Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 ?---------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR , KRISTJÁNSSON + Halldór Krist- jánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnar- dal í Önundarfirði 2. október 1910. Hann andaðist 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. september. Þegar ég fór í íram- boð á Vestfjörðum fyrir _ alþingiskosningamar árið 1967, kynntist ég fljótlega mörgum mæt- um mönnum. Einn sá eftirminnilegasti var Halldór Krist- jánsson frá Kirkjubóli. Engum manni hef ég kynnst trúrri sinni sannfæringu en Halldóri frá Kirkjubóli. Halldór var eldheitur samvinnu- og ungmennafélagsmaður. Það var hans bjargfost trú að öllum væri til heilla, bæði samfélagi og ein- staklingum, að vinna saman. Halldór Kristjánsson átti ekki til eigingimi eða græðgi. Hann vissi að þjóðfélag, sem lætur stjómast af þessum lægstu hvötum mannsins, uppsker ósætti og sundrung. Hann kappkostaði að vinna sínum hugsjónum og sínu “Byggðarlagi sem best. Þetta kom vel fram við uppstillingu fyrir alþingiskosningamar 1967. Uppstillingamefnd hafði sett Halldór í annað sæti á lista Framsóknar- flokksins. Það var öraggt þingsæti. Gert var ráð fyrir því að Sigurvin Einarsson hætti þingmermsku fyrir aldurs sakir. Við þetta sættu stuðn- ingsmenn Sigurvins í Barðastranda- sýslu sig ekki. Þeir söfnuðu undir- skriftum og fjölmenntu á kjördæmisþing. Þrátt fyrir tilraunir iGysteins Jónssonar, formanns flokksins, tókst ekki að ná sáttum. Framboðslistinn var í uppnámi. Þá hjó Halldór frá Kirkjubóli á hnútinn. Hann bauðst til að víkja sæti þótt lík- lega væri þetta hans síðasta tækifæri til að komast á þing. Halldór frá Kirkjubóli var harður fundarmaður. Mér era í fersku minni framboðsfundimir þar sem ég mætti með Halldóri. Minni hans var svo gott að hann gat haft orðrétt eftir það sem andstæðingamir höfðu sagt fjóram árum áður eða jafnvel átta og var því aldrei mótmælt. Halldór var hagyrð- ingur góður. Gaf hann í þeim efnum bróður sínum, Guðmundi Inga, skáldi frá Kirkjubóli, lítið eftir. Það er mikils virði að fá að kynnast mönnum eins og Halldóri Krist- jánssyni. Af slíkum mönnum má mik- ið læra. Mannlífíð væri betra ef þeir væra fleiri. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni. Við Edda vottum uppeldisbömum Halldórs og öðram aðstandendum okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson. Kveðja frá Góðtemplarareglunni í dag kveðjum við góðtemplarar Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, þann mann úr okkar röðum sem um áratuga skeið var meðal hinna fremstu og traustustu í templara- áveit, hvort sem var til sóknar eða vamar. Bindindismálið var hans hjartans mál. Oftast var hann viðstaddur þeg- ar hann átti þess kost þar sem bind- indismál vora á dagskrá. Og jafnan hafði hann eitthvað jákvætt, eitthvað gagnlegt til málanna að leggja því að hann var vitur maður, gjörhugull og fjölfróður hugsjónamaður. Halldór var síhugsandi um hag- sæld Góðtemplarareglunnar og sí- starfandi málstað hennar til heilla. Eftir að þau hjónin, Rebekka og Hall- idór, fluttust til Reykjavíkur 1973 var ríalldór fljótlega kominn í fremstu víglínu á hinum ýmsu stigum Reglu- nnar. Um árabil var hann þingtempl- ar í Þingstúku Reykjavíkur og stór- ritari í Stórstúkunni var hann um skeið. Lengi