Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dagskrá í tilefni komu Jörgens Nash Verðkönnun á líkamsræktarstöðvum Helmingur líkamsræktar- stöðva hækkar verð um 3-15% Af 15 líkamsræktarstöðvum sem gerð var verðkönnun hjá í vikunni eru 8 að hækka verðskrá sína og nemur hækkunin á bilinu 3-15%. Bryndís Sveinsdóttir kannaði hvað kostar að stunda líkamsrækt. f TILEFNI af sýningu Jörgen Nash í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi og komu hans hingað til landsins, efnir Listasafnið til sérstakrar dagskrár í dag, laug- ardag, ki. 14 í Hafnarhúsinu. Danski listamaðurinn Jörgen Nash og kona hans Lis Zwick hafa í gegnum árin rekið listamið- stöð á Skáni í Svíþjóð sem nefnd er Drakabygget. Þar hafa starfað og dvalið fjölmargir listamenn en sýningin dregur upp góða mynd af afrakstri þeirrar vinnu. Nýtt gallerí og listvinaklúbbur NÝLEGA var opnað nýtt gallerí, Jera gallerí og verður sérstök áhersla lögð á að taka inn unga og upprennandi listamenn. Jera gallerí er á horni Miklu- brautar og Lönguhliðar (við hlið blómabúðarinnar Hlíðarblóm). Nafnið Jera er dregið af einum vík- ingarúnanna og þýðir vonir og væntingar um frið og velsæld. Verk um 20 listamanna eru í gall- eríinu m.a. eftir Margréti Elías- dóttur, Ingibjörgu Rán, Berg Thor- berg, Elísabetu Stefánsdóttur, Möggu Iddu, Guðjón Guðlaugsson, Erlu Albertsdóttur, Rannveigu Helgadóttur o.fl. Málmlist eftir El- ínborgu Kjartansdóttur, glerlist eftir Ingunni Eydal, Dröfn Guð- mundsdóttur og Rebekku Gunn- arsdóttur, leirlist eftir Guðfinnu Elínu, Maríu Auði o.fl., leðurlist eftir Önnu Gunnarsdóttur, trélist frá Martin Thógarði frá Færeyjum. Fyrsta myndlistarsýning í Jera gallerí verður á verkum Margrétar Elíasdóttur sem hefst 9. septem- ber. í nóvember og desember verða samsýningar ýmissa listamanna á englum og einnig verður starfrækt- ur á vegum gallerísins listvina- klúbbur. Jara gallerí er opið alla daga kl. 12-19 og sunnudaga kl. 16-19. Sýning í Lóuhreiðrinu GUNNAR Jóhannsson opnar mál- verkasýningu í Lóuhreiðrinu Kjör- garði 2. september nk. sýningin stendur út septembermánuð og er opin á venjulegum verslunartíma. A sýningunni eru olíu-, pastel- og vatnslitamyndir flestar málaðar á þessu ári. Þetta er önnur einkasýn- ing Gunnars, sú fyrri var í Tilverunni árið 1994. Gunnar stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1986-1990 og útskrifaðist 1990 sem grafískur hönnuður. Innanstokks- myndir MYNDLISTARSÝNING sem ber yfirskriftina Innanstokksmyndir verður opnuð á laugardag, kl. 13, í Listasafni Borgarness. Þar sýna þeir Ólafur Sveinsson og Jóhannes Dagsson akríl- og olíumyndir sem þeir segja að fjalli um manngert um- hverfi sem tíminn og minnið hafi leikið um áður en skrásetning (mynd á striga) á sér stað. Með þessari nýju framsetningu komi þau öfl sem á fyr- irmyndina hafa verkað fram og verða jafnáþreifanleg og hlutirnii- sjálfir. Ólafur og Jóhannes hafa báðir stundað nám við Myndlistarskólann á Akureyri og víðar. Þeir hafa haldið sýningar víða um land og erlendis, meðal annars héldu þeir samsýning- una Konur í Safnahúsinu á Húsavík 1998. Listasafn Borgamess er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjaraar- braut 4-6, Borgamesi, og verður sýningin opin kl. 13-18 virka daga og kl. 20-22 á fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 30. september. Dagskráin í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi er í anda Jörgens Nash, sem sjaldan fetar troðnar slóðir. En meðal atriða er Ijóðaupplestur (gjörningur) Jörg- ens Nash og Triztan Vindtorn, Ijóðaupplestur (gjörningur) Cecil- iu Nash á hljóðaljóði Jörgens. Gjörningur Jörgens og Trirztans Vindtorn og ljóðasöngur Elfi Svárdrup. Einnig má vænta þess að fslenskir vinir Jörgens Nash stígi á