Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 73
— ............ — ■■■ ! T j
Coldplay er heitasta hljómsveitin í Bretlan
Aldreiof
Coldplay er að margra
mati spútniksveit ársins
í bresku rokki. Ólafur
Páll Gunnarsson spjall-
aði við tvo af meðlimum
sveitarinnar skömmu
áður en þeir stigu á svið
á Glastonbury-tónlistar-
hátíðinni fyrr í sumar.
SAMKVÆMT vinsældalistum, út-
varpsstöðum og öðrum fjölmiðlum í
Bretlandi um þessar mundir er
hljómsveitin Coldplay ein af þeim
mest spennandi í dag.
Coldplay er kvartett skipaður
tveimur Englendingum, einum
Skota og einum frá Wales - einskon-
ar popp-rokk hljómsveit sem var
stofnuð fyrir þremur árum vegna
þess að nokkrir vinir höfðu ekkert
betra að gera þegar þeir voru ekki í
háskólanum í London sem þeir
kynntust í.
Fyrsta plata sveitarinnar Para-
chutes kom í búðir á dögunum og
gerði sér lítið fyrir og settist í
toppsæti breska vinsældalistans.
Það er talað um Coldplay sem
„næstu“ Travis en auðvitað neita
meðlimir hljómsveitarinnar öllum
slíkum sögum og segja að
Coldplay sé bara Coldplay.
Áhrif úr öllum áttum
Strákarnir sem eru á aldrinum
21-23 ára hafa líka fengið að heyra
það í fjölmiðlum að þeir hljómi eins-
og „nettur" Jeff Buckley og þess
vegna fannst mér liggja beinast við
að spyrja þá Johnny gítarleikara og
Guy bassaleikara þegar ég hitti þá
fyrir tónleika sveitarinnar á
Glastonbury-tónlistarhátíðinni á
dögunum hverjh’ væru þeirra helstu
áhrifavaldar í tónlistinni.
Johny: „Þeh- eru svo margir, ég
hlusta t.d heilmikið á Neil Young -
Bob Dylan og Nick Drake, en líka
bönd einsog Leftfield og Massive
Attack." _
Guy: „Ég hlusta á allt mögulegt og
það eina sem við í hljómsveitinni eig-
um sameiginlegt er áhugi á allskyns
tónlist.“
- Hver er uppáhaldsbassaleikar-
inn,þinn Guy?
„Ég er hrifnastur af gömlu Tamla
- Motown bassaleikurunum, td.
Bootsy Collins.“
- Þar sem þú nefndir Neil Young
áðan, Johnny, geri ég ráð fyrir að
hann sé einn af uppáhaldsgítarleik-
urunum þínum.
„Já hann er einn af þeim, hann er
frábær.“
Coldplay eru Chris Martin söngvari, Goy Berryman á bassa, Jonny Buckland gítar og Will Champion á trommur.
CH, ta* ÖJ GhMo—
Þeir voru búnir að vera á
Glastonbury frá því daginn áður,
höfðu sofið ágætlega um nóttina,
eina sjö tíma eða svo, á hóteli í bæn-
um Glastonbury sem er skammt frá
hátíðarsvæðinu.
-Hvernig er þetta vegalíf sem
tónleikaferðir eru og að fá að spila
fyrir svona marga eins og á
Glastonbury?
Johny: „Við höfum aldrei spilað
áður fyrir svona marga þannig að
þetta er dálítið geggjað.“
Guy: „Að vera á tónleikaferðalagi
getur tekið á, það fer mikill tími i bið
og almennt hangs sem getur verið
ansi leiðinlegt en við elskum að spila
og það er hálfgerð synd að minnstur
tíminn fer í það, en þetta
er samt þess virði.“
Plata Coldplay var ekki
komin út þegar þetta
spjali fór fram og ég
spurði strákana hvernig
hún væri og hvemig þeim
þætti hún.
Johnny: „Góð.“ (hlátur)
Guy: „Hún er frábær,
meiriháttar. Það em margir
stílar í gangi, hún er mjög
„lífræn“ og upplífgandi."
Johnny: „Dálítið þung-
lyndisleg á köflum en við
vonum að hún sé ekki of mik-
ið þannig."
Enginn tími fyrir drauma
- Nú er búin að vera mikil eftir-
vænting vegna plötunnar ykkar og
fjölmiðlar búnir að fjalla mikið um
ykkur síðustu mánuði - fínnst ykkur
álagið of mikil?
Johnny: „Nei, vegna þess að áður
en við fengum þessa miklu athygli
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Fantasi Design í Gerðubergi
FANTASIDESIGN heitir sam-
norræn sýning á hönnun og upp-
finningum barna og unglinga sem
opnuð verður í Gerðubergi f dag,
laugardag, kl. 14.
Á sýningunni eru hlutir frá Finn-
landi, Svíþjóð, Danmörku og ís-
landi. Sýningargripir eru rúmlega
50 og þar af 18 íslenskir.
