Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 61
FÓLK í FRÉTTUM
Tónleikar í Austurstræti Uppskeruhátíð Vinnuskólans
Meðlimir Jagúars ætla að Iáta löngu stéttina nötra.
Stappað á stéttinni
í DAG ætlar Jafningjafræðslan
ásamt PATH-samtökunum að standa
fyrir þriggja klukkustunda götugleð-
skap í Austurstræti. Herlegheitin
byi-ja klulíkan 15 og verður vegfar-
endum boðið upp á Ijúfa tóna og veit-
ingai'.
„PATH eru samevrópsk forvam-
arsamtök sem eru eiginlega með
sama boðskap og Jafningjafræðslan,“
segir Páll Steinarsson, starfsmaður
Jafningafræðslunnar. „Til að útskýra
hvað við erum að gera þá erum við að-
allega í því að taka á móti vinnuskóla-
ki'ökkum til þess að fræða þau um
skaðsemi eiturlyfja og boða heil-
brigðan lífsmáta. Þannig að fólk sjái
sér kannski fært að skemmta sér án
þess að nota vímuefni. Skemmtunin á
morgun er til þess að vekja athygli á
þessu sumarstarfi. Við ætlum að
bjóða upp á skemmtiatriði, grillmat
og allskonar saklausar og góðar veit-
ingar. Við viljum bara að fólk sitji í
sólinni, hlusti á tónlistina og fylgist
með uppákomunum og hafi gaman af,
allsgáð.“
Hljómsveitin Jagúar mun koma
sér fyrir á miðri stéttinni og segir
Páll að stemmningin ætti ekki að vera
alls ólík þeirri sem myndast oft á
Strikinu í Kaupmannahöfn. Plötu-
snúðar munu þeyta skífum fram af
þaki plötubúðarinnar Músík & Mynd-
ir auk þess sem Götuleikhúsið mun
vera með gjörning og ungur mynd-
listarmaður mun teikna á götuna á
meðan gleðskapurinn stendur yfir.
Dýrðir í
dalnum
VINNUSKÓLINN stöð fyrir uppá-
komum í Laugardalnum í gær og
var um að ræða nokkurs konar upp-
skeruhátíð ungmennanna sem
stundað hafa vinnu þar í sumar. Mik-
ið var um dýrðir í dalnum, var boðið
í sund og áttu einnig margir góðan
dag í Fjölskyldugarðinum. Veðrið
lék við hvem sinn fingur og er fírað
var upp í grillinu rannu ungling-
araii' hvarvetna í dalnum á lyktina
og gæddu sér saman á pylsum.
Um hádegið glumdu glaðlegir
tónar við frá Höllinni en fyrir utan
hana hafði verið slegið upp mikilli
tónlistarveislu. Utangarðsmenn
stigu óvænt á svið og trylltu lýðinn
eins og þeim einum er lagið en þeir
munu herja á landsbyggðina á
næstu dögum og hefst leikurinn á
Neskaupstað íkvöld.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Bubbi var í miklum ham og eiga
Norðfirðingar von á góðu
í kvöld.
Friðrik Lárusson, Steinar Jónasson, Ari Jónsson og Gauti Kristjánsson
hlýddu á Utangarðsmenn.
Gerður Gestsdóttir og Guðrún Helga Magnúsdóttir verksljórar voru
ánægðar með hátiðina og tónlistina.
Alfalfa • Salvía
Jurta östrogen
Arkopharma
Fæst í apótekum
$r"