Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 31

Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUD AGUR 18. ÁGÚST 2000 31 _________________LISTIR Osköp hjartnæmt VsM-2000 Föstudagur 18. ágúst KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó RETURN TO ME ★★ Leikstjóri: Bonnie Hunt. Handrit: Hunt og Don Lake. Aðalhlutverk: Minnic Driver, Davis Duchovny, Carroll O’ Connor, Robert Loggia, Bonnie Hunt og James Belushi. MGM 2000. í ÞESSARI rómantísku gaman- mynd segir frá Bob, sem er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni sem lætur lífið í slysi. Ári seinna kynnist hann ungri stúlku, Grace, sem er hjartaþegi og af einskærri tilviljun ber nú hjarta eiginkonunnar heitinn- ar í brjósti sér. Þessi mynd er svo sannarlega ekk- ert meistaraverk, þótt ýmislegt sé ágætt í henni. Bæði finnst mér til- hugsunin um það að með líffæra- flutningum verður eins dauði annars brauð mjög áhugaverð, og svo er hugmyndin að sama hjartað heilli sama manninn tvisvar afai- róman- Sónötur Beethovens á Skriðuklaustri SIGURÐUR Halldórsson og Daníel Þorsteinsson leika tvær af sónötum Beethovens fyrir selló og píanó á Skriðuklaustri í Fljótsdal á sunnu- daginn, kl. 17.30. Það er Gunnars- stofnun sem stendur fyrir tónleik- unum sem gefa forsmekkinn af fyrirhuguðu tónleikahaldi Sigurðar og Daníels þar sem þeir munu leika sónötur Beethovens fyrir selló og píanó í heild sinni. Á Skriðuklaustri munu þeir leika sónötu í A-dúr opus 69 og sónötu í D-dúr opus 102 nr. 2. Aðgangseyrir er kr. 500. Veiting- astofan Klausturkaffi verður opin í tengslum við tónleikana. tísk og falleg. Þetta tvennt gefur þessari sögu sterkan örlagabrag. En það er lítið sem ekkert unnið með það í þessari mynd, því hún er of saklaus, einföld, bandarísk, átaka- laus, tilviljanakennd, venjuleg og of- ur væmin til að geta sinnt einhverj- um siðferðisátökum eða umvafið efnið suður-amerískum töfraraunsæi sem þessi hjartasaga býður upp á. Handritið eru ekki nógu hnitmið- að, framan af eru engin átök, þar með engin spenna, og þá gerist ekk- ert í rauninni. Eg held að átökin eigi að vera innra með Grace út af örinu sem hún hefur eftir uppskurðinn, en það virkar bara sem pjatt í stelpunni. Myndin verður því heldur til langd- regin, hana mætti þétta alla og til að mynda klippa út helminginn af atrið- unum með gömlu körlunum sem eru hvorki skemmtileg né gera nokkurt gagn. Leikaramir Driver og Duchovny eru furðulegt par og ekki mikið að gerast á milli þeirra. Eg hafði það á tilfinningunni allan tímann að Driver fyndist hún of góð fyrir þetta sak- lausa stelpuhlutverk. Mér fannst James Belushi eiginlega bestur, og finnst að hún hefði frekar átt að ná sér í hann. Þetta er sem sagt ofur venjuleg og saklaus bandarísk ástarmynd, og í rauninni ósköp mikill leikmanna- og sjónvarpsbragur yfir henni. Hún ætti þó að duga fyrir harðkjama of- urrómantíkera. Hildur Loftsdóttir ---------------- * Tríó Oskars Guðjónssonar á Jómfrúnni TÓLFTU sumartónleikar veitinga- hússins Jómfrúrinnar við Lækjar- götu fara fram laugardaginn 19. júlí, kl. 16-18. Að þessu sinni kemur fram tríó saxófónleikarans Óskars Guð- jónssonar. Með Óskari leika Eðvarð Lárusson á gítar og Matthías Hem- stock á trommur. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. MIÐBAKKI REYKJAVÍKURHAFNAR KL. 16-24 Eldur í afli Sem hluti af hátíð eldsins verða eldsmiðir að störfum á miöbakka Reykjavíkurhafnar dagana 18.-19. ágúst. Eldsmíðin er ein elsta iðn- greinin og hún hefur séð öðrum greinum fyrir verkfærum auk verk- færa fyrir landbúnað og hernað. En þrátt fyrir miklar framfarir á öllum sviðum síðustu þrjár aldir hefur eldsmíðin lítiö breyst frá upphafi járnaldar fyrir 2500 árum, enn eru sömu verkfæri undirstaða smiðs- ins, þ.e. hamar, steðji, físibelgur, kol og afl. REYKJAVÍKURHÖFN KL. 14-24 Logandi list Á afmælisdegi borgarinnar stendur Leirlistarfélagiö fyrir sýningu á brennslu listmuna við Reykjavíkur- höfn, en viðburðurinn er hluti af há- tíð eldsins. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is. LAUGARDALSHOLL KL. 17 OG 21 Baldur Tónlistin er eftir Jón Leifs en einn fremsti danshöfundur Evrópu, Finn- inn Jorma Uotinen sér um svið- setningu og hefur stillt saman strengi íslenska dansflokksins og Finnska þjóöarballettsins. Sinfón- íuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Leif Segerstam og Schola Cantorum syngur undir stjórn Harð- ar Áskelssonar. Einsöngvari er Loftur Erlingsson. PERLAN KL. 15 Vatnspósturinn: Vatnsstrókur Stjórn Vatnsveitu Reykjavíkur efndi til hugmyndasamkeppni um gerð vatnspósta í Reykjavík í tilefni af 90 ára afmæli Vatnsveitu Reykja- víkur 1999. Alls bárust í sam- keppnina 138 tillögur. Úr þessum hópi valdi dómnefndin 4 tillögur til Eldsmiður hamrar járnið. frekari útfærslu. Þremur af þeim hefur nú þegar verið komið upp, en síðasta tillagan Vatnsstrókurinn eftir Önnu Lísu Sigmarsdóttur og Matthew Rohrbach verður sett upp á afmælisdegi borgarinnar. LISTASAFN REYKJVÍKUR - HAFNAR- HÚS KL. 15 Vígsla Grófarhússins Formleg opnun Grófarhússins við Tryggvagötu 15, sem hýsir aðal- safn Borgarbókasafnsins, Borgar- skjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur verður á afmælisdegi Reykjavíkur. Við sama tækifæri verða bókmenntaverölaun Tómasar Guömundssonar árið 2000 afhent og starfslaun til listamanna og tónlistarhóps úthlutað. Athöfnin fer fram í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi en að henni lokinni verður gengið yfir í hin nýju heimkynni. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is. Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson. Vestfirskir sveiflukapp- ar og sígaunadjass TðNLIST Geislaplötur DJASS Villi Valli og félagar Villi Valli tenórsaxófón, harmon- ikku og píanó, Eyþór Gunnarsson pianó, harmónikku, kongótromm- ur, tambúrínu og marimba, Ámi Scheving víbrafón, Edvard Lárus- son gítar og mandólín, Þórður Högnason bassa, Birgir Baldursson og Einar Valur Scheving trommur, Veigar Margeirsson trompet, Her- dís Jónsdóttir víólu, Egill Ólafsson og Ylfa Mist Helgadóttir söngur. Hljóðritað í Reykjavík og gefið út afVVV 2000. ÉG man fyrst eftir Villa Valla ungur drengur í Bolungarvík. Sax- inn hans var gullinn og hljómsveitin í glæsilegum búningum, en því mið- ur var ég of ungur til að fara á ballið og heyra tónlistina. Skömmu síðar fluttist ég suður en allar götur síðan vissi ég af