Kalda stríðs þættina vísa ég á bug. Reyndar segir Halldór að ,,her sagnfræðinga" þar á meðal Arni Snævarr hafi unnið að þáttunum. Margt hefur fallegt verið sagt um félaga minn og vin Val Ingimund- arson og allt maklegt og stundum hefur mér líka verið hrósað. En þótt flestum þyki hól gott get ég þó varla tekið undir með Halldóri að við tveir séum her sagnfræð- inga... Halldór ræðst á mig og sagn- fræðingherinn (sem hann nafn- greinir ekki) í þriðju grein sinni af mikilli hörku fyrir kaldastríðs- þættina og þá sérstaklega um það að fjalla ekki nógu rækilega um persónunjósnir Bandaríkjamanna á Islandi. Á hinn bóginn talar hann af velþóknun í annarri grein sinni um skrif Vals Ingimundarsonar sjálfs generálsins í tveggja manna sagnfræðingahernum um nákvæm- lega sama mál!! Dylgjur Halldórs um að ekki hafi allir aðstandendur myndarinnar verið ánægðir með hana eru ekki svaraverðar að öðru leyti en því að vissulega verða þrír metnaðargjarnir menn seint full- ánægðir með sín verk. Stöð 2 og Elian Enn ræðst Halldór Jakobsson að mér persónulega og Stöð 2 með því að halda því fram að Stöð 2 hafi reynt að „verja ranglætið" gagnvart kúbverska drengnum Elian Gonzales og föður hans í „fréttaþætti", eins og hann orðar það, um málið. Það sem Halldór á við hér er frétt sem ég flutti um þetta mál. Þar var rætt við ís- lenskan sálfræðing sem lagði mat á hvaða áhrif málið og brottnám Elians af heimili ættingja móður sinnar á Flórída, hefði haft á hann. Niðurstaða sálfræðingsins sem slegið var upp í fréttatímanum var sú að best færi á því að drengurinn væri hjá föður sínum. í lok fréttar- innar var svo vakin athygli á því að lítil þúfa hefði velt þungu hlassi því Morgunblaðið sem um áratuga- skeið studdi stefnu Bandaríkjanna gagnvart Kúbu hefði lýst andúð á málsmeðferðinni í Bandaríkjunum og andúð á viðskiptabanninu gegn eyríkinu í forystugrein. Halldór segir hins vegar um þetta í grein sinni í Morgunblað- inu: „...alls staðar (var) tekið undir sjónarmið leiðara Morgunblaðsins með einni undantekningu: Stöð 2. Strax sama kvöldið ...birtist langur fréttaskýringarþáttur ... þar sem reynt var að verja ranglætið gagn- vart feðgunum. Og ekki leið á löngu þar áður en sagnfræðingur- inn Árni Snævarr birtist í frétta- þætti Stöðvar 2 og var mikið niðri fyrir vegna hinna skeleggu rit- stjórnargreina Morgunblaðsins. Mönnum rann til rifja vandlæting- in og fýlan sem draup af ásjónu Árna þegar hann endaði lesturinn með þessum orðum: Öðruvísi mér áður brá.“ Lokaorðin eru það eina rétta sem Halldór hefur eftir mér í þess- ari frétt: allt annað er heilafóstur hans. Heift Halldórs er slík að hann gerir mér upp að koma póli- tískri merkingu til skila með svip- brigðum. Útaf fyrir sig er það dæmigert fyrir röksemdafærslu Halldórs að hann les merkingu út úr ásjónu manna. Ég hlýt að vísa því til föðurhúsanna að Stöð 2 hafi nokkra skoðun yfirleitt á Elian- málinu og allra síst þá sem Halldór vænir okkur um. „Undir eftirliti...“ Lengst gengur Halldór senni- lega þegar hann sakar Stöð 2 um að hafa tekið við þvi hlutverki sem Morgunblaðið og Vísir hafi áður haft: „að vera lengst til hægri og halda uppi öfgafullum áróðri um menn og málefni". Óneitanlega er þetta athyglisverð fullyrðing en ég held að Hannesi Hólmsteini þyki illa komið fyrir íslenskri hægri- stefnu ef Stöð 2 með Skífu-Jón Ólafsson í broddi fylkingar sé orð- ið helsta málgagn hennar og ég helsti túlkandinn! Loks leggur Halldór til að komið verði í veg fyrir að menn eins og ég: „öfgafull- ir leigupennar" ráði ferðinni í út- gáfu bóka og fræðsluefnis. Hann vænir mig um að aðhyllast þá skoðun að „kommúnismi gegn kapítalisma sé einskonar barátta milli góðs og ills“ og þar af leið- andi eigi ég og mínir líkar „ekki að koma nálægt neins konar fjölmiðl- un nema undir eftirliti dómbærra manna“. Það er sorglegt að Hall- dór skuli enn á níræðisaldri aðhyll- ast þær skoðanir sem stjórnkeríi til dæmis Sovétríkjanna byggði á: að hefta tjáningarfrelsi manna sem hefðu óheppilegar skoðanir að mati sjálfskipaðra „dómbærra manna“. Höfundur er fréttamaður á frétta- stofu Stöðvar 2. OG ÞVÍ SÆTARA VAR SKÚBBIÐ Árni Snævarr rFUGLAHÚS Garðprýði fyrir garða og sumarhús 10 mismundandi gerðir. PIPAR OG SAL Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 36141 !ii*«iKil«ril|B Kerrur oq vaqnar í öLlum stærðum Auðveld og fljótleg lokun Oryggisbeisli Rúnnaðar hjólskálar 13" bíLhjól og felga Extra sterkur botn ÖLL galvaniseruð Góðir aksturseiginleikar Öruggasta kúpling á markaðinum Varðar Lugtir ( SÖLU STAÐIR Brenderup Island Bílasala Akureyrar Dalvegi 16b, Kópavogur Freyjunesi 2, Akureyri Sími 544 4454 • Fax 544 4457 Sími 461 2533 • Fax 461 2543 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.