Morgunblaðið - 18.08.2000, Side 29

Morgunblaðið - 18.08.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ / FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 29 LISTIR Hans tími er kominn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá æfingu á Baldri f Laugardalshöll. eftir Atla Heimi Sveinsson AÐ var eftirminnilegt að hlýða á BALDR, þegar Sin- fóníuhljómsveit æskunnar frumflutti verkið, undir stjórn Pauls Zukofsk- ys, hér um árið. Þetta var ægifógur tónlist og áhrifamikil, og eftir að hafa kynnt mér verkið nánar af geisladiskum, sem gefnir voru út, sannfærðist ég um að BALDR væri meist- araverk á borð við Sögusinfóníuna. Þessir geisladiskar ættu að fást hér í verslunum. Jóni Leifs tókst í þessum verkum að gera ævafoman sagna- arf þjóðar sinnar, sög- ur og eddur, að lifandi og áleitinni list tuttug- ustu aldar, líkt og Sibelíusi tókst með Kalevala í Finnlandi. Þó var þetta aðeins tónleikaflutn- ingur hjá Zukofsky og Sinfómuhljóm- sveit æskunnar, töfraveröld leikhúss- ins sem er mikill hluti af sköpunarverki Jóns varð að bíða betri tíma. Og nú er spennandi að sjá hvernig til tekst. Og flutningur á Baldri er í höndum fremstu listamanna. Hljómsveitar- stjóri, dansmeistari og sviðshönnuður eru á heimsmælikvarða. Og aðrir flytjendm- eftir því. Á menningarhöf- uðborgin Reykjavík á árinu 2000 þakkii' skilið fyrir hvernig staðið er að verki. Raunar má einnig minnast þess, að 100 ára afmælis Jóns Leifs var minnst á verðugan hátt fyrir skömmu og áttu þar Kammersveit Reykja- víkui' og Tónskáldafélag Islands góða samvinnu. Við Islendingar erum loksins famir að meta Jón Leifs. Önnur stórvirki Jóns bíða verðugs frumflutn- ings: Eddu-óratóríumar þrjár. Á sínum tíma frumflutti Pólifónkórinn þætti úr Eddu I, undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar, hér heima og erlendis. Sá flutning- ur varð til þess að menn fóru að gera sér grein fyrir snilld Jóns Leifs. Stíll Jóns Leifs er einstakur. Hann er svo persónulegur að hver taktur sem Jón skrifaði er ólíkur allri ann- arri tónlist sem við þekkjum. Hann fór svipaða leið og Grieg á 19du öld og Bartók á þeirri tuttugustu: notaði þjóðlög þjóðar sinnar sem efnivið og úrvinnsluefni í frumlega nútímalist. Jón notaði sjaldan þjóðlög í verkum sínum, en allar tónhendingar hans eru innblásnar af anda og sérkennum íslenskraþjóðlaga. Laglínur Jóns eru oft harðar og meitlaðar, hljómamir hvassir og stundum stríðir. Sérkennilegri birtu bregður af þríhljómum í gmnnstöðu, hin hljómræna þverstæða og tónskrattin eru áberandi. Hljómsveit- arbúningurinn er nakinn og fom- eskjulegur. Takturinn mótast af óreglulegum höggum. Þó bregður fyrir bældri viðkvæmni. Lagh'nur sveiflast milli dúrs og molls. Hljóð- færin leika oft undurveikt á ystu mörkum tónsviðsins. Þetta er hermitónhst. Hún lýsir ákveðnum atburðum, ástandi eða stemmningu. I þessu er Jón Leifs lík- ur Wagner. Tónhstin lýtur ekki lög- málum hinnar hreinu eða absólútu tónlistar. Engin hefðbundin form er að finna, sónötur, fúgur eða því um líkt. Úrvinnsla stefja eða vanalegur kontrapunktur koma sjaldan fyrir. Að þessu leyti er Jón nútímalegur. Svo var Jón langt á undan samtíð sinni í notkun ásláttar-hljóðfæra. í Baldri eru 18 slagverkarar að mig minnir. Hávaði og tónar renna saman í nýja og óvanalega blöndu. Og þessi tónhst er mjög myndræn. Hún reyndist frá- bær kvikmyndatónlist í Tári úr steini hér um árið: eftirminnilegasti þáttur þeirrar myndar. Á þennan frumlega og persónulega hátt