stokk og heiðri listamann- inn. Afrísk tónlist á myndlistar- sýningu HEIT jörð er yfirskrift mynd- listarsýningar Jóhönnu Bogadóttur í Listaskálanum í Hveragerði. ídag, laugardag, kl. 15, verður leikin tón- list frá Afríku og Ástralíu. Tónlistar- maðurinn Alseny frá Gíneu leikur á djembe trommur og enski tónlistar- maðurinn Buzby mun leika á sérstök horn sem kallast didgeridoo og eru hefðbundin hljóðfæri frumbyggja Ástralíu, en þar dvaldist hann við tónlistarnám. Á sýningunni eru málverk frá síð- ustu 6-8 árum. Þetta er nokkurs konar yfirlitssýning á verkum sem falla að þema sýningarinnar en um það segir Jóhanna í sýningarskrá: „Undur sköpunaiverksins, ólgan, krafturinn og átökin í náttúrunni og í samspili manns og náttúru eru með- al annars það sem ég finn mig knúna til að fjalla um í myndum...“. Sýningin Jóhönnu er opin alla daga frá kl. 13-17 og lýkur lO.sept- ember. Aðgangur er ókeypis. Dósla sýnir í Lónkoti MYNDLISTAMAÐURINN Dósla, Hjördís Bergsdóttir, hefur opnað málverkasýningu i Gallerí Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafírði. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á árunum 1999-2000. Þetta er 11. einkasýning Dóslu, sem auk þess hefur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Dósla er myndlistarkennari við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Árskóla á Sauðárkróki. Sýningin stendur til 16. september. Sýningum lýkur Ilallgrímskirkja Kirkjulistarsýningu Sigrúnar Jónsdóttur lýkur á þriðjudag. Á sýningunni eru höklar, altaris- dúkar, glerlistaverk o.íl., sem lista- konan hefur unnið á undanfomum áratugum. Að lokinni guðsþjónustu á sunnudag, kl. 12.30, mun listakonan veita leiðsögn um sýninguna. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn Sýningunni Reykjavík í bréfum og dagbókum lýkur miðvikudaginn 6. september. Sýningin veitir almenningi innsýn í hugarheim alþýðufólks eins og hann birtist í bréfum þeirra frá 19. öld til fyrri hluta 20. aldar. • Á sýningunni eru einnig ljósmynd- ir og munir sem eru í eigu afkom- enda bréf- og dagbókarritara, auk annarra muna sem hafa sögulegt gildi fyrir tímabilið. Safnið er opið mánudaga-fimmtu- daga kl. 8:15-22, föstudaga til kl. 19, laugardaga 10-17 og sunnudaga 11- 17. Norður- gluggar MYNDLISTARSÝNING Antoniu Phillips „Norðurgluggar" verður opnuð í dag, laugardag, í Galleríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A, milli kl. 15 og 17. Sýningin stendur til 23. september. Opnunar- tímar eru á verslunartíma, frá klukk- an 10 til 18 virka daga og klukkan 10 til 14 laugardaga. Antonia er Lundúnarbúi á fer- tugsaldri. Hún nam myndlistina við Bournemouth & Poole College of Art. Á sýningu hennar eru 23 mynd- ir, 17 vatnslitamyndir og 6 olíumál- verk, og eru þær allar málaðar á þessu ári. Efni myndanna er ís- lenskt, íslenskir fuglar í íslensku landslagi. Meðal einkasýninga hennar í Eng- landi má nefna Wildfowl and Wet- lands Trust, Glouchestershire 1995, Royal Society, London 1997 og Ice- land Exhibition, Cox’s Yard Gallery, Stratford 1999. Auk þessa heldur hún sýningar árlega hjá Society of Wildlifeartists, Mall Galleries, Lond- on og British Birdwatching Fair, Rutland. Antonia tekur líka þátt í nokkrum samsýningum árlega. Myndlistar- sýning á Hótel Kiðagili NU stendur yfir myndlistarsýning Einars Emilssonar á Hótel Kiðagili í Bárðardal og gefst gestum kostur á að virða fyrir sér 26 verk eftir lista- manninn. Einar ólst upp á Seyðisfirði, en hefur búið á Dalvík um langt árabil. Hann fór á myndlistarnámskeið hjá Erni Inga Gíslasyni 1994 og útskrif- aðist úr myndlistarskóla hans þar á eftir. Einar hefur unnið við myndlist í frístundum og tekið þátt í tveimur samsýningum auk þess að vera með sjö einkasýningar, m.a. á Kaffi menningu, ráðhúsi