Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 51 4-.. SIGURÐUR ÁRNASON 100 ára er í dag tengdafaðir minn Sigurður Arnason, fyrr- um stórbóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Það er margs að minnast þegar menn hafa lifað svo langan dag, en þar sem ég hefi aðeins þekkt Sigurð helming þess tíma sem hann hefur lifað á þessari jörð, eru hugleiðingar mínar bundnar við seinni hluta æviskeiðs Sigurðar. Þegar ég kynntist Sigurði þá var hann bæði stór og sterkur. Stór er hann að vísu enn en hefur linast nú seinni ár, allt nema kollurinn, þar er hann alveg heiðskír og fer enn með öll höfuðskáldin auk sinna eigin kveðlinga þegar sá gállinn er á honum. Æði hefur Sigurður sjálfsagt þótt fyrirferðarmikill á sínum yngri árum enda maður sjálf- stæður og fastur fyrir. Sigurður er sögumaður ágætur og hefur marga söguna sagt um sig og sveitunga sína. Allt græsku- laust enda á hann auðvelt með að koma auga á það hjákátlega í at- burðum ýmsum. Það er helst í hans beinskeyttu vísukornum sem broddur finnst í og gjarnan þá beint að þeim sem eru í sviðsljós- inu í pólitikinni og hafa ekki staðið sig að hans mati. Bassi er Sigurður býsna góður. Eg hefi heyrt að Sigurður og bræður hans hafi á kyrrum sumar- kvöldum á Sámsstöðum sungið saman margradda svo ómaði um alla Hlíð, enda voru þeir allir og reyndar öll systkinin mikið söng- fólk. Sigurður á indælis konu Hildi Odu og eiga þau saman sjö börn; Unni, Valborgu, Söru Hjördísi, Arna Þorstein, Þórunni Björgu, Hrafnhildi Ingu og Þórdísi Öldu. Öll hafa þau komist vel til manns. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörnin einnig 16. Sigurður og Hildur kona hans byrjuðu sinn búskap í „gamla bæn- um“ eins og þá var títt, en fljótlega hófust þau handa við að byggja nýtt hús og af þeim stórhug sem einkennir Sigurð. Þriggja hæða stórhýsi, minna mátti það ekki vera, enda var heimilisfólkið margt á þeim tíma. Auk þess var byggt myndarlegt fjós og hlaða. Börnin sendu þau öll á Skóga- skóla en á þeim tíma var ekki sjálf- gefið að senda börn í framhalds- skóla. Þar stóðu þau sig með prýði svo sem þau eiga kyn til. Þegar ég fór að stíga í vænginn við Söru Hjördísi dóttur þeirra fyr- ir margt löngu mætti ég strax notalegu viðmóti og varð okkur Sigurði brátt vel til vina og hefur það haldist alla tíð síðan. Það var oft mikið að gera í heyskapnum á þeim árum og gekk ég gjarnan í lið með þeim þegar sem mest var að gera. Var Sigurð- ur þar fremstur í flokki og dró ekki af sér þótt kominn væri yfir miðjan aldur og máttum við sem yngri vorum hafa okkur öll við til að fylgja honum eftir. Sigurður er mikill hestamaður, og hafði oft margt úrtökugóðra hesta. Frægastur þeirra var „gamli“ Huginn og er haft fyrir satt að enginn hestur hafi svifið töltið svo fagurlega, og með slíkri feikna yfirferð að langir fætur Sig- urðar námu við jörð. Meðan Þverá rann meðfram Hlíðinni svam Sig- urður ásamt bræðrum sínum á hestum út og suður, bæði við ádrátt og leik. Hefur Sigurður alla tíð haft gaman af að sundríða og hefur gjarnan notað hvert tækifæri sem gefið hefur til þessarar íþrótt- ar. Þegar komið var frá hesta- mannamótum á Hellu sundreið hann gjarnan Eystri-Rangá fyrir neðan brúna hjá Djúpadal svona rétt að gamni sínu. Mér er sérlega minnisstætt þeg- ar við eitt sinn vorum fjögur sam- an ríðandi á heimleið úr Þórsmörk einn fagran dag í ágústmánuði fyr- ir margt löngu. Þá tók hann þá af skarið og sagðist ekki nenna að ríða brúna, Fljótið færi hann hvað svo sem við hinir gerðum. Engu