Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Afli beitt á
Austurlandi
/
„ Við hverju bjóstfólkið eiginlega? Atti
það raunverulega von á því að komast
upp með að breyta samtökum náttúru-
verndarsinna í samtök virkjunarsinna
ogfá svo klapp á bakið á eftir? Hvað var
unnið með þessum barnaskap? Skipti
einhver umhverfissinninn um skoðun?
/
Er einhver Islendingur svo skyni skropp-
inn að halda að Náttúruverndarsamtök
Austurlands hafi snúið algjörlega við
blaðinu í umhverfismálum?“
Eftir Hönnu
Katrínu Frið-
riksen
Sá skrípaleikur virkjun-
arsinnaðra félaga úr
samtökunum Afl fyrir
Austurland að skrá
sig í Náttúruverndar-
samtök Austurlands (NAUST)
og mæta á aðalfund til að um-
turna stefnu samtakanna á von-
andi eftir að draga dilk á eftir
sér fyrir þá. Fyrir aðalfundinn,
þegar menn höfðu áttað sig á að
VKHORF SRSfa
skráð sig í
stórum stíl í
NAUST, hélt
stjórnarfor-
maður Afls fyrir Austurland því
fram í Morgunblaðinu að ekki
væri um tilraun til yfirtöku á
Náttúruvemdarsamtökum Aust-
urlands að ræða (Kannski vegna
þess að stjórnarformaðurinn
gerði sér grein fyrir því að ekki
yrði um stjórnarkjör að ræða á
fundinum, stjórn NAUST situr
til þriggja ára og var síðast kos-
in fyrir ári). Stjórnarformaður-
inn sagði Náttúruverndar-
samtök Austurlands hafa ágæt
markmið og lög, þar sem segði
m.a. að þau ætluðu að stuðla að
skynsamlegri nýtingu
náttúruauðlinda og þau ætluðu
að eiga vinsamleg samskipti við
alla þá aðila sem kynnu að eiga
hagsmuna að gæta. Stjórnarfor-
maðurinn sagði þetta vera hin
ágætustu samtök og að það væri
um að gera að spjalla við með-
limi þeirra.
Kannski hefur hann ætlast til
þess að lesendur tryðu þessari
romsu. Kannski hélt hann sig
sniðugan.
Farsinn var bara rétt að
byrja. Um sjötíu manns mættu á
aðalfund Náttúruverndar-
samtaka Austurlands og að sögn
fréttamiðla voru um 40 þeirra
virkjunarsinnar. Þeir hafa
ábyggilega borið höfuðið hátt.
Annað hvort í trausti þess að
fólk væri fifl, eða af þvi að þeir
töldu sig sniðuga.
Á aðalfundinum neyttu nýju
félagarnir í Náttúruverndar-
samtökunum vitanlega aflsmun-
ar og samþykktu alls konar til-
lögur, sem ganga þvert á
yfírlýsta stefnu NAUST. En slík
framkoma heitir víst ekki yfir-
taka, heldur „spjall við með-
limi“. Ætli „spjöll“ á lýðræðis-
legum reglum væri ekki nær
lagi? Eftir þetta situr stjórn
Náttúruverndarsamtaka Aust-
urlands uppi með alls konar
ályktanir, sem samþykktar voru
á löglegum aðalfundi, og henni
ætti því að vera skylt að fylgja
eftir. Það má hins vegar segja
stjórninni til hróss, að hún hefur
verið treg til að láta draga sig
niður í sandkassann sem hinir
nýju NAUST-félagar hafa kosið
sér sem leikvöll, að minnsta
kosti er ekki að finna merki þess
í fjölmiðlum að forsvarsmenn
samtakanna sýni nokkra slíka
tilburði. Stjórnarformaður
NAUST sagði að sitt fólk væri
sallarólegt og fundurinn hefði
verið einstakur með tilliti til
samsetningar fundarmanna.
Meirihlutinn hefði verið nýgeng-
inn til liðs við félagið, „við viss-
um ekki af hvaða hvötum það
var,“ hafði Morgunblaðið eftir
stjórnarformanninum. Það er
vart hægt að orða það vægar.
Eftir aðalfundinn tók ekki
betra við hjá virkjunarsinnun-
um. Þá lýsti stjórnarformaður
Afls fyrir Austurland því yfir í
viðtali við DV að hann hefði orð-
ið fyrir vonbrigðum vegna þess
að málin hefðu ekki verið rædd
á aðalfundinum og borin fram
rök með og á móti. Gagnið af því
að þessir tveir hópar hefðu hist
hefði því verið afar takmarkað
og það væru vonbrigði.
