Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 20

Morgunblaðið - 14.07.2000, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAUIÐ VIÐSKIPTI 1.595 450 Paine- Webber éiírair í milljörðum dollara, eftir sameiningu UBS og PainéWcbber UBS og Allianz Fidelity Kampo Credit Axa Deutsche Paine- Commerzb. Suisse Bank Webber DresdnerB. Sviss Þýskal. Bandar. Japan Sviss Frakkl. Þýskal. Hinir stóru verða stærri á fjárfest- ingarmarkaði MIKIL samþjöppun hefur verið á fjármála- og bankamarkaði að und- anförnu. Nú í vikunni tilkynnti svissneski fjármálarisinn UBS að hann hefði keypt bandaríska fjár- festinga- og verðbréfafyrirtækið Paine Webber fyrir um 10,8 millj- arða dali. Með kaupunum á Paine Webber er UBS orðið stærsta fjár- málafyrirtæki heimsins að því er kemur fram í grein þýska blaðsins Handelsblatt. Heildareignir hins sameinaða félags verða um 1.600 milljarðar dala og ber það höfuð og herðar yfir aðra fjárfestingarsjóði. Sameinaður þýskur risi Mjög erfitt er að meta hversu stór markaðurinn með fjárfestingarsjóði er á heimsvísu en Handelsblatt telur að upphæðin nemi um 8.000 millj- örðum dala og þar af sé um einn þriðji hluti í Evrópu. Sé það mat rétt er markaðshlutdeild UBS eftir kaupin á Paine Webber hátt í 20%. Viðræður um sameiningu þýsku bankanna Dresdner Bank og Commerzbank eru að sögn langt komnar. Gangi sameiningarviðræð- urnar upp er gert ráð fyrir að stofn- að verði eitt sameinað fjárfestingar- félag með trygginga- og fjárfest- ingarfélaginu Allianz en Dresdner Bank er stærsti hluthafi í Allianz með um 22% eignarhlut. Hið sam- einaða þýska fjárfestingarfélag yrði þá næststærsti fjárfestingarsjóður heimsins með eignir sem næmu um 1.025 milljörðum dala sem samsvar- ar 12% markaðshlutdeild. Lang- stærsti hluti þess fjár kæmi frá All- ianz eða um 647 milljarðir dala heima og erlendis en mun minna frá Dresdner Bank og Commerzbank. Allianz, sem er með aðalstöðvar í Múnchen, keypti í fyrra bandaríska fjármálafyrirtækið Pimco og komst þar með í sjötta sæti yfir stærstu fjárfestingarfyrirtæki heimsins. Sameining fjárfestingarsjóða Commerzbank, Dresdner Bank og Allianz þykir mjög álitlegur kostur og myndi styrkja mjög stöðu fyrir- tækjanna á Bandaríkjamarkaði. Þriðja stærsta fjárfestingarfélagið er Fidelity Investments í Bandaríkj- unum með 785 milljarða í sjóðum eða 9,8% af heild. Háskólinn i Reykjavík í samstarf við erlenda háskóla Boðið upp á al- þjóðlegt MBA-nám Morgunblaðið/Jim Smart HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur komist að samkomulagi við alþjóð- legan samstarfshóp háskóla, GEM, um að bjóða upp á alþjóðlegt MBA- nám á Islandi með áherslu á rafræn viðskipti. Kennsla mun hefjast í janúar árið 2001 en námið tekur 15 mánuði. Að sögn Agnars Hanssonar, for- seta viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, verður lögð áhersla á að mynda nemendahóp með breiðan og fjölbreyttan bakgrunn en miðað er við að umsækjendur hafi að minnsta kosti þriggja ára starfs- reynslu að baki og hafi hlotið há- skólamenntun á B.A.- eða B.S.