Dalvíkur, og Fé- lagamiðstöð BSRB í Reykjavík. Einar er bæði með þurrpastel- myndir og olíumyndir á striga. Þá eru á sýningunni þrjár myndir sem unnar eru með litblýanti. Á sýningunni eru margar lands- lagsmyndir, húsamyndir og myndir af fuglum. Davíð Art Sig- urðsson sýnir á Café 22 LISTAMAÐURINN Davíð Art Sig- urðsson opnar myndhstarsýningu á Café 22, Laugavegi 22, í dag, laugar- dagklukkan 17. Davíð Art stundaði framhaldsnám í Bandarikjunum, með áherslu á klassískan söng. Hann er líka ljóð- skáld og eftir hann hefur komið út þoðabókin „Þegar Ijóð eru“ (1998). Fyrstu ljóða- og myndlistarsýn- ingu sína hélt hann í Deiglunni á Ak- ureyri, haustið 1999. í sumarbyrjun 2000 tók hann þátt í samsýningu í Nönnukoti í Hafnarfirði, en sýningin á Café 22 er fyrsta sýning lista- mannsins í Reykjavík. Verkin á sýn- ingunni eru 15 talsins, unnin með pastel- og olíulitum. Nýr sýningarsal- ur í Keflavík MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í nýjum sýningarsal í dag, laugardag, kl. 10 í Gallerí-Hringlist, Hafnargötu 29 í Keflavík. íris Jónsdóttir mun sýna „Form í náttúrunni", verk sem unnin eru með kísh úr Bláa lóninu, akrýl og blandaðri tækni á striga. íris útskrifaðist frá MHÍ 1997. Sýningin stendur til 30. septem- ber. Opið er daglega kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-16. Einnig eru til sölu verk eftir ýmsa aðra listamenn. Aðgangur er ókeypis. NÝ VERÐSKRÁ tók gildi á átta líkamsræktarstöðvum af fimmtán i gær og hefur verð hækkað um 3%- 15%. Þetta kom í ljós þegar gerð var verðkönnun hjá líkamsræktarstöðv- um í vikunni. Þær stöðvar sem hækkuðu verð voru Betrunarhúsið, Baðhúsið, Hress, Nautilius heilsu- rækt, Kramhúsið, World Class og Ræktin. Nokkrar líkamsræktarstöðvar bjóða kortin á tilboði fyrstu dagana í september. Ragna Bachman framkvæmda- stjóri Ræktarinnar á Seltjarnarnesi segir að tími hafi verið kominn til að hækka verðið. Fákeppni leiddi til verðhækkunar „Samkeppnin á milli ræktarstöðva var orðin svo mikil að margar minni stöðvarnar hrein- lega lögðu upp laupana. Nú er komin meiri fá- keppni því stórir aðilar eru komnir á markaðinn og keðjur eru að myndast. Þetta hefur leitt til þess að verðið hefur almennt hækk- að en sú þróun er jákvæð fyrir mark- aðinn og þá sérstaklega fyrir minni stöðvar eins og okkur. Nú er ástand- ið viðunandi," segir Ragna. Viðmælendunum bar saman um að þessar hækkanir væru í takt við verðhækkanir í þjóðfélaginu, vinnu- laun væru að hækka auk annars rekstrarkostnaðar. Fjölbreytt úrval Hvort sem menn vilja hamagang og púl í tímum eins og þolfimi, palla- puði, taí bo, sparkboxi eða spinning, eða rólegheit í jóga, nuddi, tækjum eða músikleikfimi verður að segjast að möguleikarnir fyrir þá sem vilja komast í form eru orðnir afar fjöl- breyttir. Talsmenn líkamsræktarstöðvanna segja nánast allt vera vinsælt og að iðkendur líkamsræktar séu á öllum aldri. „Stærsti aldurshópurinn hjá okkur er líklega á aldrinum 23-45 ára,“ segir Ágústa Johnson eigandi Hreyfingar. Hún segir meðaljóninn æfa að meðaltali um það bil þrisvar í viku. „Það er allt vinsælt í dag en það sem hefur aukið mest í vinsældum er tvímælalaust styrktarþjálfun, tækja- þjálfun og tímar þar sem æft er með lóðum. Einnig er spinning enn mjög vin- sælt. Þegar eitthvað nýtt skýtur upp kollin- um vilja flestir prófa það en svo gengur æðið yfir og verður fljótt einn af fjölmörg- um valmöguleikum." Ekki byija með látum Agústa segir um að gera að byrja rólega eftir sumarfríið, fólk eigi að forðast að fara af stað með látum og offorsi. Hún segist taka eftir því að þetta sé orðið mun jafnara núna en fyrir nokkrum árum og því sé þetta líkams- Meðaljóninn æfir að meðaltali þrisvar í viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.