Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 56 FÓLK í FRÉTTUM Góð mvndbönd Tangó/(Tango) ★★★ Listileg útfærsla hins gamalreynda Sauras á hjartans máli Arg- entínubúa, tangóinum. Fjölmargar danssenurnar snilldarlega fangaðar á filmu af Vitor Storario. Þó ekki fyrir óþolinmóða. Glys og glaumur / Sparkler ★★54 Þó nokkuð er spunnið í þessa galsa- fengnu og vel skrifuðu gamanmynd þar sem brugðið er upp lifandi mynd af lífi í hjólhýsabæ og undir- heimum Las Vegas borgar. Sláandi fegurð/ Drop Dead Gorgeous ★ ★lé Hér setja höfundar sig á full háan hest en á köflum alveg drepfyndin og kvikindisleg. Hjarta/Heart 'k'kVz Góð flétta sem fer vel af stað en tapar því miður áttum er tekur að líða á. Leikarar standa sig þó með prýði. Lífstíð/Life 'k'k1Á Hófstilltur og fínn leikur þeirra Eddie Murphy og Martin Lawrence kemur skemmtilega á óvart í fínni gamanmynd sem er þó ekkert sprenghlægileg. Eyes wide shut ★★54 Nokkuð snúinn en spennandi svanasöngur meistara Kubricks. Truflar mann að hann hafi ekki lif- að nógu lengi til að fullklára verkið. Cookie frænka / Cookie’s Fortune •k'kVí Þessi nýja mynd leikstjórans Roberts Altmans er vel þess virði að sjá. Sposk og skemmtileg smá- bæjarmynd með fínum leikurum. Ævintýri Elmo litla / The Adventures of Elmo in Grouchland 'k'k1/2 Skemmtileg barnamynd með brúð- unum úr Sesam-stræti. Góður húm- or, söngatriði, sprell og glens gefa henni gildi. Fullkominn eiginmaður / An Ideal Husband ★★(4: Lipur útfærsla á skemmtilegu leik- riti Oscars Wildes. Góðir leikarar og litrík umgjörð. Jakob lygari / Jakob the Liar ★★14 Jakob lygari fjallar um tilveru gyð- inga í gettói í Varsjá á valdatíma nasista. Mynd sem leynir á sér. Brjálaði aðkomumaðurinn / Gadjo Dilo ★★★ Kvikmynd um samfélag sígauna í Rúmeníu. Vel gerð mynd sem fer með áhorfandann í einstakt ferða- lag á framandi slóðii'. Myrkrið fellur/Darkness Falls 'k'k’Á FuII hægfara en magnað leikhús- drama þar sem snillingurinn Ray Winstone bjargar málunum. Glæp- samlega vannýttur leikari. Líf mitt hingað til / My life so far ★★54 Fallega tekin kvikmynd sem lýsir bernskuminningum í skoskri sveitasælu. Tilvalinn kosturfyrir þá sem hafa gaman af ljúfum fjölskyldumyndum. Siðasti söngur Mifune / Mifunes sidste sang ★★★ Þessi þriðja mynd úr dönsku Dogma-reglunni skartar sérlega lif- „Einfaldlega með betri myndum um líf og raunir unglinga. Allt í senn átakanleg, trúverðug og góð skemmtun. Stúlkumar tvær vinna kláran leiksigur," segir m.a. í dómi um sænsku kvikmyndina Fucking Ámál. andi og áhugaverðum persónum. Ljúfsár og bráðskemmtileg kvik- mynd. Mafíumenn / Made Men ★★★ Bráðfyndin og spennandi mafíu- mynd framleidd af HBO-sjónvarps- stöðinni. Fær bestu meðmæli. Berserksgangur í Alabama / Crazy in Alabama ★★54 í þessari frumraun sinni í leik- stjórastólnum vinnur Antonio Banderas skemmtilega kvikmynd úr samnefndri skáldsögu. Morgunverður hinna sigursælu / Breakfast of Champions ★★54 Áhugaverð aðlögun á skáldsögu Kurts Vonnegut þar sem deilt er á hamslausa neyslumenningu Banda- ríkjanna. Bruce WiIIis og Nick Nolte fara á kostum. Beautiful People / Fallegt fólk ★★★ Fyndin, pólitísk og nokkuð frumleg mynd sem segir frá mismunandi persónum sem tengjast á einn eða annan hátt í stórborginni London. Góð frumraun hjá leikstýrunni Didzar. Regeneration / Endurnýjun ★★★54 Ljóðræn stríðsmynd um skáldið Sigfried Sassoon sem settur er inn á geðveikrarhæli vegna skoðanna sinna um ómennsku fyrri heim- styrjaldarínnar. Jonathan Pryce er frábær í hlutverki