Morgunblaðið - 18.08.2000, Side 26

Morgunblaðið - 18.08.2000, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hávær gagnrýni rússneskra blaða vegna kafbátsslyssins Pútín forseti sakaður um skeytingarleysi Vladúnír Pútín, forseti Rússlands, í brúnni á rússneska kjarnorkukafbátnum Kareliu 6. apríl sl. Hann fylgdist þá með eldflaugaæfingum flotans á Barentshafi, klæddist einkennisbúningi sjóliða og var gerður heiðurs- sjóiiði. Rússneska blaðið Komsomolskaja Pravda réðst í gær á forsetann fyrir afskiptaleysi og þögn í sambandi við Kúrsk-siysið. „Aðeins einn maður þagði. Æðsti maður rússneska heraflans. Heiðurssjóliðinn," sagði blaðið. HART hefur verið deilt á rússnesk stjórnvöld og sérstaklega stjórn flot- ans í blöðum landsins vegna seina- gangs og leyndarhyggju í tengslum við Kúrsk-slysið á Barentshafi. Hefur Vladímír Pútín forseti, sem er í sum- arleyfi í Sotsí við Svartahaf, verið sagður ráðalaus og skeytingarlaus um örlög mannanna 118 um borð. Prátt fyrir örvæntingu aðstandenda og að tíminn sé að renna út fyrir skip- verja hafi hann ekki einu sinni séð ástæðu til að binda enda á sumarleyfi sitt vegna málsins en látið ílja Kleb- anov aðstoðarforsætisráðherra um að ræða við fjölmiðla og fylgjast með aðgerðum flotans. Pútín mun taka þátt í óformlegum fundi með leiðtog- um samveldis fyrrverandi sovétlýð- velda í Jalta í dag og á morgun en þar verða ýmis samskipti ríkjanna til um- ræðu. „Forsetinn virðist vera sólbrúnn og jafnvel svolítið brenndur," sagði dagblaðið Ízvestía í gær eftir að hann hafði loks birst í sjónvarpi á miðviku- dag og tjáð sig um slysið. „Pútín hef- ur í tvo daga reynt að ná tökum á tveim íþróttagreinum: sjóskíðum og sjóþotum.“ Forsetinn er sem kunn- ugt er mikill íþróttamaður, er með svart belti í júdó og hefur glímt opin- berlega eftir að hann tók við embætti. Blaðið segir að stjómvöld í Rúss- landi hafi „horfið í djúpið“ með kaf- bátnum, svo mikill sé áUtshnekkirinn og almenningur hafi misst trúna á þeim. Atburðurinn hafi enn á ný sýnt að Rússar geti ekki tekist á við hættuástand og ráðamenn landsins hefðu verið uppteknari af því að halda andlitinu en bjarga mannslífum. Minna hefur farið fyrir ásökunum í garð ráðamanna landsins í sjónvarps- stöðvum og segir breska dagblaðið The Times að ástæðan sé ef til vill að þau óttist að missa útsendingarleyfið. Vamarmálasérfræðingurinn Pavel Felgenháer sagði þó í viðtali við sjónvarpsstöðina Ekkó Moskvý að æðstu menn flotans hefðu ekki viljað að beðið yrði um aðstoð Atlantshafs- bandalagsins, NATO, af ótta við að útlendir sérfræðingar myndu nota tækifærið tii að njósna. Blaðið Segodnía hafði eftir heim- ildarmanni í flotanum að flotaforingj- amir virtust halda að jafnvel þótt að- eins einum rússneskum sjóliða yrði bjargað af útlendingum úr rússnesk- um kafbáti myndu afleiðingar þess verða mikið, stjómmálalegt áfall. Rossískaja Gazeta sagði að margra ára þögult „hirðuleysi um málefni flotans, hulið blæju umbóta" hefndi sín núna. Fréttavefur BBC segir gagnrýni fara vaxandi á gerðir flotastjómar- innar og vitnar meðal annars í Koms- omolskaju Prövdu. „Yfirstjóm flot- ans hefur haldið öllu leyndu að undanskildu eigin sleifarlagi,“ segir blaðið. „Við höldum áfram að fara „okkar eigin leiðir", jafnvel niður á hafsbotn.