Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Grafarvogsbúar,
til hamingju
með daginn
í DAG er haldinn í
þriðja sinn árlegur
Grafarvogsdagur. Að
venju verður margt í
boði í hverfinu. Dag-
skráin hefst kl. 9.30 á
gönguferð frá fþrótta-
miðstöðinni Dalhúsum.
Fyrir hópnum fer sög-
ufróður leiðsögumaður
sem segja mun frá
áhugaverðum stöðum.
Fyrir hádegi gefst
mönnum einnig tæki-
færi á að hita upp fyrir
daginn með því að fara
í jóga eða taka þátt í
vatnsleikfimi í íþrótta-
miðstöðinni í Grafar-
vogi. Um miðjan dag hefst hátíð við
gamla Gufunesbæinn sem stendur
fram á kvöld. Tvær keppnir fara þar
Grafarvogur
Foreldrar, segir Gerla,
gefíð ykkur tíma til að
fara með börnum ykkar
á Grafarvogshátíðina.
fram, annarsvegar eru það starfs-
menn stofnana í hverfinu sem reyha
með sér í þeirri þjóðlegu íþrótt glímu
og hins vegar ætla ungir hverfisbúar
að keppa í mun alþjóðlegri keppnis-
grein: Kassabílaralli. A svæðinu
4fcrður „opið svið“ þar sem börn og
ungmenni koma fram og skemmta
sjálfum sér og öðrum með söng og
dansi. Fyrir yngstu gestina verða
leiktæki og þeim gefst einnig tæki-
færi á að fara á bak hestum, á meðan
geta þeir sem eldri eru spreytt sig á
klifri. Bæði er hugað að list og lyst á
hátíðinni, því skáld úr hverfinu lesa
fyrir börnin í söguherbergi Gufunes-
bæjar og nokkrir kunnir hverfisbúar
hafa tekið að sér að grilla pylsur.
Þegar kvölda fer ætla skátar að
standa fyrir fjöldasöng við varðeld
og flugeldasýning verður kl. 20.30.
Máttarstólpi
Heimildir segja frá því að kirkja
hafi staðið í Grafvoginum árið 1150
% í dag státar hverfið af annarri
stærstu kirkju landsins. Þar verður
messa sem hefst kl. 13. í tilefni Graf-
arvogsdagsins verður bryddað upp á
þeirri nýbreytni að ungmenni úr
Fjölni aðstoða við
messuna. Ætlunin er
að gera það að árlegum
viðburði, að ungmenni
úr hverfinu taki virkan
þátt í helgihaldinu
þennan dag. Við at-
höfn, að messu lokinni,
verða veitt hvatningar-
verðlaun sem kallast
„Máttarstólpi" og eru
þau viðurkenningar-
skjal og peningaverð-
laun hverfisnefndar
Grafarvogs og Mið-
garðs. Verðlaunin eru
veitt til einstaklings
eða hóps sem skarað
hefur framúr og verið
öðrum góð fyrirmynd innan hverfis-
ins og/eða aukið hróður hverfisins út
á við. Árið 1998 hlaut Unglingakór
Grafarvogskirkju verðlaunin og í
fyrra féllu þau í skaut Útskáldanna,
hóps átta þekktra skálda sem búa í
hverfinu.
Hátíðisdagur fjölskyldunnar
Hátíðinni lýkur með balli í félags-
miðstöðinni Fjörgyn. Að gömlum sið
er dansleikurinn einnig opinn fyrir
börn í fylgd fullorðinna og greiða
þau sem yngri eru en tólf ára ekki
aðgangseyri. Drykkja hefur ekki
verið vandamál á Grafarvogsdegin-
um. En minnug þess að annars mjög
vel heppnuð menningarnótt endaði
með drykkju nokkurra þeirra sem
hana sóttu og að þar mátti jafnvel sjá
einstaka drukkna foreldra með börn
sín er ekki úr vegi að vekja athygli á
að Garfavogsdagurinn er hátíðisdag-
ur fjölskyldunnar þar sem ekki er
viðeigandi að vín sjáist á nokkrum
manni.
Foreldrar, gefið ykkur tíma til að
fara með bömunum ykkar á Grafar-
vogshátíðina og njótið þess sem í
boði er. Foreldrar sem setja
samverustundir með börnum sínum í
forgang eru með því að leggja sitt af
mörkum til forvama. Það er sannað
mál að því stærri hlut sem fjölskyld-
an á í lífi ungmennis, þeim mun betur
er það fært um að standa gegn
þrýstingi umhverfisins á að hefja
neyslu áfengis og annarra vímuefna.
Að lokum hvet ég íbúa Grafarvogs
sem og aðra borgarbúa til að bregða
undir sig betri fætinum og taka þátt í
Grafarvogsdeginum.
Höfundur er formaður
hverfísnefndar Grafarvogs.
