Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umhverfisráðherra kynnti sér störf landvarða á tveggja daga ferð um hálendið
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Áð í skála Kára landvarðar Kristjánssonar í Hvannalindum. Frá vinstri: Árni Bragason,
Þórhallur Þorsteinsson, Siv Friðleifsdóttir, Kári og Bryndís Bjarnarson.
Hér sést hvernig Jökulsá á Fjöllum hefur skolað burtu veginum að Herðubreiðarlindum að
norðan. Kári bendir hópnum hvernig rútan sem fór í ána á dögunum barst nokkur hundruð
metra niður með henni.
Kynna þarf þjónust-
una og bæta aðstöðu
á fjölsóttum stöðum
Aukin aðsókn ferðamanna í friðlönd og
þjóðgarða krefst aukinnar þjónustu og
fjármagns til uppbyggingar, segir Siv
Friðleifsdóttir umhverfísráðherra.
Jóhannes Tómasson slóst í för með ráð-
herra og fleiri forráðamönnum náttúru-
verndarmála á nokkrar hálendisperlur.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra staldraði meðal annars við í
Herðubreiðarlindum á ferð sinni um
hálendið í vikunni.
„MEGINTILGANGUR ferð-
arinnar var að kynna mér
þau miklu og mikilvægu
störf sem landverðir hafa
með höndum í þjóðgörðum
og friðlöndum. Mér fannst
brýnt að hitta landverði og
heyra hvað þeir hafa að
segja. Starfsemin er um-
fangsmikil og fjölbreytt og
ég tel að við þurfum að koma
því betur á framfæri hversu
mikil þjónusta er í boði fyrir
ferðamenn," segir Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra
í viðtali við Morgunblaðið.
Alls eru 35 landverðir í starfi
hjá Náttúruvernd ríkisins á
13 stöðum á landinu.
Farið var í Hvannalindir,
Kverkfjöll, Öskju og Herðu-
breiðarlindir. Með ráðherra í
för voru Árni Bragason, for-
stjóri Náttúruverndar ríkis-
ins, Bryndís Bjamarson,
varaformaður Náttúruvemd-
arráðs, Kári landvörður
Kristjánsson sem býr yfir
fjölþættri reynslu eftir 12
ára störf, og Þórhallur Þor-
steinsson, stjómarmaður í
Ferðafélagi Fljótsdalshér-
aðs, til margra ára. Kári og
Þórhallur sitja einnig í Nátt-
úruverndarráði. Ferðafélögin
hafa einmitt átt náið sam-
starf við Náttúmvemd ríkis-
ins um ýmsa þætti er snerta
báða aðila. Þannig greiða
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
og Ferðafélag Húsavíkur
helming kostnaðar við land-
vörslu í Hvannalindum á
móti Náttúmvemd ríkisins
og Ferðafélag Akureyrar
deilir þessum kostnaði varð-
andi Öskju og Herðubreiðar-
lindir.
„Eftir ferðina tel ég að við
þurfum að kynna betur þá
þjónustu sem landverðir
bjóða. Hún felst meðal ann-
ars í því að bjóða og skipu-
leggja gönguferðir fyrir
ferðamenn sem koma á
þessa staði, bæði reglulegar
ferðir og stundum geta þeir
einnig mætt sérstökum ósk-
um. Þeir inna af hendi
fræðslu um gróður, dýralíf
og jarðsögu sem er mjög
mikilvæg til að ferðalangar
geti betur kynnst náttúm-
perlum okkar. Þeir fylgjast
með því að umgengni sé góð
og menn aki ekki utan vega.
Þeir sjá um að merkingar
séu í lagi og ekki síst má
nefna öryggið sem felst í því
að landverðir era til taks á
þessum stöðum.“ Þannig er
til dæmis skemmst að minn-
ast afreks og aðgerða þeirra
Elísabetar Kristjánsdóttur
og Kára Kristjánssonar þeg-
ar þau fóm á báti að rútu
sem festist í Jökulsá á Fjöll-
um við Herðubreiðarlindir.