“ Blaðið fer lítilsvirðingar- orðum um Pútín sem hafi haldið að hann gæti komist upp með að þegja í fimm daga um það sem gerðist með- an öll þjóðin hafði hugann við örlög mannanna um borð í kjamorkukaf- bátnum, sem var stolt rússneska flot- ans. Sfjórnmálamenn víkja sér undan ábyrgð Blaðið segir að forsetinn hafi notað tímann í sumarleyfinu til annarra stjórnarstarfa, hann hafi sent þekkt- um leikara heillaóskaskeyti vegna al- ij mælis og skipað nýja sendiherra á f Jamaíka og í Chíle. Blaðið segir að skipun frá forsetanum hefði dugað til að reka á eftir flotaforingjunum. Blaðið Kommers ant segir að ástæðan fyrir því að forsetinn hafi haldið sig til hlés í málinu framan af hafi verið að hann hafi ekki séð hvemig hann gæti hagnast á því póli- tískt séð. „Þeir sem taka þátt í björg- unaraðgerðum em einnig þeir sem dregnir verða til ábyrgðar ef manns- j; líf glatast," segir Kommersant. Pess P vegna hafi enginn af æðstu leiðtogum 1-fkisins viljað taka á sig ábyrgðina, ekki heldur forsetinn. Blaðið Obstsjaja Gazeta sagði þjóðir heims sýna Rússum samhug vegna slyssins á Barentshafi og líta á það sem þeirra eigin harmleik ekki síður en Rússa. „Ekki endilega vegna hugsanlegra áhrifa á umhverfið held- ur þess að bjarga verður mönnunum. I sérhveiju eðlilegu samfélagi er i mannslífið talið verðmætara en allt j annað.“ Blaðið Moskovskí Komsolets for- dæmdi skýringar embættismanna á því að ekki hefði tekist að bjarga mönnunum og sagði þær „tóma dellu“. Alræmd leyndarhula Ymsir vestrænir fjölmiðlar em harðorðir um frammistöðu mss- neskra stjómenda og telja að þeir | hafi látið þjóðarstolt og hefðbundinn f ótta í Rússlandi við útlönd ráða því að svo seint var skýrt frá slysinu og jafn- framt beðið í lengstu lög með að þiggja aðstoð. Franska blaðið Le Figaro birtir viðtal við fyrrverandi liðsforingja í Kyrrahafsflota Rússa, Grígóri í Pasko, er segir að frekar sé við stjómmálamenn en stjómendur flotans að sakast. Stjómmálaleiðtog- amir hafi neitað að horfast í augu við að flotinn væri í slæmu ásigkomulagi { og gæti ekki bjargað mönnunum um | borð i Kúrsk. Le Figaro sagði að skyndileg stefnubreyting Moskvustjórnarinnar sem ákvað loks að þiggja hjálp beini athyglinni að alræmdri leyndarhulu sem ávallt hvíli yfir stjómarathöfnum í Rússlandi. „Sumir þeirra hafa áhyggjur af lífi sjóliðanna, aðiir láta skuggalegar gmndvallarforsendur þjóðarstolts og sjálfstæðis ráða- | manna í vamarmálum ráða ferðinni," segir blaðið. Önnur blöð segja við- | brögð ráðamanna í Moskvu hafa minnt á þögnina 1986 þegar kjam- orkuslysið varð í Tsjemobýl. Ránið á indverska leikaranum Gengið að kröf- um ræningjans Reuters Veerappan, einn eftirlýstasti glæpamaður Indlands, sést hér ásamt R.R. Gopal, samningamanni stjórnvalda, og gisl sínum, Ieikaranum Rajkum- ar. Stjdmvöld virðast nú bjartsýn um að leikarinn verði látinn laus. RÁNIÐ á Rajkumar, einum ástsæl- asta leikara Indverja, hefur aftur náð athygli fjölmiðla, en indversk yf- irvöld hafa nú gengið að nokkmm kröfum Veerappans, mannræningja Rajkumars. Á miðvikudag tilkynnti dómstóll í héraðinu Tamil Nadu að felldar hefðu verið niður ákæmr á hendur fimm uppreisnarmönnum tamíla sem nú sitja í fangelsi líkt og krafist hafði verið. Að sögn dómara í borginni Madr- as á suðurhluta Indlands var horfið frá ákæmnum „í þágu almennings". Stjómvöld í fylkinu Tamil Nadu segja fangana þó ekki verða látna lausa fyrr en Veerappan, sem tók þrjá ættingja Rajkumars í gíslingu um leið og hinn aldna leikara, leysi einhvem gísla sinna úr haldi. Veerappan krefst auk þessa að stjómin veiti sér og samstarfsmönn- um sínum sakarappgjöf og vill hann tryggingu fyrir því að honum verði leyft að lifa í friði. Þá hefur hann krafist þess að alþjóðadómstólum verði falið að dæma í deilum um að- gengi að ám í héraðinu, en þeirri kröfu hefur stjórnin þegar hafnað, sem og þeirri kröfu hans að mál tam- íla verði eina tungan sem kennd sé í héraðinu. Mætti ósk Veerappans um sakar- uppgjöf miklum stuðningi hjá eigin- konu hans, Muthulakshmi, en