Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ u Glæsilegur sigur Hann- esar Hlífars í Portúgal SKAK Lissabon SKÁKHÁTÍÐIN í LISSABON 2I.-30. ágúst 2000 HANNES Hlífar Stefánsson, stórmeistari, vann glæsilegan sig- ur á alþjóðlegu skákmóti sem fram fór í Lissabon í Portúgal 21.- 30. ágúst. 105 skákmenn tóku þátt í mótinu, þar af 14 stórmeistarar. Hannes hlaut 8 vinninga í 10 um- ferðum og var hálf- um vinningi á undan stórmeisturunum Sarunas Sulskis (2497), Nikola Mit- kov (2532), Jozsef Horvath (2558) og alþjóðlega meistar- anum og heima- manninum Luis Galego. Hannes tryggði sér sigurinn með því að vinna ísraels- manninn Michael Oratovsky (2491) í 10. og síðustu um- ferð, en í 9. umferð sigraði hann Murtas Kazhgaleyev (2526) fráKazakstan. Ýmsir stigaháir skákmenn urðu að sætta sig við færri vinninga. Þannig fékk enski stórmeistarinn Anthony J. Miles (2584) 7 vinn- inga ásamt stórmeistaranum Lub- omir Ftacnik (2608). Það er því ljóst að Hannes var ekki að eiga við neina aukvisa. Röð efstu manna varð þessi: 1. Hannes H. Stefánsson 8 v. 2. Sarunas Sulskis 7'A v. 3. Nikola Mitkov 7(4 v. 4. Jozsef Horvath 7lA v. 5. Luis Galego 7Vá v. 6. Michael Oratovsky 7 v. 7. Anthony J. Miles 7 v. 8. Lubomir Ftacnik 7 v. 9. Joseph G. Gallagher 7 v. 10. Gerardo Barbero 7 v. 11. Murtas Kazhgaleyev 7 v. 12. Ralf Akesson 7 v. 13. Rui Dámaso 7 v. Þegar andstæðingar Hannesar eru skoðaðir sést, að hann tefldi við einn stigalausan skákmann, en meðalstig andstæðinga hans í hin- um 9 umferðunum er 2.487, sem þýðir að frammistaða hans á mót- inu svarar til 2.707 stiga sem er afar góður árangur. Þessi sigur er gott ferðanesti fyrir Hannes í þá baráttu sem framundan er á svæðismóti Norðurlanda í skák sem hefst 5. september og verður haldið hér á landi. Hannes Hlífar hefur nú fetað í fótspor Helga Áss og býr erlendis þar sem mun ódýrara er að stunda skákina þar sem hann losnar við hinn mikla ferðakostnað sem fylg- ir því að vera með bækistöð á ís- landi og sækja mót í öðrum lönd- um. Helgi Áss bjó í Tékklandi og meðan hann var þar tók hann stórt stökk fram á við í styrkleika. Miðað við þetta mót mætti ætla að Hannes Hlífar muni fylgja í fót- spor hans hvað þetta varðar. Þröstur sigraði í fyrstu einvígisskákinni Einvígið um íslandsmeistara- titilinn í skók hófst á fimmtudagskvöld. Jón Viktor hafði hvítt í fyrstu skákinni. Þröstur beitti Naj- dorf afbrigðinu og hafði sigur eftir 41 leik. Önnur skákin var tefld í gærkvöldi, en þriðja og fjórða skákin verða tefldar í dag og á morgun. Teflt er í félags- heimili Kópavogs að Fannborg 2, Sett hef- ur verið upp sérstök vefsíða vegna móts- ins: www.skak.is/si/ sthi2000.htm. Skák úr undanúrslitum Jón Viktor vann bráðabanann gegn Stefáni Kristjánssyni nokk- uð örugglega. í fyrri skákinni lagði Stefán of mikið á hvitu stöð- una í Sikileyjarvörn og lék sig svo í mát í lakari stöðu, þegar gagn- sókn Jóns Viktors var komin í full- an gang. Jón Viktor var því i þægilegri stöðu í seinni skákinni, dugaði jafntefli með hvítu mönnunum. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Stefán Kristjánsson Undanúrslit, bráðabani, seinni skák Frönsk vöm e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 Algengara er að leika 4. -- c5 í þessari stöðu. 