Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 43
MUKGUMtiLAtílt)
MINNINGAR
SUNMUUAGUK2. JUL12000 4á
ALDARMINNING
+ Guðrún Jónsdótt-
ir fæddist á
Langeyrarvegi 5 í
Hafnarfírði 29. júlí
1923. Hún lést á
Landspítalanum 11.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðný Guðmunds-
dóttir, f. 24. desem-
ber 1895 í Móakoti á
Vatnsleysuströnd, d.
25.12. 1979, og Jón
Brandsson sjómaður,
f. 30. júní 1891 á Hóli
í Garðahverfí, d.
2.10. 1950. Systkini
Guðrúnar eru; Stefán, f. 9. mars
1912, d. 3. ágúst 1973, Jónbjörg
Katrín, f. 18. september 1914,
Margrét Jensína, f. 4. maí 1916,
Vigdís Helga, f. 22. júní 1917, d.
25. nóvember 1973, Haraldur Haf-
steinn, f. 8. mars 1918, d. 4. aprfl
1937, Sigríður Steinunn, f. 2. júlí
1920, d. 4. júlí 1932, Kristrún
Alda, f. 5. ágúst 1921, d. 29. mars
1974, og Arnar, f. 29. janúar 1928,
d. 16. nóv. sama ár. Hálfbróðir
Guðrúnar var Jóhann Björgvin
Jónsson, f. 27. maí 1915, d. 4. mars
1985. Eftirlifandi systur Guðrún-
ar eru Jónbjörg Katrín og Mar-
grét Jensína.
Hún elsku amma Guðrún er látin,
tæplega 77 ára gömul. Andlát hennar
bar brátt að, margt var ósagt en
margs er að minnast og margt ber að
þakka. Mig langar í örfáum orðum að
minnast hennar ömmu minnar. Alla
mína ævi hafa amma Guðrún og afí
Elli búið á Hellisgötu 19 í Hafnarfirði.
Hellisgata 19 hefur því alltaf verið
fastur punktur í tilveru minni, mið-
Árið 1946 kynntist
Guðrún eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Elíasi Arasyni frá
Valstrýtu í Fljóts-
hlíð. Elías er fæddur
11. júní 1924. Þau
hófu búskap sinn á
Kirkjuvegi 36 árið
1946. Guðrún og El-
ías gengu í hjóna-
band 21. desember
1947. Vorið 1948
fluttu þau á Hellis-
götu 19 þar sem þau
bjuggu alla tíð síðan.
Börn þeirra eru: 1)
Guðný Sigríður Elíasdóttir, f. 13.
september 1947, maki Guðmund-
ur Grétar Bjarnason, böi-n þeirra
eru Eb'as Bjarni, Gunnar Ingi og
Margrét Ólöf. 2) Sigurður Ari El-
íasson, f. 28. mars 1953, maki Sig-
ríður Ágústsdóttir, börn þeirra
eru Hulda Heiðrún (fósturdóttir
Sigurðar), Guðrún Sóley og Elísa
Sóldís. 3) Erna Björk Elíasdóttir,
f. 11. mars 1965, maki Gissur
Skarphéðinsson, börn þeirra eru
Ingunn, Signý og Eydís. Auk ofan-
greindra barna og barnabarna
átti Guðrún sex langömmubörn.
Útför Guðrúnar fór fram frá
Hafnarfjarðarkirkju 19. júní.
stöð fjölskyldunnar, heimili sem
skein af natni og ræktarsemi sem
einna best mátti sjá á garðinum og
garðskálanum þar sem allt var blóm-
um skrýtt. Eg minnist unglingsára
minna þegar við bræðumir, ég og
Gunnar Ingi, fóram oft á tíðum einir
gangandi eða hjólandi að heimsækja
ömmu og afa. Ávallt voram við
aufúsugestir hjá afa og ömmu. Á
þeim tíma þjuggu Siggi og Erna enn-
þá í foreldrahúsum. Ema, móður-
systir mín, er aðeins tveimur áram
eldri en ég og því brölluðum við oft
mikið saman heima hjá ömmu og afa.
