Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 38
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ TUNGUR TVÆR - OG FRÆÐILEG ÁBYRGÐ MIKLU veldur sá er upphafinu veldur, segir orðtakið. Það á svo sannarlega við um dr. Sverri Tómas- son, fyrsta andmælanda við doktors- vörn mína, sem fór fram við heim- spekideild Háskóla íslands hinn 3. júní síðastliðinn. Framganga hans á vörninni var með þeim hætti að at- hygli vakti, og af hlutust blaðaskrif þar sem dr. Sverrir lét sig ekki muna um það að stökkva sjálfur fram á rit- völlinn og halda andmælum áfram, í vöm fyrir sjálfan sig. Alls hafa nú birst þrjár blaðagreinar í framhaldi af þessari umtöluðu doktorsvöm, án þess að ég hafi blandað mér í um- ræðuna fyrr en nú. En þar sem doktorsverkefni mitt (Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum) hefur verið dregið inn ívþað fjas, með óviðunandi hætti, sé ég mér ekki annað fært en að setja nú fáeinar línur á blað. Tómasson svo langt að kalla heim- ildaskrána „óskapnað“ og færði einkum þau rök fyrir skoðun sinni að hana hefði átt að flokka ítarlegar niður. Blaðamaðurinn komst að þeirri niðurstöðu - sem ég lýsi mig sammála og vék raunar að við vörn- ina - að þessi málflutningur endur- speglaði togstreitu innan íslenskra fræða, þar sem tekist er á um rann- sóknarsjónarmið þeirra sem sinna texta- og handritafræðum annar- svegar og hinsvegar sjónarmið hug- myndasögurannsókna á borð við umrædda doktorsritgerð. Sú um- ræða er að sjálfsögðu orðin löngu tímabær, hvernig svo sem menn kjósa að koma orðum að skoðun sinni. Sjálf hef ég líkt þessum Flestum þeim sem hafa á annað borð lesið dokt- Stafkrókafræði eða hugvísindi orsrítgerð mína, Og Það er mikill viðburður við Há- skóla íslands þegar varin er dokt- orsritgerð í hugvísindum. Þar sem hér var um að ræða fyrstu námsrit- gerðina sem varin er sem doktorsrit- gerð við heimspekideild, var meiri eftirvænting en oft áður, enda þyrptist fólk í hátíðarsal Háskólans til þess að hlýða á það sem þar fór fram. Meðal þeirra var blaðamaður Morgunblaðsins, Þröstur Helgason, sem eftir athöfnina gat ekki orða bundist yfir málflutningi fyrsta and- mælanda, dr. Sverris Tómassonar og sjálfskipaðs andmælanda dr. Ein- ars G. Péturssonar. Skrifaði Þröstur því grein í Morgunblaðið og lét þar í ljós undrun sína yfir því hve þessir andmælendur gáfu lítinn gaum að heildarstefnu, helstu niðurstöðum og nýlundu doktorsritgerðarinnar, en dvöldu þeim mun lengur við nöld- ur út í prentvillur, og það sem annar þeirra leyfði sér að kalla „villur í til- vísunum" og ranga uppsetningu heimildaskrár. Gekk dr. Sverrir r* Nakamichí Bíltæki 6 diskar í tækið að framan... höfðu hana undir hönd- um við sjálfa vörnina, segir Olina Þorvarðar- dóttir, er ljóst að and- mælandinn fór þar of- Ármúla 38,108 Beykjavfk, Sími: 588-5010 Aðsendar greinar á Netinu enda um stafkróka og taldi „ekki hægt að bjóða doktorsefni sem hefur unnið að verkefni sínu undir stjóm fróðra manna í mörg ár upp á annað eins.