Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 57

Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 57 UMRÆÐAN berum vettvangi. Ég kenni við Boston-há- skóla en ég stjórna ekki Boston-háskóla, né heldur ákveð ég fjár- hagsleg viðskiptatengsl skólans. Ég tel að það hafl sennilega verið vegna sérþekkingar minnar á erfðafræðileg- um gagnagrunnum að Fred Ledley, yflrmaður vísindasviðs, óskaði eft- ir áliti mínu. Ledley er nú eini starfsmaður þessa fyrirhugaða riýja i'yrirtækis, Framing- ham Genomics, þar sem (eftir því sem mér er sagt) Boston- háskóli verður minnihlutaeigandi. Það álit sem ég gaf um hvernig ætti á siðfræðilega réttan hátt að reka erfðafræðilegan gagnagrunn til rannsókna í Framingham var það sama og ég hef gefið Kára mörgum sinnum og hið sama og ég set fram í tímaritsgreininni. Kári gefur í skyn að eina ástæðan fyrir því að ég hafi gefið Ledley álit mitt sé sú að ég hafi fengið greitt fyrir það, og sé því um hugsanlega fjárhagslega hags- munaárekstra að ræða. Þetta er ein- faldlega ósatt. Mér hefur aldrei ver- ið boðinn né hef ég beðið um fimmeyring frá hinu fyrirhugaða fyrirtæki. Eg hef enga fjárhagslega eða persónulega hagsmuni af, né á ég neina hluti eða forkaupsrétt að hlutum í Framingham Genomics, og hef aldrei haft. Ég á því ekki í nokkrum hagsmunaárekstrum vegna hins fyrirhugaða fyrirtækis. Onnur og lúmskari ásökun er að þar sem bæði ég og fyrirtækið tengjast Boston-háskóla sé álit mitt um viðskiptaáætlun fyrirtækdsins vilhallt. Ég tek einungis hagsmuni og vemdun þátttakenda í rannsókn- um framyfir hagsmuni viðskipta og vísinda. Þrátt fyrir þetta, og vegna þess að ég vissi að álit mitt gæti sýnst vil- hallt í þessu máli, mælti ég eindregið með því við Framing- ham Genomics að fyr- irtækið styddist ekki eingöngu við álit mitt um siðfræði í þessu máli heldur styddi það að komið yrði á fót óháðu siðaráði sem hefði það eina hlutverk að stuðla að og vernda réttindi þátttakendanna í rannsóknunum. Led- ley fór að ráði mínu og samningaviðræður eru í gangi við Art Caplan og Rannsóknarmiðstöð í lífsiðfræði við Pennsylvaníu-há- skóla. Kári sakar mig einnig um að vera vilhallur vegna þess að fyrir- tækið er í samkeppni við deCODE. Þetta er einstaklega fáránleg ásök- un því Framingham Genomics hefur ekki lýst neinum áhuga á að fá DNA-sýni eða heilsufarsskýrslur frá íslendingum og gæti því ekki verið í samkeppni við deCODE. Mótun á alþjóðlegum siðfræðileg- um reglum fyrir rannsóknir á erfða- breytileika er þýðingarmikil fyrir borgara alls heimsins, ekki ein- göngu fyrir íslendinga. Og þegar ís- lenskir lesendur Morgunblaðsins eru mataðir á ósönnum og misvís- andi upplýsingum um þetta efni get- ur umheimurinn ekki vænst þess að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvernig þeir verja réttindi sín sem þátttakendur í rannsóknum, né að þeir geti aðstoðað við að búa til siðfræðileg fordæmi fyrir erfða- fræðilega gagnagrunna sem aðrir gætu fylgt. Höfundur er vísindasiðfræðingur og lögfræðingur á sviði mannréttinda í Bandaríkjunum. George J. Annas Aðsendar greinar á Netinu /m> mbl.is --ALLT/Kf= Œ/TTH\AmEJ NÝTT KRINGLUNNI FSRÐAMÁLARÁÐ K y N NIR Hvaðer að gerast9 í landinu . Dagskrá vikuna 13.-19. júlí 13. júlí fimmtudagur SuSureyrÉ Sæluhelgi á SuSureyri. 13.-16. júlí. 14.]úlíföstudagur Reynisvatn Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2000. 14.-16. júlí. Reykjavík mermingarborg 2000. Hrísey Fjölskyiduhátíð með margvíslegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. 14.-16. júlí. Stöðvarfjörður Hátíð. Steð í Stöð. Bæjarhátíð á Stöðvarfirði með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. 14.-16. júlí. Reykjavík Sýning. Siðaskipti. Sýning um áhrif siðaskiptanna á íslenska listasögu, einkum samtíma listasöguna. Nýlistasafnið. 14. júlí-18. ágúst. 15. júlí laugardagur ? Selfoss Hátíð. Mannlíf á Suðurlandi. Guttormshagi, Eyrarbakki, Seifoss. Akureyri Akureyrarmaraþon. Skálholt Sumartánleikar í Skálholti. íslenskir tónlistarmenn flytja verk eftir Jóhann Sebastian Bach í tilefni af 250 ára dánarafmæli hans. 15.-16. júlí. 16. júlí sunnudagur Rauðavatn Sýning. Landlist við Rauðavatn. Listsýning unglinga og fullorðinna undirberum himni. Reykjavik menn 'mgarborg 2000. Reykjavík Kristnihátíð kaþólska safnaðarins á fslandi t Landakotskirkju. Akureyri Gönguferð um fjöruna og innbæinn frá Minjasafninu. Drangsnes Bryggjuhátíð. Borgarfjörður Hátíðarguðsþjónusta við Krosslaug í Lundareykjadal. KristnihátíSarnefnd. Listinn er ekki tæmandi. Leitii nánari upplýsinga á upplýsingamiðstöðvum sem erað finna víða um land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.