Villa Valla - djasskóngin- um á Vestfjörðum. Ég held ég hafi fyrst heyrt Villa Valla leika á Norrænum útvarps- djassdögum í Reykjavík árið 1990. Þá stóð Guðmundur heitinn Ingólfs- son fyrir miklu píanókvöldi í Duus- húsi og var leikið á Steinway flygil Heita pottsins og Roland rafpíanó. Ymsir komu og léku með Guðmundi en einn var tregur í taumi. Hann var bara að hlusta. Guðmundur gaf sig þó ekki og að lokum lét Villi Valli undan og lék Lady Be Good með Ingólfssyni. Seinna heyrði ég hann leika á tenórsaxófón, nikku og píanó í Bolungarvík með félögum sínum, ma. Ólafi Kristjánssyni, píanista og bæjarstjóra. Loksins er kominn út hljómdiskur með Vila Valla, gefinn út í tilefni sjötugsafmælis hans, og geymir hann þrettán lög eftir Villa, þar af eitt í tveimur útgáfum. Rúmur helmingur er af djassættinni, hitt glansfín dansmúsík. Villi Valli var alltaf fyrst og fremst djassleikari í hjarta sínu, en hann lék fyrir dansi alla tíð með hljómsveit sinni og það þýddi ekkert að bjóða upp á djass- inn nema í bland. Með Villa Valla leika á þessum diski margir af betri djassleikurum okkar og í fyrsta laginu, 3. des, blæs Veigar Margeirsson trompetsóló og Árni Scheving slær víbrafónsóló. Sjálfur blæs Villi í tenórsaxafóninn á sinn persónulega hátt, en heyra má að hann snertir saxófóninn ekki löngum,enda fá tækifæri að djassa vestra og haldið á nikku þá leikið er fyrir dansi. 3. des er ekta Vestur- strandarópus með Mulligönsku ívafi. Villi blæs í saxinn í tveimur öðrum lögum: Septembersömbu, bossa nova a la Getz og Tilraun, sem er sveifluópus. Þar eru Árni og Ein- ar Valur Scheving einnnig einleikar- ar og Þórður Högnason eflir sveifl- una að vanda. Villi Valli er glettilega góður harmonikkuleikari og tekst einstak- lega vel að ná ljúfsárum ballöðutóni einsog í lokalaginu, dúói með Ed- vardi Lárussyni: Þegar fuglarnir eru sofnaðir. Það er létt djasssveifla í 9. febrúar og Við uppvaskið og rýþmablúsinn stingur upp kollinum í Sveitaballi. Önnur nikkulög eru öll í heimi dansins og ættu þeir sem hafa gaman af fyrsta flokks dans- tónlist að lifna við að heyra þau. Villi Valli hefur leikið mikið á píanó undh' borðum hin síðari ár og á disknum er eitt píanólag: Sendl- ingarnir. Er það í barrokstíl, en minnir þó í mörgu meira á Jan Johansson en Jacques Louisser. Þesi diskur gefur góða mynd af djassskotinni danstónlist liðinna ára, lögin og hljóðfæraleikur allur á hinum Ijúfu nótum og upptökustjór- inn, Eyþór Gunnarsson, heldur utan um tónlistina af alþekktri smekkvísi. Tríó Ólafs Kristjánssonar Ólafur Kristjánsson píanó, Bjarni Sveinbjörnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Edda Borg syngur tvö lög. Tekið upp í Bolungarvík 1999. Útgefið af Cordana árið 2000. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, er slyngur djasspían- isti og lék um árabil með hljómsveit Villa Valla. Hann hefur nú sent frá sér disk þar sem hann leikur gamla og góða standarda, þjóðlagið vin- sæla frá Álandseyjum, Hvem kan segla forutan vind, svo og Misty eft- ir Erroll Garner og Hymn To Freedom eftir Oscar Peterson, en áhrifa þessara píanista gætir mjög í leik Ólafs auk blokkhljómameistar- ans George Shearings. Dóttir Ólafs, Edda Borg, syngur á disknum Cheek To Cheek og It’s Only a Paper Moon af góðum þokka og hrynsveitin, Bjarni Sveinbjörns- son bassaleikari og Pétur Grétars- son trommari, halda sveiflunni gangandi. Það má að sjálfsögðu heyra að Ól- afur Kristjánsson er ekki lengur at- vinnuhljómlistamaður og á stundum er hann dálítið hikandi í píanóleik sínum, en þegar honum tekst best upp sýður á keipum. Tvö lög þykja mér bera af hjá Ól- afi og bæði eru þau af ballöðuætt- inni: Don’t Blame Me eftir Jimmy McHuge og I Fall In Lpve Too Eas- ily eftir June Styne. Ólafur leikur þau meðalhratt og kryddar með Garnerisma, sér í lagi hið síðara. Það fer vel á því. Garner nær aldrei yfirhöndinni og hætt er við að ef Ól- afur hefði leikið lögin hægt hefði borðhaldspíanóið ríkt ofar sveifl- unni, en hún er aðall Ólafs. Kuran Swing Kuran Swing: Szymon Kuran, Dan Cassidy fiðlur, Björn Thoroddsen og Ólafur Þórðarson gftara og Bjarni Sveinbjörnsson bassa. Hljóðritað í Reykjavík í mars 2000. Útgefið af Kaupþingi. Þetta er annar diskur hins vin- sæla sígunasveiflubands Kuran Swing. Sá fyrri kom út árið 1992 og var þá bassaleikari Þórður Högna- son og Magnús Einarsson lék á mandólín. Szymon leikur á fiðlu í flestum laganna, en stundum hleypur Dan Cassidy í skarðið. Þeir eru ólíkir fiðlarar. Szymon með klassískari tón og sterkari í rómantískum ballöðu- leik en Dan með djassaðri tón og sterkari sveiflu. Rýþminn er ekki nógu sterkur hjá Kuran Swing og þrátt fyrir stúdíótöfra hefði að ósekju mátt bæta við sterkum hryn- gítarista. Sólóar Bjöms bera af öðru á disknum og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Ég hefði kosið að Kuran Swing diskurinn hefði verið tekinn upp á klúbbi, því þar hef ég heyrt hljóm- sveitina besta. Þegar góð stemmn- ing er í salnum magnast þeir félagar allir og Ólafur Þórðarson þríeflist. Lögin eru flest gamlir kunningjar - þó eru tvö lög eftir þá hvorn Björn Thoroddsen og Ólaf Þórðarson. Aft- ur á móti hafa orðið þau mistök á plötuumslagi að Autum Leaves er eignað Johnny Mercher, er gerði enska textann við lagið, sem Frakk- inn Josep Kosma samdi, og þar að auki eru allar upplýsingar í skötulíki ólíkt því sem er á diskum Vestfirð- inganna. Eins og á diski Ólafs Kristjáns- sonar finnst mér tvö lög bera af á Kuran Swing diskinum og bæði eru þau í stjömumerki Bjöms Thorodd- sens. Hið fyrra er slagarinn gamli All Of Me, og þarf mikið til að ég kveiki þegar hann er spilaður - svo inngrónar em túlkanir Louis Arm- strong frá 1932 og 1955 á söngdans- inum í heilabúi mínu. En Bjöm Thoroddsen er galdramaður þegar hann er í ham og bæði túlkun laglínu og spuninn brilljant. Eins er um lag hans Tangó. Það er hvorki frumlegt né merkilegt á annan máta en þann, að maður gæti ímyndað sér að Django hefði samið það og Hot Club Of France hljóðritað - en svo er ekki. Þetta er ekta Bjössi Thor. En vel að merkja: Þarf drengurinn ekki að fara að hljóðrita disk sem endur- speglai' hæfileika hans að fullu. Kur- an Swing og Guitar Islandico eru ljúf fyrirbrigði og skemmtileg - en Björn Thoroddsen á eftir að stökkva - Jazz Guitar diskur hans var aðeins gott tilhlaup. Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.