þau hafa verið aðskilin sl. 10 ár. „Við get- um hafið nýtt líf saman ef honum er veitt sakamppgjöf," sagði Muthul- akshimi við fréttamenn og bætti því við að hún hefði verið rekinn úr vinnu og dóttir hennar úr heimavist- arskóla vegna glæpa eiginmannsins. Nú þegar hefur verið gengið að nokkram kröfum Veerappans og hafði fréttastofa BBC eftir hátt sett- um starfsmanni stjórnarinnar að búist væri við að Rajkumar yrði lát- inn laus í næstu viku. Samningamað- ur yfirvalda, R.R. Gopal, sem einnig er ritstjóri tímaritsins Nakeeran, hefur nú dvalið á aðra viku í fylgsni Veerappans. Hann hefur áður náð samningum við Veerappan er hann fékk leysta úr haldi níu skógarverði árið 1997. Vill lifa venjulegu lífi Veerappan hefur sett 10 skilyrði fyrir því að Rajkumar verði látinn laus og var lögreglu í síðustu viku send segulbandsspóla með kröfun- um. Á spólunni fer Rajkumar þess á leit að vopnað lið verði ekki sent til að bjarga sér. „Eftir að hafa fylgst með Veerappan náið þá trúi ég því að hann vilji lifa venjulegu lífi,“ sagði Rajkumar og hvatti til þess að Veer- appan yrði veitt sakamppgjöf. „Spurningin um það af hverju ekki eigi að gefa honum tækifæri til að bæta sig leitar á mig. Er ríkisstjórn- in reiðubúin að veita honum annað tækifæri?“ Rajkumar bað aðdáendur sína því næst að halda ró sinni, en götuóeirð- ir brutust út í borginni Bangalore í kjölfar frétta af mannráninu. Rajk- umar, sem er á áttræðisaldri, er einn þekktasti leikari Indlands. Hann hefur leikið í yfir 200 kvikmyndum og frestaði lögregla á Indlandi öllum aðgerðum gegn Veerappan á meðan samningaviðræður vegna gíslatök- unnar standayfir. Mannræninginn er nefnilega ekki síður þekktur en gísl hans og er fjór- um milljónum rúpía, eða tæpum sjö milljónum króna, heitið til höfuðs honum. Veerappan er þekktur meðal íbúa í fylkinu á veglegu yfirvara- skeggi sínu og hefur öðlast þjóð- sagnarkennda stöðu á suðurhluta Indlands sem talsmaður þjóðflokks tamíla og fátækra. Þá hefur honum tekist að forðast lögregluyfirvöld í hátt í tVo áratugi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í tengslum við dauða 130 lögreglumanna, sem og vegna smygls á bæði fílabeini og sandelviði og em þau viðskipti hans talin nema tugum milljóna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Veerappan fer fram á sakaruppgjöf, en hann hefur nokkram sinnum áður boðist til að gefa sig fram gegn tryggri sakarappgjöf. Þeim viðskipt- um hefur þó jafnan lokið þannig að hann hefur tekið samingamenn sína í gíslingu og krafist lausnargjalds fyr- irþá. Max eða Parpi? Jdhannesborg. The Daily Tclegraph. ÞÝSKUR fjárhundur er nú miðpunktur forræðisdeilu í Suður-Afríku og eru DNA prófanir framkvæmdar á dýr- inu til að úrskurða um það hver réttmætur eigandi hans sé. Suður-Afrísk kona, Stella Fuller að nafni, heldur því fram að hundurinn heiti Max og að honum hafi verið rænt af heimili hennar fyrir um mán- uði siðan. Áhöfn taivansks fiskiskips heldur því hins vegar einnig fram að hundurinn sé eign þeirra. Hann heiti Parpi og hafi verið keyptur af hunda- ræktanda í Suður-Afríku fyrir tæpu ári síðan. Dýravemdunarsamtök í Suður-Afríku standa nú á gati vegna málsins þar sem starfs- mönnum þeirra hefur ekki tek- ist að úrskurða hver réttmætur eigandi hundsins sé. „Hundur- inn sýnir bæði skipsáhöíhinni og konunni ástúð,“ sagði Shaun Bodington, formaður samtakanna. Til að binda endi á deiluna hafa blóðprufur nú verið tekn- ar úr hundinum, meintri móð- ur hans og systur til að úr- skurða megi hvert ættemi hans sé. Að sögn Bodingtons mun úrskurður liggja fyrir að um fjórum vikum liðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.