Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Li Peng, forseti kínverska þjóðþingsins Fyrrverandi for- sætisráðherra með umdeildan orðstír LI PENG, forseti kínverska þjóð- þingsins, hefur lengi verið í röð æðstu valdamanna Kína. Priggja daga opinber heimsókn hans til Is- lands í boði forseta Alþingis hefst í dag, laugardag. í rúmlega áratugar langri forsætisráðherratíð sinni 1987-1998 naut hann vafasams orð- stírs á Vesturlöndum, ekki sízt fyr- ir það hlutverk sem hann lék við að berja niður fjöldamótmæli lýðræð- issinna á Torgi hins himneska frið- ar í Peking í júní 1989. Li Peng fæddist í Chengdu-hér- aði í Kína árið 1928. Faðir hans var rithöfundur, sem var tekinn af lífi eftir uppreisnartilraun kommúnista árið 1930. Li yngri ólst upp hjá Zhou Enlai, sem varð fyrsti for- sætisráðherra Kína eftir að maóist- ar náðu völdum árið 1949. Li gekk í kommúnistaflokkinn árið 1945. Hann nam verkfræði í Peking og Moskvu og vann á sjötta og sjöunda áratugnum við bygg- ingu og rekstur vatnsorkuvera í Kína. Hann var aðstoðarorkumála- ráðherra 1979-1981 og orkumála- ráðherra 1981-1983. Varaformaður Ríkisráðsins var hann 1983-1987. Hann var kjörinn í stjómmálaráð kommúnistaflokksins árið 1985 og þegar Zhao Ziyang sagði af sér for- sætisráðherraembættinu til að taka við aðalritarastöðu kommúnistaf- lokksins haustið 1987 tók Li Peng við því, fyrst til bráðabirgða en sat svo tvö fimm ára skipunartímabil. Lengur heimilar stjórnarskrá Kína Reuters Li Peng, forseti kfnverska þingsins, sést hér flytja ræðu fyrir kínverskum þingheimi. engum að gegna þessu embætti. I marz 1998 var Li síðan kjörinn forseti þjóðþingsins. Eftir sem áð- ur en hann næstæðsti maður kommúnistaflokksins á eftir Jiang Zemin forseta, Zhu Rongji forsæt- isráðherra er aðeins „númer þrjú“ í valdapíramídanum. Við kjör Lis til þingforseta vakti athygli, að 200 af hinum 2.616 fulltrúum greiddu at- kvæði á móti honum og 126 sátu hjá. I pólitískum skilningi þykir Li Peng vera merkisberi íhaldssamari afla flokksins. Hann hafnar ekki umbótum eða að Kína opni sig frekar fyrir umheiminum, en hann vill að á þeirri braut sé fetið stigið hægt og af varkárni. Dálæti á risaframkvæmdum Sem „tæknikrati", sem hlaut sína þjálfun í Sovétríkjunum, hefur hann mikið dálæti á risafram- kvæmdum á borð við Þriggja- gjúfra-stífluna í Jangtse-fljóti, sem deilur hafa staðið um en Li er ein- lægur málsvari fyrir. Fyrir hlutverk sitt í atburðum ársins 1989 vann hann sér inn titil- inn „Tiananmen-slátrarinn" í er- lendum fjölmiðlum og margir Kín- verjar hafa, eftir því sem fullyrt er í umfjöllun um hann í tímaritinu Asiaweek á netinu, einnig illan bif- ur á honum af sömu ástæðu, og fyrir að vera talinn kuldalegur persónuleiki. En eftir að hafa setið svo mörg ár í æðstu valdastöðum hefur hann, m.a. með því að koma skjólstæðing- um í áhrifastöður, gi-íðarmikil áhrif. Li er kvæntur og á tvo syni og eina dóttur. Annar sonanna hefur verið bendlaður við spillingarmál í Guangxi-sýslu, sem í desember sl. varð fyrrverandi bandamanni þing- forsetans að falli, en sá var hand- tekinn vegna ásakana um mútu- þægni og aðra