Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 80
D0LE + Borðtölvur + Fartölvur + Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: UUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Brögð eru að því að ökumenn misnoti vegabætur á Keflavíkurvegi Morgunblaðið/Asdís Vegaxlirnar á Reykjanesbraut eru utn 3 m breiðar og eru ætlaðar til þess að bflar geti vikið fyrir hraðari umferð. Framúrakstur á vegöxl ÞRÍR ungir piltar voru í fólksbif- reið sem valt a.m.k. þrjár veltur eftir að ökumaðurinn hafði misst stjórn á bflnum þegar hann tók fram úr rútu og fólksbifreið sem ekið var samhliða á Reykjanes- brautinni í fyrrakvöld. Ökumaður- ™™Tnn reyndi að aka fram úr bflnum á vegöxl en nokkuð mun hafa bor- ið á því að ökumenn noti vegaxlir á Reykjanesbraut til þess að taka fram úr. Lögreglan og Vegagerð- in segja vegaxlirnar eingöngu ætl- aðar til þess að bflar geti vikið fyrir hraðari umferð. Fór 3-4 veltur út af veginum „Það hefði getað orðið stór- slys,“ sagði ökumaður rútunnar sem Morgunblaðið ræddi við í gær. „Fífldirfskan er í hávegum höfð að láta sér detta í hug að reyna að taka fram úr bfl sem er að taka fram úr öðrum.“ Hópferðabfllinn var á leið til f: nnReykjavíkur eftir að hafa sótt far- þega til Keflavfkur en í bflnum voru þrír farþegar auk ökumanns. Rútan var á um 85 km hraða þeg- ar ökumaðurinn varð þess var að fólkbifreið var að taka fram úr honum. „Ég veitti þessu enga sér- staka athygli enda var þetta bara venjulegur framúrakstur." Skyndilega sá hann hvar fólksbfl var ekið á miklum hraða vinstra megin fram úr þeim sem var að taka fram úr rútunni. Hann var þá kominn um bfllengd lengra en rút- an. í vegöxlinni er nýlögð klæðn- ing. „Hann missir stjórn á bflnum í mölinni. Um leið og ég sé hvað er að gerast bremsa ég niður og sá sem var að fara fram úr mér gerði það lfka. Hinn bfllinn snýst og kemst skakkur inn á veginn aftur. Þar missir hann bflinn þversum sem lyftist upp á malbikinu og var alveg við það að velta. Hann náði einhvern veginn að slengja bflnum niður en þegar hann nálgast kant- inn hægra megin veltur bfllinn og hefur líklega farið 3-4 veltur," sagði ökumaður rútunnar. Hann stöðvaði þegar rútuna til að huga að líðan piltanna þriggja. Ökumaður bflsins sem valt er 19 ára. Hann kvartaði undan háls- meiðslum og mun hafa hlotið skurði við bílveltuna. Farþegarnir tveir munu hafa sloppið betur. Klæðningunni ætlað að auka öryggi Vegagerðin hefur því sem næst lokið við að leggja klæðningu á vegaxlir Reykjanesbrautar frá Straumsvík að Grindavík. Slitlag- inu er ætlað að auka öryggi veg- farenda að sögn Jónasar Snæ- björnssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Reykjanesi. Klæðningin gerir það að verkum að nú er ekki lengur kantur þar sem möl tekur við af malbiki. Nokkur slys hafi verið rakin til þess að ökumenn hafi misst stjórn á bfl sínum eftir að hafa ekið nið- ur af slíkum kanti. Klæðningunni hafi verið ætlað að koma í veg íyr- ir slikt. Vegagerðin hafi síðan ákveðið að hafa klæðninguna nægjanlega breiða til að bflar gætu hæglega vikið fyrir hrað- skreiðari umferð. Þannig eigi að fækka þeim tilfellum þar sem bfl- ar taki fram úr með því að fara yf- ir á hinn vegarhelminginn. Jónas segir að það sé að sjálfsögðu stranglega bannað að aka fram úr á vegöxlunum Þórir Maronsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík segir klæðn- inguna á vegöxlum Reykjanes- brautar mikla framför. Hann segir það heyra til undantekninga að axlirnar séu misnotaðar þannig að menn aki fram úr á þeim. Það freisti þó e.t.v. ökumanna þar sem gott sé að aka á þeim. Það sé þó vart hægt að kenna bættum um- ferðarmannvirkjum um glanna- skap ökumanna. Auk þess hafi slíkt einnig gerst þegar engar klæðningar voru á öxlunum. Umbúða- framleið- endur sameinast STJÓRNIR og hluthafar Umbúða- miðstöðvarinnar hf. og Kassagerðar Reykjavíkur hf. hafa samþykkt sam- runa fyrirtækjanna. Umbúðamiðstöðin og Kassagerðin eru einu fyrirtækin á sviði