Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 51

Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 51, ÍDAG ORÐABOKIN Hundgjamm - hundgá í MBL. 28. maí sl. var grein um nýtt meðferðar- heimili fyrir unglinga und- ir Esjurótum. Par var í upphafi rætt um sveita- kyrrðina „sem öðru hverju er rofin af bí! sem ekur eftir þjóðveginum og hundgjammi frá næstu bæjum.“ Ég staldraði hér við no. hundgjamm og það vegna þess, að mér hefði fundizt fara betur á að nota annað orð á þessum stað, þ. e. orðið hundgá. E.t.v. verður ekki sagt að orð það sem greinarhöf- undur valdi sé rangt, en ég hygg að einhverjir hefðu fremur kosið síðara orðið, hundgá, á þessum stað. I Orðabók Menningar- sjóðs (1983) kemur no. hundgjamm að vísu ekki fyrir, en þar eru bæði no. gjamm í merkingunni gelt, hundgá og so. að gjamma um að gelta, geyja. Þá er þetta so. oft notað um það að kalla eða grípa fram í fyrir e-m. Sjálfum finnst mér vera nokkur blæbrigðamunur á þessum orðum. Hvað segja lesendur annars um það? í ís- lenskri samheitaorðabók (1985) eru þessi orð talin samheiti ásamt orðum eins og bofs, bofsa, gey og geyja, gjálfur og gjálfra, glamm og glamma. þ.e. öll höfð um að gelta í ein- hverri mynd. Máltilfinn- ing mín er sú, að í no. gjamm og hundgjamm fel- ist svipuð merking og í lo. gjárífur, sem haft er um hund, sem geltir ákaft að aðkomumanni. Getur hann þá verið nokkuð ár- ásargjarn. Slíkt felst ekki í no. hundgá. - J.A.J. ■| /\/\ ÁRA afmæli. Á Xvfv/morgun, mánu- daginn 3. júlí, verður eitt hundrað ára Sigurður Jónsson, Mýrargötu 20, Neskaupstað. Hann tekur á móti ættingjum og vin- um í sal Slysavarnafélags- hússins í Neskaupstað frá kl. 17 á afmælisdaginn. /» A ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 3. júlí, verð- ö U ur sextugur Úlfar Ágpistsson, hafnarvörður á ísa- firði. Eiginkona hans er Jdsefína Gísladóttir, en hún varð sextug fyrr á árinu auk þess sem þau eiga 40 ára brúð- kaupsafmæli í ár. I tilefni afmælanna bjóða þau öllum ættingjum sínum og vinum til afmælishófs í Félagsheimil- inu íHnífsdal næstkomandi laugardag 8. júlí frá kl. 18-22. pf ÁRA afmæli. Á O U morgun, mánudag- inn 3. júlí, verður 65 ára Erla Magnúsdóttir, Víði- hlíð 5, Reykjavík. Af þessu tilefni tekur hún á móti gestum í dag, sunnu- daginn 2. júní, á heimili sínu kl. 15-19. K A ÁRA afmæli. í dag, tl V/ sunnudaginn 2. júlí, verður fimmtug Sif Knudsen, sjúkraliði, Vest- urgötu 26b Reykjavík. Eiginmaður hennar er Stefán Ásgrímsson, rit- stjóri. Sif verður stödd hjá bróður sínum, Hans Knudsen í Lúxemborg, á afmælisdeginum ásamt nánustu fjölskyldu sinni. En í sárabætur fýrir vini og vandamenn á íslandi taka Sif og Stefán á móti í „Hinu árlega“ sem verður haldið með hefðbundnum hætti að Vesturgötu 26b laugai'daginn 15. júlí kl. 17. Árnað heilla AA ÁRA afmæli. í dag, í/U sunnudaginn2.júlí, verður níræður Sigurður Hallmannsson, Heiðar- braut 1, Garði. Eiginkona hans var Jónea Helga ís- leifsdóttir, látin 1988. Hann er að heiman í dag. SILFURBRUÐKAUP. I dag, sunnudaginn 2. iúlí, eiga silfurbrúðkaup Ásta Benny Hjaltadóttir og Gunnar Haraldsson. Á þeim tímamótum skunda þau á Þingvöll og treysta sín heit í Þingvallakirkju. LJOÐABROT LOFSONGUR Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð, vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir: eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Islands þúsund ár, - eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Ó, guð! Ó, guð, vér fóllum fram og fórnum þér brennandi, brennandi sál, guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns, og vér kvökum vort helgasta mál. Vér kvökum og þökkum í þúsund ár, því þú ert vort einasta skjól. Vér kvökum og þökkum með titrandi tár, því þú tilbjóst vort forlagahjól. Islands þúsund ár voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár, sem hitna við skínandi sól. Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð, vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá. Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftínu frá. Ó, vert þú hvem morgun vort ljúfasta h'f, vor leiðtogi í daganna þraut og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf ogvor hertogi á þjóðh'fsins braut. íslands þúsund ár verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut. Matthías Jochumsson. STJÖRIVUSPÁ eftir Frances Urake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur og átt oft erfitt með að sætta þig við að vinna innan þröngs ramma. Hrútur (21,mars-19. apríl) Gættu þess að vera ekki með of mörg járn í eldinum í einu - það kallar bara á að þú getir ekki skilað hlutunum frá þér með þeim hætti sem sómi er að. Naut (20. apríl - 20. maí) Vertu óhræddur við að láta reyna á hugmyndir þínar. Þótt sumar séu fjarstæðu- kenndar, eru aðrar góðar og aðeins reynslan sker úr þar á milli. Tvíburar . ^ (21. maí - 20. júní) M Beittu allri þinni lagni til þess að komast hjá deilum ann- arra. Það er ekkert eins leið- inlegt og að dragast inn í mál sem koma manni ekkert við. Krabbi (21. júní-22. júlí) Nú er tíminn til þess hafa samband við vini og vanda- menn, einkum þá, sem þú hef- ur ekki séð lengi. Ekki hafa áhyggjur, hlutirnir munu ganga upp. LjÓfl (23. júh' - 22. ágúst) M Þú ert búinn að vera að glíma við stórt verkefni í langan tíma og nú er bara að leggja að því lokahönd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <S$L Þú þarft að finna þreki þínu útrás og ekkert jafnast á við holla hreyfingu, t.d. góðar gönguferðir úti í Guðs grænni náttúrunni. Vog m (23.sept.-22.okt.) Reyndu að halda öllu í sem beztu jafnvægi svo þú eigir auðveldar með að ráða fram úr þeim vandamálum, sem banka upp á. Hláturinn lengir lífið. Sporðdreki (23. okt.-21.nóv.) Hugurinn ber þig hálfa leið. En stundum getur hugurinn verið of langt á undan lík- amanum og þá er nauðsyn- legt að leita sér einveru til íhugunar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) fllO Einhver gömul vandamál kunna að skjóta upp kollinum og þá er um að gera að bregð- ast við þeim af öryggi og festu. Ueingeit ^ !2. des. -19. janúar) áOtr ú skalt umfram allt heijast anda, þótt þér finnist erfitt 3 sjá fram á verkslok. Hálfn- 3 er verk, þá hafið er og emst, þótt hægt fari. Vatnsberi . (20. jan. - 18. febr.) Það er í góðu lagi að þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig nú þegar þú hefur skilað af þér umfangsmiklu verkefni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) >%■»> Það er um að gera að njóta líðandi stundar, því hún kem- ur aldrei aftur og betra að hafa hana góða í minning- unni. Dekraðu svolítið við sjálfan þig. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tannlæknastofa flytur Tannlæknastofa mín flytur í Borgartún 33 í Reykjavík þann 1. júlí nk. Símanúmer er óbreytt 581 4520. Sigurður Þórðarson, tannlæknir J© járnsmiðjö ©ölbrszkku 26 - s, 564*1890 - www.grid.is Lokað á morgun Útsalan hefst á þriðjudag POLARN O. PYRET .. Kringlunni — s. 568 1822 r ÁSKORUN HUGLJÓMUNAR _ (The Eniightenment Intcnsive) í Bláíjöllum 10. til 13. ágúst. fœgja spegilin Sannleiksleitendur óskast. Reynsla ekki skilyrði. Markmiðið er hugljómun, bein uppliíun á sannleikann. Alþjóðlegur leiðbeinandi Teremiah Tess Love rithöfundur. Hann hefiir sl. 30 ár leitt áskorun bugljómunar víða um heim. Hann starfaði áður við Esalin í Kaliforníu með ýmsum frumkvöðlum mannúðarsálfræðinnar. Hann verður með kynningu í Norræna húsinu 9. ágúst kl. 20. Er virkilega hægt að hugljómast á aðeins þremur dögum? Nánari uppl. og skráning hjá Guðfinnu S. Svavarsdóttur í símum 562 0037 og 869 9293 og hjá Óttari Ellingsen í símum 554 3930 og 899 5589. Fáið scndan bækling. y 1965 (GIJÍRAUGNABÚDINÁ HclmoutKickller I 35% afmælisafsláttur af gleraugum í júlí 2000 Gleraugnabúðin, Laugavegi 36, s: 5511945.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.