Guðrún Erla
Geirsdóttir
Aukaaðalfundur
Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga boðar
til aukaaðalfundar á Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík,
þriðjudaginn 19. september 2000 kl. 17.15.
Fundarefni:
1. Breytingar á samþykktum.
2. Önnur mál.
Reykjavík, 1. september 2000.
Stjórnin.
Friðurinn úti á
sfj órnarheimilinu
EKKI hefur ríkt
fullkominn friður á
stjórnarheimilinu und-
anfarið.
Ríkisstj órnarflokk-
ana hefur greint á í
ýmsum grundvallar-
málum og má þar
nefna skólagjöld við
Háskóla íslands,
Evrópumálin og einka-
væðingu Landssím-
ans. Og enn er kominn
upp ágreiningur innan
stjórnarflokkanna. I
Morgunblaðinu í gær
mótmæla tveir þing-
menn Sjálfstæðis-
flokksins, báðir full-
trúar í heilbrigðisnefnd Alþingis,
yfirlýsingum heilbrigðisráðherra
um að ekki sé frekari einkavæðing
á döfinni í heilbrigðiskerfinu. Þing-
mennirnir vísa í stjórnarsáttmálann
máli sínu til stuðnings um að fara
skuli í frekari einkavæðingu og
setja ofan í við heilbrigðisráðherra.
Einkavæðing -
hingað og ekki lengra
Það er mikilvægt að við stöndum
vörð um velferðarþjónustuna og
heilbrigðiskerfi okkar sem ýmsar
þjóðir líta til sem fyrirmyndar. Sátt
hefur verið um það hér á landi að
heilbrigðisþjónustan flokkist undir
samfélagsþjónustu og að henni
skuli allir hafa jafnan aðgang. Ráð-
deild með opinbert fé er nauðsynleg
og í því tilliti er hægt að leita til
utanaðkomandi aðila um rekstur á
stoðstarfsemi sjúkrahúsa með sér-
stökum samningum.
Við þekkjum
ástandið í þeim lönd-
um þar sem heilbrigð-
isþjónustan hefur ver-
ið einkavædd að
stórum hluta. Þar er
fólki mismunað í að-
gangi að þjónustunni,
m.a. eftir efnahag og
efnalítið fólk fær enga,
litla eða lélega þjón-
ustu.
Það má aldrei verða
hér að almenningur fái
ekki þjónustu vegna
fátæktar.
Fólki mismunað
eftir efnahag
Því miður er það svo að í
velferðarsamfélagi okkar er fólk
sem ekki getur nýtt sér heilbrigðis;
þjónustuna vegna fjárskorts. I
fréttum í vikunni var rætt við konu,
einn af forsvarsmönnum nýstofnaðs
Félags fátækra, sem sagði frá því
að hún hefði ekki getað leyst út
nauðsynleg lyf vegna fjárskorts.
Lyfjakostnaður hefur hækkað
verulega í tíð þessarar ríkisstjórn-
ar. Ég veit líka að fólk dregur að
fara til læknis vegna þess að það
hefur ekki efni á því. Þarna er um
að ræða barnafólk, aldraða og ör-
ykja sem hafa orðið útundan í góð-
ærinu. Þessu þarf að snúa við og
það gerist ekki með aukinni einka-
væðingu, það sýnir reynslan.
Ingibjörg standi
vörð um jöfnuð
A síðasta kjörtímabili setti heil-
brigðisráðherra á laggirnar nefnd
Stjórnmál
Nú verður Ingibjörg að
spyrna við fótum, segir
Asta R. Jóhannesdóttir,
gegn Sjálfstæðisflokkn-
um og einkavæðingar-
______áráttu hans í______
heilbrigðiskerfinu.
um forgangsröðun í heilbrigðismál-
um og áttu allir flokkar á þingi áttu
fulltrúa í nefndinni. Hún skilaði til-
lögum til ráðherra og var sammála
um að réttlát heilbrigðisþjónusta
ætti að byggjast á samábyrgð þegn-
anna og vera að mestu kostuð af al-
mannafé. Ráðherra er með orðum
sínum í Degi 24. ágúst sl.
um að ekki verði um frekari
einkavæðingu að ræða í heilbrigðis-
þjónustunni að standa við þessa
stefnumótun og ber að þakka það
og hvetja hana til að láta ekki Sjálf-
stæðisflokkinn teyma sig út í frek-
ari einkavæðingu. Ég tek undir orð
ráðherra um að „allir skuli vera
jafnir gagnvart heilbrigðisþjónust-
unni og enginn geti í krafti peninga
komist fram fyrir annan“. Um þetta
verður hún að standa vörð og
spyrna við fótum gegn Sjálfstæðis-
flokknum og einkavæðingaráráttu
hans í heilbrigðiskerfinu.
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingarinnar íReykjavík.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesddttir
Kennari eða
kassadama?