glæpi. Pó býst enginn við öðru en að Li Peng sitji óhaggaður í þingforsetastólnum a.m.k. út kjörtímabilið, þ.e. til 2003. Bráðabirgðaskýrsla Concorde-slyssins Skoðun flu g- brautar frestað París, Le Bourget. Reuters, AP. SLÖKKVILIÐSÆFING varð til þess að seinkun varð á reglubund- inni athugun á flugbrautinni sem Copcorde-þota Air France fór á loft frá þegar hún fórst 25. júlí sl., að því er fram kom í máli yfirmanns frönsku flugslysarannsóknarnefnd- arinnar (BEA) á fréttamannafundi í gærmorgun. Ekki er þó víst að þessi seinkun tengist því að málm- bútur, sem talið er að hafi gert gat á hjólbarða þotunnar, var á brautinni. Bráðabirgða- skýrsla um rannsókn BEA á slysinu var lögð fram í fyrrakvöld. Alls fórust 118 þegar þotan hrapaði. Yfir- maður BEA, Paul-Louis Arslanian, vildi ekkert segja um það á fréttamanna- fundinum í gær hvenær Coneorde fengi aftur að fara í loftið, en í síð- asta mánuði námu bresk og frönsk flugmálayfirvöld lofthæfisskírteini þotnanna úr gildi. I skýrslunni er lögð áhersla á að framhjólbarði á hjólabúnaði undir vinstri væng þotunnar hafi sprung- ið - skorist í sundur af völdum ut- anaðkomandi málmhlutar - og að líkindum sett af stað keðjuverkun sem leiddi til þess að vélin fórst. Af samtölum áhafnarinnar og flugum- ferðarstjóra verður ekki ráðið að áhöfnin hafi haft hugmynd um að neitt væri að fyrr en flugumferðar- Mynd úr bráðabirgðaskýrslu BEA, er sýnir 40 sentímetra langan málmbút er fannst á flugbrautinni í kjölfar slyssins. stjóri tilkynnti henni að eldur væri laus í þotunni. Arslanian sagði að enn væri ekki ljóst hvernig málmhluturinn hefði borist út á brautina, en allt útlit væri fyrir að um væri að ræða hlut úr flugvél. Ekki er talið að hlutur- inn hafi verið úr þotunni sem fórst. Ekkert flugfélag, sem rekur vélar er notuðu þessa flugbraut þennan tiltekna dag, hefur tilkynnt að neitt hafi losnað af vélum þess. Þá sagði Arslanian að enn ætti eftir að kanna um- rædda brautar- skoðun. Daginn sem þotan fórst var braut- in fyrst skoðuð klukkan hálf- fimm að morgni, og síð- an var hluti hennar skoðað- ur klukkan hálfþrjú sí- ðdegis vegna þess að talið var að fugl hefði lent á flugvél. Fullri skoð- un, sem átti að fara fram klukkan þrjú síðdegis, var frestað vegna slökkviliðsæfingar sem fram fór frá kl. 14.35 til 15.10. Því hafði brautin ekki verið fyllilega skoðuð í tólf klukkustundir þegar þotan fór á loft klukkan 16.42. í skýrslu BEA (sem hægt er að nálgast á Netinu á slóðinni www.bea-fr.org) eru engar niður- stöður og sagði Arslanian að endan- leg skýrsla yrði ekki birt fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra mánuði. Rússnesk stjórnvöld segjast hafa uppi ráðagerðir um að ná Kúrsk upp á yfírborðið Moskva, Vladivostok. AP, AFP. RÚSSNESK stjórnvöld áttu á fimmtudag enn í viðræðum við norska olíufyrirtækið Stolt um hvort Norðmenn taki þátt í tilraun- um til að ná upp líkum hinna 118 áhafnarmeðlima kafbátsins Kúrsk, sem sökk í Barentshafi 12. ágúst sl. „Viðræður standa nú yfir,“ sagði Thorbjörn Jagland, utanríkisráð- herra Noregs, en áður hafði Ilíja Klebanov, aðstoðarforsætisráð- herra Rússlands, sagt