Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 1

Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 159. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tour de France í fullum gangi HÓPUR keppenda í Tour de France hjólreiðakeppninni þeysir hér fram- hjá vínekrum á leiðinni frá Carp- entras til Mont Ventoux í Frakk- landi í 12. áfanga keppninnar. Það var sigurvegari síðasta árs, Bandarfkjamaðurinn Lance Arm- strong, sem hafði forystuna í gær, en í 12. áfanga cr meðal annars haldið yfir fjallið Mont Ventoux, sem einnig er þekkt undir nafninu „Risi Provence-héraðsins". Mjög vindasamt hafði verið við Mont Ventoux kvöldið áður en keppendur komu þangað og hafði framkvæmdastjóri keppninnar, Jean-Marie Leblanc, lýst því yfir að ekki kæmi til greina að fresta 12. áfanga vegna veðurs. Stigahæst.j hjólreiðamaður gær- dagsins var Italinn Marco Pantani. Reuters Uppreisnarmenn sleppa forsætisráðherra Fídjí og fleiri gíslum Grannríkin óttast stjórnleysi á eyjunum Suva, Canberra. Reuters, AFP. UPPREISNARMENN úr röðum frumbyggja á Fídjí slepptu í gær öll- um gíslum sínum, þeirra á meðal for- sætisráðherra eyjanna, eftir að ráð æðstu höfðingja landsins hafði sam- þykkt kröfu þeirra um nýjan forseta. Ráðamenn í grannríkjum Fídjí fögn- uðu því að gíslamir voru látnir lausir en vöruðu við því að uppreisnin ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Stjórn Nýja-Sjálands sagði að hætta væri á algjöru stjórnleysi á Fídjí. George Speight, leiðtogi upp- reisnarmannanna, hafði tilnefnt frumbyggjahöfðingjann Josefa Iloilo í forsetaembættið og hann var kjör- inn forseti til bráðabirgða með öllum greiddum atkvæðum á fundi höfð- ingjaráðsins í gærmorgun. Ráðið kom aftur saman í gærkvöld til að velja nýjan varaforseta og talið var að það myndi einnig skipa nýja ríkis- stjórn. Speight hefur lýst því yfir að hann vilji verða forsætisráðherra. Uppreisnarmennirnir tóku Mah- endra Chaudhry forsætisráðherra, sem er Indverji, og 26 þingmenn í gíslingu í þinghúsinu í Suva til að krefjast þess að Indverjar yi-ðu sviptir stjórnarskrárbundnum rétti sínum til að gegna forsætisráðherra- embættinu. Indverjar em um 44% af 800.000 íbúum eyjanna og mjög áhrifamiklir í efnahagsiífinu. „Baráttan rétt að byrja“ Þegar Chaudhry gekk út úr þing- húsinu eftir tveggja mánaða gíslingu var hann spurður hvort hann teldi sig enn forsætisráðherra. „Þjóðin ræður því,“ sagði Chaudry sem hef- ur getið sér orð fyrir þrjósku og yrðu margir Fídjíbúar ekki hissa ef hann leitaði til dómstólanna til að koma nýju ríkisstjórninni frá völdum. Felix Anthony, leiðtogi verkalýðs- samtaka Fídjíeyja, sagði að baráttan fyrir lýðræði væri „rétt að byrja“. Hann spáði því að nýja stjórnin mætti harðri andstöðu, ekki aðeins Indverja, heldur einnig þorra ann- arra landsmanna. „Eg vænti þess að Chaudhry rísi upp og berjist.“ Grannríki Fídjí, þeirra á meðal Ástralía og Nýja-Sjáland, hafa hótað eyjunum refsiaðgerðum verði lýð- ræðislega kjörinni stjórn landsins ekki komið aftur til valda. Fídjí var vikið úr Samveldinu 6. júní vegna gíslatökunnar. Alnæmisveiran Tugir milljóna munaðar- leysingja Mbabane, Durban. AP, Reuters. HÁTT í 30 milljónir bama í þróunar- ríkjum munu verða búnar að missa annan foreldra sinna eða báða úr al- næmi árið 2010, að því er bandaríska hjálparstofnunin USAID greindi frá á 13. alþjóðlegu alnæmisráðstefnunni í Durban í Suður-Afríku í gær. Þetta eru rúmlega helmingi