Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 65 Morgunblaðið/Sverrir A myndinni má sjá sýnishorn af því sem í boði er á bdkaútsölunni í versl- uninni Frábært verð en þar eiga bækurnar að seljast á 50 kr. Bækur seldar á 50 krónur RITFANGAVERSLUNIN Frábært verð, Langholtsvegi 42, verður með útsölu á bókum 2.-3. septem- ber og 9.-10. september. I boði er 20-30 ára gamall lag- er og verða t.a.m. seldar bækur eftir Halldór Kiljan Laxness, ferðafélagsbækur, bækur Árna Óla og margir fleiri titlar og allt verður þetta selt á 50 kr. stykkið. Tilgangurinn er að rýma fyrir nýjum vörum og gildir tilboðið einungis milli kl. 11 og 17. I versluninni er einnig að finna ódýr pennaveski, gjafapappír og ýmislegt fleira. Eigandi verslunarinnar er Guð- rún Lára Guðmundsdóttir. Fyrirlestur í verk- fræðideild DR. DAVID A. Landgrebe, prófess- or í rafmagns- og tölvuverkfræði við Purdue University í West Lafay- ette, Indiana; heldur tvo fyrirlestra við Háskóla Islands dagana 4. og 6. september. Fyrri fyrirlesturinn, Fjarkönnun sem verkfræðilegt viðfangsefni, er í boði rektors Háskóla íslands, Land- mælinga íslands og hinnar nýstofn- uðu Islandsdeildar alþjóðlega raf- magns- og rafeindaverkfræði- félagsins IEEE. Þessi fyrirlestur er almenns eðlis og verður haldinn í hátíðarsal Háskóla íslands mánu- daginn 4. september kl. 14. Seinni fyrirlesturinn, Notkun merkjafræðiaðferða til greiningar fjarkönnunargagna með mörgum tíðniböndum, er í boði rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar Háskóla ís- lands og nemendadeildar IEEE á Islandi. Sá fyrirlestur verður hald- inn í húsakynnum Verkfræðideildar Háskóla íslands (VR-II), stofu 157, miðvikudaginn 6. september kl. 16:15. Allir eru velkomnir á bæði erind- in. Gengið að Glym ÁTTHAGASAMTÖK Héraðsmanna standa fyrir gönguferð laugardaginn 2. september. Verður gengið að foss- inum Glym í Hvalfirði og er þetta síðasta gönguferð sumarsins. Lagt verður af stað frá Shellstöð- inni í Smáranum kl. 10.30. Farið verður á einkabílum og reynt að samnýta bíla. Fararstjóri er Oddur Sigfússon. ■ TIMARITIÐ Sumarhúsið er gef- ið út af Riti og rækt í Mosfellsbæ og hefur síðastliðin átta ár verið dreift frítt til allra sumarbústaða- eigenda sem skráðir eru hjá Fast- eignamati ríkisins. Fyrstu árin voru á skránni um 4-5 þúsund sumarhúsaeigendur en þeim hefur fjölgað mikið og eru í dag liðlega 8000. Nýjasta tölublaðið er það síðasta sem dreift er frítt. Af því tilefni er áskriftasamkeppni í gangi þar sem í boði eru vinningar sem dregnir verða úr hjá Bylgj- unni 15. september nk. Blaðið miðlar þekkingu, reynslu og upp- lifun, bæði leikna og lærða, um allt er varðar dvöl í sumarhúsum, seg- m í fréttatilkynningu. Útivistar- möguleikum í umhverfi bústaða eru gerð skil, fjallað um gróður, húsbyggingar, öryggismál og inn- anstokksmuni ásamt viðtölum við sumarhúsaeigendur. Sunnudags- göngur Utivistar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til tveggja gönguferða á sunnudaginn 3. september kl. 9. Um er að ræða gönguferð á Hlöðufell sem er 8. fjall í fjallasyrpu Útivistar. Ekið verður að Hlöðuvöll- um og gengið þaðan á fjallið. Einnig er í boði gönguferð um Brúarárskörð og verður gengið frá Rótarsandi um skörðin niður í Mið- húsaskóg. Brottför er frá BSÍ kl. 9 og eru all- ir velkomnir í ferðirnar. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Leifi Erni Leifssyni, forstöðumanni sölu- og dreifingarsviðs Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, um mynd sem birtist með frétt í Morgunblaðinu 1. september sl. með yfirskriftinni „Umræða um orkudrykki góð fyrir foreldra": „Orkudrykkurinn Leppin inni- heldur engin örvandi efni svo sem koffín eða Guarana. Orkan í Leppin er samansett úr flóknum kolvetnum (fjölsykrum) sem draga úr sykur- löngun því þau fara hægt út í blóðið og halda þannig magni blóðsykurs- ins jöfnu. Leppin veitir því langvar- andi orku en er ekki „orkuskot“ í líkingu við þá orkudrykki sem í greininni eru nefndir. Orkan í Lepp- in er raunveruleg og langvarandi, hún hefur jákvæð áhrif á einbeit- ingu og minnkar líkur á þeim óþægi- legu sveiflum í blóðsykri sem gerir fólk yfirspennt og kraftlaust á víxl. Leppin hentar öllum aldurshóp- um, jafnt börnum sem fullorðnum. Drykkurinn inniheldur engan hvít- an sykur og engin rotvarnarefni. Sykurinnihald í Leppin er eingöngu 'A hluti þess sykurmagns sem er að finna í sætum gosdrykkjum. Á þessum forsendum tel ég Lepp- in ekki eiga neitt sameiginlegt með þeim drykkjum sem grein Mbl. og myndataka gefa tilefni til að ætla.“ Blátindsfélag stofnað í Eyjum ÁHUGAMANNAFÉLAG um end- urbyggingu vélbátsins Blátinds verður stofnað í Vestmannaeyjum í dag, laugardaginn 2. september, kl. 15 við vélbátinn Blátind sem geymd- ur er í gamla slippnum í Eyjum. Blátindur var byggður í Vest- mannaeyjum fyrir miðja öldina og er eitt síðsta eintakið af heimasmíðuð- um fiskibátum af þessari stærð. Hugmyndin er að koma bátnum í sýningarhæft ástand. Aherslu á jafnréttismál fagnað KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands hefur sent frá sér eftirfarandi álykt- un: „I kjölfar ákvörðunar félagsmála- ráðherra að flytja stjórnsýslustofnun um jafnréttismál til Akureyrar og stofna Jafnréttisstofu hvetur fram- kvæmdastjóm Kvenréttindafélags íslands (KRFI) stjórnvöld til að auka fjárframlög til jafnréttismála þannig að breytt staðsetning komi ekki niður á starfseminni og málaflokknum. Skrifstofa jafnréttismála í Reykjavík hafði yfir miklum mannauði að ráða sem ekki verður lengur til staðar og því ljóst að staðsetning krefst umtals- verðs kostnaðar við þjálfun nýrra starfsmanna sem og aukins ferða- kostnaðar. Framkvæmdastjómin fagnar þeirri áherslu sem stjómvöld hafa lagt á jafnréttismál undanfarin miss- eri og gerir ráð fyrir framhaldi á því enda hefur jafnri stöðu karla og kvenna ekki verið náð hér á landi. KRFI lýsir sig, hér eftir sem hingað til, reiðubúið til samstarfs við stjóm- völd við stefnumótun í málaflokkn- um. Framkvæmdastjórn KRFÍ fagnar sérstaklega nýjum lögum um fæðingarorlof og telur þau vera spor í jafnréttisátt þar sem staða foreldra er jöfnuð, bæði á heimilinu og á vinnumarkaði. Framkvæmdastjómin telur jafnframt að nauðsynlegt sé að bæta rétt bama einstæðra foreldra til samvista við foreldra sína. KRFÍ hefur átt mjög gott samstarf við starfsmenn skrifstofu jafnréttis- mála og er þeim þakkað sérstaklega fyrir _ það á þessum tímamótum. KRFÍ væntir áframhaldandi góðs samstarfs við starfsmenn Jafnréttis- stofu og óskar þeim velfamaðar í þeirra mMvægu störfum." Kennsla í hringdönsum KENNSLA erlendra hringdansa er að byrja 4. september í safnaðar- heimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Kennari verður Lowana Veal, en hún hefur dansað