“ Ummæli blaða- mannsins gáfu Sverri Tómassyni tilefni til þess að skrifa aðra grein í Morgunblaðið, þar sem hann níðir Þröst Helgason niður fyrir allar hellur, dylgj- ar um námsárangur hans í háskóla og slær þar áður óþekktan tón í fræðilegri umræðu. Tekur hann síðan til við að ófrægja rit mitt. Óf- ræging er eina orðið sem unnt er að nota yf- ir framgöngu and- mælandans, því mér vitanlega er það eins- Ólína Þorvarðardóttir fari og notaði gífuryrði í stað fræðilegrar um- ræðu. ágreiningi við náttúruskoðun. Á meðan hugmyndasagan leitast við að skoða tiltekið tré og staðsetningu þess í skóginum, dvelur texta- og handritafræðin við það að telja og greina laufblöð í limi. Hvort tveggja þjónar ólíkum tilgangi og hvorugri aðferðinni verður þröngvað upp á hina. Þröstur Helgason orðaði það hinsvegar þannig, að hann hafi orðið vitni að hlálegu orðaskaki andmæl- dæmi í sögu háskólans að menn haldi andmælum áfram í dagblöðum eftir að vörn er lokið. Eiginlega má segja að í svari sínu sanni dr. Sverrir nánast hvert orð Þrastar Helgasonar, með því að dvelja nú enn við frágangsatriði og form ritgerðarinnar fremur en nið- urstöður hennar. Og enn sem fyrr heldur hann sig við neikvæð að- finnsluatriði fremur en styrkleika verksins - sem segir sína sögu um hugarfarið að baki, því eins og menn vita er það „tungunni tamast sem hjartanu er næst“. Vandi fylgir vegsemd hverri í umræddri Morgunblaðsgrein lætur dr. Sverrir að því liggja að hann hafi einungis verið að gegna andmælaskyldu sinni með því að benda á gagnrýnisverð atriði varð- andi „meðferð heimilda og tilvísun til þeirra". Eg hef orðið þess vör að margir telja dr. Sverri hafa gengið lengra í því efni en skyldan lagði honum á herðar, en það er vitanlega misjafnt hvemig menn kjósa að gegna skyldum sínum. Sjálf er ég sammála honum um nauðsyn þess að fræðimenn gæti nákvæmni í með- ferð heimilda: Rétt meðferð tilvísana og heimildanotkun er aðall hvers fræðirits. Eg tel mig kinnroðalaust geta haldið því fram að svo sé með mitt eigið verk. Hinsvegar hefði ég haldið að jafn stórorður maður og dr. Sverrir Tómasson gæti verið fyr- irmynd annarra í þessu efni. Því er þó ekki að heilsa, eins og sjá má þeg- ar skoðuð er myndbandsupptaka af andmælaræðu hans. Þar gerðist hann sjálfur sekur um ámælisverða ónákvæmni og læt ég nægja að nefna tvö borðleggjandi dæmi, sem segja sína sögu um vandvirkni andmælandans og trúverðugleika. Annað er sú fullyrðing hans að í rannsókn minni sjái ég ekki ástæðu til þess að nota Dómabók Þorleifs Kortssonar. Hann gekk svo langt að segja að á bls. 103 í riti mínu sé það tekið fram að ekki sé ástæða til að nota þetta gagn. Ekkert þessu líkt stendur í ritgerðinni - og hefur aldrei staðið þar - enda er oft vitnað til dómabókarinnar (ÞÍ Skjs Öx Þorl Kort) eins og gefur að skilja þar sem viðfangsefni ritsins er galdramál 17. aldar. Aftur varð andmælandanum fræðilegur fótaskortur í röksemd sinni fyrir því að heimildaskrá rit- gerðarinnar væri „óskapnaður". Fullyrti hann að Æfir lærðra manna eftir Hannes Þorsteinsson væru þar flokkaðar með útgefnum heimildum en ekki handritum. Sé litið á bls. 395 sést svart á hvítu að heimildin er flokkuð með handritum, eins og vera ber. Þetta var raunar helsta rök- semd andmælandans til stuðnings ofuryrð- um hans um þessa 25 blaðsíðna heimilda- skrá, fyrir utan það að einhvers staðar sá hann að vantaði útgáf- ustað aftan við heimild, og einhvers staðar var stór stafur þar sem átti að vera lítill stafur í bókartitli. Síð- astnefnda atriðið var rökstuðningur