Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 27 ERLENT Japanir taki forystu í notkun Netsins Tákýó.AP. JAPÖNSK stjórnvöld hafa kynnt áætlun sem miðar að því að Japan- ir hafl náð forystunni í hagnýtingu Netsins af Bandaríkjamönnum inn- an fimm ára. Þessu markmiði skal náð með því að auka fjárfestingu í upplýsingatæknikerfum og fella úr gildi lög sem hefta rafræn viðskipti. Þrátt fyrir að Japanir standi framarlega í framleiðslu hátækni- búnaðar hefur netvæðing í landinu gengið hægt. Til dæmis hafa aðeins 11% japanskra heimila aðgang að Netinu miðað við 37% bandarískra heimila. Astæðuna má fyrst og fremst rekja til mikils kostnaðar við nettengingar um símalínur. Stjórnvöld hafa skipað nefnd til að stuðla að útbreiðslu upplýsinga- tækni og lýtur hún forystu Nobu- yuki Idei, forstjóra Sony-fyrirtæk- isins. Nefndin hefur meðal annars lagt til að þéttriðið net ljósleiðara verði lagt um allt landið til að auka hraða gagnaflutninga. „Það eru varla nein háhraðaflutningsnet til staðar [í Japan] ... gagnaflutningar taka svo langan tíma að tengingar- kostnaður er gríðarlega hár,“ segir meðal annars í skýrslu nefndarinn- ar. Einnig er bent á nauðsyn þess að höftum verði létt af viðskiptum á Netinu. í skýrslu nefndarinnar er vísað til meira en 700 lagagreina sem hamla aukningu rafrænna við- skipta, þar á meðal reglna um að öll skjöl þurfi einnig að vera til á pappírsformi. Gl H/ LÆSILEGi iUSTVÖR m m 108 Reykjavík Faxafeni 8 ssflegri poft«api@ntuétseil sa nokkru sinni fyrr <| B. Burkni i+JQí&í£>, POTTAR^ Byltingarkennt verð Bergflétta FRÁBÆRAR HENGIPLÖNTUR Hundaþúfa k.399 RAUÐLEIRSPOTTAR Yerðdæmi Gróður- mold 12 iítrar Jukka Græna þruman Drekatré Upplýsingasími: 5800 500 Frakkland 1.300 milljarða skatta- lækkun Pan's. AP, AFP. FRANSKA ríkisstjórnin boðaði í gær skattalækkanir sem nema 18,3 milljörðum evra, eða rúmum 1.300 milljörðum íslenskra króna, á næstu þremur árum. Að sögn Laurent Fabius, fjármálaráðherra Frakka, nær skattalækkunin yfir tekjuskatt, fyrirtækjaskatt og einnig skatt á sumum neysluvörum. Sagði Fabius að um væri að ræða þær mestu endurbætur sem gerðar hefðu verið á franska skattkerfinu sl. 50 ár og nemur lækkunin á tekju- skatti einum sér um 470 milljörðum. „Þessar skattalækkanir eru sann- gjarnar þar sem núverandi hagvöxt eigum við að mestu að þakka mikilli vinnu venjulegra Frakka,“ sagði Fabius við AP-fréttastofuna og kvað lækkunina að mestu eiga að gagnast þeim sem minnstar tekjur hafa. Flestum þessara lækkana verður dreift yfir tímabilið 2001-2003 en vegaskattur og þeir tollar sem lagð- ir eru á eldsneyti til heimilisnotkun- ar munu lækka um 30,4% nú í sept- ember. Þá mun fyrirtækjaskattur lækka á næstu þremur árum úr 37% niður í 33,3%. Bretland Drottn- ingin á Bentley London. Reuters. ELÍSABET Bretadrottning mun fá glænýjan glæsivagn af Bentley-gerð að gjöf árið 2002 í tilefni af því að þá eru 50 ár liðin frá krýningu hennar. Bifreiðin verður sér- smíðuð af Bentley- verksmiðjun- um og byggir hún á Arnage Red Label tegundinni, sem kostar um 149.000 pund, eða rúmar 17 milljónir króna. „Þessi bifreið verður hönnuð, þróuð og smíðuð í Bretlandi af þarlendum iðnaðarmönn- um. Hún verður flaggskip breska bílaiðnaðarins," sagði Tony Gott, framkvæmdastjóri Bentley-verksmiðjanna, sem eru í eigu þýska bílaframleið- andans Volkswagen. Nýja bifreiðin, sem verður fyrsti Bentley drottningarinn- ar, mun hljóta sinn sess meðal Rolls-Royce bifreiðanna sem nú þegar eru í eigu hennar. Elisabet Breta- drottning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.