túlkaði Jón Leifs kergju og seiglu íslensku þjóðarinnar, sem lifði af aldalangar hörmungar fátæktar, kúgunar, kulda og eldgosa. Og þessi tónlist átti að vera framlag íslands til heimsmenningarinnar. Jón hafði mik- inn metnað fyrir Islands hönd í menn- ingunni, líkt og Einai- Benediktsson og Halldór Laxness. Island skyldi ekki aðeins vera þiggjandi: íslensk Ust átti að vera framlag okkar fámennu þjóðar til alheimsmenningarinnar. Jón Leifs var umdeildur hér í fá- menninu, eins og margir afburða- menn. Nýlega er út komin á íslensku prýðileg ævisaga hans eftir dr. Carl- Gunnar Áhlen. Eitthvað hafa aðrir fræðimenn verið með sparðatínslu og gagnrýni, eins og tilheyrir í faginu. Það er þeirra hlutverk. Vonandi ski-ifa þeir sem nú gagnrýna Carl- Gunnar nýja ævisögu Jóns Leifs og sýna þar með yfirburði sína. það var einnig Carl-Gunnar, sem fyrstur kom þeirri hugmynd á fram- færi að frumflytja Baldr með ballett og öllu því sviðsapparati sem Jón gerði ráð fyrir, - fara síðan með alla fiytjendur á skipi milh menningar- setra á Norðurlöndum og flytja Baldr. Svona hugmyndir verða oft til þess að hljólin fara að snúast, og á Carl-Gunnar Áhlen miklar þakkir skihð. Og Robert von Bahr, eigandi geisladiskaútgáfunnar BIS í Svíþjóð, ætlar að gefa út öll verk Jóns á geisla- diskum. það sem komið er lofar mjög góðu. Sumt af því er frábært, t.d. hljóðritun Yggdrasils-kvartettsins sænska á öllum strokkvartettum Jóns þremur að tölu, og hljóðritun Sinfón- íuhljómsveitar íslands á Sögusinfón- íunni undir stjóm Osmo Vanská. Ég þekkti Jón Leifs sem eldri meistara, langt kominn með lífsverk sitt. Okkur yngri tónskáldunum var alltaf vel tekið á Freyjugötunni hjá þeim hjónum Þorbjörgu og Jóni. Jón spurði ekki mikið um það, sem við hinir yngri vorum að gera. Ég skildi það síðar að hann var upptekinn við að ljúka við lífsverk sitt. Hann ræddi lítið um verk sín, og það var vonlaust að spyrja hann út í hvað hann væri að semja. Hann vísaði manni frá, vingjamlega en ákveðið. Jón var ekki bitur; til þess var hann of stór í sniðum. Væri Jón spurður hvort honum leiddist ekki hvað verk hans væm htið flutt og fengju lítinn hljómgmnn, kvað hann svo ekld vera. Ef hin stóm verk hans væm flutt hér myndu menn ekki skilja þau, og hér væra ekki aðstæður til að flytja þau al- mennilega. Hann sagði oft, og hló við, að hann yrði ekki skilinn fyrr en eftir tvö hundmð ár. En hann þarf ekki að bíða svo lengi. Hans tími er kominn. Höfundur er tónskáld. Jón Leifs Um notkun ásláttar- hlióðfæra 1 Baldri Morgunblaðið/Ásdís Slagverksleikarar æfa Baldur. eftir Eggert Pálsson Ú þegar komið er að því að flytja Baldur Jóns Leifs er mönn- um hugsanlega nokk- ur fróðleikur að því að skoða nánar sum þeirra slagverks- tóla sem tónskáldið kýs að nota. I sumum tilfellum er jafnvel hægt að tala um notkun „þungavopna" og ógrynni stórvirkra slagvéla. I Baldri era 18 slagverksmenn en til dæmis má nefna að Hekla hefur 19 slag- verksleikara. Á þennan hátt málar Jón stórbrotna hljóðmynd af þeim átökum sem oft eiga sér stað í nátt- úm og sögu landsins. Að þessu leyti er Baldur engin undantekning. Hið mikla „drama“ sem felst í söguþræð- inum hefur verið ákjósanlegt efni fyrir Jón sem getur hér notað sitt sérstæða tónmál við að lýsa goð- heimum og þeirri dulúð sem hlýtur að umvefja hugmyndir okkar um þá. Lausnir Jóns á því hvernig lýsa ætti frumkröftum á borð við jarðskjálfta, eldgos eða storm era mjög áhrifa- miklar. Engum, sem upplifað hefur jarðhræringar