Um árabil tíðkaðist það að öll fjöl-
skyldan þeirra ömmu og afa kom
saman á heimili þeirra á gamlárs-
kvöld. Amma eldaði þá dýrindis steik,
skotið var upp flugeldum og allir
skemmtu sér vel. Fljótlega eftir mið-
nætti var síðan sest inn í borðstofu og
bar þá amma fleiri krásir á borð.
Þetta eru ógleymanlegir tímar og
voru í raun ævintýrastundir í augum
ungra drengja sem við þá voram.
Amma Guðrún var homsteinninn á
kvöldum sem þessum, bar hitann og
þungann af matseldinni og sá til þess
að allir áttu ógleymanlegar stundir.
Amma Guðrún gerði oft að gamni
sínu og gat verið ansi glettin. Hún
hafði gaman af því að spila og ferðast
og hafði gaman af samskiptum við
annað fólk.
Eg minnist ömmu Guðrúnar íyrii’
einstaka gjafmildi og elskusemi. Á
jólum, í afmælum og á öðram hátfð-
legum stundum hef ég á mínum yngri
áram og fjölskylda mín hin síðari ár
fengið margar og góðar gjafir frá
ömmu og afa sem lýsa best gjafmildi,
smekkvísi og væntumþykju þessara
samhentu hjóna sem lifðu í farsælu
hjónabandi í meira en 50 ár. Eg minn-
ist einnig góðra stunda þegar ég á
mínum unglingsáram var vinnumað-
ur sex sumur á Valstrýtu í Fljótshlíð.
Amma og afi vora tíðir gestir í sveit-
inni, komu bæði til að vinna og hjálpa
til en einnig til þess að rækja frænd-
garðinn í Fljótshlíðinni. Rætumar
vora sterkar og augljóst að þau
amma og afi undu sér vel í sveitinni.
Ávallt þegai- amma kom þá bar hún
eitthvað með sér; smágotterí í poka
eða eitthvað annað sem gladdi ungan
dreng. Þakklæti er efst í huga þegar
ég kveð hana ömmu Guðrúnu.
Blessuð sé minning hennar.
Elías Bjami Guðmundsson.
GUÐRUN
JÓNSDÓTTIR
GUNNAR
ÁRMANNSSON
+ Gunnar Ár-
mannsson fædd-
ist í Reykjavík 7. maí
1942. Hann lést á
heimili sínu 23. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Ármann Pétursson
tollfulltrúi, f. 25. nóv-
ember 1913, d. 7. des-
ember 1984, og Jó-
hanna Stefánsdóttir
húsfreyja, f. 20. júlí
1919. Bræður Gunn-
ars voru Úlfar, for-
stjóri, f. 4. maí 1943,
og Pétur Hrafn, arki-
tekt, f. 29. ágúst 1961.
Gunnar giftist 16. aprfl 1966
Rannveigu Þorbergsdóttur, f. 10.
janúar 1943. Þau slitu samvistum
árið 1974. Gunnar og Rannveig
eignuðust eina dóttur, Margréti,
fiskverkanda, f. 1. júní 1966, maki
Hafþór H. Jónsson, framkvæmda-
stjóri. Sonur Gunnars og Dag-
bjartar Guðnadóttur
er Jóbann, iðnnemi,
f. 16. mars 1977.
Dóttir Gunnars og
Ingibjargar Ara-
dóttur er Tinna Rós,
menntaskólanemi, f.
18. júli 1980.
