Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 6

Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUK 6. J UDl «)U0 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 70 ár eru liðin frá því að Sólheimar í Grímsnesi hófu starfsemi Rannveig Böðvarsdóttir var í hópi fimm fyrstu barnanna sem komu að Sólheimum sumarið 1930. Hún er hér með tengdadóttur sinni Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Inga Berg Jóhannsdóttir opnaði Ingustofu í gær og bauð gesti velkomna. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra þurfti að taka fast á þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að Sesseljuhúsi. Búið er að nota skófiuna 18 sinnum frá 1984 á Sólheimum og sagði Siv að liklega þyrfti að brýna hana. Ríkissjóður styrkir bygg- ingu vistmenningarhúss Stjórnvöld hafa ákveðið að veita 75 milljónum til byggingar vistmenningarhúss í Sólheimum í Grímsnesi, en þar var í gær haldið upp á 70 ára af- mæli Sólheima. Jafnframt var formlega tekið 1 notkun handverkshús. FJÖLMENNI fagnaði 70 ára af- mæli Sólheima í Grímsnesi í gær. Við það tækifæri var formlega tekið í notkun handverkshús, sem kallað er Inguhús. Þá tók Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fyrstu skóflu- stunguna að vistmenningarhúsi. Hún tilkynnti jafnframt að ríkis- stjórnin hefði samþykkt tillögu hennar um að ríkissjóður styrkti byggingu hússins um 75 milljónir. Sólheimar tóku formlega til starfa sem barnaheimili 5. júlí 1930, en frumkvæði að stofnun þess átti Sess: elja Hreindís Sigmundsdóttir. I fyrsta hópnum sem fór austur voru fimm börn, en meðal þeirra var Rannveig Böðvai’sdóttir, þá sex ára gömul. Rannveig var meðal þeirra sem heimsóttu Sólheima í gær. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að ein af ástæðum þess að hún fór að Sólheimum hefði verið sú að berklar hefðu verið algengur sjúkdómur þar sem hún ólst upp og foreldrar hefðu sumir gripið til þess ráðs að senda bömin að heiman til að forða þeim frá sjúkdómnum. Bjó í tjaldi fyrsta sumarið Rannveig sagði að íyrsta sumarið hefði hún búið í tjaldi á meðan Sess- elja var að byggja hús fyrir barna- heimilið. Hún sagði að Sesseija hefði verið stórbrotin manneskja og ein- staklega dugleg. Hún hefði verið sér- staklega menningarleg og t.d. hefði hún fljótlega sett upp leikrit með börnunum. Sér væri þetta minnis- stætt vegna þess að það hefði komið fólk alla leið frá Reykjavík til að horfa á leikritið. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra og tengda- dóttir Rannveigar, sagði að lífsstarf Sesselju væri einstakt. Hún hefði verið hugsjónamanneskja sem hefði komið miklu í verk. Hún hefði þurft að berjast fyrir hugsjónum sínum og ekki hefði alltaf verið auðvelt fyrir hana að hrinda þeim í framkvæmd. Hún hefði t.d. stundum verið í and- stöðu við þáverandi stjórnvöld. Þeg- ar verkefnin hefðu virst óleysanleg hefðu hún gjaman sagt: „Mér leggst eitthvað til.