Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 51 --------------------------------*e; SKOÐUN Með nýjum lögum um mat á umhverfísáhrif- um, segir Friðrik Soph- usson, hefur verið lagð- ur grunnur að nýjum vinnubrögðum við und- irbúning framkvæmda hér á landi. verður sérstakt fyrirtæki um þær sem yrði jafnvel í eigu erlendra orkufyrirtækja að hluta. Þessi mál eru til sérstakrar skoðunar, en þau eru flókin og ýmsar leiðir koma til greina. Aðalatriðið er að ekki verður ráðist í virkjunarframkvæmdir án þess að fyrir liggi útreikningar, sem sýna nægilega arðsemi að teknu til- liti til áhættu. Rammaáætlun og þjóðgarðshugmyndir Á sl. ári hófst gerð rammaáætlun- ar ríkisstjórnarinnar. Ætlunin er að raða virkjunarkostum í forgangs- röð, þar sem tekið er tillit til mis- munandi sjónarmiða og þarfa þjóð- félagsins. Rammaáætlun er mikilvæg þegar til lengri tíma er lit- ið, en ekki er gert ráð fyrir að hún fresti þeim framkvæmdum, sem Al- þingi samþykkir og iðnaðarráðu- neytið heimilar áður en niðurstaða hennar liggur fyrir. Stefnt er að því að fyrstu niðurstöður verkefnis- stjórnar rammaáætlunar verði til- búnar í upphafi árs 2002. Verði sú raunin fellur það ágætlega að tíma- áætlun virkjunarundirbúningsins. í tilefni virkjunaráforma við Kárahnjúka hafa orðið nokkrar um- ræður um það hvort gera eigi þjóð- garð norðan Vatnajökuls. Því hefur verið haldið fram að slík hugmynd útiloki virkjun fallvatna á svæðinu. Frá mínum bæjardyrum séð þarf þjóðgarðshugmyndin síður en svo að útiloka virkjun. Fjölmörg dæmi eru um að ýmiss konar starfsemi sé stunduð í þjóðgörðum. Og fátt fer betur saman en ferðamennska í ís- lenskum víðernum og lón til raforkuframleiðslu úr hreinum, end- urnýjanlegum orkulindum landsins. Að mínu viti er eðlilegt að vii'kjunaraðili styðji við ferða- mennsku í nágrenni virkjunarsvæða og taki tillit til þess í virkjunará- formum sínum. Hvenær verður ákvörðun tekin? Samkvæmt fyrirliggjandi yfirlýs- ingu álfjárfesta, Landsvirkjunar og íslenska ríkisins er gert ráð fyrir að hægt verði að taka endanlega ákvörðun um framkvæmdir við virkjanir og álver snemma árs 2002. Verði niðurstaðan sú að efna til framkvæmdanna gæti starfsemi hafist á árinu 2006. Þessi tímaáætl- un byggist á því að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum virkjananna verði send Skipulagsstofnun í mars á næsta ári og kostnaðaráætlun ásamt drögum að orkusamningi liggi fyrir í september á því ári. Þessi tímaáætlun miðast við aiT allur undirbúningur gangi snurðu- laust fyrir sig, en í yfirlýsingunni er gert ráð fyrir að verkið kunni að tefjast ef einstakir undirbúnings- þættir taka lengri tíma en ætlað var. Á þessari stundu verður ekkert sagt um það, hvort tímaáætlunin stenst, en kostað verður kapps um það án þess að það komi niður á faglegum vinnubrögðum við undirbúninginn. Ný Iög - ný vinnubrögð Með nýjum lögum um mat á um- hverfisáhrifum hefur verið lagður grunnur að nýjum vinnubrögðum við undirbúning framkvæmda hér á landi. Fyrirhuguð Kárahnjúkavirkjun er langstærsta framkvæmd, sem hér hefur verið undirbúin. Lands- virkjun hefur ákveðið að vinna að mati á umhverfisáhrifum virkjunar- innar á eins opinn hátt og kostur er. Það er gert til að fá sem víðtækastar upplýsingar um mikilvæga um- hverfisþætti á áhrifasvæði virkjun- arinnar, en einnig til að upplýsa al- menning um framvindu málsins og koma þannig í veg fyrir ástæðulausa árekstra síðar meir. Seint verða menn sammála hér á landi um virkj- anir og orkufrekan iðnað, en sátt ætti að geta ríkt um þau vinnor' brögð, sem viðhöfð eru við undir- búning ákvörðunarinnar. Þeim, sem vilja fylgjast með matsferlinu og öðrum virkjunarund- irbúningi og fá frekari upplýsingar, er bent á slóðina: www.karahnjukar. Höfundur er forstjári Landsvirkjunar. • • NY VINNUBROGÐ VIÐ UNDIRBUNING VIRKJANA SKOMMU fyrir þinglok á sl. vori voru samþykkt ný lög um mat á umhverfisáhrif- um. I örstuttu máli má segja að með nýju lög- unum sé stefnt að víð- tæku samráði milli framkvæmdaaðila, skipulagsstjóra og um- sagnaraðila um fram- kvæmdir frá upphafi. Þetta er m.a. gert til að tryggja að fram- kvæmdaaðili eyði ekki miklum fjármunum í undirbúning fram- kvæmda í langan tíma án þess að fá vilyrði um að framkvæmdin verði heimiluð. Nýju lögunum verður fylgt við mat á umhverfisáhrifum þeirra virkjana, sem ætlað er að framleiða rafmagn fyrir álver í Reyðarfirði. Breytt áform - meiri áhugi Sem kunnugt er hefur orðið nokk- ur breyting á virkjunaráformum á