Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.07.2000, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ferðaþjónusta bænda og Hólaskóli í samstarfí um gæðaeftirlit 130 bæir heimsóttir í sumar Morgunblaðið/ Rúnar Þór Gunnar Rögnvaldsson og Sævar Skaptason við úttektina hjá Gunnari Th. Gunnarssyni á Leifsstöðum. Morgunblaðið/ Rúnar í’ór Kirsten Gods við herbergin sem eru sérútbúin með breiðum dyrum. ÍjSUMAR stendur yflr markvisst gæðaeftirlit og úttekt á öllum gisti- stöðum innan Ferðaþjónustu bænda. Verkefnið er samstarf Hóla- skóla, Ferðaþjónustu bænda og Fé- lags ferðaþjónustubænda. Það eru þeir Gunnar Rögnvaldsson frá Hólaskóla og Sævar Skaptason frá Ferðaþjónustu bænda, sem heim- sækja ferðaþjónustubændur um land allt. Morgunblaðið hitti þá þeg- ar þeir voru á ferð í Eyjafirðinum á dögunum og fræddist um verkefnið, ástæður þess og markmið. Gæðaeftirlit styrkir greinina Að sögn Sævars er áratugur síðan farið var í fyrstu markvissu úttekt á bæjum innan FB, en þá var byijað áo flokka gististaðina í þrjá mismun- andi flokka. Flokkarnir miðast t.d við hvort boðið er upp á handlaugar inni á herbergjum, hvort setustofa er á staðnum, hvort bað sé inni á herbergjum o.s.frv. „Fyrstu árin var reglubundið eftirlit með þessari flokkun og nutum við til þess styrks frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Fyrir þremur árum var styrkurinn felldur niður og í framhaldi af því lagðist eftirlitið af,“ sagði Sævar. Að sögn Sævars er núna grundvöllur í?3»lr gæðaeftirlit að nýju í samvinnu við ferðamálabraut Hólaskóla. Að sögn Gunnars er stefnan sú að könnunin verði viðameiri seinna meir, farið verði í að rannsaka hvaða afþreyingu sé boðið upp á á staðn- um, hver séu gæði afþreyingarinn- ar, stefna staðanna í veitingafram- boði og svo mætti lengi telja. Báðir taka þeir fram að gæðaeft- irlitið sé mjög mikilvægt fyrir ferða- þjónustuna í heild og hvað Ferða- þjónustu bænda varðar sé það afar mikilvægt því að 130 staðir hvar- vetna á landinu eru undir hatti Ferðaþjónustu bænda. „Það getur verið að þurfi að lagfæra eitthvað smávægilegt á stöðunum og það þarf bara einhvem utanaðkomandi til að benda á það, þannig kemur þetta staðarhöldurum til góða. Einnig er gæðaeftirlitið nauðsyn- legt til þess að koma í veg fyrir að einhver auglýsi aðstöðu sem er svo ekki til staðar. Ferðamaðurinn verður þá óánægður og það skaðar greinina í heild,“ sögðu þeir Sævar og Gunnar. Fyrirhugað að koma upp gagnabanka Sævar tekur einnig fram að í þessari ferð þeirra um landið taki þeir myndir á hverjum stað, mæli herbergi og safni upplýsingum sem verða settar í fyrirhugaðan gagnabanka á vefnum síðar meir. „Það er hugmyndin að ferðamaður- inn geti farið inn á veraldarvefinn, fundið gagnabankann og skoðað nákvæmlega hvað er í boði á hverj- um stað fyrir sig,“ sagði Sævar. Gunnar segir að samstarfið milli Hólaskóla og Ferðaþjónustu bænda geti orði viðtækara. Þarna samein- ast fræðin og þekking á vettvangi sem geti seinna meir skilað sér í auknu námskeiðahaldi og fræðslu fyrir ferðaþjónustubændur. Fjölbreytileiki staðanna mikill Þegar blaðamenn hittu þá Gunnar og Sævar þá voru þeir að störfum á Leifsstöðum í Eyjafirði. Þeir voru sammála að þarna væri ánægjulegt dæmi um stað þar sem allt væri til fyrirmyndar og vel staðið að málum. Það eru þau hjónin Gunnar Th. Gunnarsson og Arný Petra Sveins- dóttir sem eru hótelhaldarar á Leifsstöðum. A staðnum hefur verið byggt upp hægt og bítandi en þegar þau keyptu staðinn var fyrir hlaða og fjós þar sem nú er gistiaðstaða fyrir 16 manns, veitingasalur og setustofa. Einnig vekur sérstaka at- hygli mikill trjágróður í kringum húsið og sunnan við það er skjólgott rjóður sem Gunnar og Arný segja að erlendu ferðamennirnir rölti mikið um. Að sögn þeirra þá kemur ver- öndin við húsið sér einnig afskap- lega vel í góðu veðri, en þar geta ferðamennirnir drukkið kaffi og lát- ið fara vel um sig. Blaðamenn fylgja þeim Gunnari og Sævari einnig eftir er þeir heim- sækja bæinn Björk sem er örlítið framar í sveitinni. Þar hafa þau Kirsten Godsk og