Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUD AGUR 18. ÁGÚST 2000 31 _________________LISTIR Osköp hjartnæmt VsM-2000 Föstudagur 18. ágúst KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó RETURN TO ME ★★ Leikstjóri: Bonnie Hunt. Handrit: Hunt og Don Lake. Aðalhlutverk: Minnic Driver, Davis Duchovny, Carroll O’ Connor, Robert Loggia, Bonnie Hunt og James Belushi. MGM 2000. í ÞESSARI rómantísku gaman- mynd segir frá Bob, sem er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni sem lætur lífið í slysi. Ári seinna kynnist hann ungri stúlku, Grace, sem er hjartaþegi og af einskærri tilviljun ber nú hjarta eiginkonunnar heitinn- ar í brjósti sér. Þessi mynd er svo sannarlega ekk- ert meistaraverk, þótt ýmislegt sé ágætt í henni. Bæði finnst mér til- hugsunin um það að með líffæra- flutningum verður eins dauði annars brauð mjög áhugaverð, og svo er hugmyndin að sama hjartað heilli sama manninn tvisvar afai- róman- Sónötur Beethovens á Skriðuklaustri SIGURÐUR Halldórsson og Daníel Þorsteinsson leika tvær af sónötum Beethovens fyrir selló og píanó á Skriðuklaustri í Fljótsdal á sunnu- daginn, kl. 17.30. Það er Gunnars- stofnun sem stendur fyrir tónleik- unum sem gefa forsmekkinn af fyrirhuguðu tónleikahaldi Sigurðar og Daníels þar sem þeir munu leika sónötur Beethovens fyrir selló og píanó í heild sinni. Á Skriðuklaustri munu þeir leika sónötu í A-dúr opus 69 og sónötu í D-dúr opus 102 nr. 2. Aðgangseyrir er kr. 500. Veiting- astofan Klausturkaffi verður opin í tengslum við tónleikana. tísk og falleg. Þetta tvennt gefur þessari sögu sterkan örlagabrag. En það er lítið sem ekkert unnið með það í þessari mynd, því hún er of saklaus, einföld, bandarísk, átaka- laus, tilviljanakennd, venjuleg og of- ur væmin til að geta sinnt einhverj- um siðferðisátökum eða umvafið efnið suður-amerískum töfraraunsæi sem þessi hjartasaga býður upp á. Handritið eru ekki nógu hnitmið- að, framan af eru engin átök, þar með engin spenna, og þá gerist ekk- ert í rauninni. Eg held að átökin eigi að vera innra með Grace út af örinu sem hún hefur eftir uppskurðinn, en það virkar bara sem pjatt í stelpunni. Myndin verður því heldur til langd- regin, hana mætti þétta alla og til að mynda klippa út helminginn af atrið- unum með gömlu körlunum sem eru hvorki skemmtileg né gera nokkurt gagn. Leikaramir Driver og Duchovny eru furðulegt par og ekki mikið að gerast á milli þeirra. Eg hafði það á tilfinningunni allan tímann að Driver fyndist hún of góð fyrir þetta sak- lausa stelpuhlutverk. Mér fannst James Belushi eiginlega bestur, og finnst að hún hefði frekar átt að ná sér í hann. Þetta er sem sagt ofur venjuleg og saklaus bandarísk ástarmynd, og í rauninni ósköp mikill leikmanna- og sjónvarpsbragur yfir henni. Hún ætti þó að duga fyrir harðkjama of- urrómantíkera. Hildur Loftsdóttir ---------------- * Tríó Oskars Guðjónssonar á Jómfrúnni TÓLFTU sumartónleikar veitinga- hússins Jómfrúrinnar við Lækjar- götu fara fram laugardaginn 19. júlí, kl. 16-18. Að þessu sinni kemur fram tríó saxófónleikarans Óskars Guð- jónssonar. Með Óskari leika Eðvarð Lárusson á gítar og Matthías Hem- stock á trommur. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. MIÐBAKKI REYKJAVÍKURHAFNAR KL. 16-24 Eldur í afli Sem hluti af hátíð eldsins verða eldsmiðir að störfum á miöbakka Reykjavíkurhafnar dagana 18.-19. ágúst. Eldsmíðin er ein elsta iðn- greinin og hún hefur séð öðrum greinum fyrir verkfærum auk verk- færa fyrir landbúnað og hernað. En þrátt fyrir miklar framfarir á öllum sviðum síðustu þrjár aldir hefur eldsmíðin lítiö breyst frá upphafi járnaldar fyrir 2500 árum, enn eru sömu verkfæri undirstaða smiðs- ins, þ.e. hamar, steðji, físibelgur, kol og afl. REYKJAVÍKURHÖFN KL. 14-24 Logandi list Á afmælisdegi borgarinnar stendur Leirlistarfélagiö fyrir sýningu á brennslu listmuna við Reykjavíkur- höfn, en viðburðurinn er hluti af há- tíð eldsins. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is. LAUGARDALSHOLL KL. 17 OG 21 Baldur Tónlistin er eftir Jón Leifs en einn fremsti danshöfundur Evrópu, Finn- inn Jorma Uotinen sér um svið- setningu og hefur stillt saman strengi íslenska dansflokksins og Finnska þjóöarballettsins. Sinfón- íuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Leif Segerstam og Schola Cantorum syngur undir stjórn Harð- ar Áskelssonar. Einsöngvari er Loftur Erlingsson. PERLAN KL. 15 Vatnspósturinn: Vatnsstrókur Stjórn Vatnsveitu Reykjavíkur efndi til hugmyndasamkeppni um gerð vatnspósta í Reykjavík í tilefni af 90 ára afmæli Vatnsveitu Reykja- víkur 1999. Alls bárust í sam- keppnina 138 tillögur. Úr þessum hópi valdi dómnefndin 4 tillögur til Eldsmiður hamrar járnið. frekari útfærslu. Þremur af þeim hefur nú þegar verið komið upp, en síðasta tillagan Vatnsstrókurinn eftir Önnu Lísu Sigmarsdóttur og Matthew Rohrbach verður sett upp á afmælisdegi borgarinnar. LISTASAFN REYKJVÍKUR - HAFNAR- HÚS KL. 15 Vígsla Grófarhússins Formleg opnun Grófarhússins við Tryggvagötu 15, sem hýsir aðal- safn Borgarbókasafnsins, Borgar- skjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur verður á afmælisdegi Reykjavíkur. Við sama tækifæri verða bókmenntaverölaun Tómasar Guömundssonar árið 2000 afhent og starfslaun til listamanna og tónlistarhóps úthlutað. Athöfnin fer fram í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi en að henni lokinni verður gengið yfir í hin nýju heimkynni. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is. Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson. Vestfirskir sveiflukapp- ar og sígaunadjass TðNLIST Geislaplötur DJASS Villi Valli og félagar Villi Valli tenórsaxófón, harmon- ikku og píanó, Eyþór Gunnarsson pianó, harmónikku, kongótromm- ur, tambúrínu og marimba, Ámi Scheving víbrafón, Edvard Lárus- son gítar og mandólín, Þórður Högnason bassa, Birgir Baldursson og Einar Valur Scheving trommur, Veigar Margeirsson trompet, Her- dís Jónsdóttir víólu, Egill Ólafsson og Ylfa Mist Helgadóttir söngur. Hljóðritað í Reykjavík og gefið út afVVV 2000. ÉG man fyrst eftir Villa Valla ungur drengur í Bolungarvík. Sax- inn hans var gullinn og hljómsveitin í glæsilegum búningum, en því mið- ur var ég of ungur til að fara á ballið og heyra tónlistina. Skömmu síðar fluttist ég suður en allar götur síðan vissi ég af Villa Valla - djasskóngin- um