-stigi. Umsækjendur munu gangast undir svokallað GMAT-próf og verða einnig teknir til viðtals. Að sögn Agnars er búist við því að 20 til 30 nemendur muni hefja nám í janúar. Nemendur sækja hluta náms í erlendum háskólum Námið verður alþjóðlegt í ýmsum skilningi. Kennt verður á ensku en skólinn mun í einhverjum mæli fá kennara frá samstarfsskólunum til liðs við sig. Auk þess munu nem- endur sækja námsstefnur hjá ein- um af samstarfsskólunum þrisvar sinnum á námsferli sínum. Nem- endum mun einnig gefast kostur á að stunda starfsnám erlendis og vinna verkefni fyrii- erlend fyrir- tæki. „Við teljum að þetta auki al- þjóðavægið í náminu. Þarna ná nemendur okkar tengingu við er- lenda fræðimenn og kennara en einnig samstarfsmenn eða samnem- endur og getur það hjálpað til við að byggja traustan grunn fyrir við- skiptasambönd í framtíðinni," segir Agnar. Stofnaðilar að GEM-samstarfs- hópnum eru Erasmus-háskólinn í Rotterdam, Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Kölnarháskóli í Þýskalandi, Viðskiptaháskólinn í Aþenu, Fylkisháskólinn í Georgíu í Bandaríkjunum og Viðskiptaháskól- inn í Björgvin. Háskólinn í Reykja- vík er fyrsti háskólinn sem tekinn er til samstarfs en að sögn Agnars munu fleiri háskólar bætast í hóp- inn strax á næsta ári. Agnar segir það stórt skref fyrir Háskólann í Reykjavík að komast inn í þetta samstarf. „Enginn sam- starfshópur á þessu sviði er jafn víðfeðmur og GEM en samtökin samanstanda af sex viðurkenndum og virtum háskólum. Þetta er því stórt skref fyrir okkar skóla og mun hafa áhrif á kennara- og nem- endaskipti í framtíðinni og mun að auki bæta möguleika dagskólanem- enda okkar á að fara í framhalds- nám erlendis," segir Agnar. í samvinnu við atvinnulífið Háskólinn í Reykjavík fékk full- trúa frá nokkrum fyrirtækjum til þess að taka þátt í stefnumótun fyr- ir MBA-námið en þeir komu frá Baugi, Flugleiðum, íslandsbanka- FBA, Oz og SH. Að höfðu samráði við þessa aðila var komist að þeirri niðurstöðu að nám með áherslu á rafræn viðskipti myndi henta ís- lensku atvinnulífi best. Kristján Hjaltason, fram- kvæmdarstjóri SH-þjónustu, segir að mikil þörf sé á menntuðu fólki á þessu sviði og því geysilega mikil- vægt að boðið sé upp á nám sem þetta. Miðað er við að nemendur geti unnið meðfram náminu en að jafn- aði verður kennt frá fimmtudegi fram til laugardags. „Hugmyndin er að námið sé samtvinnað inn í verkefni einstaklinga á vinnustað og hægt sé að nýta sér verkefni þaðan sem viðfangsefni í náminu, en auk þess lýkur náminu með um- Morgunblaöiö/Jim Smart ' 'f' ' Agnar Hansson kynnir MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík. fangsmiklu verkefni sem verður unnið í samvinnu'við það fyrirtæki sem einstaklingurinn kemur frá,“ segir Agnar. Hann segir að Háskólinn í Reykjavík líti á það sem eitt hlut- verk sitt að efla samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs. „Við höfum haft þrennt að leiðarljósi í því starfi; Nýsköpun, alþjóðavæðingu og tæknivæðingu. Með því að bjóða upp á alþjóðlegt MBA-nám, með áherslu á rafræn viðskipti, teljum við okkur vera að uppfylla hlutverk okkar og vinna í samræmi við þau markmið sem við höfum sett okk- ur,“ segir Agnar. Búið er að setja upp aðstöðu inn á vefsíðu Háskólans í Reykjavík, www.vhr.is, þar sem fólk getur ósk- að eftir frekari upplýsingum en um- sóknarfrestur rennur út í nóvem- ber. 2,3 milljarða kr. skuldabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi Islands í gær Stafa fyrst og fremst af verðbólguótta Morgunblaðiö/Kristinn 1 SSL Hí 1 1 k M 1 m JbL. m Viðskipti með skuldabréf á Verðbréfaþingi íslands tóku kipp í gær og námu alls 2,3 milljörðum króna. Til saman- burðar má nefna að viðskipti með skuldabréf allan júnímánuð voru um sex milljarðar