5. Bd2 b6 6. Rce2 Bxd2+ 7. Dxd2 c5 8. c3 Ba6 9. Rf3 Rbc6 10. g3 cxd4 11. cxd4 Hc8 12. Bh3! Dd7 13. 0-0 0-0 14. Hfcl - Svartur hefur fengið þrönga stöðu út úr byrjuninni og á í mikl- um erfiðleikum með að skapa sér mótspil. Þetta setur Stefán í vanda, því að hann verður að vinna skákina til að jafna stöðuna í einvíginu. Hann getur ekki ráð- ist gegn hvítu miðborðspeðunum með f7-f6, vegna þess að hvíti biskupinn á h3 ógnar peðinu á e6. Hann reynir því að sækja fram á drottningarvæng, en hefur ekki erindi sem erfiði. 14. - Ra5 15. Rf4! - Hvíti riddarinn hefur auga með peðinu á e6 og er í framhaldinu til- búinn til að fara til e5, ef svartur leikur b-peðinu fram (R-d3-c5). 15. - Rc4 16. Db4 Rc6 17. Da4 b5!? í fljótu bragði mætti halda, að svartur geti unnið peð með 17. — R6xe5, en svo er ekki: 18. Dxd7 Rxd7 19. Rxe6 fxe6 20. Bxe6+ Kh8 (20. - Hf7 21. Rg5) 21. Bxd7 HxfJ 22. Bxc8 Bxc8 23. b3 Rdo 24. Hc6 Hf6 25. Hel Bd7 26. Hc7 h6 (26. - Hf7 27. He5, ásamt 28. Hxd5) 27. Hxd6 Hxd6 28. He8+ Kh7 29. Hxc8+ og svartur á gleð- isnauða vörn fyrir höndum. 18. Dc2 - Ekki 18. Dxa6 Rb4 19. Bxe6 fxe6 20. Dxe6+ Dxe6 21. Rxe6 Hxf3 22. Rf4 Rd3 og svartur vinn- ur mann. 18. - h6 Verst hinni óþægilegu hótun 19. Rg5. 19. b3 Ra3 20. Dd2 De7 21. Bfl Db4 Þegar hér var komið skákinni átti Stefán sáralítið eftir af um- hugsunartíma sínum. Hann gerir nú örvæntingarfulla tilraun til að brjótast í gegnum varnir and- stæðingsins á drottningarvæng, en við það skilur hann kóngsstöð- una eftir illa varða. 22. De3! Da5 23. Rh5 Re7 24. Df4 Rg6 25. Dg4 b4? 26. Rh4! Kh7 Riddarinn á g6 getur sig hvergi hreyft, vegna mátsins á g7. 27. Rxg6 fxg6 28. Rf4 g5 Eina leiðin til að halda skákinni áfram er 28. - Hxf4 29. Dxf4 Rc2 30. Habl Bxfl 31. Kxfl Hc3, ásamt 32. - Dc8 o.s.frv. 29. Rxe6 Bxfl 30. Hxc8 Hxc8 31. Df5+ Kh8 32. Dg6 Hg8 33. Rxg5 Bd3 Ekki gengur 33. - hxg5 34. Dh5+ mát. 34. Rf7+ mát. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Hannes Hlffar Stefánsson SMÁAUGLÝSINGAR m INNLENT KENNSLA Píanókennsla Kenni á píanó, börnum og fullorðnum. Tónfræðikennsla innifalin. Einnig sértímar í tónfræði. Guðrún Birna Hannesdóttir, Bólstaðarhlið 50, sfmi 588 3277, gsm 847 0149. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG <B ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 3. sept. kl. 10.30 Gagnheiðar- vegur — Hvalvatn. Gömul þjóðleið frá Þingvöllum í Hval- fjörð. Verð 1500. 8.—10. sept. Óvissuferð. Missið ekki af óvæntum mögu- leikum. Sunnudagsferðir 3. sept. kl. 9.00. 1. Hlöðufell (1188 m y. s.). 8. fjall í fjallasyrpu Útivistar. 2. Brúarárskörð. Gengið frá Rótarsandi í Miðhúsaskóg. Verð 2.100 kr. f. félaga og 2.400 kr. f. aðra. Miðar í farmiðasölu. Brott- för frá BSl. Vinsælar ferðir, bókið strax: Haustlita- og grillveisluferð í Bása (Þórsmörk) 15.—17. sept. Hraðganga (trúss) um „Laugaveginn" 14.