_ Gunnar ólst upp á
Álftanesi, lauk gagn-
fræðaprófí frá Hér-
aðsskólanum á
Laugarvatni 1957,
stundaði nám í plötu-
og ketilsmíði við Iðn-
skólann í Hafnar-
firði og lauk sveins-
prófi í þeirri grein 1966. Hann
hlaut meistararéttindi í stálsmíði
1968. Gunnar starfaði sem járn-
iðnaðarmaður og bifreiðarstjóri á
meðan heilsa hans leyfði.
Útfór Gunnars fer frarn frá
Garðakirkju á Álftanesi á morg-
un, mánudaginn 3. júlí, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ekki er það mín vísa að lasta
menn eða lofa og allra síst látna,
þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu
einni að þeim gefst ekki tækifæri til
að þakka fyrir sig. En nú eru góð
ráð dýr því lífið minnir óvænt á sig
með áþreifanlegustu staðreynd til-
veru sinnar. Stóri og sterkbyggði
frændi, Atlas sjálfur með heiminn á
herðum sér, varð bráðkvaddur á
heimili sínu 23. júní síðastliðinn.
Stórmerkur persónuleiki hefur
kvatt okkur inn í minninguna, föður-
bróðir minn og listasmiðurinn
Gunnar Armannson er allur.
Sterkt man ég smiðjuna og Gunn-
ar við iðju sína úti á Álftanesi. Brot
úr bernsku færir mig aftur að þeim
tíma er Gunnar stóð í járnsmiðju
sinni, byggði yfir hestflutningabíla
og stýrishús á báta. Dáleiddur var
ég sem oftast af sterkbláum ljósbog-
anum sem glampaði af rafsuðunni.
Þvflíkt undur að geta brætt svona
hart stálið, slípað það til, sagað og
klippt í sundur, hamrað og hnoðað
þar til að úr varð kerra eða annar
nytjahlutur eða kynlegur skúlptúr.
Fyrir pjakk eins og mig var Gunnar
eins og galdrakarl með svart hárið
og þykkt skeggið, þvengdur með
leðursvuntu framan á sér, með
mikla hitaþolna hanska á höndum
og svartan hjálm með svörtum
glugga á. í smiðjunni var lykt sem
hvergi var annars staðar að finna í
sveitinni, lyktin af stáli, rafsuðureyk
og olíu sem loðir við öll föt. Alltaf
leit Gunnar brosandi upp úr vinn-
unni þegar við krakkarnir vorum að
sniglast í kring og gaf hann sér ætíð
tíma til að gera grín eða bregða á
leik með okkur. Stundum fengum
við að horfa í gegnum töfrahjálminn
og sjá hvernig tveir stálbútar renna
saman í einn undir rafsuðupinnan-
um. Þetta var þegar landsmenn óku
um á Skódum og Traböntum en þeir
sem vora flottir á því áttu Bjöllu eða
amerískan. Einn góðan veðurdag
dró Gunnar upp að smiðjunni eina
furðulegust kerra sem ég hafði þá
séð, þó að hún þætti ekki merkileg í
dag, kerran hafði nefnilega þá nátt-
úra að hægt var að búa í henni. Það
var í fyrsta sinn er ég sá hjólhýsi og
ugglaust nýjung fyrir fleiri en mig.
Gunnar var listasmiður, vandvirk-
ur og samviskusamur, verk hans
báru vitni um það. Seinna á ævinni
eftir að hann hætti járnsmíðinni
svalaði hann sköpunarþrá sinni
meðal annars með listmálun og mál-
aði Gunnar af meðfæddu innsæi
óháðu stefnum og straumum en með
öguðu handbragði járnsmiðsins. Allt
þetta var eins og gerst hefði í gær
og verður ekki meir. Minningin er
ekki gefin. Hún á uppsprettu sína í
reynslu okkar af lífinu sem við meg-
um ekki gera að gefnum hlut. Við
höfum öll misst mikið að Gunnari
gengnum, og þó því hann hefur gefið
okkur svo margt á móti. Gæti ekki
verið að Gunnar eigi sinn þátt í því
að ég sjálfur lærði vélsmíði? Alltaf
þegar ég finn járnsmíðalyktina
bregður fyrir svip Gunnars. Hann
hefur auðgað mitt líf og mun lifa í
huga mínum og verkum. Ég vil
þakka Gunnari fyrir vera hans hér
meðal okkar. Vertu sæll.
