Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 68
Reiknaðu með
framtíðinni
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: IUTSTJmBLIS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Hejjæta! Prófaðu þaá^nýjasta!
Fimm tlottir augnslkiggar og fimm varalitir
saman í skemmtilegum umbúðum.
Útsölustaðir:
Lyf og heiisa - Apótek og helstu snyrtivöruverslanir
Dreifingaraðili: Cosmic ehf., simi 588 6525
krónur fyrir 2,9 milljarða og geng-
ið lækkaði aftur. Við lok dagsins
var það 1,4% lægra en í upphafi
dags.
Gjaldeyrisviðskipti voru mikil í
gær, 14,7 milljarðar kr. sem eru
næst mestu viðskipti frá upphafi.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
segir ekki óeðlilegt að sveiflur séu
á genginu og það geti verið heil-
brigt. „Ég mæli með því að menn
haldi ró sinni,“ segir ráðherrann.
Spá vaxtahækkun
Því er spáð að áfram verði til-
hneiging til lækkunar íslensku
krónunnar. Yngvi Örn Kristinsson,
framkvæmdastjóri peningamála-
sviðs Seðlabankans, segir að bank-
inn búist við áframhaldandi þrýst-
ingi á gengið næstu daga. Segir
hann að það stafi meðal annars af
því að trú manna á stöðugleikann
fari minnkandi. Einnig megi búast
við að hreyfing á genginu út af fyr-
ir sig valdi gárum. FBA telur einn-
ig að fátt geti komið í veg fyrir
frekari veikingu krónunnar.
í Hálf fimm fréttum Búnaðar-
bankans verðbréfa segir í gær að
gera megi ráð fyrir allt að 100
punkta vaxtahækkun á næstunni.
■ Búist við/35
STJÓRNENDUR á fjármálamark-
aðnum og framkvæmdastjóri pen-
ingamálasviðs Seðlabankans spá
áframhaldandi þrýstingi á gengi ís-
lensku krónunnar. Fjármálaráð-
herra segir ekki óeðlilegt að sveifl-
ur verði á genginu og hvetur menn
til að halda ró sinni.
Órói var á gjaldeyrismarkaðnum
í gærmorgun í framhaldi af gengis-
lækkun í fyrradag. Gengið lækkaði
á fyrsta klukkutímanum um tæp
2% og varð það til þess að við-
skiptavakarnir ákváðu að stöðva
viðskipti á millibankamarkaði. Eft-
ir að opnað var fyrir viðskipti á
nýjan leik keypti Seðlabankinn
Kvartað undan smala-
hundum á Búi 2000
Kindurnar
. orðnar
ringlaðar og
ráðvilltar
SAMBAND dýraverndunarfélaga
gerði Dýraverndarráði aðvart um
að ekki höfðu verið fengið tilskilin
leyfí fyrir sýningu á smalahundum
og kindum á sýningunni Búi 2000
um síðustu helgi. Sambandið hefur
gert athugasemdir við illa meðferð
á kindum á sýningunni.
Lögreglustjóri þarf að gefa leyfi
þegar haldnar eru dýrasýningar og
Dýraverndarráð þarf að gefa um-
sögn um slíkar leyfísveitingar. Sig-
^ríður Ásgeirsdóttir, formaður Sam-
bands dýraverndunarfélaga, segir
að þetta hafi ekki verið gert. Hún
segir að gerðar hafi verið sérstakar
athugasemdir við það að alltaf hafi
sami kindahópurinn verið notaður
við sýningarnar. Kindunum hafi
verið þvælt fram og til baka á
klukkustundarfresti þá þrjá daga
sem sýningin var. Sigríður segir að
kindurnar hafi verið orðnar veru-
lega ringlaðar og ráðvilltar. Það
hafi verið meðferðin á kindunum
>em Sambandi dýravemdunarfé-
laga hafí ofboðið. Hún segir að sér
hafi ekki sýnst að hundarnir væru
að vinna nein sérstök afrek með því
að halda sex kindum í hóp. Hér hafi
fyrst og fremst verið um að ræða
illa meðferð á kindum.
----------------
Lífeyrissjóðirnir
Eiga 116 millj-
arða erlendis
EIGNIR lífeyrissjóðanna í erlend-
um verðbréfum námu í lok apríl sl.
116 milljörðum króna og höfðu auk-
ist um tæpa 19 milljarða frá árslok-
®*um. Nær öll erlend eign sjóðanna
liggur í hlutabréfum samkvæmt
upplýsingum frá Landssamtökum
lífeyrissjóða.
Heildareignir lífeyrissjóðanna
námu í lok apríl 551,2 milljörðum
króna borið saman við 517,9 millj-
arða í upphafi ársins.
Féll niður
4-5 metra
KARLMAÐUR liggur þungt hald-
inn á sjúkrahúsi eftir að hann féll
niður um fjóra til fimm metra innan-
húss í gær. Maðurinn var við vinnu í
^stiga í Lindarskóla í Kópavogi þegar
hann féll og lenti á flísalögðu gólfi.