—17. sept. Skrifstofan á Hallveigarstfg 1 er opin frá kl. 12.00—17.00, sími 561 4330 og netfang: utivist@utivist.is Heimasfða: utivist.is mbl.is Skógar- göngur í haust í HAUST munu Skógræktarfélag íslands, Garðyrkjufélag íslands og Ferðafélag íslands standa sameig- inlega íyrir skógargöngum. í þeim á að skoða falleg og söguleg tré í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ. Þessar göngur eru framhald af vinsælum göngum í fyrra þegar skoðuð voru gömul tré í Reykjavík. Göngurnar eru hluti af fræðslusamstarfí skógræktarfélag- anna og Búnaðarbanka Islands. Fyrsta gangan er laugardaginn 2. september og hefst kl. 10, tekur um tvo tíma og er í umsjón Skógræktar- félags Hafnarfjarðar. Gengið verður í Hafnarfírði og hefst gangan við Hellisgerði. Mæting er við gatna- Ólympíumdtið í brids IJtlit fyrir spennandi lokaumferðir BRIDS Maastrieht ÓLYMPÍUMÓTIÐ ólympíurnótiö í brids er haldið í Maastricht í Hollandi dagana 27. ágúst til 9. september. íslendingar taka þátt í opnum flokki í sveita- keppni. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, m.a. á slóðinni: http://www.bridgeolympiad.nl ÞAÐ er útlit fyrir að lokaumferðir riðlakeppninnar verði spennandi, einkum í riðlinum þar sem íslenska liðið berst nú um eitt af fjórum efstu sætunum. Eftir 13 umferðir höfðu sjö þjóðir skilið sig frá hinum og var mjög mjótt á mununum frá 4. til 7. sæti. ís- lendingar voru í 6. sæti eftir að hafa tapað, 14-16, íyrir ítölum í 13. umferð. ítalir voru langefstir í riðlinum með 276 stig, Argentína var með 253 stig, Norðmenn höfðu 246 stig, Nýja-Sjá- land og Suður-Afríka 231, ísland 230 og Kína 229. í gær spilaði íslenska lið- ið einnig við Argentínu og Palestínu en 1 dag eru tveir síðustu leikirnir í riðlakeppninni á dagskrá og þá spila íslendingar við Malasíu og Búlgaríu. Þær þjóðir sem eru fyrir ofan Islend- inga eiga allar eftir að spila við álíka sterka andstæðinga. Staðan í öðrum riðlum eftir 13 um- ferðir var sú að í A-riðli voru Pólverj- ar efstir með 254 stig, þá komu Bras- ilíumenn með 248, Austurríkismenn með 243 og Danir með 239. í B-riðli voru Bandaríkjamenn efstir með 259 stig, næstir voru Ástralar með 246, Hollendingar 238 og Rússar með 237. í C-riðli voru Englendingar efstir með 273 stig, þá Indónesar með 263, Frakkar höfðu 251 stig og Svíar 244. Vörn mótsins? íslendingar mættu Norðmönnum um miðbil riðlakeppninnar. Leikur- inn var sýndur á sýningartöfluog var nokkuð gloppóttur af hálfu íslend- inga enda tapaðist hann 9-21. í spU- inu efst í næsta dálki sýndi íslenska liðið þó góð tilþrif og voru margir á því að þar hafi þeir Þorlákur Jónsson og Matthías Þorvaldsson sýnt bestu vöm mótsins. Við annað borðið sátu Boye Broge- land og Erik Sælensminde ÁV og Að- alsteinn Jörgensen og Sverrir Ár- mannsson NS. Aðalsteinn í suður opnaði á 1 tígli. Sverrir í norður sagði 1 hjarta, Aðalsteinn 1 gi'and og Sverr- ir lauk sögnum með 4 hjörtum. mót Skúlaskeiðs og Reykjavíkur- vegar. Byrjað verður í Hellisgerði, en síðan gengið um eldri hluta bæj- arins og tré í görðum skoðuð. Hafnarfjörður er mikill trjábær, með miklum fjölda vöxtulegra trjáa. Trjárækt stendur þar á gömlum merg, en til dæmis var byrjað að gróðursetja árið 1924 í Hellisgerði. Þeir sem mæta í allar fjórar göngurnar í haust eiga von á eigu- legum vinningi, segir í fréttatilkynn- ingu. Ó-lína flytur