EFTIR að hafa les-
ið grein Ingu Þóru
Geirlaugsdóttur í Mbl.
þann 30/8 sl. settist ég
niður og fór að hugsa
minn gang. Það er
nefnilega ekkert af-
skaplega gaman að
vera 24 ára, í blóma
lífsins, eiga alla ævina
framundan og hafa
það að markmiði að
starfa sem kennari!
Allt það mótlæti sem
mætir mér byggir mig
alls ekki upp heldur
þvert á móti.
Því miður erum við
ekki mörg í Kennara-
háskóla íslands sem erum staðráð-
in í að „eyða“ starfsævi okkar í
kennarastarfið. En nú er svo komið
að ég sit hér og velti fyrir mér
hvort ég sé tilbúin til að fá 118.000
krónur í grunnlaun eftir 10 ára
starfsferil. Hef ég efni á því næsta
haust að byrja að vinna á byrjunar-
launum kennara? Því miður er
þetta eina starfið sem ég get hugs-
að mér og þetta er mín drauma-
vinna. En af hverju að vera að
hugsa um hvað mann langar og
langar ekki? Af hverju fer ég ekki
frekar að vinna hjá Bónusi með
mun hærri laun og get þá kannski
haft efni á því að borga námslánin
sem ég tók þegar ég hafði þá hug-
sjón að verða kennari? Get ég
virkilega enst í því að kenna börn-
um á þessum launum?
En nóg um mig, ég
vil ekki höfða til
stj órnmálamanna,
bæjarstjóra eða skóla-
yfirvalda. Ég vil höfða
til ykkar foreldra. Er
ykkur alveg sama
hver kennir börnum
ykkar? I Aðalnámskrá
grunnskóla kemur
fram: „Eitt grundvall-
arviðmið í skólastarfi
er jafnrétti til náms
sem er fólgið í því að
bjóða nemendum nám
og kennslu við hæfi og
gefa þeim tækifæri til
að spreyta sig á við-
Menntun
Standið með kennurum,
segir Jónína Einars-
dóttir, og gerið það
að markmiðum ykkar
að börn ykkar fái
menntaða kennara.
fangsefnum að eigin vali. í þessu
felast ekki endilega sömu úrræði
fyrir alla heldur sambærileg og
jafngild tækifæri.“ Eru börn ykkar
sem hafa leiðbeinanda í stað
menntaðra kennara að fá sömu eða
jafngild tækifæri? Sumir segja að
Jónína
Einarsdóttir
mbl.is [
kennarastarfið sé svo auðvelt að
allir geti leyst það! Hvað vita t.d.
rúmlega tvítugir einstaklingar,
nýbúnir með stúdentspróf, um
lestraraðferðirnar LTG og Hljóða-
aðferð? Þetta eru þær grundvallar-
aðferðir sem notaðar eru til lestr-
arkennslu á yngsta stigi
grunnskólans. Getur hver sem er
kennt þetta? Til hvers er ég þá að
eyða tíma mínum og peningum til
að læra þetta í mínu háskólanámi?
A okkar litla landi á ekki að skipta
máli í hvaða skóla barn þitt er,
heldur eiga kennarar að leitast við
að þroska hvert og eitt barn á þann
hátt sem nýtist því best. Þetta er
það sem Kennaraháskólinn leitast
við að kenna og benda á lausnir á
þessum þáttum. Manneskja sem
ekki hefur neina menntun á þessu
sviði getur vart verið í stakk búin
að takast á við þessa ábyrgð. Það
er líka sorglegt að hugsa til þess að
vinna við afgreiðslu í verslun gefi
jafnmikið eða meira í aðra höndina
en að mennta framtíð íslands. Met-
um við ekki börn okkar að verðleik-
um? Er ekki meira í húfi en svo?
Ágætu foreldrar, börnin ykkar
eru framtíð íslands! Þetta eru
næstu forsetar, forsætisráðherrar,
forstjórar FBA, ræstitæknar, sjó-
menn, hjúkrunarfólk, kennarar ...
Það skiptir ykkur máli og það
skiptir þau máli að þau fái góða
menntun. Öll menntun í grunn-
skóla er undirstaða allrar mennt-
unar síðar á lífsleið þeirra. Takið
nú höndum saman, standið með
kennurum og gerið það að markm-
iðum ykkar að börn ykkar fái
menntaða kennara og þar með
sömu tækifæri og allir aðrir. Eitt
er víst að hvort sem ég gef upp
drauminn að verða kennari og enda
sem kassadama hjá Bónusi eða
ekki, mun ég frekar vilja setja son
minn í bekk hjá menntuðum kenn-
ara en leiðbeinanda.
Ágætu kennarar, gangi ykkur
vel í komandi kjarabaráttu og megi
barátta ykkar færa mér betri laun
á næsta ári!
LLTAf= eiTTHXTAO /V
Höfundur er nemi á þriðja ári
í Kennaraháskóla íslands.