Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FOSTUDAGUR14. JULI2000 45 r og enn þá sést við gluggann bíða - vona í Mjóðri bæn um koldimm vetrarkvöld með kvíðinn huga, íslenzk sjómannskona. (Björk.) Þó kyrrð ríki um hana nú mun harpan hennar aldrei hljóðna, svo lengi sem Aðventkirkja er til á íslandi og sálmamir hennar verða sungnir - þessi ómetanlegi, andlegi fjársjóður, sem hún veitti kirkjunni sinni. Hin önnur ljóð hennar munu einnig óma áfram meðan ljóðunnnendur finnast hér á landi. Kæri systkinahópurinn allur og aðrir ástvinir. Við hjónin sendum ykkur hlýja samúð, en þökkum sam- tímis, ásamt ykkur, kærkomna hvfld eftir langan ævidag og vissuna um endurfundi. Blessuð sé minning okk- ar kæru Margrétar. Guð blessi ykkur öll og styrki. Sólveig og Jón Hjörleifur. Elsku Margrét okkar. Nú ertu sofnuð, við söknum þín sárt, en lífið er svona. Ég varð mikillar gæfu aðnjót- andi þegar ég fékk að kynnast þér, fjölskyldu þinni og Aðventsöfnuðin- um. Eg var í leit að betra lífi og Jesús hefur heyrt bænir mínar, því ég kynntist þér. Líf mitt tók aðra stefnu, varð fyllra og betra. Og ég skírðist inn í Aðventsöfnuðinn með þinni leið- sögn og annarra. Aðventsöfnuðinn var stór hluti af lífi þínu, þú lagðir allt þitt af mörkum. Ég trúi því að Guð eigi sér boðbera hér á jörðinni og einn af þeim varst þú. Þú tókst mig að þér, sérstaklega eftir að Guðsteinn, mað- urinn þinn, dó, bættir einni dóttur í viðbót við þinn stóra hóp. Þó að aldursmunur væri mikill milli okkar vorum við mjög nánar vin- konur. Erfiðleikar okkar beggja í æsku, sveitalífið og trúin á Jesú Krist tengdu okkur nánum böndum. Að fá að vera hjá þér sem heimilishjálp, þótt stuttur tími væri, var okkur báð- um mikils virði, við nutum samvist- anna. Eins fengu börnin mín að njóta kærleika þíns, sem þau munu seint gleyma. Kristján, yngsti sonur minn, mundi alltaf eftir trékassanum með Gullkornum Biblíunnar í; áður en við fórum dró hvert okkar eitt eða tvö vers og þú útskýrðir þau af allri þinni þekkingu á Guðs orði. Þér fannst svo gaman að þessu, þá færðist hlýja brosið þitt yfir andlitið þegar barnið benti á trékassann og kom ekki annað til greina en að hlýða því. Flestar heimsóknir á Hjallabrautina voru þannig, það var sest í sófann í stof- unni, spjallað um það sem okkur var kærast. Síðan áttum við góða bæna- stund saman þar sem þú baðst af hjarta og manni fannst heilög birta umlykja mann, svo fallegar og yndis- legar voru bænir þínar. Þeir sem ganga með Guði allt sitt líf tengjast honum svo sterkum böndum að því fær ekkert breytt. Hún var hans eign. Frelsarinn var númer eitt í lífi henn- ar. Eins ættum við öll að hafa, þá væri lífið yndislegra og betra. Ég veit að þessi kona bar frelsaranum vitni, allir fallegu sálmamir hennar sem við syngjum oft í kirkjunni og ljóðin sem oft eru lesin upp, allt vitnar þetta um sterka trú hennar. Framkoma henn- ar var öll yndisleg, hún var svo lítillát og hreykti sér ekki upp. Við trúum því að Jesús komi aftur að ná í sína eins og hann lofaði þegar hann var á jörðinni. Þá fáum við nýjan líkama. 11. Þessalóníkubréfi 4. v. 16- 17 stendur um endurkomu Drottins: „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni og með kalli, með höf- uðengils rausn og með básúnum Guðs, og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.“ Ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þér og fjölskyldu þinni. Trúin tengir okkur kærleiksböndum. Nú bið ég til Guðs að allar bænir þínar rætist, Honum til dýrðar og blessunar sem öllu ræður. Hafðu þökk fyrir allar stundir sem við áttum saman, þær veittu mér mikla blessun. Innilegar samúðarkveðjur til allra bamanna þinna, tengdabama, ættingja og vina. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir. YNGVI KJARTANSSON + Yngvi Kjartans- son fæddist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 7. apríl 1962. Hann lóst á sama stað 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hlíf Einarsdóttir, f. í Iloltakotum í Bisk- upstungum 19.11. 1930, og Kjartan Jónsson, f. á Isafirði 12.6. 1928. Systkini Yngva eru: Einar, f. 15.1. 1952, maki Marcia J. M. Vil- hjálmsdóttir, þau eiga fjögur börn. Árni, f. 13.6. 1953, maki Margrét Örnólfsdóttir, þau eiga eitt barn og Margrét átti fimm áður. Ólafur, f. 22.2. 1955, maki Kristín Dúadóttir, þau eiga þrjú börn. Elín, f.17.8. 1956, maki Agnar Kristjánsson. Elín á þrjú börn með fyrri eiginmanni og tvö barnabörn og Agnar á tvö börn. Arnfríður, f. 17.10. 1960, maki Kim Kappel Christensen, þau eiga þrjú börn. Jóhann Ragnar, f. 13.4. 1964, maki Jón- ína Guðjónsdóttir, og yngstur er Óttar f. 16.1. 1973. Yngvi kvæntist 29.12. 1984 Bryn- dísi Arngrímsdótt- ur tannfræðingi, f. 2.7. 1958. Foreldrar Bryn- dísar eru Guðfinna Anna Sigurbjöms- dóttir, f. 22.9. 1933, og Arngrímur Friðrik Kristjáns- son, f. 14.11. 1930. Synir Yngva og Bryndísar eru tví- burarnir Andri og Arnar, f. 2.5. 1986. Dóttir Bryndísar er Rut Her- mannsdóttir, f. 13.5. 1976, og hennar dóttir er Bryndís Guð- mundsdóttir, f.28.4. 1997. Yngvi starfaði meðal annars við Vestfirska fréttablaðið, Norðurland og Dag, nam við Blaðamannaháskólann í Osló og vann síðast við dagskrárgerð á RUV Akureyri ásamt því að kenna við Háskólann á Akur- eyri. Yngvi verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við spyijum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfullaverkalag að kalla svona vænan vinnumann afvelli heim á bæ um miðjan dag. (Jóhann S. Hannesson.) Þegar ástvinir kveðja í hinsta sinn koma minningarnar fram í hugann ein af annam: Lítill drenghnokki með dökkan koll situr á gólfinu og ríslar sér með dótið sitt, hann lítur upp og frænka hans sér dökkblá og skær augu í undurfríðu andlitinu og svo kemur bros. Enn einn gullmol- inn hefur bæst við í fallega barna- hópinn hennar systur minnar á Brunná. Yngvi var sjötti í röðinni af átta systkinum. Eldri systkinin tóku hon- um fagnandi og höfðu hann með sér úti og inni, gættu hans og kenndu honum margt. Það var rúmt um þessi böm, þau gátu verið frjáls úti í náttúrunni og þeim var kennt að um- gangast hana af nærgætni og virð- ingu fyrir öllu sem lifir, dýrum og jurtum. Það var ekki stigið ofan á blómin í haganum og hreiður fugl- anna voru látin i friði, aðeins kíkt of- an í þau. Þegar hann svo stækkaði og fór að líta lengra og hærra út í heiminn, sá hann fjöllin og hann tók að klífa þau með eldri systkinunum. Þegar heim var komið úr lengri eða styttri leiðöngrum voru málin rædd við stóra borðið í eldhúsinu og allir lögðu fram sitt álit. Þannig leið bernska og æska Yngva, þannig þroskaðist hann til vits og ára. Þegar hann var kominn til fullorðinsára og hefðbundin skóla- ganga að baki, valdi hann að kynna sér fjölmiðlana. Móðir hans sagði einhverju sinni að hann væri „bóka- maðurinn" í fjölskyldunni enda var hann vel að sér um margt og hafði gaman af að ræða við fólk um hvað eina. Hann starfaði hjá svæðisút- varpi Norðurlands síðustu árin og munu margir enn minnast skemmti- legu þáttanna hans þar, Sagnaslóð, þar sem fór saman glöggt næmi fyrir efnisvah og frábær flutningur. Yngvi var í hópi þeirra sem eru hvers manns hugljúfi. Það var afar gott að vera í návist hans, þannig voru hans eiginleikar. Eiginleikar erfast frá manni til manns og þannig vitum við að drengimir hans og Bryndísar, sem hann annaðist svo vel meðan kraftar hans leyfðu.munu erfa hans góðu eiginleika og bera þá áfram. Og við frændfólkið hans