Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
m
Hve rikir eru Islendingar
miðað við aðrar þjóðir?
VISINDI
Á Vísindavefnum hafa að undan-
förnu verið veitt svör við spurn-
ingum um kraft og orku, fiugbíia, erfðafræði, vatn, lyftikraft flug-
vélavængi, Ijóshraða, íslenska málnotkun, uppruna orðanna
gúrkutíð, klósett, forseti og Ítalía, ferðamannaiðnað á Austurlandi,
mótbárur og mótbárutap, bókstafinn y, heimildargiidi Landnámu,
Hlöðver Hlöðversson keisara, hraða efnisagna, magn peninga í
heiminum, verðbólgulíkön, vötn á tunglinu, dreifbýli, hlutfall launa-
kostnaðar af heildarútgjöldum, algengasta nafn á íslandi, Dani og
Bauna, krummaskuð, jörðina, birtingu og sólarupprás, hrævarelda,
áfengi, koffín, guarana, kjötát og grænmetisát, hækkanir á hluta-
bréfum og E-440. Netfang Vísindavefsins er ritstjorn@visindavef-
ur.hi.is og símanúmerið 525 4765.
www.opinnhaskoli2000.hi.is
Ljósmyndir/Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J. 1998. Uni-
verse, 5. útgáfa. New York, W.H. Reeman and Company.
Nýlegar niðurstöður frá Lunar Prospector, geimfari Bandarisku geim-
vísindastofnunarinnar, eru taldar staðfesta að vatnsís sé á tunglinu.
Hve ríkir eru íslendingar
miðað við aðrar þjóðir?
SVAR:
Það er dálítið snúið að mæla
meðaltekjur eða framleiðslu á
íbúa, einkum vegna þess að verð-
lag og neysluvenjur eru mjög mis-
jöfn á milli landa.
Ein leið til að bera saman
tekjur í mismunandi löndum felst í
því að reikna út meðaltekjur í
hverju landi sem verið er að skoða
í mynt viðkomandi lands og um-
reikna svo allt yfir í einn gjald-
miðil út frá innbyrðis gengi gjald-
miðlanna á mörkuðum. Þetta er
nokkrum vandkvæðum háð, meðal
annars vegna þess að í sumum
löndum með vanþróað fjármála-
kerfi er lítið að marka opinbert
gengi. Auk þess gefur þessi aðferð
ranga mynd af kaupmætti tekn-
anna vegna þess að verðlag er
mjög mismunandi eftir löndum.
Sérstaklega er verðlag alla jafna
lægra í fátækum löndum en rík-
um. Þessi aðferð gerir því of mikið
úr muninum á ríkum löndum og
fátækum.
Alþjóðabankinn notar aðeins
breytta útgáfu af þessari aðferð til
að reikna út meðaltekjur þjóða.
Miðað við þá aðferð, svokallaða
Atlas-aðferð, voru Islendingar ell-
efta ríkasta þjóð heims árið 1998.
Þjóðarframleiðsla Islendinga á
mann var þá um tveir þriðju af
þjóðarframleiðslu Lúxemborgara,
ríkustu þjóðar heims á þennan
mælikvarða, og þrjúhundruðföld
framleiðslan í fátækasta landinu,
Eþíópíu.
Önnur lönd fyrir ofan ísland
þetta ár á þennan mælikvarða, í
réttri röð miðað við tekjur, voru
Liechtenstein, Sviss, Bermúda,
Noregur, Japan, Danmörk,
Bandaríkin, Singapúr og Cayman-
eyjar. Næstu lönd fyrir neðan
voru Austurríki, Þýskaland, Món-
akó, Svíþjóð og Belgía.
Þróaðari aðferðir reyna að taka
tillit til mismunandi verðlags en
hægt er að fara ýmsar leiðir og
því getur nokkru munað um það
að hvaða niðurstöðu er komist. Sé
þetta gert breytist röð þjóða þó
yfirleitt lítið, Islendingar lenda þá
til dæmis í níunda sæti í stað þess
ellefta samkvæmt útreikningum
Alþjóðabankans. Munurinn á rík-
um þjóðum og fátækum mælist þó
minni en ella sem fyrr segir. Sam-
kvæmt þessum mælikvarða eru
þjóðartekjur íslendinga að meðal-
tali ríflega fjörutíu sinnum hærri
en tekjur Eþíópíubúa.
Rétt er að hafa í huga að slíkur
samanburður gefur einungis tak-
markaða mynd af lífskjörum við-
komandi þjóða og tekur til dæmis
ekki tillit til verðmæta sem ekki
ganga kaupum og sölu á markaði.