Rögnvaldur Símonarson skapað sér sérstöðu sem felst í aðgengi fyrir fatlaða. Öll herbergi í húsinu eru með breiðum dyrum með rennihurðum og án þröskulda. Kirsten segir að hug- myndin að þessu hafa kviknað vegna starfs þeirra en hún er sjúkraþjálfari og Rögnvaldur er iðjuþjálfi. Að sögn þeirra Sævars og Gunn- ars endurspegla þessir tveir bæir mjög vel þá fjölbreytni sem er ríkj- andi innan Ferðaþjónustu bænda, ætlunin sé að með gagnagrunni og gæðaeftirliti verði ferðamönnum gert auðveldara fyrir að leita sér upplýsinga um hvern stað iyrir sig áður en haldið er af stað í ferðalagið. Vínlandsbúðir reistar á Sauðárkróki TJALDBÚÐIR líkar þeim sem Vesturfararnir reistu sér í Vínlandi verða reistar dagana 3.-9. júlí nk. Búðir þessar verða á Sauðárkróki norðan sundlaugarinnar. Þar verður fjölbreytt dagskrá alla daga vikunn- i tjaldbúðunum verður þjóðleg dagskrá. Boðið verður upp á súrmat, fisk og heilu skrokkarnir verða grill- aðir. Víkingar mæta á svæðið í her- klæðum og beijast, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða tjaldbúðunum verður skemmtidagskrá á hverju kvöldi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna: Alftagerðis- bræður, Sönghópinn Auroru ásamt Margréti J. Pálmadóttur, Andreu Gylfadóttur söngkonu og Guðmund Pétursson gítarleikara, Svönu Berglindi Karlsdóttur og Rögnvald Valbergsson, Hörð Ólafsson og Eirík Hilmisson, Brynjar Elefsen og Sverri Bergmann, Helgu Brögu Jónsdóttur grínista, Sorin Lazar og Ellert Jóhannsson, harmonikkuleik- arann Kristján frá Gilhaga, Gróinn Gestmóinn og Rimmugýgi, Andra Sigurðsson trúbador, DjTonik, Reflex og hljómsveitirnar Blygðun, Norðanpilta, Freistingu, Gildruna og Snörurnar, Súrefni og Sóldögg. Búðimar eru samstarfsverkefni við Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Hrísnes á Barðaströnd, 451 Patreksfirði. Jörðin á land að sjó, en án framleiðsluréttar. Gamalt íbúðarhús hefur verið nýtt til sumardvalar. Nánari upplýsingar í síma 553 7915. Tilboð berist Halldóri S. Vig- fússyni, Hvassaleiti 35, 103 Reykjavík, fyrir 30. ágúst 2000. Ásvallagata 42, 2. hæð t.v., Rvík. Góð 51,2 ferm. íbúð, stofa, svefnher- bergi, eldhús og bað. i kjallara er geymsla, auk sameiginlegs þvotta- húss, salernis og hjólageymslu. Bílastæði á lóð. V. 8,3 millj. Laus 1. sept. 2000 Fasteignamarkaður Vestmannaeyja s.f. Heimagötu 22, sími 481 1847 Jón Hjaltason, hrl. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali Lögg. fasteignasali • s: 864-1847 Ungir Vestur-fslendingar heimsækja ísland Morgunblaðið/Ámi Sæberg Utanríkisráðherra tók á móti hópnum í utanríkisráðuneytinu á fimmtudag. Talið frá vinstri: Ásta Sól Kristjáns- dóttir verkefnisstjóri, Erika Bardal, Carley Sawers, Gwennie Blard, Shawn Bryant, Kristin Hildahl, Halldór Ásgrímsson, Richard Long, Erica Wick, Stefan Jacob Guttormsson, Adam Sommcrfeld, Margret Magnusson, Matthew Bemhoft Shirley og Sally Olafson. Sex vikna dvöl í landi forfeðranna ÞRETTÁN ungmenni frá Banda- ríkjunum og Kanada, 811 af ís- lensku bergi brotin, eru í heimsókn á fslandi um þessar mundir til þess að taka þátt í svokölluðu Snorra- verkefni, sem er samstarfsverkefni á vegum Norræna félagsins og fs- lenska þjóðræknisfélagsins. Ung- mennin munu dvelja hér á landi í 6 vikur og kynnast landi og þjóð. Fyrstu tvær vikumar taka þau þátt í menningardagskrá þar sem þau munu meðal annars fræðast um sögu vesturfaranna. Að því loknu fara þau í þriggja vikna starfsþjálfun víðsvegar um landið en öil fá þau vinnu á heimaslóðum forfeðra sinna og munu dvelja hjá íslenskum ættingjum sinum. f lokin verður lagt í vikulanga ævintýra- ferð um landið og helstu náttúru- perlur fslands skoðaðar. Að sögn Ástu Sólar Kristjáns- dóttur, verkefnisstjóra, er tilgang- urinn að gefa ungum Vestur-Is- lendingum tækifæri til þess að kynnast uppruna sínum en einnig vilji félögin efla tengsl við íslend- inga í vesturheimi. Ungmennunum er boðið hingað þótt þau borgi ferðina að hluta til sjálf en aðal- styrktaraðili verkefnisins er Is- lensk erfðagreining.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.