Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 39

Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 39
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 39 Speki barn- anna BÆKUR lleímspeki HEIMSPEKI OG BÖRN Gareth B. Matthews. íslensk þýðing eftir Skúla Pálsson. Útg. Súley, 2000. ÞAÐ eru ekki ný sannindi að margar spurningar sem börn velta fyrir sér eru ákaflega heimspeki- legar. Þetta er grunnstefið í bók Matthews, Heimspeki og börn. Hann segir sögur af börnum sem velta fyrir sér spurningum á borð við þá hvernig maður geti vitað að mann sé ekki bara alltaf að dreyma og sýnir síðan hvernig þessar sömu spurningar, eða einhverjar þeim náskyldar, hafa orðið frægum heimspekingum viðfangsefni. Þetta með drauminn var til dæm- is hluti af röksemdafærslu Renes Descartes sem endaði í einni fræg- ustu ályktun heimspekisögunnar: Ég hugsa, þess vegna er ég til (Cogito ergo sum). Þýðir þetta að börn séu heim- spekileg í hugsun eða að heimspeki sé barnaleg? Sennilega hvort tveggja. Með bók sinni hvetur Matthews til þess að svona heim- spekilegir þankar í börnum séu ekki brotnir á bak aftur í nafni ein- hverskonar raunsæis og alvarlegs uppeldis er miði að því að gera börnin „fullorðin“ heldur sé hugað að þeim möguleika að ræða þessi mál við börnin og rækta með þeim þessa vísa að heimspekihugsun. En er slíkt börnum hollt? Það er að segja, þótt börn eigi það til að vera með heimspekilega þanka, er virkilega gott upp á framtíð þeirra að tekið sé undir þá? Þessari spurningu er ekki varpað fram í bókinni enda er svarið áreiðanlega einstaklingsbundið. Matthews seg- ir að börnum séu svona þankar eðlilegir en þau láti af þeim með aldrinum „vegna áhrifa samfélags- ins“ (ekkert blaðsíðutal). Það er fullkomlega óljóst hvað hann á við með orðinu „samfélag- ið“. Öll samfélög á öllum tímum? Það er algengt viðhorf meðal vest- rænna menntamanna, sérstaklega þeirra sem tilheyra ákveðinni kyn- slóð, að leggja að jöfnu „samfélag- ið“ og „smáborgarasamfélag“ sem er þá einhverskonar samnefnari fyrir allt það vonda sem drepur eig- inlegt eðli fólks og það er sennilega það sem Matthews er að meina. Hann tekur eftir því að börnin sem hann segir sögur af virðast hafa gaman af því að leika sér með hugtök og þá möguleika sem þau bjóða upp á. Þau hafa beinlínis nautn af spurningum sem fullorðn- um finnast fáránlegar, eins og til dæmis því hvort aðvörunarljós í mælaborði bíls geti verið að ljúga. í framhaldi af því verður til samræða milli fullorðins og barns um hug- takið lygi. Þetta er ekki bók fyrir börn heldur fullorðna og sérstaklega þá sem hafa bæði áhuga á börnum og heimspeki. Bókin getur líka verið inngangur að heimspeki, ekki ósvipað Veröld Soffíu, nema þetta er ekki skáldsaga. Heimspeki og börn kom fýrst út á frummálinu fyrir tuttugu árum og vera má að á þeim tíma hafi við- horf til barnauppeldis og þess hvað er talið börnum hollt eitthvað breyst. Einnig hafa ríkjandi við- horf til „samfélagsins" sennilega breyst. En þau heimspekilegu við- fangsefni sem bókin snýst um eru klassísk og hafa hvorki breyst né glatað gildi sínu að neinu leyti. Kristján G. Arngrímsson Reuters FÚfiUÖM íúrfiMSft Þú færd allar helstu fúavarnartegundir hjá Litaveri, Grensásvegi. Kjörvari 14 4 llr. - gegnsær Okkar verð kr. 2.758- mmtSií.'XSNi: : : - aw— WMtmast!* : : - ■■■: : Woodex Ultra 2.5 Itr.- gegnsær Okkar varð kr. 2.133- Sólignum 5 Itr.- þekjandi Okkar verð kr. I»5/CI 'f < r ■> vi-A U '"’vj ;■■ - J : ti'-ffpst:"'JJ '-'J " '-v ‘ JÚÉ i i* ■ ;t)''»,!. '-'»1 V ''-»t!. 'i.V.'vVV '''■'’t '"'X' t.' ' 'V1 - ; ír?'" ' - gj&ffir . , tk mggsBjBm wW yff ws «1 a IL Æ Wm - wallik.' ........... Pii^^ÍifÍÍjSpsisÍi'ílifÍá T^'L/ •"' pF r:;./ ~ ( MllHiÍliiiil ■ “ V fís* ' v-. < . i.m v. i B ■ jf .Mr- . (■ '*/■''*/ ' M/í ' ''- /> SÆtólc' Hk l ...,m.s,V1Ss v:m i'' y^v ' - æ ' XT'M. Tm. % "' ;,,v' ' ’í' ;,v-r s ■ ;fV/ N •} i ' s ; : ' ' ' í ' » ' ; ' » ' ; ' » 'xí ' •;'••• •/■:.»> v V•/.-....•: v•/•'.". í 'V• / > ::;?•>V•/•',::;?