Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 11 FRÉTTIR Bandarískur flugmaður sem hafði viðkomu á íslandi hyggst setja heimsmet Morgunblaðið/Þorkell Ragozzino hyggst verða fyrstur til að fljúga umhverfis hnöttinn einn í flugvél með opnum stjórnklefa. Vonast til að verða heims- methafi í ágústlok ROBERT Ragozzino átti viðdvöl hér á landi í júní en hann hyggst verða fyrstur manna til að fljúga umhverfis hnöttinn einn í flug- vél með opnum stjórnklefa. Hann er nú staddur í Tókýó og bíður þess að fá leyfi til að fljúga yfir Rússland. Ef allt gengur að óskum verður hann kominn aftur á upphafspunktinn í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrir ágústlok. Tvíþekjan opnar heim alþjóðlegs tungumáls Hann segir ferðina hafa verið mjög áhugaverða og það sé ein- stakt að fá að sjá jörðina úr Iofti. Hann segir engin teljandi vandkvæði hafa komið upp og allir þeir sem hann hafi hitt hafi verið einkar alúðlegir og hjálp- legir. Hann segir tvíþekjuna opna heim inn í alþjóðlegt tungumál en vélin sem Ragozz- ino flýgur er af gerðinni Boeing Stearman og smíðuð árið 1942 en sl. 7 ár hafa verið gerðar á henni endurbætur svo hún þoli flugið betur. Undirbúningur fyrir heims- metatilraunina stóð í sjö ár og segir Ragozzino hann hafa skil- að sér. Helstu vandamálin hafi verið í Kalkútta á Indlandi þeg- ar hann beið þess f átta daga að fá leyfi til að fljúga yfir Búrma. Bíður flugleyfis frá rússneskum yfirvöldum Ragozzino segir ómögulegt að segja til um hversu lengi hann þurfi að bíða flugleyfis frá Rússlandi. Hann hafi ásamt að- stoðarmönnum beðið þess í tvo mánuði að leyfið verði veitt. Hann segir þó mikilvægt að geta lokið ferðinni fyrir september þar sem von sé á talsverðum veðrabreytingum um miðjan september. Hann segir Stearman-vélina vera harða af sér en ekki sé hægt að segja það sama um hann sjálfan. Ragozzino segist hafa verið svo önnum kafinn við undirbún- inginn áður en hann lagði af stað í ferðina að hann hafi ekki gert sér sérstakar hugmyndir um hvernig ferðin yrði. Hvert og eitt land sé sérstakt, það búi yfir sérstakri náttúrufegurð. Hann segir það þó koma sér einna helst á óvart hversu al- úðlegft fólkið hafi verið sem hann hafi hitt. Einstakt að sjá jörðina úr lofti með berum augum Hann segist alveg vera reiðu- búinn til að endurtaka ferðina, t.d. með myndatökufólki. Þá komi jafnvel til greina að leigja öðrum vélina, það sé hálf eigin- gjarnt að sér að sitja einn að svo stórkostlegu tækifæri sem það er að sjá jörðina úr lofti með berum augum. Ragozzino var hér á landi 17. júní þegar jarðskjálftinn reið yf- ir. Hann var staddur í húsnæði Veðurstofunnar og segist hafa verið hvergi banginn heldur hafi þetta þvert á móti verið skemmtileg upplifun. Hann seg- ist hafa heillast af Islandi og notið dvalarinnar hér. Hann hyggst ekki slá slöku við þegar hann kemur aftur heim til Bandaríkjanna. Hann hefur ráð- gert ferð um 14 borgir í Banda- rikjunum og þvf næst mun hann ásamt fleirum hefjast handa við hönnum á farartæki ætluðu til að keyra inn f hvirfilbyl. Hann segist vongóður um að geta ásamt félögum sínum unnið til Pulitzer-verðlauna fyrir heimild- armynd um hvirfilbyli með hjálp farartækisins. Skorað á ökumenn að axla ábyrgð í umferðinni EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á fundi stjómar Bindindisfé- lags ökumanna fimmtudaginn 16. ágúst: „Stjórn Bindindisfélags ökumanna skorar á alla ökumenn til að bregðast strax við fjölgun slysa með því að axla eigin ábyrgð í umferðinni og hafa hugann við aksturinn. Ökumenn eru hvattir til að sýna meiri tilitssemi í umferðinni, draga úr ökuhraða og varast að ofmeta styrkleika eigin öku- tækja og öryggisbúnað þeirra. Jafn- íramt skorar stjórn Bindindisfélags ökumanna á stjómvöld að gera allt það sem í þeirra valdi stendur, sem leitt gæti til fækkunar slysa í umferð- inni, með því t.d. að hækka sektir fyr- ir of hraðan akstur, auka löggæslu á vegum og notkun eftirlitsmyndavéla, ekki síður á þjóðvegum en í þéttbýli. Þá telur stjómin nauðsynlegt að end- urskoða réttindi þeirra sem era nýlið- ar í umferðinni. Þar má nefna tak- mörkun á vélarstærð ökutækja, akstri óreyndra ökumanna að kvöld- og næturlagi og fjölda farþega í bíl.“ ------------------- Óljóst hvort Tal hf. muni lækka gjaldskrána TAL hf. hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort fyrirtækið muni lækka taxtaverð í GSM-kerfinu í kjölfar lækkunai- Símans GSM, en lækkun Símans tekur gildi á mánudaginn. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði að verið væri að skoða hvaða áhrif þessar lækkanir hjá Símanum myndu hafa á heildargjaldskrá fyrir- tækisins og að þegar því yrði lokið yrði tekin ákvörðun um það hvort gjaldskráin yrði lækkuð. I Morgunblaðinu í gær kom fram að verð algengustu símtalsflokka Símans myndu lækka um ríflega 6% að meðaltali. Þess má geta að GSM- notendur á Islandi eru rúmlega 180 þúsund talsins og eru rúmlega 120 þúsund viðskiptavinir Símans GSM, en um 50 þúsund era viðskiptavinir Tals. Atlanta flýgur fyrir ELAL FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. hefur tekið að sér verkefni fyrir ísraelska ríkisflugfélagið EL AL og flýgur alla virka daga, fimm sinnum í viku, í beinu flugi með farþega milli Tel Aviv og New York. Fyrsta flugið var farið 31. júlí síðastliðinn. Að undanförnu hefur verið mjög góð nýting á flugvélaflota félags- ins. Það er ein af Boeing 747-300 vél- um Flugfélagsins Atlanta, TF- ATH, sem leigð hefur verið í þetta verkefni. Um það bil eitt hundrað manns starfa á vegum félagsins í tengslum við það, þar af er um það bil þriðjungur íslendingar. Flugfé- lagið Atlanta hefur opnað starfs- stöð í Tel Aviv í Israel til að halda utan um verkefnið fyrir EL AL en stöðvarstjóri er Garðar Forberg. ÚTSALA Húsgögn allt að 40% afsláttur Vegg- og loftljós allt að 15% afsláttur Mörkinni 3. Sími 588 0640. Opið daglega frá kl. 12-18. Cassina ligne roset Haustútsala! Seljum síðustu Sun-Lite pallhúsin með 50.000 króna afslætti. Nýtið þetta einstaka tækifæri til að eignast pallhús í sérflokki á einstöku verði. 10 ára góð reynsla, þetta eru pallhúsin sem bílaleigurnar velja! Ármúla 34, simar 553 7730 og 897 3507.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.