eða önnur átök nátt- úrunnar blandast hugur um að þar em tröllslegir kraftar í óheftri leik- gleði. Það er því ekki óeðlilegt að Jón grípi til heldur óhefðbundinna ráða svo takast megi að lýsa slíkum ham- föram á sannfærandi hátt í tónlist. Þau „hljóðfæri“ sem hér um ræðir era allsérstætt samsafn alls kyns hluta sem era yfirleitt ekki tengdir tónlist í hugum flestra og ekki heyr- ast oft annars staðar í hljómsveitar- bókmenntunum. Stærð þeirra og tónsvið er oft við ystu mörk og sömu sögu má segja um áhrifin sem þau ljá flutningnum. Líklegt er að sum þessara hljóðfæra þættu ankannaleg við flutning verka annarra tón- skálda, svo vægt sé til orða tekið. Hlutir eins og skildir, fjöragrjót og skipakeðjur, svo eitthvað sé nefnt, geta verið mjög áhrifarík í tónmáli. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri að hitta á sæmilega hljómandi eintök innan þeirra sem hægt er að notast við. Keðjuspilið, Catene, er til að mynda sérhannað af meðlimum slagverksdeildarinnar. Jón biður um „djúpt hljómandi akk- eriskeðjur". En vegna ryþmíski-a þátta sem fram koma í röddinni reyndist nauðsynlegt að hanna ramma fyrir keðjurnar; sandfylltan stálramma sem keðjurnar nuddast við. Gárangamir innan slagverks- deildarinnar nefndu óskapnaðinn „Catene d’amore“, ástarkeðjur, vegna „espressivo" eiginleikanna sem þeim þótti „hljóðfærið“ bjóða uppá. Sem dæmi um sérstæð hljóðfæri í Baldri má nefna „Legno Grande“ sem er stór viðarkassi sleginn með stóram tréhamri. Þetta er eitt af eft- irlætis hljóðfæram Jóns og notar hann þetta mjög víða í verkum sín- um. Það má segja að enn þá sé verið að reyna að fullhanna kassa sem get- ur tekið þess háttar barsmíðum. Hingað til hefur besti hljómurinn fengist úr viðarkassa utan um Cel- estu, en hann er farinn að láta tals- vert á sjá eftir ótal upptökur og tón- leika. Til þess að skaffa sum þessara hljóðfæra reyndist nauðsynlegt að róta í lageram og brotajárnshaugum skipasmiðja eða reyna á þolinmæði eigenda verslana sem höndla með yf- irstærðir á málmvarningi af ýmsu tagi. Einnig vora þó nokkrar ferðir famar út á landsbyggðina í leit að hljómgrjóti sem er að finna á sumum af afskekktari stöðum landsins. Þá er einnig ótalinn sá tími sem farið hefur í hönnun og smíði sumra þess- ara slagvéla, t.d. Catene (sjá neðar), en hún er smíðuð i stálsmiðju. I mörgum verka Jóns er slagverk- inu skipt í tvo hópa; á sviði og bak- sviðs. Þetta gefur flutningnum spennandi vídd og eykur við upplifun áheyrandans. Við höfum prófað okk- ur áfram með mismunandi staðsetn- ingar fyrir slaghljóðfærin, allt frá því að vera staðsett fyrir aftan svið til þess að vera beint fyrir aftan áheyrendur. Þetta getur reynst erf- itt fyrir hljóðfæraleikarana því hætt er við að tengsl við hljómsveitina og þar með samspilið líði fyrir. Lítum nánar á þau hljóðfæri sem telja mætti til heldur óhefðbundina hljóðfæra í safni Jóns. Scudi; skildir. Tveir tréskildir með málmbólum sem slegið er saman. Jón biður um hljóð sem hefur eigin- leika trés, málms og leðurs. Þetta er tiltölulega örðugt að framkalla með góðu móti, en með því að fjölga og minnka málmbólurnar sem vora á víkingaskjöldum þykjumst við hafa komist nokkuð nálægt þessu. Raganella; hrossabrestur. Eins og flest annað hjá Jóni Leifs er hrossa- bresturinn í yfirstærð og tók þó dá- lítinn tíma fyrir listasmiðinn Tómas B. Þorbjömsson að hanna hann. Incudini; steðjar. Jón gefur þeim ákveðnar tónhæðir. Steðjar hafa í eðli sínu mjög háa tónhæð vegna herslu