•» V•/•'. % v / '»* / '»- / 'sv/‘'s'<' / ' » v / ',v/ 'f,v, >■ •l',vr > • ',V' > •l',’V' N • ',Vr V • '/vr v • >'v' \ j ' ........ s 'x« ' s s íYrtcír »'s< ' » s''«' '\ :< S>J t '\ t '\ t '\ '» '\ t‘ '\ '» • '«,v; X • 'fv; V ■ VÖV' V . ''V; N . '/,V' ' • '«v' x ..'«V; v .,'/V; . 'N« ' . 'N'' /'<'' ,'<•'' ''<' ý!, \ f;v'.’. í;v'.-. í;v'.\ f;v'.\ \\>;:' fev'.\ » ■•; Sliiiiii t** ir tKBHQÚhreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. Sandprinsessa VERKAMENN í Hvíta-Rússlandi virða fyrir sér sandmynd af Ragneda sem þeir unnu í sand í Zaslav um 20 km vest- an við Minsk. Ragneda var uppi fyrir um 1000 árum og var eiginkona Vladimirs prins sem kristnaði Rússland. Rola, bulla og ruglukollur KVIKMYNPIR Bíóhöllin, Laugar- ásbíó, Regnboginn ÉG UM MIG FRÁ MÉR TIL IRENE(ME, MYSELFAND IRENE) ★ ★★ Leikstjórn og handritshöfundar Peter og Bobby Farrelly. Tónskáld Lee Scott. Kvikmyndatökustjóri Mark Irwin. Aðalleikendur Jim Carrey, Renée Zellweger, Chris Cooper, Robert Forster. Lengd 120 mín. Framleiðandi 20th Century Fox. Árgerð 2000. FARRELLY-bræður (There’s Something About Mary, Kingpin, Dumb and Dumber) stíga enn einn línudansinn á mörkum skemmtunar og smekkleysu - og komast upp með það sem fyrr. Hneyksla örugglega einhverja í leiðinni en það er nú einu sinni þeirra stíll að skauta eins langt og hægt er út á óljósan jaðarinn, sú áhætta kostar einhverjar fórnir en hún gerir þá einnig að einhverjum frumlegustu og skemmtilegustu kvikmyndagerðarmönnum samtím- ans þar sem flestir vafra í sömu spor- unum um og óttast það mest að víkja tommu útaf vegvísi formúlunnar. Söguhetja Ég um mig... er Charlie (Jim Carrey), lögreglumaður í Rhode Island fylki á Nýja Englandi. Varð hann fyrir þeim harmi að kona hans gaf hann upp á bátinn fyrir dvergvaxinn blökkumann. Þá nýbúin að ala honum þríbura, reyndar nokk- uð dökka á hörund. Viðbrögð lög- reglumannsins þau að hann, í sinni meinlausu skel, bjó til aðra persónu - sitt illvíga sjálf, og þegar myndin byrjar er löggan greind með svæsinn geðklofa. Annað hvort er hann gamla geðluðran Charlie eða fanturinn og fólið Hank. Ekki lagast flækjan er hann kemst í kynni við Irene (Renée Zellewger), smáglæpamanna á flótta undan bófum og spilltum vörðum laganna. Verða þeir báðir, Charlie og Hank, ástfangnir upp fyrir haus. Berst leikurinn víða uns ró kemst á tvískiptan huga löggunnar. Öll þekkjum við átökin innra með okkur með öflum kenndum við við illt og gott. Hér koma þau vissulega í mjög ýktum búningi en ekki svo mjög framandi. Því er haldið fram að menn komist ekki langt áfram á ljúf- mennskunni einni saman, harkan verði að vera til staðar ef ekki á illa að fara. Mátuleg blanda af hvoru tveggja affarasælust. Menn hafa ýmsar skoðanir á því sem öðru en Farrellybræður greina þessa þætti að og gera það oft á sprenghlægileg- an hátt. Nokkur atriði jaðra við það besta sem þeir hafa áður gert, þá er línudansinn hvað glæfralegastur. Þess á milli ganga hlutirnir upp og ofan, þó aldrei á þann máta sem al- mennt kallast eðlilega. Þessi af- markaða og afbakaða sýn er styrkur bræðranna og vörumerki. Þeir leyfa sér ýmislegt heldur grófara hér en í fyrri myndum sínum, að Kingpin undansldlinni, sem seint verður jöfn- uð í groddafyndni. Það sem gerir gæfumuninn er að þeir hafa besta hugsanlega verkfæri sér til hjálpar sem er sá magnaði gamanleikari Jim Carrey. Svipbrigðin á þessum fína leikara eru með ólíkindum. Fer sannkölluðum hamförum úr rolunni yfir í bulluna. Bræðurnir eiga honum að þakka að þeir halda stefnunni í skerjagarði og stórsjó smekkleys- unnar. Zellweger er notaleg mót- sögn en galli við annars ágæta skemmtun hversu lítil rækt er lögð við aukapersónumar. Sæbjörn Valdimarsson Grensásvegl 18 s: 581 2444 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmL Tcxolin 4 Itr. - þekjondi Verð kr. 3.493- Okkar «0^2.795- Við reiknum efniiþörfina og veitum þér faglegar róðleggingar unt vinnu á viðnum !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.