þökkum fyrir að hafa átt hann að frænda og vini. Ég bið Guð og hans góðu engla að vaka yfir og vemda Bryndísi og syn- ina tvo, Andra og Arnar, Rut stjúp- dóttur, systkini hans og foreldra. Vertu svo kært kvaddur, kæri frændi minn og Guð blessi minningu þína. Dórothea Einarsdóttir. Kæri frændi minn. Ég kveð þig og þakka þér öll þau góðu kynni sem ég hafði af þér á þinni allt of stuttu ævi. Þú varst alltaf prúður. Ailtaf Ijúfur í viðmóti. Mér fannst alltaf ávinning- ur að tala við þig. Þú varst svo næm- ur fyrir umhverfi þínu. Umfram allt varstu alltaf tilbúinn að sjá það skemmtilega í tilverunni. Það var svo stutt í kímnina hjá þér og undir það síðasta, þegar þú varst orðinn svo veikm- að þú gast ekki tjáð þig með orðum, sá ég það á brosi þínu ef þú heyrðir eitthvað spaugilegt. Ég bið Guð að blessa Bryndísi og drengina þína, og alla þá sem stóðu þér nærri. Far þú í friði. Inga. Það sem fyrst kemur í huga minn er ég minnist Yngva Kjartanssonar, er hans mikli styrkur og þá vísa ég til hans innri manns. Þá meina ég þann raunverulega sterka mann sem horfir á hverja þraut og bugast ekki andlega. Við höfum verið málkunnugir langa tíð, en leiðir okkar lágu saman við gerð útvarpsþátta er Yngvi vann hjá RÚVAK. Nánust varð sú sam- vinna við gerð þáttar um flugslysið í Héðinsfírði, þar sem nærgætni og vönduð vinnubrögð einkenndu við- horf hans og aðkomu að sárum til- finningum þeirra sem enn mundu og enn syrgðu. Og síðan er í lokaslaginn var kom- ið hjá honum áttum við nokkrar stundir í sjúkrastofu hans, þar sem hinn sterki maður varð ljós hverjum sem heimsótti hann. Meðal annars spurði ég hann hvort hann væri trúaður. Hann kvað svo ekki vera, og ræddum við það nokkra stund. Mér lék forvitni á að vita hvernig hægt væri að komast í gegnum þá erfið- leika sem hann hafði gengið í gegn- um undanfarin ár án þess að létta byrðum sínum á herðar skaparans, sama hver svo sem hann er. Af svari hans kemur sú fullyrðing mín hér að framan, að hann hafi verið „sterkur maður“, því hann bar sína byrði sjálfur. En í orðum hans um drengina sína speglaðist eina bón hans til almætt- isins, að hann mætti lifa þangað til drengirnh- hans væru fermdir, og hana fékk hann uppfyllta. Eiga orð Davíðs Stefánssonar hér við er við kveðjum Ingva: Því dýpst í djúpi sálar er hugsunin helguð þér, þúgefurveikumvilja ogvittilaðóskasér. Megi andi ljóssins vaka yfir ykk- ur, Bryndís, börnum ykkar og öllum þeim sem misst hafa. Hörður Geirsson. Kæri vinur. Það er einkennilegt hve aldarfjórðungur er fljótur að líða. Mér finnst alls ekki vera svo langt síðan leiðir okkar lágu saman þegar við hófum nám við æðri menntastofnun, Gagnfræðaskóla Akureyrar. Já, við vorum orðnir of stórir og þroskaðir fyrir Bamaskól- ann og færðum okkur því nokkur hundruð metra ofar á brekkuna. Þar tóku við þrjú ár sem einkenndust af ærslum, kæruleysi og stríðni við kennara, en hápunkturinn á gagn- fræðaskólanum var tvímælalaust þegar við eignuðumst skellinöðrur og allt brasið í kringum þær. Við fengum pabba til að keyra okkur fram í fjörð til að skoða forláta Suzuki AC 50 sem þú hafðir séð auglýst. Eftir reynsluakstur keyptir þú það og keyrðir ekki lítið stoltur heim á leið. Þetta er eitt af fáum skiptum sem ég man eftir hjólinu í góðu lagi, en það var einkenni á út- gerð okkar að sjaldan voru hjól beggja ökufær. Þó man ég eftir degi þegar við fórum fimm vinimir í hjólatúr út í sveit, allir nýkomnir með próf og allt lífið framundan. Síðan tók menntaskólinn við. Það var ekki frítt við að svolítil auðmýkt gerði vart við sig hjá okkur þegar við gengum saman að skólahúsinu virðulega á fyrsta kennsludegi, fyrsta október 1988, en hún ijátlað- ist fljótlega af okkur og við nutum allra