Það hefur líklega aldrei
hvarflað að manninum að hug-
mynd hans og félaga um það
hvaða leið væri heppilegust til
þess að fá fólk til að setjast nið-
ur og ræða málin hafi átt mest-
an þátt í því hve gagnið varð
ákaflega takmarkað: Fyrst ætl-
um við að gefa skít í ykkur og
sýna hvað við getum auð-
veldlega troðið á baráttumálum
ykkar og samtökunum sem þið
stofnuðuð til þess að fylgja þeim
eftir. Eruð þið svo til í að spjalla
við okkur? Við hverju bjóst fólk-
ið eiginlega? Átti það raunveru-
lega von á því að komast upp
með að breyta samtökum nátt-
úruvemdarsinna í samtök virkj-
unarsinna og fá svo klapp á bak-
ið á eftir? Hvað var unnið með
þessum barnaskap? Skipti ein-
hver umhverfissinninn um skoð-
un? Er einhver íslendingur svo
skyni skroppinn að halda að
Náttúruverndarsamtök Austur-
lands hafi snúið algjörlega við
blaðinu í umhverfismálum? Von-
andi var þessi uppákoma eins-
dæmi því hafi menn í alvöru í
huga að tileinka sér vinnubrögð
í þessum anda er sjálfu lýðræð-
inu ógnað. Eftir fundinn hefur
verið haft eftir forsvarsmönnum
Afls fyrir Austurland í fjölmið-
lum að tilgangurinn með upp-
ákomunni hafi meðal annars
verið að sýna fram á hve Nátt-
úruverndarsamtök Austurlands
væru lítil samtök. Og nú hafa
þessir heiðursmenn aldeilis sýnt
í verki hvernig afgreiða skal lítil
fámenn félög þar sem menn eru
að ybba gogg. Stórir stjórn-
málaflokkar gætu til dæmis
hæglega sent flokksmenn sína á
stofnfundi smáflokka og kæft þá
þannig í fæðingu. Þeir gera það
hins vegar ekki vegna þess að
með því væru þeir að hæða lýð-
ræðið og hver gæti þá tekið
mark á þeim? Svoleiðis gera
menn ekki, eins og einn ágætur
maður sagði þótt af öðru tilefni
væri. Flestir velja aðrar leiðir.
UMRÆÐAN
Nei, ég auglýsi bara
í Morgunblaðinu
í ÞEIRRI umræðu,
sem undanfarið hefur
átt sér stað, um
auglýsinga- og birt-
ingamál, sprottinni af
grein Friðriks Ey-
steinssonar, forstöðu-
manns markaðs- og
söludeildar Vífilfells
og Þorsteins Þor-
steinssonar, forstöðu-
manns markaðssviðs
Ríkissjónvarpsins,
hafa svo margir stigið
fram á ritvöllinn að
ætla mætti að nóg
væri komið. Tímabært
að leggja þessa um-
ræðu til hvílu við hlið
kristnihátíðar og annarra dægur-
mála.
En þegar umræða sem þessi fer
út á brautir sem snerta fyrirtæki
mitt hvað eftir annað með hroka-
fullum aðdróttunum alvitandi
fræðimanna vopnuðum súluritum
og „heilögum fræðum" er kominn
tími til að staldra við og skoða
hvort fyrirtækið sé virkilega að
selja gallaða vöru! Friðrik virðist
fá eitthvað fyrir brjóstið yfir hlut-
deild Morgunblaðsins í birtingum
hjá auglýsingastofunum. Svo mikill
er verkurinn að hann ýjar að
þekkingar- og reynsluskorti og
ófagmannlegum vinnubrögðum
þeirra þar sem hagsmunir stof-
anna og umboðslaun þeirra hafi
forgang fram yfir hagsmuni
auglýsandans.
Þetta er býsna mikil fullyrðing
og ekki skrítið þótt ýmsum finnist
erfitt að kyngja í einu lagi.
Samkvæmt hans vitund eigum
við að auglýsa meira í
sjónvarpinu af því að
Ámeríkanar gera það.
Svargreinar sem
hafa borist hefur
Friðrik kosið að af-
greiða á þann hátt að
Margrét Kr. Sigurð-
ardóttir, markaðs-
stjóri Morgunblaðs-
ins, hafi valið sér tólf
hentug lönd til að
sýna fram á að dag-
blaðaauglýsingar séu
meira notaðar en
sjónvarp og þannig sé
hún að velja sér hag-
stæðar niðurstöður.
Ef Margrét hefði
valið sér Súdan, Irak og Afganist-
an hefði þessi gagnrýni kannski
getað átt rétt á sér en einhvern-
veginn virkar þetta eins og ein-
hver hafi skotið sjálfan sig í löpp-
ina.
Þeir félagar leituðust saman við
að benda á þá staðreynd að sjón-
varp sem auglýsingamiðill væri
vannýtt á Islandi miðað við þau
fræði sem þeir hafa lært og lesið.
Látum það vera að annar við-
komandi starfar hjá fyrirtæki sem
er eina fjölmiðlastofnunin á land-
inu sem ekki þarf að lúta markaðs-
lögmálunum.
Látum það vera að þetta fyrir-
tæki ætti með réttu ekki að hafa
heimild til að berjast um auglýs-
ingar við einkarekin fyrirtæki sem
sín á milli berjast á jafnréttis-
grundvelli.
En það er ekki hægt að láta það
vera þegar forsvarsmaður ríkisfyr-
irtækis ræðst á aðra fjölmiðla og
Auglýsingar
Umræðan er góð,
segir Ævar Rafn
Kjartansson, en hún
þarf að vera á öðrum
nótum en sem hroka-
fullar fullyrðingar
þeirra sem allt telja
sig vita.
auglýsingastofur og sakar viðkom-
andi um ófagmannleg vinnubrögð.