si g um set Ó-LÍNA/myndlistarvörur hefur flutt verslunina úr Brautarholti 16 á Skólavörðustíg 8. „Ó-lína/myndlistarvörur er þriggja ára gömul verslun sem sel- ur efni til myndsköpunar fyrir fólk á öllum aldri auk þess að selja skólavörur til grunn- og leikskóla. Ó-lína flytur inn myndlistarefni frá einu elsta fyrirtæki í heimi sem framleiðir liti fyrir listamenn, L France & Bourgeois, stofnað 1720, en höfuðstöðvar þess eru í Le Man Norður 4 DG * KD10953 ♦ DG6 * D5 Vegtur-. ÁHstur 4 109852 4 643 ¥6 ¥ Á82 OO $ ♦ ♦ K742 + G984 Suður 4 ÁK7 ¥ G74 * K106 ♦ 1063 4 Á762 Þau voru síðan auðunnin því sagn- hafí gat hent laufi heima i spaða og gaf því aðeins tvo slagi á tígul og einn áhjarta. Við hitt borðið sátu Þorlákur og Matthías AV og Geir Helgemo og Tor Helness NS: Vestur Norður Austur Suður llauf pass lhjarta pass lgrand pass 2tíglar pass 2 hjörtu pass pass 3 hjörtu 3 grönd// pass 38paðar Helgemo í norður krafði í geim með 2 tíglum og stýrði síðan spilinu í 3 grönd eftir að Helness sýndi hjarta- stuðning og spaðafyrirstöðu. Matt- hías spilaði út spaðatíu og Helness drap heima með ás, til að eiga inn- komu í blindan síðar á spaða, og spil- aði hjartagosa, sem Þorlákur gaf, meira hjarta á kóng og Þorlákur gaf aftur og loks þriðja hjartanu sem Þor- lákur drap þvingað með ás. Matthías henti tveimur spöðum í hjörtun, níunni og áttunni til að sýna að hann hefði lítinn áhuga á spaðanum. Töfluskýrendur sáu nú að hægt var að hnekkja spilinu. Austur varð nú að spila tígli undan kóngnum og vestur að drepa með ás og skipta í lauf. Þessi vöm er hins vegar langt frá því að vera sjálfsögð; ef austur t.d. spilar lægsta tíglinum er hann að gefa til kynna að hann þoli að vestur spili tígli til baka. Og frá sjónarhóli vesturs gæti austur vel átt laufaásinn í stað- inn fyrir kónginn og því þurfi að fría slagi á tígul. Þorlákur hugsaði sig lengi um og áhorfendur sáu hann handleika spaðahund, setja hann síðan aftur á hendina, síðan sást tígultvisturinn mátaður en loks lá tígulsjöan á borð- inu. Matthías drap með ás og hugsaði sig einnig lengi um enda blasir ekki við að skipta í lauf. En á endanum spilaði hann laufi, spilið fór einn niður og Islendingar græddu 11 stig. Guðm. Sv. Hermannson fyrir utan París. Ó-lína selur skóla- línu frá þessu fyrirtæki sem er eit- urefnalaus. Þessir litir hafa fengið hæstu einkunn fyrir gæði. Enn- fremur býður Ó-lína upp á nám- skeið í föndri fyrir almenning og grunn- og leikskólakennara og eru þau auglýst í búðinni. Ó-lína vejtir persónulega ráðgjöf og þjónustu þar sem faglegur starfsmaður leiðbeinir um val á efni og áhöldum til myndsköpunar. Ein- kunnarorð verslunarinnar eru: Lit- ir fyrir listamenn stóra og smáa,“ segir í fréttatilkynningu frá Ó-línu. Lýst eftir vitnum EKIÐ var á bifreiðina UM-702 fimmtudaginn 31. ágúst sl. Bifreiðin er af gerðinni Hyundai, græn að lit. Hún stóð við Borgartún 5. Atvikið gerðist milli kl.10 og 11.45. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna ákeyrsluna. Skemmdir á bifreiðinni eru á vinstra framhorni. Vitni vinsamlegast gefi sig fram við lögregluna í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.