Sigurbjörn Rafn Úlfarsson.
Skilafrestur minningargreina
EIGI minningai’grein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: I sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstudag. I
miðvikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum íyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að iresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.
LÍSBET GESTÍNA
GUÐMUNDA
SIGRÍÐUR
GESTSDÓTTIR
Mig langar í nokkr-
um orðum að minnast
ömmu minnar, Lísbetar
Gestsdóttur, en í gær
vora 100 ár frá fæðingu
hennar. Hún fæddist í
Bjarghúsum í Garði
hinn 3. júlí árið 1900.
Foreldrar hennar vora
Gróa Bjamý Einars-
dóttir, f. 6. nóv. 1873 að
Hópi, Grindavík, d. 5.
des. 1936, og Gestur
Sigurðsson, f. 1870, d.
1900. Amma Beta eins
og við kölluðum hana
alltaf ólst upp hjá því
sómafólki Hinrik Hinrikssyni trésmið
og heitkonu hans Helgu Erlingsdótt-
ur í Keflavík í húsi sem var nefnt
Smiðjan. Amma fór þangað í fóstur á
bamsaldri er hún missti föður sinn en
fyrir átti hún bróðurinn Einar, f. 20.
nóv. 1898. Gróa móðir þeirra giftist
aftm- Guðmundi Gíslassyni útvegs-
bónda í Norðurkoti í Miðneshreppi
og áttu þau þrjú böm, Gísla Guðfrið,
f. 21. mai’s 1904, Sigurð Ragnar, f. 26.
júní 1907, og Margréti, f. 18. nóv.
1909. Amma hafði alltaf gott sam-
band við systkini sín og móður. Hin-
rik og Helga vora þekkt fyrir hjálp-
semi og góðmennsku og reyndust þau
ömmu einstaklega góð og ég man að
amma talaði vel um þau og hún ann-
aðist þau við dánarbeð þeirra.
Amma giftist hinn 22. okt. 1921 AI-
bert Bjamasyni, f. 27. nóv. 1897, d.
20. júlí 1967, útgerðarmanni og skip-
stjóra í Keflavík. Aibert var sonur
hjónanna Bjarna Ólafssonar, f. 2. jan.
1861 í Brennu undir Eyjafjöllum, d. 2.
maí 1929, og Vilborgar Benedikts-
dóttur, f. 19. mars 1856 í Tröð á Álfta-
nesi, d. 15. jan. 1934. Amma og afi
bjuggu í húsinu sem foreldrar afa
byggðu af miklum myndarskap.
Túngata 21 var stórt og myndarlegt
tvílyft hús, það fyrsta í Keflavík í þá
daga. Þarna bjuggu einnig Ólafur, f.
18 sept. 1894, bróðir afa og kona hans,
Severína, alltaf kölluð Rína, f. 11. nóv.
1895. Þau giftust sama dag á heimili
þeirra á Túngötunni. Þeii’ bræður
vora mjög samrýndir og miklh’ vinir,
sama má segja um ömmu og Rínu.
Aldrei bar skugga á vináttu þeirra og
gengum við krakkarnir á milli hæða
og allir alltaf velkomnir.