var hann ritstjóri og síð- ast í ritnefnd blaðsins Reginn sem við templarar gefum út. Þar tjáði hann margs konar fróð- leik af vettvangi barátt- unnar gegn vímuefnum, tímabærar ábendingar tU Reglusystkina og hvöss skeyti sendi hann til andstæðinga þegar því var að skipta. Þau vora mörg gullkomin sem flutu úr penna Halldórs Kristjánsson- ar og birtust bæði á síð- um Regins og dagblaða því að hann var óspar á að segja meiningu sína þegar bindindismálin vora annars vegar. Halldór var skáld- mæltur og orti m.a. talsvert af tæki- færisljóðum fyrir Góðtemplararegl- una þegar tilefni gáfust. Um stefnu Reglunnar komst hann eitt sinn svo að orði: Hún biður hvorki um glys né gervihylli, hún gimist metorð ei né hefðarsess, en þráir mest að heift og hatur stUli og hverfí af eitri og táli Ijómi þess. Hún treystir því að sá er okkur sendi er sjálfur með í frelsisstríði manns: Að styðja veikan, verma kalda hendi og vígja hjörtun samúð kærleikans. Þannig hugsaði Halldór Kristjáns- son og í þeim anda starfaði hann sem bindindismaður, hugsjóninni trúr til hinstu stundar. Við templarar kveðjum einn okkar mesta og besta félagsbróður, með þökk fyrir drengskap, heUlyndi og órofa tryggð við þann málstað bind- indis og bræðralags sem sameinar okkur. Þar er nú það skarð fyrir skUdi sem vandfyllt verður. Við blessum bjarta minningu hans og sendum ástvinum hans einlægar samúðarkveðjur. Bjöm Jónsson, stórtemplar. Halldór á Kirkjubóli er dáinn. Ég var svo heppin að vera í sveit á Kirkjubóli hjá Guðmundi Inga og var mikið með HaUdóri sem bam. Það var gott að vera nálægt Hall- dóri og ég leit upp til hans, fylgdist með hvemig hann frá bænum gat stjómað hundunum lengst uppi í fjalli með hrópum. Á vorin fór hann fram fyrir fjárhús og hóaði á kindumar svo þær fóra að tína sig heim að fjárhús- um. Þetta var hljóð sem ómögulegt var að hafa eftir þótt ég reyndi mikið. Flestar æmar komu af sjálfsdáðum en Grábotna var ein af þeim sem aUt- af þurfti að sækja. Ég man hvað ég dáðst að Halldóri þegar hann tók lömbin hennar hvort undir sin hand- legginn og lét það ekkert á sig fá þótt hún renndi í hann og margstangaði hann, hann hló bara. Halldór var harður af sér og í stað- inn fyrir að leggjast í rúmið þegar hann var veikur, tróð hann bara ullar- flóka inn á bijóstið og hélt áfram að vinna. Það var meðal annars af Halldóri sem ég lærði snemma að lífið er ekki einfalt. Það var erfitt fyrir mig að koma heim og saman að þessi góði maður átti byssuna sem var hátt uppi á hillu í ganginum og að hann gat fengið af sér að slátra kálfunum. Hall- dór var nefnUega góður, það var hálf- hátíðlegt að fá að sitja í fanginu á hon- um þegar það var ekki upptekið af öðram bömum. Ég man líka hvemig hann í miðjum heyönnum gaf sér tíma til að slá göng með orfi og Ijá inn í hafrana niðri á BrúarvelM af því mig langaði svo tU að fela mig í háu gras- inu. Á KirkjubóU var not fyrir okkur krakkana og við gerðum gagn og tók- um þess vegna verkefnin alvarlega. Halldór vakti mig á morgnana til að sækja kýmar, eitt kvöldið hafði ég verið í heimsókn úti á Veðrará og kom seint heim og sofnaði því aftur eftir að hann hafði vakið mig morguninn eftir. Ég vaknaði með andfælum og heyrði að mjaltavélamar voru komnar í gang, HaUdór hafði þá sótt kýmar fyrir mig. Það besta var þó