“ Ingibjörg sagði ánægjulegt að þeir sem tóku við starfinu á Sólheimum eftir daga Sesselju hefðu haft að geyma sama baráttu- og hugsjónaandann og ein- kennt hefðu hana. Sesseljuhús verður umhverfisvæn bygging Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra tók við athöfnina í gær fyrstu skóflustunguna að húsi sem kennt verður við Sesselju. Hún tilkynnti jafnframt að ríkisstjórnin hefði sam- þykkt tillögu sína um að veita á þremur áram 75 milljónum til bygg- ingar hússins, en það væri hugsað sem sýningar- og fræðslusetur í um- hverfismálum fyrir almenning, fyrir- tæki, stofnanir og stéttarfélög. Stefnt væri að þvi að byggingu þessa vistmenningarhúss yrði lokið árið 2002, en þá verða 100 ár liðin frá fæð- ingu hennar. Siv sagði að ástæðan fyrir því að stjómvöld vildu með þessum hætti styðja byggingu hússins væri sú að á Sólheimum hefði verið unnið merkt brautryðjendastarf í umhverfismál- um. Sesselja hefði hafið lífræna ræktun fyrst manna á íslandi og lík- lega fyrst á Norðurlöndunum. Arið 1997 hefðu Sólheimar fengið alþjóð- lega vottun frá samtökunum Global Environmental Network, en þetta væri eina samfélagið á íslandi sem hefði hlotið slíka vottun. Á Sólheimum er lífrænt vottuð garðyi’kjustöð, lífrænt vottuð skóg- ræktarstöð, fyrsta og eina lífræna fráveitukerfið á íslandi og gistiheim- ili sem hlotið hafa viðurkenningu fyr- ir græná ferðaþjónustu. „Hér hefur verið unnið einstakt starf í umhverfismálum þar sem horft hefur verið til framtíðar. Á Sól- heimum hafa menn alla tíð haft skilning á því að gera samfélagið sem vistvænast þannig að það falli sem best að umhverfi og náttúr- unni,“ sagði Siv. Sesseljuhús verður um 700 fer- metrar að stærð, en því er ætlað að vera fyrirmynd annarra húsa á Is- landi sem vistvæn bygging. Húsið verður úr endumýtanlegu efni með grasþaki, einangrað með endurunn- um pappír. Torfhleðslur verða við út- veggi. Notast verður við vistvæna orkugjafa og á framhlið þess verða sólarsellur þannig að það verði sem mest sjálfbært í öflun raforku. I Sesseljuhúsi verður m.a. fyrirlestra- salur, kennslustofur, tölvuver, bóka- safn, fundarherbergi og sýningarsal- ur. Húsið á sér erlendar fyrirmyndir en undanfarin ár hafa verið byggðar 10 umhverfis- og vistmenningarmið- stöðvar í Evrópu. Ingustofa tekin í notkun I gær var jafnframt tekin form- lega í notkun Ingustofa, sem kennd er við Ingu Berg Jóhannsdóttur, en hún er í hópi fjölmargra velgjörðar- manna Sólheima. Fyrir tíu áram var mótuð sú stefna í atvinnumálum Sól- heima að byggja upp fimm sjálfstæð fyrirtæki, sem era sjálfbær og að- skilin frá rekstri. Með opnun Ingu- stofu hefur tekist að finna þessum vinnustofum húsnæði, en í húsinu verða fjögur verkstæði og vinnustof- ur; listasmiðja, vefstofa, jurtastofa og leii’vinnustofa. Fimmta vinnustof- an, trésmíða- og hljóðfæraverkstæði, verður í Ólasmiðju. Ingustofa er 464 fermetrar og er byggingakostnaður 48 milljónir. í máli Gísla Hendrikssonar, varafor- manns framkvæmdastjórnar Sól- heima, kom fram að byggingin er fjármögnuð með gjöfum frá um 1.600 fyrirtækjum, auk framlags úr styi-ktarsjóði Sólheima. Þegar hafa safnast 44 milljónir og sagði hann að lokaátak fjársöfnunar yrði í haust. Hann sagði að þetta væri þriðja stóra byggingin á Sólheimum á fimmtán áram sem eingöngu væri fjármögnuð með framlagi einstak- linga og fyrirtækja. Framlögin næmu samtals yfir 200 milljónum. Árni Friðriksson arkitekt hannaði Ingustofu, en hann mun einnig hanna Sesseljuhús. I Inguhúsi verður í sumar sam- sýning átta listamanna sem búsettir era á Sólheimum. íbúai- á Sólheimum era nú um eitt hundrað. Sólheimar vora upphaflega barnaheimili, en þar er nú samfélag yngri og eldri borgara. Hlutverk sjálfseignarstofnunarinnar Sól- heima er að sinna samfélagsþjónustu við þroskahefta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.