Rússa njóta aðstoðar norskra sérfræðinga við verkið og hefur þegar verið auglýst eftir vönum köfurum til verksins í héraðsdagblaðinu Straj Baltiki. Að sögn Klebanovs hafa Rússar fullan hug á að hefja aðgerðir sínar nú í lok septembermánaðar. Er þar tekið tillit til ráðlegginga sérfræð- inga sem mæla með að hafist verði handa áður en nóvembervindarnir fara að blása um Barentshaf. Er ekki vitað hve langan tíma mun taka að ná líkum áhafnarinnar upp. „Við munum taka okkur allan þann tíma sem til þarf að ná líkunum upp,“ sagði Klebanov, í viðtali við fréttastofuna AFP. Ekki hggur enn fyrir hvaða að- ferð verður notuð við að ná áhöfn- með heræfingu Rússa, gefa til kynna að lítil sprenging um borð í Kúrsk hafi valdið mun öflugri sprengingu tveimur mínútum síðar. Rússar sjálfir hafa þó ekki viljað útiloka að Kúrsk hafi sokkið í kjöl- far þess að hann rakst á aðskota- hlut, e.t.v. sprengju frá síðari heimsstyrjöldinni. Sagði Valerí Manilov, hershöfðingi í rússneska hernum, síðast nú á fimmtudag að Kúrsk hefði rekist á annan hlut. Sumir rússneskir fjölmiðlar segja þá kafbátinn hafa borið nýja gerð skotflauga, sem sé óvinsæl meðal áhafna kafbáta, þar sem hún sé mjög svo eldfim. Að sögn AFP hafa rússnesk stjórnvöld nú þegar greitt aðstand- endum áhafnarmeðlima sem sam- svarar 40 milljónum króna í bætur, en heildarbætur nema 67 milljón- um. 30 fjölskyldur hafa þó enn ekki þegið neinar bætur þar sem þær neita að taka við dánarvottorði ætt- ingja síns fyrr en búið sé að ná lík- um þeirra upp. Kveða rússnesk lög á um að aðstandendur hermanna fái bætur aðeins greiddar gegn framvísun dánarvottorðs. Vilja ná áhöfninni upp nú í september inni upp á yfirborðið. Nefnd á veg- um ríkisins, sem hefur það hlutverk að meta hvernig best megi ná kafbátnum og áhöfn hans upp, hefur mælt með því að göt verði skorin á skrokk Kúrsk og lík- unum náð þannig. Norðmenn eru hins vegar efasamir um ágæti þeirrar aðferðar vegna hættu á geislavirkni. Stöðugar mælingar norsku umhverfisverndarsamtak- anna Bellona benda hins vegar ekki til þess að kjarnaofn kafbáts- ins leki. Verk Rússa Ríkisstjórn Rússlands hefur ekki greint frá því hvernig ætlunin sé að ná Kúrsk upp á yfirborðið. Upp- hafleg kostnaðaráætlun vegna þessa var um 40 milljarðar króna. AP Gennadí Ljatsfn, hinn látni skip- herra Kúrsk. Að baki honum sést kafbáturinn sem Rússar hyggjast lyfta af sjávarbotni. Nefndin telur hins vegar nú að unnt verði að vinna verkið fyrir 8 milljarða. Sagði Klebanov þá vinnu verða framkvæmda af Rússum þótt erlend fjárhagsaðstoð gæti komið til og stendur til að ná kafbátnum upp í september á næsta ári. Kleb- anov útskýrði þó ekki hvernig Rússar ætluðu ná Kúrsk upp af botni Barentshafs, en sagði aðgerð- irnar einar þær flóknustu sem um getur. Orsök þess að Kúrsk sökk liggur enn ekki fyrir. Sérfræðingar bandaríska sjóhersins telja þó, eft- ir að hafa hlýtt á upptökur af hljóð- bylgjum og lesið skjálftamælingar, að nokkuð víst sé að kafbáturinn hafi sokkið í kjölfar tveggja sprenginga. Mælingar þeirra frá kafbátnum Memphis, sem fylgdist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.