áranna okkar þar til fulls. Svo vel reyndar, að okkur lá ekkert á að ljúka námi og fara út í lífið. Svo fór þó að lokum að hjá því varð ekki komist og leiðir skildi, ég fór til Reykjavíkur og þú varðst eftir á Akureyri, en fluttir síðan til Nor- egs. Við héldum þó alla tíð góðu sam- bandi og ég fylgdist með því með mikilli gleði þegar þú kynntist Bryn- dísi og eignaðist þína eigin fjöl- skyldu, en fram að því hafðir þú nán- ast verið hluti af minni. Veikindi þín urðu mér mikil harmafregn og löng barátta þín við þau sýndu ljóslega eitt af helstu einkennum þínum, þrjóskuna. Vegna hennar gastu stundum verið svolítið erfiður, en henni var það líka að þakka að þú varst einstaklega traustur vinur. Ég þakka þér fyrir að hafa verið stór hluti af lífi mínu í þessi ár, en fjölskyldu þinni sendi ég samúðarkveðjur mínar. Adolf. íslensk fjölmiðlastétt hefur nú misst einn sinn besta mann. Yngvi Kjartansson var einkar vel gerður maður, hógvær, rökfastur og um- fram allt heiðarlegur. Eftir farsælan feril í blaðamennsku við norðlensk blöð og síðan fjölmiðlanám í Noregi kom Yngvi til starfa hjá Rfldsútvarpinu á Akureyri árið 1993. Þar vann hann einkum við dagskrár- gerð fyrir Rás 1 fram í ársbyrjun 1998 þegar erfið veikindi þvinguðu hann til að hætta. Yngvi var vand- virkur í störfum sínum og vann við að móta og stjóma fostum þáttum eins og Samfélaginu í nærmynd, Byggðalínunni, Sagnaslóð og Útrás. Þá hafði hann umsjón með og stjóm- aði stórmerkilegum heimildaþáttum um Flugsögu íslands og Biafraflug Islendinga. Yngvi var góður og traustur vinnufélagi, ljúfur og hjálp- samur og með kímnigáfuna 1 lagi. Hann var klókastur okkar vinnufé- laganna á völundarhús tölvanna og*-' var oft kallaður til svo að greiða mætti úr flækjum og klúðri okkar hinna. Þá virtist Yngvi reyndar stundum fara fram úr sjálfum sér í þekkingu á formötum og fælum og allt útlit fyrir rjúkandi rústir við glott hinna fávísu. Iðulega fann hann þó réttu lausnina á endanum eftir strembnar Krísuvíkurleiðir. Yngvi var af duglegu alþýðufólki kominn. Hann var ekki fæddur með silfur- skeið í munni og hygg ég að lífsskoð- anir hans hafi mótast af þeirri stað- reynd að ekkert kemur af sjálfu sér. Hann var duglegur og ósérhlífinh, hafði sterka réttlætiskennd og átti erfitt með að þola yfirgang og hroka. Hann bar hag starfsmanna fyrir brjósti og var tíðum valinn til trún- aðarstarfa til að gæta hagsmuna þeirra og þá kom sér vel rökfesta hans og skarpleiki. Yngvi hafði til- einkað sér kosti sem margir landar hans mættu taka til fyrirmyndar. Hann var gagnrýninn maður, en gagnrýni hans var ætíð uppbyggileg, tók mið af málefnum og hugmynd- um, en ekki persónum. A sama hátt óskaði hann eftir að fjallað væri um sín verk. Það hefur verið sárt að horfa upp á heilsu Yngva hraka síðustu fimm ár. Yngvi var mikill útivistarmaður-t og stálhraustur göngu- og hlaupa- garpur þegar hann veiktist aðeins 33 ára að aldri. Hann var reyndar nýbúinn að uppgötva afburða lang- hlaupshæfileika sína og hugði gott til glóðarinnar í götu- og maraþon: hlaupum þegar áfallið reið yfir. I veikindum sínum sýndi hann og fjöl- skylda hans mikinn kjark og æðru- leysi og oft var Yngvi í hlutverki huggarans og útskýrandans þegar sjúkdómurinn kom til tals. Til marks um það setti Yngvi upp heimasíðu á ensku á Netinu þar sem fólk mecT" sama sjúkdóm og hann og aðstand- endur út um allan heim gátu leitað ráða í erfiðleikum sínum. Bryndísi, bömum og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan mann lifir. F.h. vinnufélaga hjá Ríkisútvarp- inu á Akureyri Kristján Sigurjónsson. UTFARARSTOFA Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararsljóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.