fleiri böm en misst hafa foreldra sína úr alnæmi sl. fimmtán ár. Tölur USAID eru töluvert hæni en þær 20 milljónir sem gert er ráð fyrir í skýrslu Bamahjálpar Samein- uðu þjóðanna, en þeir útreikningar miðast við þann íjölda bama sem ým- ist missa móður sína eða báða for- eldra. í skýrslu USAID eru ekki tek- in með í reikninginn þau böm sem fæðast með alnæmisveiruna, þar sem fæst þeirra ná fimm ára aldri. ,AI- næmisfaraldrinum fylgir óvéfengjan- lega stærsti hópur munaðarleysingja í allri mannkynssögunni," segir í skýrslunni sem ber heitið „Böm á ystu nöf‘. „I gegnum tíðina hefur stór hópui- munaðarlausra bama jafnan verið skammtímavandamál sem fylgt hefui- í kjölfar styrjalda, hungurs- neyðar eða sjúkdóma. Alnæmi hefur gert þetta að langtímavandamáli sem mun að minnsta kosti teygja sig inn á þriðja áratug 21. aldarinnar." Fimmta hvert barn misst foreldri Það era ríkin í suðurhluta Airíku sem mest mun mæða á, en þar. búa yfir 70% þeirra 34,3 milljóna manna sem nú bera alnæmisveirana. í Mal- aví, Rúanda, Zambíu og Zimbabve hefur fimmta hvert barn misst annan foreldra sinna úr alnæmi og er talið að á næsta áratug verði hlutfallið eitt af hverjum þremur. Þá greindi fíeuíers-fréttastofan frá því í gær að þingheimur í Svazílandi íhugi nú að láta framkvæma ófijó- semisaðgerðir á þeim sem greinast með alnæmisveirana, og er það talið eiga við a.m.k. fjórðung landsmanna. Mannskæð aurskriða Ríkissljórnir Bandaríkjanna og Víetnam Viðskiptasamning ur undirritaður SLÖKKVILIÐSMENN vinna hér við björgunarstörf eftir að að minnsta kosti 58 manns létu lífið er aurskriða féll á fátækrahverfí í Bombay á Indlandi í fyrradag. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir þar sem 50 eru enn taldir grafnir í rústunum. Rúmlega 200 hreysi eyðilögðust í skriðunni og var björgunarstarfi haldið áfram í gær, sólarhring eftir að skriðan féll. Ólíklegt var þó talið að nokkur fyndist enn á lífi, en áður hafði tekist að bjarga 46 manns úr rústunum. Bombay er höfuðborg Mahar- ashtra-ríkis á Indlandi og 74 hafa látið lífið af völdum mikilia rign- inga og flóða í ríkinu síðustu daga, þeirra á meðal tólf drengir sem drukknuðu. Skriður eru al- gengar í Bombay á monsúntíman- um á Indlandi, sem varir í fjóra mánuði. Atvinnulíf borgarinnar lamaðist í gær vegna óveðursins. Götur og járnbrautir voru undir vatni, vinnustaðir og skólar lok- aðir og spáð áframhaldandi rign- ingu og roki. Wasliinglon. AP. VIÐSKIPTASAMNINGUR milli Bandaríkjanna og Víetnam var und- irritaður í gær og lýsti Bandaríkja- stjórn samningnum sem sögulegum sáttum milli ríkjanna. Samningurinn er sagður veita Víetnam aðgang að Bandaríkja- markaði á sömu forsendum og öðr- um þjóðum. Víetnam hét því á móti að lækka tolla og draga úr viðskipta- hömlum á bandarískum varningi, s.s. landbúnaðarvöram, og á fjármála- viðskiptum og annarri þjónustu. „Þetta er í fyrsta skipti sem Víet- nammarkaður er opnaður fyi-ir Bandaríkjamönnum og mun það reynast lyftistöng fyrir efnahag Ví- etnam,“ sagði í tilkynningu Banda- ríkjastjórnar. Vu Khoan, viðskipta- ráðherra Víetnam, og Charelen Barshefsky, viðskiptafulltrúi Banda- ríkjanna, undirrituðu samninginn, en fyrir ári féll samningur sem ríkin höfðu náð sín á milli er stjóm Víet- nam gekkst ekki við tillögum samn- ingsmanna. Ríkin hafa leitast við að ná viðskiptasamningi sín á milli sl. fimm ár. MORGUNBLAÐIÐ 14. JÚLÍ 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.