Aðrir hafa reynt að meta lífskjör
almennt og skoða þá einnig þætti
eins og gæði heilsugæslu, mennt-
un, lífslíkur, réttaröryggi, tekju-
skiptingu og svo mætti lengi telja.
Það liggur í hlutarins eðli að slík-
ur samanburður er ef eitthvað er
enn erfiðari en samanburður á
tekjum eingöngu, en yfirleitt virð-
ast íslendingar einnig vera mjög
ofarlega þegar lífskjör eru metin á
slíkan hátt.
Síðan er bæði fróðlegt og
skemmtilegt að bera þetta svar
saman við svar Gísla Gunnars-
sonar við spurningunni „Hvers
virði var gamli ríkisdalurinn í ís-
lenskum krónum? - Var munur á
íslenskum og dönskum ríkisdal?“
en það svar birtist einnig hér í
Morgunblaðinu, fyrir nokkrum
vikum. Þar er fjallað um þann
vanda að meta tekjur og kaupmátt
á fyrri tíð, en hér í öðrum sam-
félögum á sama tíma.
Gylfi Magnússon
dósent í hagfræði við Háskóla íslands
Hvaðan koma orð eins og
„rófa“, „skott“, „tagl“ og
„hali“ sem eru ekki til í
Norðurlandamálum?
SVAR:
Þau orð sem talin eru upp í
spurningunni eiga það sameigin-
legt að vera notuð sem samheiti.
Flest eiga þau ættingja í öðrum
Norðurlandamálum þótt merking-
in sé ekki alltaf nákvæmlega hin
sama.
Uppruni orðsins „rófa“ er ekki
fullljós. I nýnorsku er til orðið
„rove“, ’skott á dýri,’ og í fær-
eysku merkir „rógva“ ’mjór hæð-
arrani’ (í örnefnum). Sumir telja
að um sama orð sé að ræða og
„rófa“ í „gulrófa“ sem tengt er
latneska orðinu „rapurn" í sömu
merkingu og í spænsku „rabo“,
’skott’. Aðrir telja skyldleika við
gríska orðið „rhapís“, ’stafur,
vöndur’ líklegri en allt er þetta
óljóst.
„Skott“ hét í eldra máli „skopt“
og var notað í merkingunni ’höfuð-
hár, lokkur’.
í nýnorsku er til „skoft“ í merk-
ingunni ’fuglsstél’ og í fornum
germönskum málum voru til orðin
„scuft“ (fornháþýska) og „skuft“
(gotneska) sem bæði merkja ’höf-
uðhár’. Þarna hefur orðið merk-
ingarvíkkun og orðið er nú einkum
notað um rófu á dýri.
„Tagl“ er fyrst og fremst notað
í tengslum við hesta en tagl á fólki
er síðari tíma merkingarvíkkun. I
færeysku merkir tagl ’hárdúskur á
hestssterti eða kýrhala’, í ný-
norsku er tagl notað um langt og
stíft hrosshár og sama merking er
í sænska orðinu tagel. í dönskum
mállýskum merkir ,jtawl“ ’rófu-
stertur, stertshár’. I fornensku
merkti „tægel“ ’rófa’ en er „tail“ í
ensku nú.
„Hali“ er til í færeysku sem hali
eins og í íslensku; í nýnorsku,
sænsku og dönsku sem hale. Þessi
Draumalogn á undan stormi
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Á UNDAN hverjum stormi ríkir
undarleg þögn, blankalogn og frið-
ur líkast svefni. Tími þegar andakt
fyllir loftið og fuglar himinsins
þegja, dýr merkurinnar hreyfast
ekki og maðurinn er sem lamaður í
viðleitni sinni að skynja hið
ókomna.
í Matthíasar, 8:23-27, Markús-
ar, 4: 35-41 og Lúkasar, 8:22-25
guðspjöllum segir eitthvað á þá
leið að þegar Kristur sigldi ein-
hverju sinni yfir Galíleuvatn ásamt
lærisveinum sínum, skall á fyrir-
varalaus stormur sem heltók post-
ulana hræðslu um líf sitt. Þeir
töldu skipið vera að sökkva og
vöktu Jesú sem lá í skuti skipsins
og svaf. Hann reis upp og friðaði
hafið, lægði storminn en ávítaði um
leið lærisveina sína fyrir vantrú
þeirra á sig og mátt sinn. Jesú
svaf! Var hann á tali við Guð í
draumi sínum eða var það drungi
fyrirboðans sem svæfði hann?