tauti varð við hann komið en við hinir þorðum alls ekki að leggja í Fljótið. Eftir að hafa dokað við á Fljótsbakkanum austanverðum og skoðað aðstæður, og þótt Markar- fljót rynni nánast í einum ál, lagði hann óhikað í á brúnum, stórum en óvönum vatnahesti og beindi hon- um ákveðið á móti straumi yfir á bakkann vestanverðan og fór strax á rogasund. Þegar að bakkanum kom var hann svo brattur og að- dýpi mikið að hesturinn komst ekki upp af sjálfsdáðum. Sigurður sá sitt óvænna, gerði sér lítið fyrir og „lagði“ hestinum að bröttum bakk- anum, hafði sig af baki og upp á bakkann og vippaði síðan hestinum upp. Þegar hann svo kom að Barkar- stöðum er sagt að Sigurður bóndi á Barkarstöðum, sem tók á móti Sig- urði Árnasyni hundblautum á hlað- inu hafi sagt án skrúðmælgi sem að fornu: „Þú hefur farið djúpt, Sigurður." Þetta er einkenni á Sigurði Arnasyni. Hann er áræðinn, úr- ræðagóður og stórhuga, fer gjarn- an djúpt, en hefur sig alltaf að landi hver svo sem barningurinn er. Eg óska Sigurði til hamingju með daginn og velferð hans í lífinu. Gunnar Olafsson. Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólskins rönd um miðja nátt, aukið degi í æviþátt, aðrir þegar stóðu á fætur. (St.G.St.) Til eru þeir sem hlaupa 100 metra á 10 sekúndum og hljóta fyrir há verðlaun og heimsfrægð og síðan ekki söguna meir. En hvað skal þá segja um hina sem halda sprettinum í hundrað ár, já, í heila öld með heiðri og sóma - eins og afmælisbarnið sem við samfögn- um í dag. Sigurður á Sámsstöðum hefur lengst af haldið drjúgri ferð og hvergi dregið af sér í sínu lífs- hlaupi, þótt ekki hafi honum, frem- ur en öðrum, með öllu tekist að hlaupa af sér Elli kerlingu. Margur undrast og spyr hvað þurfi til að ná slíkum árangri? Sumir hyggja sig helst geta lengt líf sitt með sérhlífni og sjálfsdekri eða heilsurækt og hollustumeðul- um af ýmsu tagi. Hér munu þó lík- indi til að efniviður hafi frá upphafi verið með besta móti og áraun og erfiði miðað til aukins styrks og út- halds í lífsbaráttunni. Erfðir og uppeldi dregið í eina átt sem vel hefur dugað. Sigurður er kominn af bænda- og handverksfólki sem búið hefur í Fljótshlíð í marga ættliði, atgervis- fólki sem mörgu er gefið listfengi og hagar hendur ásamt ást á ljóð- um og öðrum fögrum listum. Hann er fæddur 14. júlí árið 1900 á Sámsstöðum í Fljótshlíð, þar sem bjuggu foreldrar hans Arni Arnason og Þórunn Jónsdótt- ir. Árni faðir hans var fæddur á Kii-kjulæk 1861, sonur Árna Ein- arssonar bónda þar og konu hans Þórunnar Ólafsdóttur frá Múlakoti. Þórunn móðir Sigurðar var fædd á Grjótá 1870, dóttir Jóns Ólafssonar síðar bónda á Mið-Sámsstöðum og konu hans Þorbjargar Eyjólfsdótt- ur. Foreldrar Sigurðar hófu búskap á Kirkjulæk en fluttust að Vestur- Sámsstöðum 1898. Þau eignuðust sjö börn en misstu eina dóttur á fyrsta ári. Sigurður var fjórði í röð systkin- anna sex sem upp komust, tveggja systra og fjögurra bræðra (nánari heimild í Goðasteini 1991, bls.45). Sigurður hefur verið rúmlega þrítugur að aldri er ég, barn að aldri, fór að veita þessum ná- granna mínum athygli. Hann var, eins og fólk hans allt, hinn gjörvu- legasti maður, hávaxinn og vel á sig kominn á allan hátt. Ættfræðingar okkar hafa einatt reynt að rekja ættir okkar til nor- rænna víkinga og herkonunga. Og nú um síðir jafnvel allt til Karla- magnúsar keisara. Fyrir mitt leyti tel ég ekki ástæðu til að fara út fyrir Fljótshlíðina í þessu tilviki. Við unglingarnir reyndum gjarnan að setja okkur fyrir sjónir hvernig okkar mesta hetja, Gunnar á Hlíð- arenda, hefði litið út. Um hann segir í Njálu:„...hann var vænn at yfirliti ok ljóslitaðr, réttnefjaðr ok hafit upp í framanvert, bláeygr ok snareygr ok roði í kinnum, hárit mikit ok fór vel ok vel litt...