þegar Halldór leyfði mér að koma með upp í Kálfabana og fram á HvUftir tíl að smala til rúnings. Ég var átta ára og fékk að fara með af því HaUdór sagði að ég væri svo dugleg að hlaupa, ég hef aldrei nokkumtíma á ævinni verið eins stolt. Halldór var skemmtilegur, með góða kímnigáfu og það var gaman að heyra hann segja frá. Einhveijar bestu stundir sem ég átti í æsku voru þær þegar ég kúrði á dívaninum í borðstofunni og hlustaði á fullorðna fólkið tala saman. Það var talað um heima og geima og þó að ég skUdi ekki alltaf allt, skildi ég að það var tal- aðafviti. Þegar ég h't til baka held ég að samræðumar í borðstofunni á Kirkjubóli hafi verið skemmtUegri og gáfulegri en ég hef heyrt í nokkram háskóla. Ég frétti seinna, man ekki alveg hvenær, að Halldór hefði tekið þátt í spumingakeppni í útvarpinu og var með hvað eftir annað af því það var svo erfitt að sigra hann, það kom mér ekkert á óvart. Það er með djúpri virðingu og þakklæti í huga að ég kveð Halldór. Ásdís Herborg Ólafsdóttir. FaUinn er frá aldinn höldur - menningarmaður og boðberi. Hann var lengi þjóðkunnur maður. Ég, sem er roskinn að áram, man eftir að hafa heyrt hans getið, er ég var um ferm- ingu. Ég las ljóð eftir hann í Vöku, tímariti Vökumanna, sem gefið var út á árunum 1938 tU 1939, og birti Ijóð og ritsmíðar eftir marga upprennandi rithöfunda. Ljóð Halldórs heitir: „Þú kemur heim í vor“, óvenju þroskað ljóð, enda var höfundurinn kominn nálægt þrítugu, er þetta var. Þar leynir sér ekki ást hans á heimahög- unum og tryggð við foman arf. Eg leyfi mér að setja hér fyrsta erindi ljóðsins, sem einmitt ber því vitni, er ég reifa hér að framan: Þú kemur heim í vor, þegar vetrarhríðum slotar og vötnin niða frjálslega maíglaðan brag, en upp úr mosa og sinunni gægjast grænir sprotar, sem geislakossinn vekur og býður góðan dag. Ég lærði þetta Ijóð utan að og hreifst af því. Halldór varð að vísu ekki jafnþekkt ljóðskáld og bróðir hans, Guðmundur Ingi, bóndi á Kirkjubóli enda kom hann víða við á þjóðfélagsakrinum. Eigi að síður var hann þekktur rithöfundur, og ber rit það, sem út var gefið í tilefni af átt- ræðisafmæli hans, I dvalarheimi, því vitni. Halldór var ekki langskólageng- inn, en stóð þó hveijum slikum fylli- lega á sporði. Það sýndi hann, er hann mætti í spumingakeppni í útvarpinu og bar sigur af hólmi. Þar áttumst við við tvisvar, og fannst mér engin hneisa að falla fyrir slíkum manni. Á undan keppninni var Halldór beðinn um vísu af stjómanda hennar: Þóégtapi.telsteismán, tvísýnni í keppni, enefégsigra,erþaðlán, -eðabaraheppni. Þessi vísa er ein af mörgum snjöll- um eftir Halldór frá Kirkjubóli. Hann kaus að kenna sig við æskuheimili sitt alla ævi, þótt hann væri lengi fjarri því. Lífsviðhorf hans vora heilbrigð. Hann studdi bindindi og heilbrigt mannlíf. Finnst mér vísa hans um æviskeiðin lýsa honum vel, en hún er á þessa leið: Fögurorðum æskuglóð oftviðhöfumskrifað. Þóeruárinölljafngóð, efaðrétterlifað. Ég kveð Halldór frá Kirkjubóli með þökk fyrir kynnin, bæði per- sónuleg og af öðram toga. Fari hann í friði. Auðunn Bragi Sveinsson. Það er með nokkuð blendnum til- finningum sem ég bið Morgunblaðið fyrir þessi minningarorð vegna þess að lengst af var Halldór mjög ósam- mála Morgunblaðinu. Svo er þó kom- ið í hinum „fijálsa og óháða“ blaða- heimi á Islandi að látnum heiðursmönnum er ekki sómi sýndur með minningarorðum í öðram dag- blöðum. Halldór Kristjánsson var merki- legur maður. Hann óx úr grasi fyrir vestan og aflaði sér þar menntunar með sjálfsnámi og alþýðufræðslu. Hann var hugsjónamaður af lífi og sál og fyrir hugsjónum sínum barðist hann með oddi og egg. Hann rak er- indi Ungmennafélags Islands víða um land. í einni slíkri ferð hitti hann konuefni sitt Rebekku Eiríksdóttur úr Bárðardal. Hún hreifst af hinum unga og vaska hugsjónamanni og áttu þau farsæla samleið síðan. Þau Halldór og Rebekka settu saman bú á Kirkjubóli í Bjamardal í Önundarfirði í tvíbýli við Guðmund Inga bróður Halldórs og Þuríði konu hans. Mér er það mjög til efs að á nokkrum öðram bæ á íslandi hafi í seinni tíð samtímis búið jafnokar þeirra bræðra að andlegu atgervi, báðir skáld og þjóðkunnir hugsjóna- og gáfumenn. Halldór hafði fleiri jám í eldi en bú- skapinn á Kirkjubóli. Hann heillaðist af hugsjónum Framsóknarflokksins. Varð hann formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-ísafjarð- arsýslu og síðar miðstjórnarmaður og áhrifamikill fulltrúi á flokksþingum framsóknarmanna í meira en hálfa öld. Halldór gerðist árið 1945 blaða- maður við Tímann ásamt með búskap á Kirkjubóli. Vakti hann athygli al- þjóðar fyrir hvöss og einbeitt greina- skrif. Halldór var ekki á þeim buxun- um að láta af sannfæringu sinni eða samsinna því sem honum þótti ekki rétt. Halldór var varaþingmaður 1963-1974 og sat alloft á Alþingi. Gat hann sér þar gott orð og einn sam- þingsmaður hans úr Sjálfstæðisflokki sagði mér að hann hefði orðið undr- andi að kynnast því hversu skemmti- legur ljúflingur Halldór á Kirkjubóli væri en hann hafði gert sér aðra mynd af honum í fjarlægðinni við að lesa snarpar ádeilugreinar hans um Sjálfstæðisflokkinn. Eitt var það sem einkenndi Hall- dór en það var óeigingimi. Hann setti alltaf málstaðinn framar eigin hags- munum og otaði sér aldrei fram. Þess vegna átti hann aldrei fast sæti á AI- ÍRIS BJÖRNSDÓTTIR + íris Bjömsdóttir fæddist í Reykja- vík 10. mars 1937. Hún lóst 18. ágúst siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 25. ágúst. Nú er íris mín ekki lengur meðal vor. Samt man ég glöggt, þegar leiðir okkar lágu saman fyrir á fjórða áratug. Hún var stórglæsileg og hlýja brosið hennar, sem lét ókunnuga renna grun í hvern innri mann hún hefði að geyma, átti sinn þátt í að brátt urðum við vinkonur. Svo kynntist ég Áslaugu móður hennar og naut á því heimili gestrisni og góðvild- ar, þakklætisefni enn í dag. Og eiginmanni írisar, Tómasi Sæ- mundssyni, harðdug- legum skipstjóra og telja má það hið mesta heillaspor í lífi írisar, er hún gekk í sitt hjónaband. Voru þau hjónin samhent í að stofna fallegt heimili sonum sínum þrem og ein- kenndist það meðal annars af fallegri handavinnu húsmóð- urinnar, sem var jafn- víg á útsaum, hekl og prjón og fór hún meira að segja á námskeið á síðari árum, svo mikill var áhugi hennar, enda tók hún með sóma þátt í handavinnusýningum. Fyrri helming búskapar síns þingi þó öll rök hefðu átt að liggja til þess. Halldór gerðist starfsmaður Al- þingis, fyrst sem einn af umsjónar- mönnum Alþingismannatals en síðar sem húsvörður. Þar var hann mikils metinn og vinsæll af öllum þeim sem kynntust honum. Bindindishreyfing- unni