umbúða- framleiðslu hér á landi en að sögn Guðmundar Karlssonar, forstjóra Umbúðamiðstöðvarinnar, eiga þau í harðri samkeppni við innfluttar um- búðir. Áætluð velta sameinaðs fyrirtækis er 1,8 milljarðar króna og hjá því munu starfa um 185 manns. Fyrir utan starfsemina á Islandi rekur það söluskrifstofur í Ameríku og Afríku og segir Guðmundur að stefnt sé að því að auka útflutning frá því sem nú er. ■ Kassagerðin /22 ------------ Verðhækk- un hjá lík- amsræktar- stöðvum NÝ verðskrá tók gildi hjá átta lík- amsræktarstöðvum gær og er hækk- unin mismunandi mikil eftir stöðv- um, eða á bilinu 3-15%. Þetta kom í ljós í verðkönnnun sem gerð var í vikunni. Náði könnun- in til ellefu stöðva á höfuðborgar- svæðinu, þriggja á Akureyri og einn- ar í Reykjanesbæ. Sjö stöðvar hækkuðu ekki verðskrár. Hjá einni líkamsræktarkeðju í höfuðborginni fékkst ekki uppgefm verðskrá. Ragna Bachman framkvæmdastjóri Ræktarinnar á Seltjai-narnesi segir að tími hafi verið kominn til að hækka verðið, samkeppnin hafi verið orðin alltof hörð á markaðnum og sumar stöðvar hafi hreinlega ekki lif- að hana af. ■ Helmingur /34 Þyrla í viðbragðsstöðu vegna fagnaðar í Esjunni ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu seint gær- kvöldi þegar tilkynning barst um neyðarblys í hlíðum Esju. Þegar lögreglumenn athuguðu málið nán- ar kom í ljós að þar voru á ferð starfsmenn Nóa-Síríusar sem voru að halda upp á 80 ára afmæli fyrir- tækisins. Björgunarsveitarmaður tendraði af því tilefni neyðarblys, MITSUBISHI CRRI5MR A MITSUBISHI - demantar í umferO HEKLA - ífarystuá ttffrri öld! svipað þeim sem notuð eru til að leiðbeina fyrir lendingar þyrlu. Samkv. upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík höfðu engin leyfi verið gefin fyrir slíku. Flugeldum má aðeins skjóta upp frá 31. desember til 6. janúar ár hvert nema til komi leyfi lögreglu- yfirvalda. Utan þess tíma er litið á alla flugelda sem neyðarblys. Hátíðarhöld stöðvuð á Lækjartorgi fyrr um daginn Fyrr um daginn höfðu hátíðar- höld Nóa-Síríusar á Lækjartorgi fengið heldur snubbóttan endi. Um kl. fjögur var lögreglunni tilkynnt um hávaða og mannsöfnuð á Lækj- artorgi. Þar var Nói-Síríus með af- mælishátíð og taldi forsvarsmaður fyrirtækisins að öll tilskilin leyfi lægju fyrir. Svo reyndist ekki vera og voru hátíðarhöldin stöðvuð af lögreglunni. Jón Olafsson skoðar möguleika á ferðaskrifstofurekstri Kannar kaug á S/L og Urvali-Utsýn SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins hefur Kaupþing átt í viðræð- um við stóran hluthafa í ferðaskrif- stofunni Samvinnuferðum-Landsýn hf. og kannað hvort áhugi sé fyrir hendi á sölu hlutarins. Þrjú fyrirtæki eiga meirihluta í Samvinnuferðum- Landsýn, Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn hf. með 21,6%, Vá- tryggingafélag Islands hf. (VIS) með 20,5% og Olíufélagið hf. með 14,1%. Kaupþing hyggst ræða við fleiri hlut- hafa í sama skyni. Sá sem Kaupþing er að vinna fyrir að þessu máli er Jón Ólafsson stjórn- arformaður Norðurljósa, en heimild- ir herma einnig að Jón hafi sjálfur haft samband við Flugleiðir hf. í þeim tilgangi að kanna hvort áhugi sé á að selja Ferðaskrifstofu íslands hf., sem á meðal annars ferðaskrif- stofuna Úrval-Útsýn, en Flugleiðir eru eigandi hennar. „Maður er alltaf að skoða ýmsa möguleika í atvinnulifinu,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær „og ferðageirinn er einn af þeim sem áhugavert er að skoða og þar eru mörg tækifæri. En það er ekkert sem segir að eitthvað verði af því sem menn eru að hugsa.“ Jón sagðist ekld vilja staðfesta að hann hygðist gera tilboð í Samvinnuferðir-Landsýn og Ferðaskrifstofu íslands. Þegar borið var undir Axel Gísla- son, forstjóra VÍS og stjórnarfor- mann Samvinnuferða-Landsýnar í gærkvöldi hvort leitað hafi verið til hans vegna sölu á hlut í Samvinnu- ferðum-Landsýn sagði hann svo ekki hafa verið og að sér væri ókunnugt um þetta mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.