íyrir því að heimildaskráin væri „morandi í prentvill- um“. Þar að auki við- hafði hann dylgjur um þekkingu undirritað- Fornsala Fornleifs — aðeins ó vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Vef f ang:www.simnet.is /antique rar og þýðingargetu, en dylgjur eru því miður ríkur þáttur í málflutningi dr. Sverris Tómassonar, eins og sjá má á umræddri Morgunblaðsgrein. Varla stafar ónákvæmni and- mælandans af tímaskorti, því dóm- nefndin var átta mánuði að störfum. Þetta vekur því áleitnar grunsemdir um að önnur rök andmælandans séu sama marki brennd.Vitanlega geta öllum orðið á mistök, líka þeim sem eiga að gagnrýna verk annarra, eins og dæmin sanna. Eg sæi því ekki ástæðu til þess að hafa mörg orð um þetta nema vegna þess hve stórorð- ur Sverrir Tómasson hefur sjálfur verið; að hann skuli hafa séð ástæðu til þess að endurtaka sumt af því í Morgunblaðinu og síðast en ekki síst vegna þess að ummæli hans hafa haft áhrif á umfjöllun manna um verkið. Á það meðal annars við um gagnrýni sem birtist í Morgunblað- inu fyrir skömmu og nú síðast kjall- aragrein í DV þann 23. júní, þar sem lagt var út af andmælaræðu dr. Sverris Tómassonar, en þó augljóst að greinarhöfundur hafði ekki sjálf- ur lesið ritgerðina. Er því mál að linni - og þótt fyrr hefði verið. Siðferði fræðimanna Sannleikurinn er sá að dr. Sverrir Tómasson fór offari - það sjá allir réttsýnir menn. Frammistaða hans við doktorsvömina var honum ekki til fræðilegs sóma. Hann fór auk þess með rangt mál - og því heldur hann áfram í þeim blaðaskrifum sem á eftir fylgdu. Hann leyfir sér þar að kalla það „siðleysi" að ég skuli við doktorsvömina hafa bent á þá stað- reynd að hann sjálfur las uppkast að ritgerð minni áður en hún var lögð fram og gerði þá ekki þær athuga- semdir við framsetningu heimilda- skrárinnar sem urðu honum tilefni til stóryrða síðar. Hann segir að á þeim tíma hafi heimildaskráin verið „óunnin" og gefur þar með í skyn að hann hafi ekki séð hana - sem er rangt, enda fékk ég frá honum ábendingar um heimildaskrána á þeim tíma, bara ekki þær ábending- ar sem hann seinna gerði að aðal- atriði andmæla sinna. Það er vitan- lega rétt hjá dr. Sverri að maður getur ekki varpað ábyrgðinni af verkum sínum yfir á aðra, og slíkt er fjarri mér. Hinsvegar er það furðu- legt siðferði af fræðimanni að gefa misvísandi leiðbeiningar eftir því hvomm megin borðsins hann situr. Fræðimaður er á vissan hátt skáti, sé hann orðinn það einu sinni er hann það alltaf. Sýn fræðimanns á að vera heil og fagleg, óháð því hvort álits hans er leitað með formlegum eða óformlegum hætti. Fagmaður getur ekki leyft sér að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Og úr þvi að siðferði hefur borið á góma: Dr. Sverrir Tómasson reynir að gera lítið úr því dómnefndaráliti sem hann sjálfur stóð að um hæfi doktorsritgerðar minnar, og segir að áður en það var lagt fram hafi verið „lögð á það áhersla“ að leiðréttar væm beinar tilvitnanir og löguð heimildaskrá. Það á við um doktors- efni eins og alla aðra fræðimenn, að þeir taka við fjölda slíkra ábendinga á meðan rit þeirra em í vinnslu. Doktorsritgerð mín var sex ára starf, og á þeim tíma tók ég að sjálf- sögðu við ábendingum frá ýmsum aðilum sem ég ýmist leitaði til sjálf eða mér