Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 8

Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Fyrir þöndum seglum SKUTUSIGLINGAR hafa færst í vöxt hér á landi þöndum seglum skammt undan Ægisgarði í Reykja- undanfarin misseri. Þessar þrjár skútur sigldu fyrir vík í fyrradag. Afföll húsbréfa hafa ekki lækkað AFFÖLL húsbréfa, sem mest við- skipti eru með, hafa hækkað og eru nú 15,26%. Meðalafföll eni hins vegar um 14%. Ávöxtunar- krafa húsbréfa er 6,05%, en þegar ávöxtunarkrafa er hærri en vextir bréfanna verða sjálfkrafa afföll, að sögn Halls Magnússonar, fram- kvæmdastjóra gæða- og markaðs- sviðs íbúðalánasjóðs. Hallur segir þetta eðlilega þróun, en Seðla- bankinn byrjaði að hækka vexti í mars á þessu ári og nú síðast þann 16. júní sl. „Vaxtahækkun Seðla- bankans hefur orðið til þess að ávöxunarkrafan hækkar, en það var gert til þess að slá á þenslu. Þetta gerir það að verkum að það dregur úr útstreymi og fólk hugsar sig um tvisvar áður en það ræðst í fjárfestingar. Þetta sýnir bara það að kerfið er að virka eins og það á að gera,“ sagði Hallur. Samkvæmt upplýsingum frá íbúðalánasjóði dró nokkuð úr umsóknum um hús- bréfalán í júní, eða að því sem nemur um 9,1% frá því á sama tíma og í fyrra. I júní í fyrra bár- ust sjóðnum 964 umsóknir en í ár hefur þeim fækkað í 876. spæiœfiiiii Við erum svo sannfærð um gæði millilandaþjónustu okkar að þú færð fyrstu fimmtán mínúturnar ókeypis. Skráðu þig á islandssimi.is eða í síma 594 4000. millilandasímtöl Sameining hestafélaga Þarf aukinn styrk í mark- aðsstarf Kristinn Guðnason KOMIÐ hefur til um- ræðu að sameina í eitt félag megin- þorra þeirra félaga sem koma að hestamennsku og hrossarækt í landinu. Kristinn Guðnason bóndi að Skarði á Landi hefur tekið mikinn þátt í þessum uim*æðum sem formaður Félags hrossabænda. Hann var spurður nánar út í þessar umræður. „Það er alltaf að verða ljósari og ljósari nauðsyn þessa, að sameina öll þessi félög undii* einn hatt. Þessi skilningur er líka fyrir hendi meðal stjómvalda með landbúnaðamáðherra í broddi fylkingar. Það er öllum ljóst að það fjár- magn sem við höfum til umráða í þessari grein nýtist ekki sem skyldi við núverandi aðstæð- ur. Oft er um að ræða að menn eru að leggja fé í ýmis sömu eða svip- uð mál frá fleiru en einu félagi í greininni sem leiðir til þess að verkefnin verða öll hálfmáttlaus í framkvæmd.“ - Er erfitt að koma þessari sameiningu í kring? „Það er mikið verk óunnið á þeim vettvangi en þeim áfanga er náð að menn eru orðnir sammála um nauðsyn þessa.“ - Hvaða verkefni eru helst óunnin? „Það er eftir að finna þessu far- veg og verið er að reyna að byrja á að sameina skrifstofur Félags hrossabænda og Landssambands hestamanna. Einnig er verið að reyna að sameina markaðsstarfið en lengra erum við ekki komnir enn þá, m.a. vegna þess að lands- mót hestamanna stóð fyrir dyrum og er nýlokið. - Hvaða verkefni brenna mest á ykkur hrossbændum núna? „Það sem mest brennur á okkur er að fá aukinn styrk í markaðs- starf, kynningu og svo umfram allt fræðslu og kennslu. Við þurf- um að kenna fólki að meta ís- lenska hestinn.