Austurlandi. I viðræðum stjórn- valda, álversfjárfesta og virkjunar- aðila fyrr á þessu ári kom í ljós að fjárfestarnir lögðu mikla áherslu á að fá haldgóða tryggingu fyrir því að geta stækkað álverið úr 120 þús. tonna í allt að 480 þús. tonna árs- framleiðslu. Þegar úrskurður skipu- lagsstjóra um mat á umhverfisáhrif- um álversins var ógiltur í lok febrúar varð ljóst að upphaf fram- kvæmda mundi frestast um ár af þeim sökum. I framhaldi af því komu fram þau sjónarmið af hálfu fjárfestanna að rétt væri að athuga hagkvæmni þess að hefja rekstur stærra álvers en áður var ætlað. Af- leiðing þessara nýju hugmynda eru breytt virkjunaráform, sem byggj- ast á virkjun Jökulsár á Brú við Kárahnjúka með veitu frá Jökulsá í Fljótsdal. Hinn 24. maí undirrituðu aðilar málsins yfirlýsingu og samkvæmt henni er stefnt að því að lokaákvörð- un um hvort ráðist verður í fram- kvæmdir verði tekin snemma árs 2002, þannig að hægt verði að hefja starfrækslu álvers árið 2006. Er þá gert ráð fyrir að álverið hafi a.m.k. 360 þús. tonna ársframleiðslugetu og verði byggt í tveimur áföngum. Ljóst er að fjárfestarnir sýna mikinn áhuga á verkefninu og hafa staðfest það með ýmsum hætti. í fyrsta lagi liggur nú fyrir samning- ur milli Hæfis hf. og Hydro Alumin- ium, þar sem þeir skipta milli sín undirbúningskostnaðinum. I öðru lagi hefur Hydro Aluminium lýst áhuga á stærri eignarhlut í álverinu en áður hafði komið fram. I þriðja lagi mun undirbúningskostnaður fjárfestanna verða verulegur án þess að trygging sé fyrir að sá kostnaður skili sér aftur. Slík áhætta lýsir því að þeim er alvara. Undirbúningskostnaður Landsvirkj unar Kostnaður vegna virkjunarund- irbúnings Kárahnjúkavirkjunar er eðli málsins samkvæmt afar mikill enda er um geysistóra framkvæmd að ræða. Það sem réttlætir það að lagt sé út í slíkan kostnað er að nauðsynlegt er að fyrir liggi hvaða orka er til ráðstöfunar og hver framleiðslu- kostnaðurinn er. Mat á umhverfisáhrifum þessa virkjunarkosts er í raun óháð því hver er væntanlegur kaup- andi. Stjórn Landsvirkj- unar fjallaði nýlega um kostnaðaráætlun vegna undirbúnings Kárahnjúkavirkjunar með veitu úr Fljótsdal. Þótt til sé veruleg þekking á vatnasvæði Jökulsár í Fljótsdal og náttúrufari svæðisins er nauðsynlegt að rannsaka fjölmarga þætti vegna nýrra virkjunaráforma. Gert er ráð fyrir að kostnaður Landsvirkjunar á þessu og á næsta ári vegna rann- sókna og undirbúningsframkvæmda verði u.þ.b. 1,1 milljarður og þar af kosta rannsóknir, sem nauðsynlegar eru vegna mats á umhverfisáhrifum, 240-250 m.kr. Þessar rannsóknir eru unnar af íslenskum vísinda- mönnum og skila þjóðinni verð- mætri grunnþekkingu á náttúrufari landsins, þótt gert sé ráð fyrir að rannsóknirnar verði eign fram- kvæmdaaðila. Vegna þess hve lítil grunnþekk- ing er til um náttúrufar á íslandi verða virkjunaraðilar og þar með raforkukaupendur að bera kostnað, sem annars staðar er greiddur af skattborgurum. Landsvirkjun hefur þannig í gegnum tíðina kostað kortagerð og rannsóknii’, einkum á hálendi og jöklum landsins og þær hafa gagnast miklu fleiri aðilum en þeim sem hafa beinan hag af virkj- unum. Mörg mál óleyst Þótt virkjunaráform norðan Vatnajökuls séu komin á góðan rek- spöl er málið síður en svo í höfn. Undirbúningsvinnan hefur gengið samkvæmt áætlun og matsáætlanir liggja fyrir vegna virkjunar og ál- vers. Gert er ráð fyrir að hægt sé að leggja fram skýi-slu um mat á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjun- ar á fyrri hluta næsta árs. Nokkur vandi er að tengja saman byggingu virkjunar og álvers og samræma framkvæmdaáfanga. Frá sjónarhóli virkjunaraðilans skiptir máli í fjárhagslegu tilliti, að strax frá upphafi sé gengið út frá því að álverið verði fljótlega stækkað úr 240 þús. tonna ársframleiðslugetu í 360 þús. tonna álver. Ástæðan er sú að æskilegt er að byggja stíflur við Kái'ahnjúka í endanlegri hæð og nauðsynlegt er að hafa aðveitugöng- in nægilega víð til að taka við vatni úr Fljótsdalsveitu. Orkuframleiðsla Kárahnjúkavirkjunar með veitu úr Fljótsdal fellur vel að orkuþörf 360 þús. tonna álvers. Þá má ekki líta fram hjá því að forsenda virkjunarframkvæmdanna er að þær skili nægilegri arðsemi. Raforkuverð liggur ekki fyrir á þessari stundu, en samningsaðilar hafa skipst á ýmsum upplýsingum til að geta nálgast niðurstöðuna í samningum. Miklu máli skiptir hvort Landsvirkjun stendur ein að framkvæmdunum eða hvort stofnað Friðrik Sophusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.