Gátu þau róað fólkið sem
beið á þaki rútunnar og
fullvissað það um að hjálp
væri á leiðinni. Var það til
þess að stappa stálinu í
nokkra þeirra sem höfðu í
raun misst kjarkinn og töldu
enga von um björgun.
Siv telur mikla hugarfars-
breytingu hafa orðið meðal
ferðamanna, að umgengni
um náttúmna sé nú mun
betri en áður. Undir það
taka þau hin og segir Þór-
hallur Þorsteinsson íslend-
inga ekki síst hafa bætt sig í
þessum efnum. Minna sé um
utanvegaakstur og þeir leggi
orðið meira uppúr því að
staldra við og ganga um á
þessum stöðum en ekki að-
eins að koma þar við, taka
eina mynd og
halda síðan á
næsta stað. Árni
Bragason bendir
lika á að í könnun-
um meðal erlendra
ferðamanna hafi
komið fram að
milli 80 og 85%
þeirra nefni nátt-
úra íslands sem
fyrstu eða aðra
ástæðu þess að
ferð þeirra er heit-
ið hingað til lands.
Námskeið fyrir
landverði
Á ári hverju era
haldin í Reykjavík
sérstök 120 tíma
námskeið fyrir
landverði og segir
Árni Bragason þau
einnig í boði á Hól-
um í Hjaltadal og
Garðyrkjuskólan-
um i Hveragerði.
Þá er í undirbún-
ingi að bjóða
landvarðanám í
fjarkennslu. Alls
útskrifast milli 50
og 60 manns á ári
með landvarða-
réttindi og segir Árni námið
nýtast ýmsum sem starfa að
ferðaþjónustu en ekki aðeins
til starfa að landvörslu.
Starf landvarða tekur
smám saman breytingum
með bættri umgengni og
segja má að mestur tími
þeirra fari í hvers kyns
fræðslu og upplýsingagjöf.
Áður þurftu þeir kannski
reglulega að hafa afskipti af
fólki sem ók utan vega eða
gekk á annan hátt illa um og
snúa því á rétta braut. Með
viðhorfsbreytingu og
kannski einmitt líka fyrir
starf landvarða hefur hegðan
ferðamanna gjörbreyst, það
heyrir til undantekninga ef
þeir þurfa að gera athuga-
semdir við framferði ferða-
manna.
En eru landverðir nógu
margir?
„I framtíðinni er nauðsyn-
legt að fá fleiri vegna þess
að við erum að fá sífellt fleiri
erlenda ferðamenn til lands-
ins og íslendingar eru mjög
að auka ferðir sínar inn á há-
lendið. Það er brýnt að hlúa
að og byggja upp fjölsótta
ferðamannastaði til að þeir
geti tekið við þessum aukna
þunga,“ segir Siv og bendir á
að í ár megi búast við að er-
lendir ferðamenn verði í
fyrsta sinn fleiri en íbúar
landsins era, eða kringum
300 þúsund enda ferðaþjón-
ustan orðin næst stærsti at-
vinnuvegur þjóðarinnar.
Spáð er allt að 500 þúsund
erlendum ferðamönnum árið
2020 og telja sumir raunar
að þeir verði þá orðnir enn
fleiri.
Mikil verkefni
framundan
Auk Náttúruvemdar ríkis-
ins hafa Vegagerðin og
Ferðamálaráð á sinni könnu
verkefni vegna uppbygging-
ar fyrir ferðamenn og er Siv
nánar spurð um samvinnu
þessara aðila: „Við þurfum
Málin rædd í Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Haukur
Grönli, landvörður og skálavörður þar, er lengst til hægri,
Kári Kristjánsson í dyrunum og þá Siv Friðleifsddttir og
Árni Bragason.
aukið fé í þessa uppbyggingu
vegna þess hve náttúra
landsins er viðkvæm og við
þurfum að einbeita okkur að
þeim stöðum sem eru við-
kvæmastir. Kringum 12 þús-
und manns koma á hverju
sumri í Herðubreiðarlindir,
Öskju og Hvannalindir og
um 6 þúsund koma í Kverk-
fjöll. Það hefur verið gróf-
lega áætlað að verða þurfi á
næstu árum um 400 milljón-
um króna til þessara verk-
efna,“ segir ráðherra og tel-
ur gott samkomulag ríkja
milli þessara aðila.