“ - Nú er íslenski hesturinn æ vinsælli erlendis - er hann ekki vinsæll hér að sama skapi? „Islenski hesturinn er vinsæll bæði hér og erlendis vissulega en ég á við að sá sem þekkir hann ekki erlendis t.d., en þekkir önnur hestakyn, skilur ekki þá sérstöðu sem íslenski hesturinn hefur. Hann er svo fjölhæfur og geðgóð- ur. Ekkert hrossakyn í heiminum annað hefur fimm gangtegundir. Einnig er mikil snerpa og mýkt í þessu hestakyni. Það er það sem unnendur íslenska hestakynsins meta kannski ekki síst.“ - Hverjar eru söluhorfur á ís- lenska hestinum núna? „Það hefur verið samdráttur í sölu íslenska hestsins núna og sjálfsagt eru ýmsar ástæður sem þar liggja að baki. Það land sem var okkar að- almarkaðsland, Þýska- land, er með óhagstætt gengi um þessar mund- ir gagnvart íslensku krónunni, þá má nefna sjúkdóm sem hefur hrjáð íslenska hesta sem fluttir hafa verið til Þýskalands og nefn- ist sumarexem. Hann leggst þyngra á hesta sem fluttir hafa verið til Þýskalands en hesta sem þar eru fæddir. Tollamál hafa ver- ið að ergja okkur undanfarið eins og kunnugt er af fréttum. Fleira ► Kristinn Guðnason fæddist að Skarði á Landi 6. desember 1950. Hann lauk almennu námi og hef- ur síðan stundað búskap á Skarði og starfað töiuvert að félagsmál- um hrossabænda. Hann á sex börn; fimm dætur og einn son. má nefna - við erum með minna úti af sölumönnum sem markaðs- setja íslenska hestinn en var á tímabili. Á móti kemur það fjár- magn sem kom inn í hrossarækt- ina síðastliðinn vetur með samn- ingum við ríkið um átaksverkefni til fimm ára. Það verkefni er farið af stað og það sem var byrjað á þar er að ljúka við svokallaðan „veraldarfeng" sem á að vera gagnagrunnur fyrir öll íslensk hross í heiminum. Þetta teljum við mikilvægt og mikla viðurkenningu að íslenskir hrossaræktendur og bændasamtök íslands fái tæki- færi til að halda utan um þetta verkefni. Þetta er viðurkenning á því að Island sé upprunaland ís- lenska hestsins.“ - Hvað er hægt að gera til að stækka markaðinn? „Við höldum að kennslan sé þar lykilatriði, ekki hvað síst í Banda- ríkjunum. Það þarf að setja auk- inn kraft í reiðkennslu. Það er ver- ið að leggja umtalsvert fjármagn í rannsóknir á sumarexemi og verið er að vinna að því að koma tolla- málunum í viðunandi ástand. Við höfum nýlokið glæsilegu lands- móti þar sem vel kom fram hve glæsilega hesta við íslendingar eigum og hvað við stöndum vel hvað hrossarækt snertir og reið- mennsku sem við þurfum þó eins og fyrr sagði að koma enn betur til skila.“ -Fer hrossaræktendum fjölg- andi! „Já og það er hið besta mál. En það sem við teljum að við þurfum að gera er að bæta stofninn. Þótt við eigum mikið af góðum hestum eigum við samt sem áður of mikið af hestum sem ekki henta, hvorki til innan- landsnotkunar né til sölu erlendis. Þessu þarf að breyta.“ - Hefur kostnaður hrossabænda við fram- leiðsluna aukist? „Já, hann hefur aukist. Allt hef- ur verið heldur á uppleið, fóður- kostnaður, kostnaður við tamn- ingar og ýmislegt sem viðkemur ræktuninni." - Hver er framtíðarsýnin í hrossaræktinni? „Framtíðarsýnin í hrossarækt- inni er núna að auka gæðin á öll- um sviðum. íslendingar standa vel hvað hrossa- rækt snertir og reiðmennsku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.