sínu sem geð- læknir Sassons. American Perfekt / Amerísk fyrirmynd ★ ★54 Robert Forster er frábær í þessari undarlegu vegamynd um sálfræð- ing sem hefur tekið þá ákvörðun að ákveða næstum allt sem hann gerír með því að kasta peningi upp á það. Kieine Teun / Tony litli ★★★54 Hrikalega áhrifamikil og vel leikin kvikmynd um sálsjúkan ástarþrí- hyrning sem myndast þegar einföld bóndahjón ráða til sín unga kennslu konu til þess að bóndinn geti lært að lesa. The Girl Next Door / Dóttir nágrannans ★★★54 Ferill klámmyndaleikonunnar Stacy Valentine rakinn frá upphafi og þar til hún fær verðlaun á full- orðinsmynda hátíðinni í Cannes. Áhrífamikil en ávallt hlutlaus lýsing á þessum yfirborðskennda iðnaði. Rótleysi / Tumbleweeds ★★★ Einkar vel gerð kvikmynd sem lýsir flóknu sambandi móður og dóttur af einstakri næmni. Leikkonurnar Janet McTeer og Kimberley Brown fara á kostum í hlutverki mæðgn- anna. Ringulrelð / Topsy-Turvy ★★★ Sérlega vönduð og íburðarmikil mynd eftir breska leistjórann Mike Leigh sem fjallar um heim óperett- unnar í Lundúnum á 19. öld. Slagsmálafélagið / Fight Club ★★★54 Umtöluð mynd og ekki að ósekju. Kærkomið kjaftshögg fyrír sanna bíóunnendur og jaðrar á barmi snilldarinnar. Edward Norton er snillingur. Fávitarnir / Idioterne ★★54 Eins og við mátti búast nýtir sér- vitringurínn Lars Von Trier sér Dogma-formið út íystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrannsókn en ekki nógu heilsteypt. Hvað varð eiginlega um Harold Smith? / Whatever Happened To Harold Smith? ★★★ Fortíðardýrkunin er hér allsráð- andi og í þetta sinn áttundi ára- tugurinn á mörkum diskósins og pönksins. Klikkuð og bráðskemmti- leg bresk eðalmynd. Hústökuraunir / Scarfies ★★★ Enn einn óvænti glaðningurinn frá nýsjálendingum. I þetta sinn pott- þétt spennumynd í anda Shallow Grave. Fylgist með höfundinum Sarkies í framtíðinni. Fucking Ámál / Árans Ámál ★★★54 Einfaldlega með betri myndum um líf og raunir unglinga. Allt í senn átakanleg, trúverðug og góð skemmtun. Stúlkurnar tvær vinna kláran leiksigur. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson Nýtt verð á GIRA Standard. Gæði á góðu verði. S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433 Tæki til að tala í svan) Viðlegubúnaður á tilboði Panasonic GD90 Dualband GSM Klukka/vekjari Titrari 20 hringitónar Innbyggt módem 200 klst rafhlaða NEC DB4000 Dualband GSM Klukka/vekjari Titrari 14 hringitónar 300 klst rafhlaða Snúra í eyra W*1.M stgr. Með frelslspakka og 500 kr. innelgn SlMINN Með frelsispakka og 500 kr. inneign Svarhf. Bæjarlind 14-16 200 Kópavogur S. 510-6000 Ráðhústorgi 5 600 Akureyri S. 460-5950 TILBOÐ ÓSKAST í Volvo S-70 árgerð ‘99 (ekinn 4200 mílur), Jeep Grand Cherokee Limited 4x4 árgerð ‘93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. júlí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 LYFTARI Ennfremur óskast tilboð í Clark rafmagnslyftara. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA - Stökktu til Costa del Sol 13. júlí frá kr. 39.955 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol í júlí, en vinsældir þessa staðar hafa aldrei verið meiri. Hér finnur þú frábæra gististaði, glæsilega veitinga- og skemmtistaði, frægustu golfvelli Evrópu, glæsilegar snekkju- bátahafnir, tívolí, vatnsrennibrautagarða, glæsilega íþrótta- aðstöðu og spennandi kynnisfeðrir í friinu. 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, 2 vikur, 13. júlí, flug, gisting, skattar. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.