Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FRAMSÓKNARFLOKKU Rl N N t
OG EVRÓPA
111
v 8V5V S- rloo&
■■ >A# ' ■ </S*
Dóra og dvergarnir láta ekki staðar numið fyrr en þeim hefur líka tekist að koma auð-
lindinni í hendur fínu sægreifanna í Brussel.
Breyting hefur orðið á náttúrufari í Viðey
Vaxandi trjágróður
og sinfónía mófuglsins
MIKIL breyting hefur orðið á
náttúrufari í Viðey að sögn sr.
Þóris Stephensen staðarhaldara.
Trjáplöntur, bæði víðir og birki,
eru farnar að vaxa víðs vegar um
eyjuna.
Þórir segir að í sumar hafi
mátt sjá æ betur trjáplöntur
koma upp úr grasinu víðs vegar
um eyjuna sem sumar væru þegar
orðnar mannhæðarháar. Fuglalíf-
ið í Viðey er líka orðið til muna
fjölskrúðugra en áður var.
„Hreinsunardeild Reykjavíkur-
borgar er búin að ná þeim ár-
angri í vargeyðingu í Viðey, að
mávurinn er allur að hopa burt
og við það hefur komið upp heil
sinfónía af söng mófuglsins. Það
hefur verið mikill og yndislegur
fuglasöngur hér í sumar. Svo hef-
ur einnig orðið breyting hvað æð-
arkollurnar varðar. Venjulega sá-
ust þær aðeins með einn unga eða
engan en núna hefur mátt sjá þær
með fjóra eða fímm unga,“ sagði
Þórir. Á myndinni standa Þórir
og Ragnar Sigurjónsson ráðsmað-
ur við myndarlegan víði sem
dafnar vel í Viðey.
Sætafjöldi takmarkaður í fluginu
FLUGFELAG íslands hefur orðið að
takmarka sætafjölda vegna viðgerða
á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Áma
Gunnarssonar, sölu- og markaðs-
stjóra félagsins, verða tvær aðal-
brautir vallarins að mestu leyti lokað-
ar í tvær vikur.
„Það er verið að vinna að endur-
bótum á tveimur aðalbrautum vallar-
ins. Þess vegna verðum við að notast
við styttri braut. Hún er ekki nógu
löng til þess að taka af stað með full-
fermi,“ segir Árni. Að hans sögn er
sætafjöldi Fokker 50 véla félagsins
takmarkaður við 40 sæti. „Undir eðli-
legum kringumstæðum taka Fokker
50 vélarnar fimmtíu manns í sæti en
við verðum að fljúga með tíu sæti laus
vegna framkvæmdanna.
Sætafjöldi Metro vélanna hefur
einnig verið takmarkaður við fjórtán
sæti í stað nítján. Ef veðurskilyrði eru
slæm þá getur verið að við verðum að
takmarka sætafjöldann enn frekar.“
Að sögn Ama geta framkvæmdim-
ar raskað áætlunum félagsins. Hann
segir takmörkunina valda tekjutapi
hjá félaginu. „Við gætum verið að
selja þessi sæti, en sætaframboð
vegna framkvæmdanna hefur dregist
saman um 20%. Þetta hefur því haft
töluverð áhrif á söluna hjá okkur,“
segir Ami.
Hvaó er frétta af mölflugum?
Ullarmölur orð-
inn sjaldgæfur
Erling Ólafsson
OLFLUGUR
vom á árum áður
fyrirfei'ðarmiklar
í híbýlum manna á Islandi.
Fólk var gjarnan að reyna
að fæla þær frá ullarfatn-
aði með mölkúlum en nú
er langt um liðið síðan
mölkúlur vora eftirsótt
vara í íslenskum verslun-
um. En skyldu
mölflugurnar þá vera út-
dauðar á Islandi. Því svar-
ar Erling Olafsson skor-
dýrafræðingur hjá
Náttúrafræðistofnun Is-
lands.
„Nei. Til era nokkrar
tegundir fiðrilda sem í
daglegu tali era kallaðar
mölflugur. Sumar lifa á
matvælum okkar en aðrar
frekar á ullar- og skinna-
vöru. Þeim eram við að beina at-
hyglinni að núna. Þær lifa enn en
tilvera þeirra er ekki jafntrygg
og áður vegna þess að við höfum
breytt um efnisval í fötum okkar.
Nú er það ekki lengur „föður-
landið“ sem liggur niðurpakkað í
skápum eða skúffum heldur
gerviefni og bómull.“
- Eru menn þá hættir að eitra
fyiir mölflugum ?
„Reyndar ekki, því að þær haf-
ast við í híbýlum okkar við sér-
stakar aðstæður. Þær geta lifað
t.d. í ullarteppum eða veggtepp-
um, eins eru í gömlum húsum
vatnslagnir í veggjum gjarnan
einangraðar með ullarfóðri og við
slíkar aðstæður hafa stundum
komið upp vandamál með möl-
flugur. Þar er þá fyrst og fremst
hinn svokallaði fatamölur sem
þar er á ferðinni. Hann er ein af
fjóram tegundum sem geta lifað
á dýraháram. Hinar tegundirnar
eru ullaimölur, húsmotti og
gestamotti."