vora formlega skipaðir. I því dómnefndaráliti sem lagt var fram við heimspekideild er hinsveg- ar ekki minnst einu orði á frágang ritgerðarinnar - dr. Sverrir Tómas- son skrifar sjálfur undir það dómn- efndarálit ásamt dr. Bo Almqvist og dr. Vésteini Ólasyni (sem jafnframt átti sæti í doktorsnefnd). Ég hlýt að draga í efa réttmæti þess að menn sem hafa trúnaðar- hlutverki að gegna innan háskólans, hvort sem það felst í því að sitja í doktorsnefnd eða dómnefnd, dragi inn í umræðuna athugasemdir og ábendingar sem hafa komið fram á vinnsluferli ritgerðar áður en hún hefur formlega verið lögð fram. Sjálf hef ég verið háskólakennari til margra ára, og mín siðferðiskennd segir mér að þannig eigi háskóla- kennari ekki að vinna. Hinsvegar tel ég óhjákvæmilegt að upplýsa, úr því trúnaður hefur verið rofinn, að sú „áhersla" sem dr. Sverrir Tómasson segist hafa lagt á „leiðréttingu“ heimildaskrárinnar, er lítil athuga- semd, skrifuð með hans eigin hendi inn í handrit ritgerðar minnar síð- astliðið haust, svohljóðandi: „Skipta má prentuðum ritum í tvennt, fram- heimildir og eftirheimildir." Fólk með venjulegan málskilning gerir greinarmun á sögninni að „mega“ og „eiga“. Hér er augljóslega engin ástæða til að skilja ummælin öðra- vísi en sem vinsamlega ábendingu fremur en aðfinnslu - enda var dr. Sverrir Tómasson einn dómnefndar- manna um þessa skoðun. En að þetta skyldi gefa honum tilefni til þeirra fúkyrða, sem hann lét seinna fjúka um heimildaskrána í opinberri andmælaræðu, er mér ráðgáta. Vart þarf að taka fram að heim- ildaskrá ritsins er sett upp með hefð- bundnum hætti, eins og tíðkast í hugvísindum, undir tilsjón virtra fræðimanna sem hafa lagt heiður sinn að veði fyrir því að ritgerðin og heimildafrágangur hennar uppfylli þær kröfur sem gerðar era til dokt- orsrita. Þarf siðareglur? Sá vandi sem við er að etja í þessu máli öllu er siðferðilegur og stafar meðal annars af því að dr. Sverrir Tómasson getur ekki staðið við nema brot af ummælum sínum. Flestum þeim sem hafa á annað borð lesið doktorsritgerð mína, og höfðu hana undir höndum við sjálfa vörn- ina, er ljóst að andmælandinn fór þar offari og notaði gífuryrði í stað fræðilegrar umræðu. Framganga hans kallar því ekki einungis á um- ræðu um ólík rannsóknarsjónarmið, fagmennsku og gagnkvæma virð- ingu milli fræðigreina (eða fræði- manna liggur mér frekar við að segja), heldur vekur hún einnig upp spurningu um það hvort tímabært sé að taka upp siðareglur fyrir þá sem gegna ábyrgðar og trúnaðarhlut- verki fyrir háskólann, t.d. með setu í dóm- eða doktorsnefndum. Ýmsir faghópar hafa sett sér slík- ar siðareglur. Til dæmis segir í siða- reglum safnmanna að þeir skuli jafn- an gæta þess að láta nemendur „njóta reynslu sinnar og þekkingar og koma fram við þá af sömu nær- færni og kurteisi og tíðkast meðal safnlærðra manna“. Þar er þess einnig vænst að faglærðir safnmenn sýni „sanngirni og háttprýði" í hví- vetna. Þessi orð mættu verða dr. Sverri Tómassyni leiðarljós í fram- tíðinni. Um leið mættu þau verða heimspekideild Háskóla Islands um- hugsunarefni vegna doktorsvama framtíðarinnar, sem vonandi eiga eftir að verða margar við deildina. Höfundur er doktor í þjóðbáttafræð- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.