Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 68
>8 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 PÚHEFUR ALVEGRÉTT FyRIRRÉRL , Grettir Kristin trú á nýrri þúsöld Frá Hartmanni Bragasyni: KIRKJAN hefur minnst þúsund ára afmælis síns á ýmsan hátt. I til- efni af því langar mig að hugleiða stöðu kristninnar og hvort kirkjan er undir það búin að mæta nýrri þúsöld? Tölulegar upglýsingar um trúhneigð Islendinga ítarleg könnun hefur verið gerð á trúarlífi íslendinga á vegum rit- raðar Guðfræðistofnunar (1990): Um 90% þjóðarinnar er skráður innan þjóðkirkjunnar. Nokkrir hundraðshlutar eru í öðrum kristn- um trúarsamfélögum. 80% þjóðar- innar telja Guð vera til en um 70% telja sig vera trúhneigða, þ.e. trúa á Guð á einn eða annan hátt. 28% biðja reglulega og 64% þegar erfíð- leikar steðja að. Trúin skiptir Is- lendinga meira máli en aðra Norð- urlandabúa. Hins vegar kemur þessi trúhneigð ekki fram í tölum í kirkjusókn því að aðeins 10% stunda nokkuð reglulega almenna guðsþjónustu. Þrátt fyrir sinnu- leysi á kirkjumálum eru menn al- mennt hliðhollir kirkjunni og þjóð- ríkistrúnni sem tengist þjóðarvitundinni. í nokkru samræmi við dræma kirkjusókn játast rúmlega þriðj- ungur manna kristna trú. 28% þeirra segist ekki trúa á Jesú sem Guðs son og frelsara mannanna 42% manna trúa á sinn eigin pers- ónulega hátt og eru yfírleitt frjáls- lyndari í siðferðismálum en hinir fyrrnefndu. 72% þeirra afneita guð- dómi Jesú en leggja áherslu á sið- ferðilegt fordæmi hans. Hjá meiri- hluta þeirra stendur Guð fyrir hið góða í tilverunni sem gefur lífínu tilgang en hefur yfirleitt ekki eins persónulega merkingu og á meðal yfirlýstra kristinna. Afstaða þeirra mótast af fjölhyggju og sjálfum- dæmishyggju nútímans og ríkjandi frjálsræðisanda til að velja og hafna i trúmálum eftir geðþótta. Trúin er einstaklingsbundin og einkamál viðkomandi. Nýaldar- hyggjan svonefnda er einkennandi fyrir þessa þróun sem sumir kristnir gagnrýnendur hafa nefnt „grautartrú vörumarkaðarins". Um 85% Islendinga gefa til kynna að þeir trúi á líf eftir dauð- ann sem sker sig úr. Það er í sam- ræmi við staðfestan áhuga íslend- inga á sálarrannsóknum, þjóð- trúnni, dulrænum fyrirbærum og reynslu fyrir dulskynjunum. Hins vegar trúa aðeins um 14% þjóðar- innar að dauðlegum mönnum sé fyrirbúið upprisa til eilífs lífs fyrir trú á Jesú Krist sem er hornsteinn kristinnar trúar. „Trúin á ódauð- leika sálarinnar virðist hjá mörgum koma í staðinn fyrir trú á upprisu frá dauðum... og áhrif frá spírit- isma... þ.e. sálin flytjist á annað tilverustig" (s. 46). Aðeins 29% kristinna trúa á upprisuna. 71% kristinna eru því sammála að spír- itismi og kristin trú geti vel farið saman. Um 11% þeirra eru þessu ósammála í samræmi við óopinbera afstöðu kirkjunnar. Guðshugmyndir landans oft á tíðum óljósar og byggjast á van- þekkingu. Islendingar eru þó tví- mælalaust trúhneigðari en flestar nágrannaþjóðir okkar. Skýtur því skökku við að meirihluti þegna þjóðkirkjunnar hefur ekki hjart- fólgna trú á kennisetningum kirkjunnar. Leiðir til úrbóta Breyskleiki nútímamannsins á hér hlut að máli því ekki er heiglum hent að fylgja refjalausum siðaboð- um trúarinnar, sbr. Mt 19.24. Þjóðkirkjan hefur þó sýnt hliðrun- arsemi og umburðarlyndi til að höfða til fjöldans til að undirstrika að náð Guðs nái til allra. Hætt er þá við að boðskapur kristninnar út- þynnist en þann vanda hefur þjóðkirkjan þurft að búa við. Þriðjungur fólks vill að guðþjón- ustan í þjóðkirkjunni sé gerð líf- legi-i og léttari og höfði meira til fólks og daglegs lífs þess, líkt og finna má hjá óháðu söfnuðunum. I þeim tilgangi hafa sumir þjónar kirkjunnar reynt að koma til móts við kall tímans og bryddað á ólíkum messusniðum. Einnig má benda á að æskulýðsstarf kirkjunnar er rekið á frjálslyndan hátt eins og vera ber. Hæfileg þjóðleg íhald- semi á hefðbundnu messuhaldi þjóðkirkjunnar, sérstaklega á há- tíðarstundum og tyllidögum, á þó rétt á sér. Fleiri kirkjur mættu vera opnar á virkum dögum til að gefa færi á kyrrlátum þagnar- stundum til bænar og íhugunar. Allt frá endurreisn hefur heims- mynd kristninnar verið í varnar- stöðu gegn framrás vísinda og þekkingar. A þessari öld hjó ver- aldarhyggjan, nýguðfræðin, spírit- isminn, guðspekin og nýaldarfræð- in enn frekar skarð í einingu kirkjunnar. Ýmsar stofnanir hefur tekið við hefðbundnum störfum kirkjunnar. Sundurlyndisfjandinn hefur og tekið sinn toll af kirkjunni. Ýmsir kristnir beita fjölbreyttu fjölmiðlastarfi til að breiða út orðið, sbr. kristileg útvarps- og sjón- varpsstöð. Almenningi stendur til boða fjölbreytt úrval fræðsluerinda og námskeiða. Komið hefur verið á ýmsum úrbótum á stjórnarháttum þjóðkirkjunnar og hún öðlast sjálf- stæði í eigin málum þó að hún sé enn fjárhagslega háð ríkisvaldinu. Margt kirkjufólk er virkt í líknar- og félagsstörfum og menningar- málum. Alitamál er hvernig kikjan sem stofnun eigi að bregðast við um- deildum siðferðismálum, eins og hjónaskilnuðum, fóstureyðingum, samkynhneigð og jafnréttismálum. Kirkjunni hefur einatt fundist sér skylt að sýna aðhaldssemi í þessum málum með tilvísun í Guðs orð en það finnst frjálslyndari öflum ekki vera alveg í takt við tímann. Ýmsir prestar reyna að bregðast við álita- málum út frá eigin samvisku og dómgreind. Betur má ef duga skal Kirkjunni hefur ekki alls kostar auðnast að sætta andstæður gamla Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.