stálsins sem í þeim er og ef maður hugsar sér að taka tónhæðina niður um 3^4 áttundir þarf að skoða aðra möguleika. Við tókum til þess ráðs að nota stór suðukné sem notuð era af Vatnsveitunni og eyddum nokkrum klukkutímum við að róta í lageram og finna réttar tónhæðir. Slegið er með stálhömram. Petri grande.e piccolo; þ.e. stórir og litlir steinar. Vandamálið við steina er að þeir hljóma oftast nær mjög lítið. Þá skiptir litlu hvursu stórir þeir era, allt og sumt sem heyrist er heldur lágvær dynkur sem nær alls ekki í gegnum hljóm stórrar hljómsveitar sem leikui' af fullum krafti. Aðeins örfáar tegundir steina hafa nokkurn hljóm sem kalla mætti. Sumar þeirra er reyndar hægt að stilla og gera úr því „steinaspir. Steinar þeir sem notaðir eru fundust inni í Hvalfjarð- arbotni og í námunda við Reykholt. Steinarnir koma fyrir bæði baksviðs og á sviði. Legno grande. í raddskrá nokkurra verka Jóns er að finna lýs- ingu á þessu hljóðfæri; „Stór tré- drumbur skellur á trégólf‘. Þar sem flestar uppfærslur á verkum Jóns hafa farið fram í kirkjum þótti betra ráð að nota Mahler-hamar (stór tréhamar) á stóran trékassa. Þetta háværa en áhrifamikla hljóðfæri er, má segja, eitt af einkennishljóðfær- um Jóns og kemur fyiir í mörgum verka hans. Styrkleikamunur er furðu mikill í skrifum Jóns; frá pppp og upp í fff. Tiro grande e piccolo. Þessu lýsir Jón sem „kanonen- und gewáhr- schufie". Ekki er vitað með vissu hvernig hann hafði hugsað sér tæknilega framkvæmd á þessum eff- ektum en þar sem Jón skrifar stund- um sextánduparts-mynstur í mjög hröðu tempói, til að mynda í Heklu, era allar vangaveltur um að hlaða og hleypa af raunveralegum haglabyss- um (hvað þá heldur stórum fall- stykkjum!!) ekki aðeins tilgangslitl- ar heldur frekar fáránlegar. Það kann að vera að Jón hafi vitað af ein- hverju „hljóðfæri" sem skilað hefði svipuðum áhrifum en engar upplýs- ingar er að finna í raddskrám Jóns og okkur hefur ekki lánast að finna það annars staðar. Notaðar era staf- rænt samplaðar byssur sem keyrðar era í gegnum gríðarstórt hijóðkerfi. Þess má geta að hugmyndir Jóns um styrkleikamun á skotum er fólgnar í því að byssurnar eigi að fjarlægjast sviðið svo ná megi minnkandi hljóð- styrk. Auk þessara hljóðfæra má finna til dæmis í tónverkinu Heklu hljóðfæri eins Sírenu og Klukkur. Sirene; sír- ena. Jón gefur henni u.þ.b. 4ra átt- unda tónsvið auk þess sem hún þarf að láta mjög vel að stjórn og geta byrjað og endað í ákveðinni tónhæð á stuttum tónum auk hins týpíska glissando sem hún er þekkt fyrir. Við bragðum á það ráð að nota nýja digital-analog hljóðgervla þar sem þetta er ekki framkvæmanlegt á „venjulegar" sírenur. Campane; klukkur. Líklega hefur hann haft kirkjuklukkur í huga en með tilliti til tónanna sem hann skrifar (C, Fís) myndi vera afar örðugt að með- höndla þær innandyra þar sem hver bjalla vegur u.þ.b. 1 tonn! Notaðar voru stórar plötubjöllur í stað þeirra. Við flutning á nútímatónlist þarf flytjandinn stundum að fara langt út fyrir þann ramma sem tíðkast í öðr- um tegundum tónlistar og er tónlist Jóns Leifs þar engin undantekning, eins og sjá má á ofangreindu. Undir- rituðum þykir mikið við liggja við flutning á verkum Jóns (og á nútíma- tónlist yfirleitt!) að sýn tónskáldsins fái að njóta sín til hins ýtrasta. Öll málamiðlun gæti orðið til þess að rýra fyrir áheyrendum annars ein- staka upplifun. Höfundur er pákuleikari Sinfóníuh\jómsveitar íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.