á Vestfjörðum. Ég held ég hafi fyrst heyrt Villa Valla leika á Norrænum útvarps- djassdögum í Reykjavík árið 1990. Þá stóð Guðmundur heitinn Ingólfs- son fyrir miklu píanókvöldi í Duus- húsi og var leikið á Steinway flygil Heita pottsins og Roland rafpíanó. Ymsir komu og léku með Guðmundi en einn var tregur í taumi. Hann var bara að hlusta. Guðmundur gaf sig þó ekki og að lokum lét Villi Valli undan og lék Lady Be Good með Ingólfssyni. Seinna heyrði ég hann leika á tenórsaxófón, nikku og píanó í Bolungarvík með félögum sínum, ma. Ólafi Kristjánssyni, píanista og bæjarstjóra. Loksins er kominn út hljómdiskur með Vila Valla, gefinn út í tilefni sjötugsafmælis hans, og geymir hann þrettán lög eftir Villa, þar af eitt í tveimur útgáfum. Rúmur helmingur er af djassættinni, hitt glansfín dansmúsík. Villi Valli var alltaf fyrst og fremst djassleikari í hjarta sínu, en hann lék fyrir dansi alla tíð með hljómsveit sinni og það þýddi ekkert að bjóða upp á djass- inn nema í bland. Með Villa Valla leika á þessum diski margir af betri djassleikurum okkar og í fyrsta laginu, 3. des, blæs Veigar Margeirsson trompetsóló og Árni Scheving slær víbrafónsóló. Sjálfur blæs Villi í tenórsaxafóninn á sinn persónulega hátt, en heyra má að hann snertir saxófóninn ekki löngum,enda fá tækifæri að djassa vestra og haldið á nikku þá leikið er fyrir dansi. 3. des er ekta Vestur- strandarópus með Mulligönsku ívafi. Villi blæs í saxinn í tveimur öðrum lögum: Septembersömbu, bossa nova a la Getz og Tilraun, sem er sveifluópus. Þar eru Árni og Ein- ar Valur Scheving einnnig einleikar- ar og Þórður Högnason eflir sveifl- una að vanda. Villi Valli er glettilega góður harmonikkuleikari og tekst einstak- lega vel að ná ljúfsárum ballöðutóni einsog í lokalaginu, dúói með Ed- vardi Lárussyni: Þegar fuglarnir eru sofnaðir. Það er létt djasssveifla í 9. febrúar og Við uppvaskið og rýþmablúsinn stingur upp kollinum í Sveitaballi. Önnur nikkulög eru öll í heimi dansins og ættu þeir sem hafa gaman af fyrsta flokks dans- tónlist að lifna við að heyra þau. Villi Valli hefur leikið mikið á píanó undh' borðum hin síðari ár og á disknum er eitt píanólag: Sendl- ingarnir. Er það í barrokstíl, en minnir þó í mörgu meira á Jan Johansson en Jacques Louisser. Þesi diskur gefur góða mynd af djassskotinni danstónlist liðinna ára, lögin og hljóðfæraleikur allur á hinum Ijúfu nótum og upptökustjór- inn, Eyþór Gunnarsson, heldur utan um tónlistina af alþekktri smekkvísi. Tríó Ólafs Kristjánssonar Ólafur Kristjánsson píanó, Bjarni Sveinbjörnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Edda Borg syngur tvö lög. Tekið upp í Bolungarvík 1999. Útgefið af Cordana árið 2000. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, er slyngur djasspían- isti og lék um árabil með hljómsveit Villa Valla. Hann hefur nú sent frá sér disk þar sem hann leikur gamla og góða standarda, þjóðlagið vin- sæla frá Álandseyjum, Hvem kan segla forutan vind, svo og Misty eft- ir Erroll Garner og Hymn To Freedom eftir Oscar Peterson, en áhrifa þessara píanista gætir mjög í leik Ólafs auk blokkhljómameistar- ans George Shearings. Dóttir Ólafs, Edda Borg, syngur á disknum Cheek To Cheek og It’s Only a Paper Moon af góðum þokka og hrynsveitin, Bjarni Sveinbjörns- son bassaleikari og Pétur Grétars- son trommari, halda sveiflunni gangandi. Það má að sjálfsögðu heyra að Ól- afur Kristjánsson er ekki lengur at- vinnuhljómlistamaður og á stundum er hann dálítið hikandi í píanóleik sínum, en þegar honum tekst best upp sýður á keipum. Tvö lög þykja mér bera af hjá Ól- afi og bæði eru þau af ballöðuætt- inni: Don’t Blame Me eftir Jimmy McHuge og I Fall In Lpve Too Eas- ily eftir June Styne. Ólafur leikur þau meðalhratt og kryddar með Garnerisma, sér í lagi hið síðara. Það fer vel á því. Garner nær aldrei yfirhöndinni og hætt er við að ef Ól- afur hefði leikið lögin hægt hefði borðhaldspíanóið ríkt ofar sveifl- unni, en hún er aðall Ólafs. Kuran Swing Kuran Swing: Szymon Kuran, Dan Cassidy fiðlur, Björn Thoroddsen og Ólafur Þórðarson gftara og Bjarni Sveinbjörnsson bassa. Hljóðritað í Reykjavík í mars 2000. Útgefið af Kaupþingi. Þetta er annar diskur hins vin- sæla sígunasveiflubands Kuran Swing. Sá fyrri kom út árið 1992 og var þá bassaleikari Þórður Högna- son og Magnús Einarsson lék á mandólín. Szymon leikur á fiðlu í flestum laganna, en stundum hleypur Dan Cassidy í skarðið. Þeir eru ólíkir fiðlarar. Szymon með klassískari tón og sterkari í rómantískum ballöðu- leik en Dan með djassaðri tón og sterkari sveiflu. Rýþminn er ekki nógu sterkur hjá Kuran Swing og þrátt fyrir stúdíótöfra hefði að ósekju mátt bæta við sterkum hryn- gítarista. Sólóar Bjöms bera af öðru á disknum og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Ég hefði kosið að Kuran Swing diskurinn hefði verið tekinn upp á klúbbi, því þar hef ég heyrt hljóm- sveitina besta. Þegar góð stemmn- ing er í salnum magnast þeir félagar allir og Ólafur Þórðarson þríeflist. Lögin eru flest gamlir kunningjar - þó eru tvö lög eftir þá hvorn Björn Thoroddsen og Ólaf Þórðarson. Aft- ur á móti hafa orðið þau mistök á plötuumslagi að Autum Leaves er eignað Johnny Mercher, er gerði enska textann við lagið, sem Frakk- inn Josep Kosma samdi, og þar að auki eru allar upplýsingar í skötulíki ólíkt því sem er á diskum Vestfirð- inganna. Eins og á diski Ólafs Kristjáns- sonar finnst mér tvö lög bera af á Kuran Swing diskinum og bæði eru þau í stjömumerki Bjöms Thorodd- sens. Hið fyrra er slagarinn gamli All Of Me, og þarf mikið til að ég kveiki þegar hann er spilaður - svo inngrónar em túlkanir Louis Arm- strong frá 1932 og 1955 á söngdans- inum í heilabúi mínu. En Bjöm Thoroddsen er galdramaður þegar hann er í ham og bæði túlkun laglínu og spuninn brilljant. Eins er um lag hans Tangó. Það er hvorki frumlegt né merkilegt á annan máta en þann, að maður gæti ímyndað sér að Django hefði samið það og Hot Club Of France hljóðritað - en svo er ekki. Þetta er ekta Bjössi Thor. En vel að merkja: Þarf drengurinn ekki að fara að hljóðrita disk sem endur- speglai' hæfileika hans að fullu. Kur- an Swing og Guitar Islandico eru ljúf fyrirbrigði og skemmtileg - en Björn Thoroddsen á eftir að stökkva - Jazz Guitar diskur hans var aðeins gott tilhlaup. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.