Á sýningunni má sjá hluti eins og
bakteríusfmann frá Danmörku en
hann gerir tjáskipti við bakteríur
möguleg og er þannig mikilvægt
innlegg í læknavísindin. Ferðastóll-
inn frá Finnlandi ferðast með mann
hvert á land sem er og minnir þann-
ig óneitanlega á fijúgandi teppi æv-
intýranna en stóllinn er náttúrlega
mun þægilegri. Bananaflysjarinn
frá Svíþjóð og laukgleraugun frá ís-
landi - eru afskaplega þarfir hlutir
í eldhúsið, sem ættu að vera til á
hveiju heimili.
Sýningin hefur þegar verið sett
upp í Kalmar í Svíþjóð og í Helsinki
þar sem hún var hluti af dagskrá
Helsinki - menningarborgar
Evrópu árið 2000.
Þema Fantasi Design er hönnun
barna fyrir nánasta umhverfí sitt.
Iiönnun og hugmyndavinna barn-
anna var unnin á vorönn 1999 og
var öllum grunnskólanemendum á
fslandi heimil þátttaka um leið og
þau tóku þátt í Nýsköpunarkeppni
grunnskólanemenda, en Fantasi
Design hefur verið í nánu samstarfi
við Nýsköpunarkeppnina. í apríl
1999 var hugmyndum skilað inn og
dómnefnd valdi úr þeim áhugaverð-
ustu tillögurnar sem sendar voru til
Kalmar í Svíþjóð haustið 1999 þar
sem norræn dómnefnd skipuð hönn-
uðum frá hverju landi valdi þau
rúmlega 50 verk sem prýða sýning-
una úr þeim rúmlega 400 hugmynd-
um sem bárust frá Danmörku,
Finnlandi, Islandi og Svíþjóð.
Fjölmörg fslensk fyrirtæki hafa
styrkt sýninguna með gerð frum-
gerða af uppfinningum íslensku
barnanna. Þeirra á meðal eru:
Blikkás, Barnasmiðjan, Gks hús-
gögn, Gull- og silfursmiðjan, Rafhit-
uno.fi.
Fantasi Design er hluti af dag-
skrá Reykjavíkur - menningar-
borgar Evrópu árið 2000.
Sýningin stendur til 30. septem-
ber.
fjölmiðlanna vorum við sjálfir búnir
að setja á okkur heilmikla pressu og
vorum ákveðnir í að gera góða plötu
þannig að við fundum engan mun
þegar boltinn byrjaði að rúlla.“
Guy: „Við settum markið hátt og
höfum ekki látið fjölmiðlana hafa
nein áhrif á okkur.“
-Finnst ykkur eins og gamall
draumur hafi ræst?
Guy: „Ég held að enginn okkar
hafi verið að spá í það vegna þess
einfaldlega að það hefur enginn tími
gefist til þess, það er svo mildð að
gerast. Það væri gaman að geta sest
aðeins niður og fara yfir þennan tíma
í huganum, en jú, auðvitað er þetta
einsog draumur að rætast.“
Johnny: „Ég vil ekki vera að
hugsa um hvað þetta sé nú allt frá-
bært að svo komnu máli - rússíban-
inn okkar er bara nýfarinn af stað.
Við förum yfir þetta alltsaman þegar
við erum lentir."
Coldplay spilaði líka á Glaston-
bury í fyrra og þá lentu strákarnir í
smáævintýri.
Guy: „Við komum inn á svæðið á
kolröngum stað, hálftíma áður en við
áttum að spila og þurftum að hlaupa
yfir endilangt hátíðarsvæðið og bein-
ustu leið uppá svið. Við vorum laf-
móðir þegar við byrjuðum að spila,
blautir af svita og fengum krarnpa."
Johnny: „Ég hef ekki hlaupið
svona mikið síðan í skóla.“
- Hvernig verða lögin ykkar til ?
Guy: „Það er misjafnt. Stundum
kemur Chris (söngvari) með grunn
eða laglínu sem við pijónum svo við
en önnur lög verða til frá grunni á
æfingum eða þegar við gerum
hljóðprufur fyrir tónleika og tíminn
sem það tekur lag að verða til er
mjög misjafn. Lagið „Yellow“ varð
t.d. til á mjög skömmum tíma á með-
an önnur eru marga mánuði að gerj-
ast.“
- En um hvaðerlagið„Yellow"?
Guy: „Það fjallar um tryggð^
tryggð við einhvern eða eitthvað sem
þér þykir vænt um, og almenna
gleði.“
- Eruð þið með einhver skilaboð
til íslendinga?
Guy: „Sjáumst vonandi fljótlega,
okkur langar mikið að koma og spila
á íslandi og íslendingar eiga marga
frábæra tónlistarmenn einsog Björk,
Bellatrix og fleiri.“
- Ég held að þið ættuð að koma
áður en þið verðið of„frægir“!
Johnny: „Við verðum aldrei of
frægir til að koma til íslands.“
JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR
2 -10. SEPTEMBER 2000
http://%o. to/roykjcivikjazz
I dag laugardag 2. sepf.
IÞvP-bÞ | l'fín I f\'!úVil
• ■ . ^ fi'K
€
sjó nonar ó vefsídu
A morgun sunnudag 3. sept.
r. •
S Kaffl Reykjavík
frsegir fyrir
Island