- Líta þessi fiðrildi öll eins út?
„Þau eru hvert með sínum ein-
kennum. Fatamölurinn er auð-
þekktur, hann er einlitur, gulur á
lit og mun minni en hinar
tegundirnar. Ullarmölurinn er
grábrúnn, nánast „sanseraður" á
lit og stærri. í dag heldur hann
meira til í gripahúsum, fjósum og
jafnvel úti í náttúrunni í hreiðr-
um fugla. Hann lifir á fiðri ekki
síður en ull.“
-Eru þetta meindýr í þeim
skilningi að af þeim geti stafað
hætta?
„Þessi skordýr valda spjöllum
en eru ekki hættuleg heilsu
manna.“
- Ætli ullarmölurinn sé land-
námsskordýr?
„Þessar tegundir hafa allar
borist til landsins með mönnum
en engar heimildir eru um hve
lengi þær hafa verið hér. Allir
annálar og eldri skrif fjalla frekar
um grasmaðk sem olli skaða á
túnum og haga.“
- Hvenær fara fyrst sögur af
ullarmöl á íslandi?
„Árið 1944 getur Geir Gígja um
fatamöl í bók um meindýr í hús-
um og gróðri og telur
tegundina hafa fundist
hér á suðausturlandi.
Líklega hefur mölflug-
an sem kölluð er (ull-
armölurinn) gert mest
vart við sig um miðja
20. öldina. Þá tóku allir
skápar að lykta af mölkúlum."
- Hvað eru mölkúlur?
„Það er efni sem heitir naftalín
og það fælir ullarmölinn frá ull-
inni, hann fer ekki í skápinn."
- Hvaða efni eru notuð til að
eitra fyrir mölflugum ?
„Til era mismunandi efni. Eg
mæli ekki með neinu sérstöku
► Erling Ólafsson fæddist 28.
september 1949. Hann lauk
stúdentsprófí frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1969 og B.S.-
prófí í líffræði frá Háskóla ís-
íands 1972. Hann tók doktor-
spróf frá háskólanum í Lundi í
Svíþjóð árið 1991. Hann hefur
starfað frá 1978 á Náttúrufræð-
istofnun íslands og hefur þar
umsjón með skordýrarannsókn-
um og skordýrasöfhun. Erling er
kvæntur Margréti Sigur-
geirsdóttur kennara og eiga þau
þrjú börn.
þeirra. Ég mæli bara með því að
menn fái sér vandvirkan
meindýraeyði sem kann til verka
ef þeir verða varir við mölflugur.
Meðferða þessara eiturefna er
háð sérstöku leyfi sem Hollustu-
vernd gefur út. Sumir era að
kaupa sjálfir eiturefni á úðabrús-
um en þau duga ekki til alvöra
herferðar í híbýlum."
-Eru mölflugur algengar er-
lendis?
„Já, það eru þær. Þetta eru
tegundir sem berast með mann-
inum hvert sem hann fer og era
þá innanhúss. í kyntum húsum
eiga fiðrildin að þrífast svo fram-
arlega sem þau hafa aðgang að
ull, fiðri og dýraháram."
- Hvað er að segja um þessa-
motta?
„Þeir eru mun fjölhæfari í
fæðuvali. Auk þess að, lifa á ullar-
vöranni fara þeir líka í alls kyns
mjölvöra. Gestamottinn er mjög
algengur í mjölfóðurgeymslum í
gripahúsum til sveita. Húsmott-
inn er meira í híbýlum, oftast í
gömlum kjallarageymslum þar
sem nóg er af drasli sem aldrei er
hreyft við, þar er hans heimur.“
- Er tilvist mölflugna á heimil-
um merki um söðaskap?
„Nei, ég vil ekki kalla það sóða-
skap þótt menn eigi mikið af
gömlum hlutum.“
- Hvað með söfn, er þetta ekki
skaðvaldur þar?
„Ég get varla svarað öðruvísi
en svo að ég hef ekki haft af því
spurnir. Hins vegar veit ég að ull-
armölur og fatamölur
hafa alla burði til að
valda óskunda bæði í
náttúragripasöfnum
og minjasöfnum, t.d.
þar sem gamall ullar-
útsaumur og gripir eru
og uppstoppaðir fuglar
og dýr.“
- Er oft leitað til þín sem skor-
dýrafræðings vegna þessara
meindýra?
„Fatamölurinn kemur nokkuð
reglulega inn á mitt borð en ull-
armölur afar sjaldan. Algengari
eru tegundir sem lifa á mat- og
kornvöru.“
Gæti valdið
óskunda
í náttúru-
gripa- og
minjasöfnum