Um 1917 til 1918 hóf amma störf í
fyrstu símstöðinni í Keflavík sem var
til húsa á Kirkjuveginum. Hún sagði
mér oft frá þessum tíma, þegai- hún
gekk til Njarðvíkur og út á Vatnsnes
til að koma skilaboðum til fólks frá
símstöðinni oft í slæmu veðri. Ég man
hvað mér fannst þetta merkilegt sem
ungri stúlku sem þekkti ekkert nema
nútima þægindi og ferðast á milli
staða í bifreið. Mörg ár vann hún við
ýmis störf í kirkjunni í Keflavík sem
var henni mjög hjartfólgin. Sat hún
m.a. í sóknamefnd til margra ára. Þá
starfaði amma líka ötullega í Slysa-
vamafélaginu og Kvenfélaginu í
mörg ár. Þegar ég hugsa til baka til
þeirra daga þegar ég var smástelpa
hjá ömmu Betu minnist
ég hvað ég naut þess að
umgangast hana, fá að
vera uppi á háalofti og
horfa út um gluggann,
út á sjóinn og skoða alla
hlutina sem amma átti
þama uppi, þetta var-d-
deilis fjársjóður. Allar
sögumar sem amma
sagði mér frá uppvaxt-
aráram hennar og
hvemig lífið var á þess-
um áram geymi ég vel
og ég segi mínum böm-
um þessar sögur og
hvemig fólk amma og
afi voru. Við áttum oft góðar stundir
fyrir jól þegai’ ég var að skrifa jóla-
kortin frá henni til ættingja og vina
við kertaljós og með heitt súkkulaði.
Amma kenndi mér margt, hún var
mjög handlagin og myndarleg hús-
móðir, heimili hennar var alltaf
snyrtilegt og fallegt, hún hafði létta
lund og var alltaf jákvæð, gestrisni
var henni í blóð borin, alltaf eitthváf, '
gott meðlæti á borðum og hún hafði
óskaplega gaman af að hafa fólk i
kringum sig.
Amma var einstaklega glæsileg
kona, ávallt vel til höfð og mjög
heilsuhraust, svo létt á fæti um nírætt
þegar hún var að leika sér við bömin í
fjölskyldunni. Hún hafði sérstakt
yndi og var stolt af nafni sínu Lísbet
Gestína Guðmunda Sigríður og gerði
oft að gamni sínu þegar hún þuldi
nöfnin upp eins hratt og hún gat, þá
sérstaklega við bömin því að launum,
fékk hún ansi oft hlátur og sum ráku
upp stór augu. Nafngift þessa hlaut
amma vegna þess að um það leyti
sem hún fæðist fórst bátur föður
hennar ásamt allri áhöfninni og var
hún skírð eftir henni.
Amma og afi áttu fjögur börn,
Bjama Vilberg, f. 1922, d. 1981,
kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur, bú-
sett í Keflavík; Hinrik, f. 1925, kvænt-
ur Ráðhfldi Guðmundsdóttur, búsett í
Keflavík; Helgu, f. 1934 sambýlis-
maður hennar Valdimar Jónsson,
búsett í Garðabæ; Sigrúnu, f. 1943,
gift Eðvald Bóassyni, búsett í Njarð-
vík. Afkomendur þeirra era 39 tals-
ins. Amma bjó í seinni tíð á Suður-
götu 12-14 og hafði þá gott útsýni yfi»-
skrúðgarðinn. Hafði hún gaman ax'
þvi að standa á svölunum og fylgjast
með unga fólkinu sem var við vinnu í
garðinum. Síðustu æviár hennar bjó
hún á elliheimilinu Garðvangi í Garði
og á starfsfólk þar þakldr fyrir góða
umönnun. Lísbet lést þar 12. febrúar
1994.
Ég minnist elsku ömmu og afa með
virðingu og þökk fyrir allt, minningin
um þau mun ávallt lifa.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
ífrelsaransJesúnafiii,
hönd þín leiði mig út og inn,
svoallrisyndéghafni.
(Hallgr. Pét.)
Margrét Eðvaldsdóttir.’ 'J*
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t Faðir okkar,
RÓBERT BJARNASON, f
Langeyrarvegi 18,
Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 30. júní.
Kristján Róbertsson, Bjarni Sævar Róbertsson, Sigurborg Róbertsdóttir.