“. Margt af þessu gæti sem best átt við afmælisbarn dagsins á yngri árum og raunar kannski fleira sem um fornkappann segir og íþróttir hans og atgervi. Nema þá helst hinn rauðleiti háralitur sem fremur gæti bent til írskra áhrifa. Til þeirrar áttar gæti líka bent hin skáldlega æð og ást á ljóðum og söng sem ekki er vitað til að Gunn- ar hafi verið gæddur en mjög hef- ur einkennt hetjuna okkar 100 ára. Ekki fór heldur hjá því að ung- lingurinn sæi fyrir sér feðgana fimm á Sámsstöðum, hávaxna og hermannlega, fara saman í flokki og mæta Njáli og sonum hans og Kára, ekki til að eigast illt við, heldur til þess að bera saman og máta nútíð við fortíð. Hitt lá í augum uppi að atferli og tækjabúnaður var með gjörólíkum hætti og það þó gamli Njáll væri um sumt búmannlega vaxinn. En því er þetta sagt að Árni bóndi og synir hans fjórir, meðan þeirra naut við heima, voru slíkir afreksmenn í jarðabótum með handverkfæri ein að vopni, að til slíks verður vart jafnað. Segir í skýrslum Búnaðarfélags Fljótshlíð- ar að árið 1923 hafi þeir unnið 526 dagsverk við skurðgröft og túna- sléttun með handverkfærum. Sýnir þetta með öðru af hvílíkri atorku var unnið og þó engum ofgert. Árið 1932 tóku eldri bræðurnir, Jón og Sigurður, við búi af föður sínum og bjuggu í fyrstu báðir í húsi því sem hann hafði reist og flutt í með fjölskyldu sinni alda- mótaárið 1900. Síðar skiptu þeir jörðinni og fékk Sigurður vestur- hlutann. Sigurður og kona hans Hildur Árnason byggðu síðan upp öll hús að nýju á sínum jarðarhelmingi niður undir þjóðvegi. Var það allt gert af miklum stórhug og mynd- arskap. Hildur kona Sigurðar er fædd í Danmörku 25. maí 1913 og voru foreldrar hennar Guðmann Vigfús Einarsson, kaupmaður og kona hans Valborg Pedersen ljós- myndari. Þau Hildur og Sigurður eignuð- ust sjö börn, einn son og sex dæt- ur, allt hið mannvænlegasta fólk sem ásamt afkomendum öllum bera atgervi og hæfileika sinna mikilhæfu foreldra áfram til kom- andi kynslóða. Sigurður bjó stóru og góðu búi með fjölskyldu sinni um áratugi þar á Sámsstöðum. Fyrri árin og einkum meðan á byggingafram- kvæmdum stóð naut hann góðrar aðstoðar Karls Þorkelssonar sem alllengi hafði verið þar heimilis- maður, svo og Söru systur sinnar er síðar fluttist til Reykjavíkur. En lengst af rak hann búið með konu sinni og börnum meðan þeirra naut við heima. Atgervismönnum standa ýmsar leiðir til boða. Aðstæður og mennt- unarkostir ráða þó einatt miklu um starfsval og verkahring. Sigurður unni sveitinni sinni. Afstaða hans var hin sama og kappans Gunnars á Hlíðarenda: „Hér vil ég una ævi minnar daga“. Og þótt hann á unga aldri og í upphafi bílaaldar eignað- ist vörubíl sem hann ók í atvinnu- skyni í nokkur ár lá það fyrir hon- um að verða bóndi á sinni föðurleifð svo sem verið höfðu for- feður hans í marga ættliði. Þar stóð hann í fremstu röð, ötull og frumlegur í framkvæmdum og fór einatt sínar eigin leiðir svo sem um gerð útihúsa og ýmsa vinnutilhög- un til léttis og aukinna afkasta. Fyrir honum lá beint við að nýta þyngdaraflið með því að láta fóðrið detta niður úr hlöðugólfinu, beint niður á fóðurgangana í fjósinu. Hlöðuna byggði hann með sér- stökum búnaði til súgþurrkunar samkvæmt eigin hugviti. Og aukin afköst fengust við sláttinn með því að beita þremur