Slysið varð laust eftir klukkan sex í
gær. Maðurinn, sem er á sjö-
tugsaldri, var fluttur á sjúkrahús og
er talinn vera í lífshættu.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Fastaflotinn heldur á brott
FASTAFLOTI Nato, sem legið hefur í Reykjavíkurhöfn
siðan á fimmtudag, hélt á brott í gær. Á skipunum, sem
eru sjö taisins, voru 2.000 sjóliðar, sem settu svip sinn á
mannlífið í borginni þessa viku sem flotinn lá bundinn
við bryggju. Á myndinni sést hvar þýska freigátan FGS
Meclenburg-Vorpommern er dregin út úr höfninni.
Kaup-
máttur
rýrnaði
um 2,3%
LAUN hækkuðu að meðaltali
um 3,4% frá 1. ársfjórðungi 1999
til 1. ársfjórðungs 2000. A sama
tíma hækkaði vísitala neyslu-
verðs um 5,8%. Samkvæmt því
rýrnaði kaupmáttur dagvinnu-
launa um 2,3%. Þetta kemur
fram í niðurstöðum launakönn-
unar kjararannsóknamefndar
fyrir 1. ársfjórðung 2000.
Þar kemur einnig fram að
laun kvenna hækkuðu meira en
karla á tímabilinu, um 3,8% en
karla um 3,2%. Launahækkun
starfsstétta var á bilinu 2,2% til
5,2% að meðaltali. Laun á höf-
uðborgarsvæðinu hækkuðu um
4,6% en laun utan höfuðborgar-
svæðisins hækkuðu um 1,9%.
Mesta launahækkun að með-
altali einstakra starfsstétta milli
1. ársfjórðungs 1999 og 2000
fengu tæknar og sérmenntað
starfsfólk, 5,2%, sérfræðingar
4,7%, þjónustu-, sölu- og af-
greiðslufólk 4,5%, skrifstofufólk
og véla- og vélgæslufólk 3,6%,
sérhæft verkafólk 3,4% og iðn-
aðarmenn 2,2%.
Forstjori Hafrannsoknastofnunar um fullyrðingar um brottkast á þorski
Hæpið að brottkast nemi
tugum þúsunda tonna
JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir að
sér finnist mjög ólíklegt að verið sé
að henda tugum þúsunda tonna af
þorski árlega. Sé hins vegar brott-
kast af öllum fiskitegundum tekið
inn í dæmið, gæti brottkastið ef til
vill verið svo mikið
Passar ekki þótt öllum
smáþorski sé hent
„Þó gert sé ráð fyrir því að öllum
þorski, 70 sentimetra og styttri, sé
hent, er hæpið að magnið geti verið
svo mikið miðað við eðlilega sókn
og samkvæmt stofnmati okkar. Og
auðvitað er það sem betur fer svo,
að langt er í frá að verið sé að
henda öllum fiski undir 70 senti-
metrum. Eldri kannanir á brott-
kasti, þó ófullkomnar séu, benda
einnig til miklu minna magns en
þarna er rætt um,“ segir Jóhann
Sigurjónsson.
Að undanförnu hefur það verið
nefnt í umræðunni um brottkast á
fiski að 60.000 til 100.000 tonnum af
þorski sé hent í sjóinn árlega og þar
sé að mestu leyti um þorsk 70 senti-
metra eða styttri að ræða. Jóhann
telur þessar tölur afar ólíklegar.
„Mér finnst réttast að einhverjar
niðurstöður liggi fyrir frá þeirri
nefnd, sem ætlað er að rannsaka
brottkast, áður en of mikið er lagt
út af þeim upplýsingum, sem fram
hafa komið um hugsanlegt umfang
brottkasts," segir hann.
Hvað er þá miklu hent á ári?
„Ég vona að nefndin muni kom-
ast að einhverri marktækri niður-
stöðu í því máli. Við eigum fulltrúa
þar og leggjum þar fram öll okkar
gögn og munum leggja okkar af
mörkum til þess að sem áreiðanleg-
ust niðurstaða fáist. Það er mikil-
vægt í þessu máli að menn átti sig á
því að þau tilfelli, sem Fiskistofa
kynnti fyrir skömmu, eiga við um
skip, sem liggja undir grun um að
kasta fiski. Þetta er á staðbundnu
svæði og í dragnót, en í hana koma
aðeins 5 til 10% af heildarþorskafla.
Það er því alls ekki hægt að álykta
að það sama eigi við um allan fiski-
skipaflotann. Þarna er aðeins um
afmörkuð dæmi að ræða. Þetta allt
mun nefndin auðvitað skoða ofan í
kjölinn, en vitaskuld er æskilegt að
koma í veg fyrir allt brottkast því
það skerðir aðeins möguleika okkar
í framtíðinni til að ná hámarksaf-
rakstri í fiskveiðunum," segir Jó-
hann Sigurjónsson.
■ Olíklegt/22
Áframhaldandi
þrýstingur á gengið