Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tilraunir hefjast með bóluefni gegn alnæmi Durban. AFP. Job Bwayo, prófessor við Nairobi-háskólann í Kenía, svarar spurning- um um tilkomu bóluefnis gegn A-stofni alnæmis á 13. alþjóðlegu al- næmisráðstefnunni í Durban. TILRAUNIR á mönnum hefjast á næstunni með fyrsta bóluefnið sem þróað hefur verið til að veita vörn gegn A-stofni alnæmisveirunnar. Greint var frá þessu á 13. alþjóðlegu alnæmisráðstefnunni sem stendur yfir í Durban í Suður-Afríku þessa dagana. Alnæmisveiran sem bóluefninu er beint gegn er af svonefndum A- stofni, sem hvað algengastur er í Kenýa og nokkrum öðrum ríkjum Afríku. Bóluefnið byggir á erfðaefni alnæmisveirunnar og er þróað í sam- vinnu sérfræðinga við Oxford-há- skólann á Englandi og Nairobi-há- skóla í Kenýa. Einnig er verið að gera tilraunir með aðrar gerðir bólu- efna. Þróuðu með sér náttúrulega vörn Upphafið að tilraununum má rekja til athugana heilsugæslustöðv- ar einnar í Nairobi á fólki innan kyn- lífsiðnaðarins. Á vegum stöðvarinnar eru stundaðar rannsóknir á alnæm- isveirunni og kynsjúkdómum og sagði Omu Anzale, læknir við heilsu- gæslustöðina, að komið hefði í Ijós að u.þ.b. 5% þeirra 2.000 vændiskvenna sem stöðin annaðist hefðu þróað með sér náttúrulega vöm gegn alnæmi. „Fyrsta snerting olli ekki sýkingu en kom ónæmiskerfi þeirra í gang,“ sagði Anzale og kvað framleiðslu á T-fmmum í líkama kvennanna hafa stóraukist. T-frumumar em þær framur sem era lykillinn að sam- hæfðri svöran ónæmiskerfisins. Al- næmisveiran ræðst hins vegar gegn þessum frumum og gerir líkamann þar með óhæfan til að berjast gegn sjúkdómum. í flestum tilfellum nær líkaminn ekki að bera kennsl á al- næmisveirana nógu hratt til að auka framleiðslu T-framnanna að því magni að þær geti barist gegn veir- unni. „Við vonumst til þess að útkoman verði sú að þegar búið er að bólu- setja einhvern þá muni líkami við- komandi bregðast við með því að hefja framleiðslu T-framna af mikl- um krafti," sagði Anzale. Rannsóknarstofa ein á Ítalíu hefur nú þegar þróað bóluefnið í plásturs- formi og er í plástrinum að finna stökkbreytta útgáfa alnæmisveir- unnar og annarrar veira sem lík- aminn þekkir nú þegar. Með þessu móti er vonast til að breyta megi ónæmiskerfinu lítillega, þannig að það reynist fært um að bera kennsl á alnæmisveirana, elta hana uppi og eyða áður en veiran nær að valda skaða. Fyrstu tilraunir með bóluefnið eiga að hefjast innan sex til átta vikna í Bretlandi en til stendur að hafist verði handa við frekari tilraun- ir í Afríku fyrir árslok. „Þegar búið er að veita sjúklingi bóluefnið vonumst við til að líkami viðkomandi nái að þróa með sér ónæmisviðbrögð svo hætta megi notkun lyfjaflokka sem hingað til hafa hægt á útbreiðslu veirannar og þess í stað megi hafa stjórn á alnæm- isveiranni sé ekki kostur á læknis- meðferð," sagði Julianna Lisziewicz, sem vinnur við genarannsóknastofn- unina RIHGT. Langt er þó talið í að slíkar framfarir verði. Ekki ónæmar fyrir smiti Rannsóknir á vændiskonum þeim í Nairobi sem þróað höfðu með sér vöm gegn alnæmi hafa þó sýnt að konurnar era ekki með öllu ónæmar fyrir smiti. Nokkrar vændiskvenn- anna tóku sér tímabundið frí frá störfum og greindust síðan með al- næmisveirana eftir að þær höfðu hafið störf að nýju. Að sögn Anzale virðist því sem varnarkerfi kvenn- anna sé aðeins virkt meðan þær verða fyrir stöðugu áreiti vegna kyn- maka við smitaða menn. „Þetta þýðir að stöðugt áreiti virðist vera einn lykilþátturinn í alnæmisvörnum," sagði Anzale sem telur að þetta kunni að hafa í för með sér að reglu- lega þurfi að veita bóluefni gegn sjúkdóminum. Ríkisstjóm Suður-Afríku hefur nú þegar tilkynnt að hún hafi fullan hug á að færa sér bóluefnið í nyt, jafnvel þótt niðurstöður kunni að sýna fram á að það virki aðeins í 40% tilfella. Reynist tilraunir með bóluefnið lofa góðu má búast við að íbúar Sud- ur-Afríku taki bóluefninu fagnandi en talið er að 4,2 milljónir lands- manna hafi verið smitaðar af alnæm- isveiranni í lok síðasta árs. Hreinsanir í Júgóslavíu Dómarar reknir BelgTad. AP. SERBÍUÞING, þingmenn hollii* Slobodan Milosevic, forseta Júgóslav- íu, hefur rekið 16 dómara, sem lýst hafa yfir stuðningi við stjómarand- stöðuna í landinu og haft uppi efa- semdir um sjálfstæði dómskerfisins. Meðal