Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 1
158. TBL. 88. ARG. FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nauðlend- ing í Vín AIRBUS 310 þotu með 150 manns innanborðs var nauðlent á ílugvell- inum í Vínarborg síðdegis í gær. 26 slösuðust Iítillega, að sögn austur- rískra fjölmiðla. Þotan var á leið frá Krít til Harinover í Þýskalandi á vegum þýska fyrirtækisins Hapag- Lloyd. Flugmennirnir tilkynntu að báðir hreyflar vélarinnar hefðu stöðvast. Ekki var fyllilega ljóst hver orsökin var en talið var að bil- un hefði valdið því að hreyflamir fengu ekki eldsneyti. Talsmaður Hapag-Lloyd sagði að eftir flugtak á Krít hefði komið í ljós að ekki hafi verið hægt að taka upp Iendingarhjól vélarinnar vegna bil- unar og hefði flugstjórinn ákveðið að halda til Miinchen. Skammt frá Víri drapst á hreyflunum og sveif vélin inn til lendingar á flugvellin- um en kom niður skammt frá braut- arenda. Sagði talsmaðurinn að vélin hefði einfaldlega orðið eldsneytis- Iaus „af óskiljanlegum ástæðum". Þúsundir Óraníumanna tóku þátt í göngrim víða á Norður-frlandi í gær V opnaðir hermenn á hverju horni í Belfast rminhlarliíl. Belfast. Morgunblaðið. TUGIR þúsunda mótmælenda í Óraníureglunni genigu fylkti liði um stræti borga og bæja á Norð- ur-Irlandi í gær og fóru göngumar víðast hvar vel fram þó að áfram væri mikil spenna í héraðinu. í Belfast gat að líta vopnaða liðsmenn öryggissveit- anna á hverju götuhorni og höfðu þeir það verk- efni að koma í veg fyrir að í odda skærist með göngumönnum og kaþólskum íbúum nærliggjandi hverfa. Eins og undanfarin ár var Óraníumönnum í Belfast meinað að ganga inn í hverfi kaþólskra við Ormeau-brúna þar í borg. Lýstu þeir mótmæl- um sínum en sveigðu síðan af leið enda höfðu ör- yggissveitirnar mikinn viðbúnað við brúna og höfðu m.a. komið fyrir víggirtum stálvegg sem hindraði ferðir göngumanna. Kaþólikkar héldu sig heima við í gær enda „göngutíðin" hátíð mótmælenda og voru þeir fyr- irferðarmiklir á götum Belfast í gær. Þegar leið á daginn bar mikið á ölvun göngumanna og óttuðust menn að þegar færi að dimma kæmi til átaka líkt og undanfarnar nætur. I fyrrinótt hafði víða verið órólegt um að litast en þá loguðu bálkestir á hveiju götuhomi í mörgum hverfa Belfast og ann- arra bæja í héraðinu. Hleyptu skæruliðar mót- mælenda af byssuskotum skömmu eftir miðnætti til minningar um sigur Vilhjálms konungs af Óraníu yfir hinum kaþólska Jakobi Stúart við Boyne-ána árið 1690. Var einn maður myrtur í bænum Lame á norð- austurströnd Norður-írlands og var hann sagður liðsmaður í UVF, einum af skæmliðasamtökum mótmælenda. Er talið að annar öfgahópur mót- mælenda, UFF, hafi staðið að baki morðinu en innbyrðis erjur skæruliðahópa mótmælenda hafa sett svip sinn á atburði á Norður-írlandi mörg undanfarin ár. í fyrrinótt loguðu áfram óeirðir í bænum Porta- down og þurfti að beita vatnsdælubílum óeirða- lögreglunnai- eftir að bensínsprengjum hafði verið kastað að liðsmönnum öryggissveitanna. Frá því að Óraníumenn í Portadown hvöttu mótmælendur á Norður-írlandi til að lýsa óánægju sinni með að þeir fengju ekki að ganga fylktu liði í gegnum hverfi kaþólskra í bænum þann 1. júlí hafa alls ver- ið gerðar 280 árásir á lögregluna í héraðinu. 146 menn hafa verið handteknir vegna þessara óeirða, 57 lögreglumenn og fimm liðsmenn breska hersins hafa orðið fyrir meiðslum, um eitt þúsund bensín- sprengjum hefur verið kastað að lögreglunni, 358 bifreiðar hafa orðið fyrir skemmdum af völdum óeirðaseggjanna og 88 verið brenndar til ösku. Auglýst í geimnum Baikonor. Reuters. „ÞETTA geimskot er í boði Pizza Hut.