og kennt hringdans í mörg ár. Tímarnir em á mánudögum milli 20.30 og 22. Hægt er að koma einu sinni eða alltaf, og ekki er nauðsyn- legt að vera í pömm. Tíminn kostar 200 kr. „Hringdansar geta verið hefð- bundnir eða óhefðbundnir. Hefð- bundnir dansar hafa verið notaðir í aldaraðir til að halda upp á veigamikl- ar breytingar í lífi einstaklinga og þjóðfélaga, t.d. brúðkaup eða ræktun lands. Hefðbundnu dansarnir koma frá mörgum löndum, en flestir em frá Grikklandi, ísrael, Búlgaríu, Rúmen- íu, Makedoníu, Rússlandi, Serbíu og Frakklandi. Dansar sígauna em líka til,“ segir í fréttatilkynningu. 44. starfsár Dansskóla Heiðars DANSSKÓLI Heiðars Ástvalds- sonar er nú að hefja sitt 44. starfsár. Eins og undanfarin ár verða kenndir allir venjulegir samkvæmisdansar, freestyle, salsa, línudansar, break og fieira. Aðalkennarar verða auk Heiðars. Svanhildur Sigurðardúttir, Harpa Pálsdúttir og Ingibjörg Rúberts- dúttir, allt kennarar með áratuga reynslu. Break-kennsluna mun Ásgeir Þúrsson annast, margfald- ur íslandsmeistari, og Guðmund- ur Guðmundsson sem hlaut annað sæti. Erla Haraldsdúttir mun sjá um freestyle og salsakennsluna. Auk kennslu í Reykjavík er skúlinn með kennslu á Suðurnesj- um, Mosfellsbæ og kennarar skúl- ans annast skyldukennslu í nokkrum grunnskúlum. í ár eins og undanfarin 43 ár hafa kennar- ar skúlans sútt ráðstefnur erlend- is og eru því eins og alltaf með það nýjasta úr heimi dansins, seg- ir í fréttatilkynningu. Aðalstöðvar skúlans eru í Brautarholti 4. Frjálslyndi flokkurinn Stjórnmála- fundur á Patreksfirði FRJÁLSLYNDI flokkurinn verður á ferð um sunnanverða Vestfirði á mánudag og boðar til almenns stjórnmálafundar á Kaffi Vatneyri á Patreksfirði mánudagskvöldið 4. september kl. 20.30. Stuttar framsögur flytja Guðjón A. Kristjánsson og Sverrir Her- mannsson. Að því loknu verða um- ræður. Allir eru velkomnir. Afhenti trúnaðarbréf HELGI Ágústsson sendiherra af- henti 31. ágúst Moshe Katzav, for- seta Israels; trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Israel með að- setur í Kaupmannahöfn. LEIÐRÉTT Rétt föðurnafn I frétt um opnun Jafnréttisstofu á Akureyri og umsóknir um ráðgjafæ--- störf hjá stofunni var rangt farið með föðumafn eins umsækjandans, Ingólfs Gíslasonar, en hann var sagður Guð- mundsson í bréfi með nöfnum um- sækjenda sem barst Morgunblaðinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangur mánuður I frétt í Morgunblaðinu í gær um hópferð Fyrsta flugs félagsins var sagt að hópferð á afmælissýningu á Duxford-flugminjasafnið yrði farið 8.-11. ágúst en átti að sjálfsögðu að vera september. Beðist er velvirð--* - ingar á mistökunum. Röng fjárhæð I frétt um afkomu Landssíma Is- lands hf. í gær var rangt farið með upphæð sérstakrar afskriftar vegna viðskiptavildar á fyrri hluta árs í fyrra. Sagt var að upphæðin hafi ver- ið 197 milljónir króna en hið rétta er að þessi sérstaka afskrift nam 397 milljónum króna. Útreikningar í tengslum við hina sérstöku afskrift í ár og í fyrra voru þó réttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. rnbl.is |g||g|r^Í^ % í tilefni af 2ja ára afmæli Föndru bjóðum við 10 Delta liti að eigin vali m fyrir aðeins kr. 1.900.- Titboðið gildir í septembermánuði. * 4 * ymis önnur ótrúleg afmælistilboð. Langtiolisve^ur 111 Sími 558 6500 www.fondra.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.