Hversu langt
á að ganga?
í ferðinni var rætt nokkuð
um hversu langt unnt er eða
æskilegt er að ganga til að
bæta aðstöðu og aðkomu
ferðamanna á þessum nátt-
úruperlum. Þannig sagði
Þórhallur Þorsteinsson að
fram hefðu komið óskir um
að smíðuð yrði brú yfir
Skolpu sem kemur úr
Kverkjökli en það myndi
stytta gönguleiðina frá Sig-
urðarskála og inn að hvera-
svæðinu úr 10 tímum í 8.
Göngubrú hefur einnig verið
nefnd í þessu sambandi en
slíkt mannvirki þyrfti að
vera mjög rammgert á þess-
um slóðum til að þola snjó-
þunga. Þórhallur benti frek-
ar á þann möguleika að fyrir
ámóta fjármagn mætti laga
vegarslóðann inn að Kverk-
fjöllum talsvert og stytta
þannig ferðatímann sem
kæmi ekki síst þeim til góða
sem aka þangað að morgni
og staldra aðeins við yfir
daginn. Hann sagði líka
ákveðna stemmningu fólgna
í því að ganga erfiðar leiðir,
um skriðjökul eins og er í
þessu tilviki, til að komast að
fegurð hverasvæðisins þar
efra.
Á sama hátt er spurning
um leiðina frá Vikraborgum
við Öskjuop og inn að Víti.
Um hálftíma gangur er
þennan spotta um slétta vik-
urvelli og er akstur þangað
bannaður. Á að hverfa frá
þessu banni og leggja vegar-
slóða síðasta spölinn? A að
gera öllum kleift að komast
með góðu móti akandi sem
næst áhugaverðum og skoð-
unarverðum stöðum?
Enn má spyrja varðandi
Herðubreiðarlindir. Jökulsá
á Fjöllum hleður undir sig
og byltir sér um gamla og
nýja farvegi. Hjó hún á dög-
unum skarð í veginn við
Lindaá þannig að færa varð
hann frá hraunjaðri og nokk-
uð inná hraunið, nokkuð sem
náttúruverndarmenn vilja
helst komast hjá. En haldi
áin áfram þessu háttalagi er
eins líklegt að hún fari yfir
hluta gróðurlendis við
hraunjaðarinn meðfram
Lindaá og jafnvel ógnar hún
flugvelli og skálunum í
Herðubreiðarlindum. Fari
svo er spurning hvort nauð-
synlegt verður að leggja 6-8
km langan veg vestar á
hrauninu. Árni Bragason
segir menn standa frammi
fyrir þessari spurningu nú
því betra sé að rannsaka
kostina og sjá út vegstæði ef
áin lætur til skarar skríða.
Náttúran er aðal
auðlind okkar
„Náttúran er aðalauðlind
okkar gagnvart ferðaþjón-
ustunni og því ber okkur að
virða hana og ganga vel um
hana þannig að við getum
nýtt þessa auðlind áfrarn
með sjálfbærum hætti. Ég
legg mikla áherslu á að við
byggjum upp þessar
náttúraperlur, friðlönd og
þjóðgarða til að geta tekið á
móti auknum ferðamannast-
raumi án þess að náttúran
beri skaða af. Það er á
ábyrgð umhverfisráðuneytis
og Náttúruverndar ríkisins
ásamt ferðaþjónustuaðilum,"
sagði Siv að lokum eftir
þessa fræðsluferð um há-
lendið.