dómaranna er Miroslav Todorovic, dómari í Belgrad, sem rekinn var fyrir að styðja einn stjómarandstöðuflokkinn, og 13 dóm- arar aðrir, sem lýstu yfir stuðningi við hann í opnu bréfi. Almennt er litið á þessar hreinsanir sem lið í þeim áætlunum Milosevics að bæla niður alla andstöðu fyrir al- ríkis- og sveitarstjómarkosningamar seint á árinu. -------------- Játar morð- ið í Orrefors SEXTÁN ára gamall drengur hefur játað að hafa stungið til bana 10 ára gamla stúlku í bænum Orrefors í Svíþjóð í vor er leið. Særði hann aðra stúlku en þær vora í hópi skólakrakka sem tjaldað höfðu í bænum. Atburðurinn vakti mikinn óhug í Svíþjóð og hefur rannsóknin verið mjög umfangsmikil. Vitað var að drengurinn, sem hefur áður komist í kast við lögin þótt ekki sé fyrir of- beldi, var á tjaldstæðinu umrætt kvöld, 27. maí sl., og eftir að hafa verið yfirheyrður nokkram sinnum játaði hann á sig glæpinn. Hafði þá lögreglan fundið heima hjá honum hníf sem hugsanlega er morðvopnið. Drengurinn kveðst hafa ætlað að hræða krakkana í tjöldunum en ekki hefur verið upplýst hvers vegna hann beitti hnífnum. Verjandi drengsins neitar því, að hann hafi ætlað að vinna stúlkunum mein. „Vísir menn“ skipaðir til að endur- skoða mannréttindamál í Austurríki Stj órnarflokk- arnir fagna ákvörðuninni Vikuferð 19. og 26. júlí - Aukavika 2-4 í íbúð kr. 2-4 í íbúð kr. 39.900 Gisting í íbúðum á Portofino II Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og fró flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallaskattar og alferðargjald; fullorðnir 2540 kr og börn (2-1 lóra) 1910 kr. Kostirnir við allar okkar ferðir og verð eru: Þú velur gistinguna STRAX VIÐ BÓKUN. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur býður aðeins rúmgóðar íbúðir á ofangreindu verði (ekki stúdíó) Gististaðir okkar á Benidorm: Les Dunes Suites, Gemelos II, Portofino II og Edimar eru allir frábærlega staðsettir í hjarta Benidorm, ýmist við ströndina eða í göngufæri til strandar og í gamla bæinn. MUNDU að nota EURO/ATLAS ávísun og þú LÆKKAR ferða- kostnaðinn um 5000 krónur tls 0*0* www.ferd.i ■SSSas^ FEROASKRIFSTOFA _ REYKJA VÍKUR Aðalstræti 9 - sími 552-3200 Vín. Reuters., MANNRETTINDADOMSTOLL Evrópu skýrði í gær frá nöfnum þeirra þriggja „vísu manna“ sem gera eiga úttekt á mannréttinda- málum í Austurríki áður en tekin verður um það ákvörðun hvort Evrópusambandið (ESB) aflétti refsiaðgerðum sínum gegn landinu. Hafa stjórnarflokkarnir í Austur- ríki fagnað skipan þrímenning- anna. Samkvæmt dómstólnum hafa þeir Martti Ahtisaari, fyrrverandi Finnlandsforseti, Marcelino Oreja, fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar, og Jochen Frowein, lög- fræðingur og yfirmaður Max Planck-stofnunarinnar í Þýska- landi, verið skipaðir í stöður eftir- litsmannanna. Kom skipanin í kjölfar tilmæla Antonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals, í síð- asta mánuði er landið fór með for- mennsku ESB, um að dómstóllinn ætti að finna „þrjá vísa menn“ til að endurskoða afstöðu austurrísku stjórnarinnar til sam-evrópskra gilda. Þrímenningarnir munu skila skýrslu sinni til þess ríkis sem fer með formennsku ESB, sem um þessar mundir er Frakkland, en engin tímamörk hafa verið gefin. Endurskoðunin er talin geta losað um pólitíska einangran Austurríkis innan ESB sem staðið hefur síðan Frelsisflokkurinn, undir stjórn hægrimannsins Jörgs Haiders, tók við stjórnartaumunum ásamt Þjóðarflokki Wolfgangs Schussels kanslara. Frelsisflokkurinn ekki ósáttur Austurrísku stjórnarflokkarnir fögnuðu í gær skipan þrímenning- ana í stöðurnar og sagði Andreas Kohl, þingflokksformaður Þjóðar- flokksins, að valið á mönnunum væri afar gott. „Ef skýrslunni verður skilað fljótlega munu hlut- irnir líta vel út,“ sagði hann í gær. Peter Westenthaler, þingflokksfor- maður Frelsisflokksins, sagði einn- ig að skipan mannanna vísu væri jákvæð, þótt hann gagnrýndi um- boð þeirra til að rannsaka Frelsis- flokkinn gaumgæfilega. „Ég held að þetta séu þrír heið- ursmenn sem munu nú ráðast á þetta afar erfiða mál,“ sagði West- enthaler í viðtali við austurríska útvarpið ORF í gær. „Ég hlakka til að sjá hvernig þeim mun ganga en við munum svo sannarlega ekki hindra störf þessarra þriggja vísu manna.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.