Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 55

Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 5 Þórður Þorgeirsson sýnir 30 hross á landsmóti hestamanna Morgunblaðið/Valdimar Dynur fra Hvammi og Þórður Þorgeirsson Þrennar hvítar reiðbuxur í farang- rinum ÞÓRÐUR Þorgeirsson gistir í hesthúsinu allar nætur meðan hann er á landmóti. Hann segist vilja fylgjast vel með hestunum enda eru í húsinui hross fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna. Þórður sýnir alls 30 hross á landsmóti hestamanna sem er með allra mesta móti. Þrír að- stoðarmenn sjá um að allt sé til reiðu. „Eg sé um upphitun að mestu leyti en ef það er stutt á milli sýninga þá sjá þau um upphitunina fyrir mig. Þá er ég búin að láta þau fá fyrirmæli um hvaða beisli á að fara upp í hvern hest, hvaða hnakkur og hvaða hófhlífar fara á hestinn o.s.frv.,“ segir Þórður. Mikill áhugi á kynbótahrossum „Það hefur gengið bærilega í dómunum fram að þessu. Aðal- spennan hjá mér er í stóðhest- unum. Þeir standa mjög hátt,“ segir Þórður en fjórir af þeim graðhestum sem Þórður sýnir hafa raðað sér í efstu sæti í sín- um flokkum. Nokkuð hefur borið á því að kynbótahryssur hafi fengið lægri einkunnir á landsmótinu en þær höfðu fyrir mótið. „Þetta er í rauninni ekkert nýtt,“ segir Þórður. Þetta gerð- ist t.d á landsmótinu á Melgerð- ismelum 1998 þá komu hross inn á mótið með háan dóm, lækkuðu sig í forskoðuninni en náðu sér svo til baka í yfir- litsdómunum tveimur dögum síðar. Vallaraðstæður eru reyndar svolítið öðruvísi en við eigum að venjast. Vellirnir hafa fram að þessu verið opnir í báða enda en nú eru brautirnar aðeins opnar í annan endann. En þetta á að vera rjóminn af íslenska hrossastofninum í dag þannig að við eigum nú að geta stjórnað því í hvaða átt við fór- um,“ segir Þórður. „Ég get ekk- ert sett út á þessar vallarað- stæður, vellirnir eru prýðilega góðir og hrossin alveg frábær. Á meðan veðrið er svona höfum við ekki undan neinu að kvarta," segir Þórður. Með þrennar hvítar reiðbuxur á mótið Eins og aðrir knapar keppir Þórður í hvítum reiðbuxum. „Það er ekki hægt að halda þeim hreinum. Maður verður að kaupa svona tvær til þrjár fyrir hvert mót. Ég er með þrennar buxur á þessu móti,“ segir Þórður. „Þær verða mjög skít- ugar, maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því.“ Öli fyrir þig! ICELANDAIR HÓTELS OSTUR Á SAMLOKUNA Skerð'ann, smyvð'ann, sneidd'ann, rífð' ann, brœdd'ann, rúllaðu konum upp! Fáðu þér ost í samlokurnar og njóttu lífsins í sumar! Ostur í allt sumar ÍSLENSKIR OSTAl^ ytfiílNA STA v ^RA.0^ Upplýsingar og bókanir í sfma 50 50 910 www.ostur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.