“ Ekki hafa borist fregnir af því að þessi tilkynn- ing hafi verið sérstaklega lesin þegar rússneskri Proton-eld- flaug var skotið á loft í gær en engu að síður var auglýsing frá flatbökuframleiðandanum bandaríska á eldflauginni. Gekk geimskotið að óskum og mun flaugin bera næsta áfanga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Mikill fjár- skortur hefur hrjáð geim- flaugaáætlun Rússa og er auglýsingin því tímanna tákn. Ekki fylgir sögunni hvort væntanlegir geimstöðvarliðar geti fengið heimsendar pítsur. 13. alþjóða alnæmisráðstefnan í Suður-Afríku Hvatt til samvinnu í baráttunni gegn Durban. AP. ÞJÓÐIR heims, stofnanir þeirra og fyrirtæki verða að sameinast í bar- áttunni gegn alnæmi, sem telst ein mesta ógnin gegn heilsu manna, að sögn Carol Bellamy, framkvæmda- stjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Hér er þörf á einum mestu fjár- magnstilfærslum í sögu mannkyns," sagði Bellamy á fréttamannafundi sem efnt var til á 13. alþjóða alnæm- isráðstefnunni í Durban í Suður- Aíríku í gær. „Okkar eina von til þess að stöðva útbreiðslu alnæmis- veirunnar veltur á vilja þjóða til að leggja baráttunni lið með öllu því sem til þarf.“ Samkvæmt árlegri þróunar- skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var í gær, hefur alnæmisveir- an nú áhrif á líf fjölda manna sem ekki eru smitaðir. Milljónir bama eru til að mynda munaðarlausar eftir að hafa misst foreldra sína úr al- næmi. „Þetta kann að vera ein mesta hindrunin gegn lífsgæðum og heilsu barna sem við höfum orðið vitni að á okkar tírnurn," sagði Bellamy. I Botsvana, þar sem rúmlega þriðjungur landsmanna hefur alnæmi greinst með veiruna, ber einn þriðji hluti stúlkna og 16% drengja undir 25 ára aldri alnæmisveiruna. I S-Afr- íku er fjórðungur stúlkna smitaður en 11% drengja. Fjölgun ungs fólks sem greinst hefur með alnæmi gefur, að mati skýrsluhöfunda, skýrt til kynna skort á forvömum sem og það að baráttunni gegn alnæmi sé ekki veittur nægur forgangur. Bellamy hvatti á fundinum ríkin í suðurhluta Afríku, þar sem yfir 70% þeirra sem greinst hafa með alnæmisveh-una búa, til að leggja aukna áherslu á baráttuna gegn sjúkdómnum. Aflýsa sölu til Kína Thurmont í Bandaríkjunum. AP. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, tilkynnti Bill Clinton Banda- ríkjaforseta í gær að Israelar væm hættir við að selja Kínverjum háþróað ratsjárkerfi í flugvélar. Bar- ak er nú í Bandaríkjunum þar sem hann ræðir við Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, með milli- göngu Clintons. Bandaríkjamenn höfðu lýst sig andvíga því að ísraelskt AWACS- ratsjárkerfi yrði sett í rússneskar flugvélar fyrir Kínverja. AWACS er hátæknibúnaður sem gerir mönnum kleift að fylgjast með allri flugum- ferð á stóm svæði og flugvélar með slíkan búnað em veigamikill þáttur í vömum Bandaríkjamanna. Talsmaður Baraks sagði að for- sætisráðherrann hefði skrifað Jiang Zemin, forseta Kína, bréf og aflýst sölunni og um leið „sagst hryggur“ vegna þess. Ákvörðunin um að aflýsa sölunni hafi verið tekin í ljósi þess að Israelum er nú nauðsyn að eiga góð samskipti við Bandaríkin, sagði tals- maður Baraks, en sagði þó ekki bein- línis að hætt hefði verið við söluna vegna þrýstings frá Bandaríkja- mönnum. Hann viðurkenndi aftur á móti að hætt hefði verið við söluna í því augnamiði að liðka fyrir því að árangur næðist á fundi Baraks, Arafats og Clintons. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði á fréttamannafundi í gær- kvöldi að „alvarlegar samræður" hefðu farið fram milli leiðtoganna, en forðaðist að tala um að árangur hefði náðst. Clinton átti fund með Barak og Ai-afat sitt í hvom lagi í gær, en ekki hefur verið ákveðið hvort leið- togarnir hittast allir þrír. MORGUNBLAÐK) 13. JÚLÍ 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.