lagði Halldór lið af alefli. Nú hverfur Halldór Kristjánsson af heimi í hárri elli. Hann varði öllu sínu langa lífi í þrotlausri baráttu við að bæta heiminn. Sjálfsagt hafði hann ekki alltaf erindi sem erfiði. Halldór kveð ég með mikilli virð- ingu og þökk. Páll Pétursson. Nú er hann afi okkar dáinn eftir stutta sjúkdómslegu. Þó að við finn- um til saknaðar getum við þó glaðst yfir því að veikindastríð hans var stutt og þjáningum hans er lokið. Einnig er ánægjulegt að hugsa til endurfundanna við hana ömmu okk- ar, það voru sjálfsagt fagnaðarfundir, en afi saknaði hennar mikið og breyttist eftir lát hennar. Hann var mikill og góður afi, alltaf þótti okkur og bömum okkar gott að sitja í fanginu á honum. Hann var ákaflega fróður um allt mögulegt og gaman var að hlusta á hann. Voram við oft stolt af því að eiga svo greind- an og vel gefinn afa sem átti sér hug- sjónir og lifði samkvæmt þeim. Eitt okkar var mjög stolt af því að hafa ljóð eftir hann í skólaljóðabókinni sinni. Okkur þótti ávallt gott að koma til afa og ömmu í sveitina, síðan á Miklu- brautina og svo Leifsgötuna. Alltaf var borið á borð eitthvað sem bömum þykir gott að ógleymdri hlýjunni sem fylgdi. Þau áttu ætíð nóg afkökum og öðra góðgæti og ís í frystinum til að gleðja okkur bamabörnin og síðan barnabamabömin. Öll fengum við svefnpoka frá þeim í fermingargjöf og eiga sum okkar þá ennþá og halda mikið upp á. Gaman var að fylgjast með afa sinna bústörfunum í sveitinni. Eflaust er það nauðsynlegt bömum að vera í sveit um einhvem tíma og sjá hversu mikla vinnu þarf að leggja af mörkum til þess að allt gangi upp. Margar góð- ar minningar úr sveitinni eiga þau okkar, sem vora í sveit á Kirkjubóli, svo sem um leik með leggi og skeljar, drullukökubúið úti í móa, Brekkubíls- ævintýrin, að ógleymdum dýranum, sem haldið var mikið uppá. Állar áttu kýmar sín eigin nöfn, þótt þær skiptu nokkrum tugum og eins var með kindurnar sem vora nokkur hundrað. Eins eigum við margar góðar minningar frá bamastúkustarfinu með afa og ömmu, s.s. bingó, félags- vist, ferðir í Galtalækjarskóg og fleira. Okkur sem búum erlendis þótti leitt að hafa ekki hitt hann áður en hann dó. Að leiðarlokum kveðjum við ást- kæran afa og langafa með þökkum fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Siguriaug, Sævar, Ólöf, Sverrir, Jóhannes, Óskar og Qölskyldur. vann íris utan heimilis meðal ann- ars hjá Olíufélaginu. Síðari ár helgaði hún fjölskyldu sinni krafta sína, þá voru líka komin barna- börn, henni sannur yndisauki, ekki síst nafna hennar Iris Mist. Hér má ekki ganga fram hjá tengda- dótturinni, Rannveigu, enn eitt gleðiefnið fyrir írisi, sem á þessari stund er ástæða til að þakka. Fyrir fáum árum ákvað Tómas, að synir hans tækju við útgerðinni og um sama leyti keypti hann með hvatningu konu sinnar jörð við Breiðafjörðinn, þar sem fjölskyld- an gat hist og næg tómstunda- verkefni vora fyrir hendi. En ein- mitt þegar allt virtist leika í lyndi eru fjölskylda og vinir Irisar við óvænt fráfall hennar minnt á hverfulleika lífsins. Minningin um góða eiginkonu og móður, elsku- lega ömmu og trygga vinkonu mun ekki gleymast. Állri fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Hvíl þú í friði. Margrét Sveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.