hestum fyrir sláttuvélina í stað tveggja sem flestir létu sér nægja. Þetta er að- eins nefnt sem dæmi af mörgu slíku. Sjálfur var hann vinnuþjark- ur sem einatt lagði nótt við dag þegar mikið lá við svo sem oftast virtist vera og ekki síst um heyannir. En þrátt fyrir vinnu- kappið gaf Sigurður sér samt af og til tíma til upplyftingar og afslöpp- unar svo sem nú er að orði komist. . Hann átti löngum góða hesta enda c snjall og laginn tamningamaður. Af þeim hafði hann hið mesta yndi og minnist ég sérstaklega jarpa gæð- ingsins sem hann nefndi Hugin þótt fleiri væru þeir góðir. Sigurður gaf sér einnig tíma til lestrar, einkum hreifst hann af ljóð- um góðskáldanna en ýmsar hvassar athugasemdir átti hann til að gera við þau ritverk sem hann sökkti sér niður í. Fannst glöggt hve gjör- kunnugur hann var bæði nýjum skáldskap og gömlum og voru sálmaskáldin þar síst undan- skilin. Sjálfur var hann vel hag- mæltur og hafði gaman af að kasta fram stökum og kveðlingum við ýmis tækifæri, oft í gamansömum tón. Mun margt af því tiltækt vin- um hans og til vitnað þegar tæki- færi gefast. Mikið var sungið á Sámsstaða- heimilinu og hafði Sigurður fallega djúpa bassarödd. Voru þau hjónin, Sigurður og Hildur, lengi góðir liðsmenn í kirkjukór Fljótshlíðar sem söng Guði lof og dýrð í báðum sóknarkirkjum sveitarinnar. Margs væri vert að minnast frá aldarlöngum og litríkum ferli Sig- urðar á Sámsstöðum auk þess sem að ofan er ritað. Hann leit stund- um hlutina frá óvæntum sjónar- hornum og varði sín sjónarmið eða sótti sín mál af fimi og kappi. Vin- ur hefur hann verið vina sinna og ekki látið andstæðar skoðanir spilla tryggð og vinskap. Hann mun hafa tekið sárt að þurfa að yfirgefa jörð sína og sveit þegar aldur færðist yfir. En jafn- framt heimt gleði sína að nýju þeg- ar sonur hans tók aftur heima á Sámsstöðum og nú enn frekar þeg- ar ein dætra hans og tengdasonur hafa byggt sér snoturt hús á Þver- r árbökkum í landi Sámsstaða. Við þennan áfanga getur Sigurð- ur á Sámsstöðum horft til baka um langan veg, minnst góðra tíða og gjöfullar reynslu, gleðistunda og góðvinafunda eins og ég veit að honum enn mun hlotnast í dag. Og ég veit að hann er þakklátur henni Hildi sinni og bömunum þeirra og fjölskyldunni allri fyrir samfylgd- ina hingað til. Ég flyt honum hugheilar ham- ingjuóskir á heiðursdegi héðan að austan, frá mínu fólki, vinum hans öllum og „Hlíðinni okkar vænu“. Og við hæfi er að Hlíðarskáldin, Bjarni og Þórsteinn, sem honum hafa alltaf verið hugleikin, leggi til lokaorðin í þessa afmæliskveðju: ' Þó að skyggi yfir öld og ýmsir tónar deyi, þá verður hvorki þögn né kvöld á þínum bjarta vegi. (Þorst.Erl.) Sváfnir Sveinbjarnarson. Júlítilboð Ál styri ■ or*11 01 v og stýrisstammi I Zb Z l QIT3. Grip Shift iskiptihandföng Eagle dempari á Bronco Pro Shock íra . Tilboö kr. 23.715 stqr: 22.530 tan fjöðrun 24" 21 qfra fyrir 8-10 ára. i Tilboö kr. 22.865 stqr: 21.530 20" 6 gíra fyrir 6 - 7 ára. Tilboö kr. 18.615 stqr: 17.685 Armúla 40 Sími: 553 5320 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiöhjólaverkstæöi. Árs ábyrgð og upphersla fylgir hjólum frá Markinu. Söluaðilar: • Hjá Ása, Hafnarfiröi • Pípulagningaþjónustan, Akranesi • Hrannarbúöin, Grundarfiröi • Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi • Hegri, Sauðárkróki • Valberg, Ólafsflröi • Skíðaþjónustan, Akureyri • Skógar, Egilsstööum • Vik, Neskaupstaö • KASK, Hornafiröi • Útisport, Keflavík I Lferslunin AURKIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.