Fyrirtæki sem berjast í heiðar-
legri samkeppni sín á milli. Að við-
komandi skammist út af því að
sjónvarpið fái ekki sanngjarna
sneið af kökunni miðað við er-
lendan samanburð lýsir annað
hvort vanmáttarkennd þess sem
veit að hann er að selja maðkétna
vöru danskra einokunarsinna eða
dreymir um að Island verði ein-
hvern tímann marktækt hérað í
USA svo að hægt sé að setja ís-
lendinga undir greiningar- og
könnunarmaskínur þarlendra. En
þá skulum við vona að Ríkissjón-
varpið verði orðið hf.
Auðvitað má alltaf velta fyrir
sér hvernig sé best að ná til við-
skiptavinarins. Um það snýst stór
partur af vinnu á auglýsingastof-
um.
Umræðan um slíkt er góð en
hún þarf að vera á öðrum nótum
en sem hrokafullar fullyrðingar
Ævar Rafn
Kjartansson
Bætt umferð
- Betra líf
UNDANFARNAR
vikur og mánuði hef
ég varla þorað að
kveikja á útvarpi eða
sjónvarpi. Ég man
ekki eftir öðru eins
ári hörmunga, hvert
áfallið dynur yfir eftir
annað og nær daglega
eru fréttir um alvar-
leg umferðarslys og
banaslys. Við getum
lítið gert við hamför-
um af náttúrunnar
hendi eins og jarð-
skjálftum og snjóflóð-
um en þegar kemur
að umferðinni er eitt-
hvað sem við getum
gert! Við þurfum öll að vinna sam-
an í umferðinni, taka tillit til hvert
annars og aka eftir aðstæðum.
Það er kominn tími til þess að
Islendingar taki höndum saman og
geri alvöru úr því að fara varlega í
umferðinni.
Laugardaginn 2. september
munu tvö aðildarfélög innan Jun-
ior Chamber íslands, JC Breiðholt
og JC Vík, vera með veigamikla
dagskrá í tengslum við umferðar-
verkefnið Bætt umferð - Betra líf.
Við verðum í Hólagarði í Breið-
holti frá kl. 12.00-16.00 og í Selja-
hverfi um kvöldið. í
Hólagarði verða félög-
in með ýmsar upp-
ákomur. Fólki er boð-
ið að taka skriflegt
ökupróf í tölvu, Um-
ferðarskólinn verður
með brúðuleikhús fyr-
ir yngstu börnin og
samstarfsaðilar verða
með kynningar á ör-
yggisbúnaði. Auk þess
verða keyrð lítil og
létt námskeið eða
leikir tengdir ökum-
önnum og umferðar-
menningu og vaskir
ræðumenn úr JC
hreyfingunni munu
verða með skemmtilega uppá-
komu.
Um kvöldið kl. 20.30 verður
hugvekja og bænastund í Selja-
kirkju sem lýkur með kertafleyt-
ingu á tjörninni í Seljahverfi til
minningar um þá sem hafa látist
eða slasast í umferðinni. Kerti
verða seld á staðnum.
Þeir sem vilja kynnast starfsemi
Junior Chamber Breiðholts og eru
á aldrinum 18-40 ára geta komið á
kynningarfund félagsins þriðju-
daginn 5. september eða miðviku-
daginn 6. september kl. 20:00.
Hulda
Sigfúsdóttir
Umferðarátak
Pað er kominn tími til
þess að Islendingar,
segir Hulda Sigfús-
dóttir, fari varlega
í umferðinni.
Einnig er hægt að skrá sig á kynn-
ingardag hjá ragna-palmi@jc.is og
hulda.sigfusdottir@jc.is. Þar verð-
ur í boði ítarleg kynning á Junior
Chamber og námskeið ætluð þeim
sem eru nýir í hreyfingunni og/eða
vilja kynna sér störf Junior
Chamber.
Á næstunni munu verða nám-
skeið í boði fyrir nýja félaga, t.d.
byrjendanámskeið í ræðumennsku,
fundarstjórn, fundagerðaritun auk
ýmissa stjórnunarleikja og nám-
skeiða. Næsti félagsfundur Junior
Chamber Breiðholts verður hald-
inn mánudaginn 11. september.
Nánari upplýsingar um verkefnið
og Junior Chamber fást á heima-
síðu hreyfingarinnar www.jc.is og
hjá Huldu Sigfúsdóttur í síma 587-
1213.
Bætt umferð - Betra líf er sam-
starfsverkefni Junior Chamber ís-
lands, Umferðaráðs, VÍS, Vísa ís-
lands, Símans GSM, Lýsingar,
Samskipa, Nota Bene, Ingvars
Helgasonar og ESSO.
Höfundur er bókari og
lögsögumaóur Junior Chamber
Breiðholts 2000.
Heldur þú að B-vítamín sé nóg ? fæðubótarefnið sem fólk talar um I NATEN
www.naten.is Fæst ■ apótekum og sérverslunum um land allt ! - órofin heild! |