króna. VIÐSKIPTI með skuldabréf á Verð- bréfaþingi íslands tóku kipp í gær og námu alls 2,3 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að viðskipti með skuldabréf allan júnímánuð voru um sex milljarðar króna. Eggert Þór Kristófersson, sér- fræðingur hjá FBA, segist telja að hin miklu viðskipti með skuldabréf í gær stafi fyrst og fremst af verð- bólguótta í kjölfar veikrar stöðu krónunnar. „Fjárfestar vilja greini- lega tryggja sér verðtryggðar eignir ef verðbólgudraugurinn fer af stað. Viðskiptin í dag [í gær] hafa einkum verið með verðtryggð ríkisskulda- bréf.“ Að sögn Eggerts er erfitt að sjá fyrir hvert framhaldið verður, en á meðan þróunin sé með svipuðum hætti og síðustu daga séu verð- tryggðar eignir vænlegur fjárfest- ingarkostur. Framhaldið ræðst af gengisþróun krónunnar Sigurbjöm Einarsson, sérfræð- ingur hjá Viðskiptastofu Landsbank- ans, segir ánægjulegt að sjá hversu viðskipti með skuldabréf hafi glæðst. „Þetta voru ekki einvörðungu kaup heldur einnig mikið um sölu. Það er erfitt að segja til um ástæðurnar. Ávöxtunarkrafa húsbréfa fór upp fyrir 6% og það glæddi greinilega áhuga einhverra fjárfesta. Sá áhugi virtist síðan smita út frá sér. En á sama tíma voru aðrir aðilar að selja á markaðinum og því er kannski erfitt að lesa út einhverja eina skýringu á þessum miklu viðskiptum,“ segir Sigurbjöm. Hann bendir á að krafan á óverð- tryggðum skuldabréfum sé að hækka, t.d. hafi óverðtryggð ríkis- bréf til lengri tíma verið mikið seld. „Gengisvísitala krónunnar er að hækka og krónan þar með að veikj- ast. Slíkt er auðvitað vísbending um aukna verðbólgu sem veldur síðan því að kaup á verðtryggðum bréfum aukast." Sigurbjörn segir erfitt að spá fyrir um hvernig viðskipti með skuldabréf eigi eftir að þróast næstu daga. Það sé háð því hvernig gengisvísitala krónunnar verði. „Ef krónan veikist meira getur það leitt til þess að mikið framboð verði á markaðinum. Ef hins vegar gengið verður stöðugra ætti það að stuðla að lægri ávöxtun- arkröfu húsbréfa. Þessar fréttir und- anfama daga frá íbúðalánasjóði að lánsumsóknum sé að fækka, spenna á fasteignamarkaðinum sé að minnka og verð að lækka ættu auðvitað að draga úr útgáfu húsbréfa og þar með einnig framboði á markaðinum." WorldCom og Sprint ekki sameinuð Kaupin draga úr sam- keppni Washington. AFP. STJÓRNENDUR símafyrirtækjaris- anna WorldCom og Sprint tilkynntu í gær að þeir væm hættir við samrana fyrirtækjanna og er ástæðan að sögn þeirra andstaða bandarískra stjóm- valda. I sameiginlegri yfirlýsingu fyr- irtækjanna beggja segir að ef gengið hefði verið að þeim kröfum sem bandaríska dómsmálai'áðuneytið gerði hefði öllum fjárhagslegum og markaðslegum ávinningi af samein- ingu fyrirtækjanna verið stefnt í voða. WorldCom, sem er næststærsta lang- línusímaíýrirtæki Bandaríkjanna, bauð 115 milljarða dala í Sprint, sem er þriðja stærsta fyrirtækið, en bandaríska dómsmálaráðuneytið hóí þá málsókn á hendur fyrirtækjunum á þeim forsendum að samruni fyrir- tækjanna myndi draga úr samkeppni á markaðinum og leiða til hærra verðs og minni þjónustu til viðskiptavina. Evrópsk stjómvöld vora einnig á móti samrananum og töldu hann leiða til of mikillar fákeppni í Netþjónustu. Fregnir herma að Deutsche Telekom, sem hefur áhuga á að hasla sér völl í Bandaríkjunum, hyggist nú bjóða 110 milljarða dala í Sprint.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.