Miklum breytingum fylgir fyrir-
vari, sérstök þögn og drungi sem
gerir menn sinnulausa, svefn-
drukkna og frá sér í athöfnum. Að
undanförnu hafa átt sér stað sér-
stæðar og miklar en ósýnilegar
ytri breytingar þegar pláneturnar
fimm; Merkúr, Venus, Mars, Júpít-
er og Satúruns röðuðu sér í beina
línu við tungl, jörð og sólu í maí síð-
astliðnum svo úr varð eins konar
risastór geislasproti sem myndaði
segulmagnað tog milli plánetnanna
og margfaldaði geislaflóð þeirra og
kraft. Þessar breytingar sem nú
standa yfir eiga efalaust sinn þátt í
þeirri undarlegu hegðun manna,
dýra og náttúru að menn fremja
sjálfsmorð vegna „rigninga“,
stormar og geigvænleg flóð skella
á stöðum sem ekki eiga slíku að
venjast, eldar spretta upp að því er
virðist úr engu og slysatíðni marg-
faldast jafnt í lofti, láði sem legi og
oft er enga haldbæra skýringu að
finna. Raunveruleikinn virðist sem
versta martröð en skynjun hugans
gegnum svefn og drauma getur
fleytt manni langt til skilnings á
óræðum ytri öflum og vakið til
meðvitundar um næstu skref.
Pourquoi Pas?
I bók sinni „Forspár og fyrir-
bæri“ segir Elínborg Lárusdóttir
frá Kristínu Kristjánsdóttur
(1888-?) Ijósmóður sem starfaði
lengi vestan hafs og skyggni henn-
ar á önnur svið.
„Nokkrum nóttum áður en
franska hafrannsóknaskipið
Pourquoi Pas? strandaði við Mýrar
sá Kristín það á þeim stöðum sem
það strandaði. Nóttina sem skipið
fórst svaf hún sama og ekkert.
Hún sá yfir landið og upp á Mýr-
arnar og þekkti staðhætti. Það var
skelfileg sjón sem bar fyrir augu
hennar, að sjá mennina fleygja sér
fyrir borð einn af öðrum og vera
nær dauða en lífi að brjótast um í
Mynd/Kristján Kristjánsson
Skyin hrannast upp.
Mýrabugtinni. Henni leið ákaflega
illa. Þegar Kristín var komin á fæt-
ur um morguninn ráfaði hún um
herbergið í einhverri leiðslu. Þá
kom til hennar maður en Kristín
man ekki hver hann var, segist
hafa verið svo utan við sig. Honum
sagði hún frá því hvað bar fyrir
hana um nóttina. Maðurinn sagði
að ekki hefði frétzt um neinn
skipskaða. En Kristín sagði: „Því
er ver að þetta mun koma fram og
verður þess ekki langt að bíða.“
Þennan dag komu fleiri gestir til
Kristínar og sagði hún þeim frá
sýninni. Hún sagði að það hefði
verið ægileg sjón að sjá skipið reka
af einu skerinu á annað. Hún hélt
því fram að þeir hefðu ekki áttað
sig á hvar þeir voru staddir og
villzt vegna myrkurs og ofviðris.
Þótt ekki sé hægt að hafa upp á
því fólki sem Kristín talaði við
heima hjá sér þennan umrædda
dag, hefur einn maður gefið sig
fram en það er Þórður Jónsson
bókari, Grettisgötu 17. Hann seg-
ist hafa hitt Kristínu þennan sama
morgun úti á götu. Var hún að
sækja mjólk. Þau tóku tal saman
og sagði hún honum frá sýninni.
Hefur hann eftir henni sömu orðin
um sýnina og tilfærð eru hér að
framan.
Engin fregn var þá komin um
strandið en hún kom síðar þennan
sama dag 18. september 1936. Fór-
ust þar 38 manns, aðeins einn skip-
verja komst af. Hann var eitthvað í
Straumfirði og naut þar aðhlynn-
ingar.
Eftir að ég skrifaði þennan kafla
hafði ég tal af Lárusi Salómonssyni
lögregluþjóni. Komst ég þá að því
að það var hann sem kom til Krist-
ínar þennan umrædda morgun. Er
drepið lauslega á það síðar þai' sem
Lárus segir frá kynnum sínum af
Kristínu, sýnum hennar og for-
spám. En eitt tók hann skýrt fram,
hann taldi sig muna það greinilega
að Kristín hefði sagt: Þeir drukkna
allir, nema einn.“
• Þeir lesendur sem vilja fá drauma
sína birta og ráðna sendi þá með fullu
nafni, fæðingardegi og ári ásamt heim-
ilisfangi og dulnefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík
Tengi: http://www.dreamland.is