Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 57
mín geymir í hjarta sínu af bróður
sínum.
Hafðu þökk fyrir alla hjálpina fyrr
og slðar.
Egill Ólafsson.
Það voru tvö orð sem komu upp í
hugann þegar ég frétti að þú værir
látinn, þau voru léttir og sorg. Léttir
vegna þess að nú er þessu langa
veikindastn'ði þínu lokið en sorg því
nú þarf ég að horfa á eftir yndisleg-
um manni sem ég sé aldrei aftur.
Það var alltaf gott að koma á
Böðvarsgötuna til þín og ömmu, síð-
ar eingöngu til þín eftir að amma dó.
Þú tókst alltaf vel á móti mér með
þínu góða skapi svo ég gleymi nú
ekki húmornum sem þú hélst allt til
enda. Þú varst alltaf að stríða okkur
með því að snúa út úr og þykjast ekki
skilja það sem við vorum að tala um,
mér fannst það alltaf jafn fyndið.
Böm hændust að þér og áttir þú
I marga vini af smáfólkinu í götunni í
j| Borgamesi.
Þegar þú komst í heimsókn á
Hundastapa gat maður treyst því að
þú færir með okkur systumar í bíl-
túr um sveitina t.d. í Akrafjöru eða
Hítardal. Þá fræddir þú okkur um
örnefni og sögur um staðina sem við
keyrðum fram hjá. Ég fór einu sinni
með þig í bíltúr upp í Hítardal fyrir
nokkrum ámm þegar ég bjó hjá þér
eitt sumar, þá varst þú orðinn það
S slæmur að þú treystir þér ekki til að
jf keyra. Þá var það sama uppi á ten-
ingnum, þú fræddir mig um stað-
hætti. Þú þekktir sveitina þín mjög
vel.
Þú varst ekki allra en þú varst vin-
ur vina þinna. Það var ósjaldan sem
þú gerðir við rafmagnstæki fyrir vini
og ættingja. Nóg vai- að gera heima á
Hundastapa þegar mamma og pabbi
vora að byggja, þá varstu boðinn og
búinn til að aðstoða við framkvæmd-
! imar.
Ég veit að það verður tekið vel á
móti þér hinum megin. Amma, afi og
bræður þínir halda öragglega veislu
til að bjóða þig velkominn á nýjan
stað.
Megi góði Guð styrkja ættingja
Magnúsar og þá sérstaklega Siggu
systir hans sem hugsaði svo vel um
hann allt til loka.
Þín frænka,
Hrafnhildur.
■
síf
Stóri Maggi, eins og ég og fjöl-
skylda mín kallaði þig, er látinn. Það
var sárt, en gott að vita af þér á betri
stað og að þú þarft ekki að vera þjáð-
ur lengur. Þessir síðustu dagar vora
erfiðir fyiir þig og reyndar okkur öll.
Ég mun alltaf muna eftir þér og ég
skal reyna að muna allt sem þú sagð-
ir mér þegar við fórum á rúntinn um
sveitirnar. Þú sagðir mér sögur og
jll heiti á fjöllum og hólum. Þú sagðir
-i mér svo margt og kannski hefði ég
£ átt að hlusta betur, en ég vonaðist
einhvern veginn eftir að þú yrðir allt-
af til staðar og við myndum alltaf
fara saman á rúntinn á rauða bílnum
þínpm.
Ég, mamma og litli bróðir, sem
var skírður í höfðuðið á þér, bjugg-
um um tíma hjá þér og þá varst þú
mér eins og sannur faðir. Þú varst
: ætíð til staðar og sóttir mig í skólann
|| þegar ég var veik og mamma komst
§ ekki. Hafragrautur með langömmu
v ’ kexi var það sem við fengum alltaf
hjá þér þegar ég gisti hjá þér. Og
ekki má gleyma peningunum sem þú
safnaðir og við fengum alltaf að telja
og flokka.
Þetta hefur verið erfitt stríð fyrir
þig, elsku frændi, en einn af þínum
helstu kostum var húmorinn. Það
var alltaf gott að koma til þín, sama
hvort þú varst á sjúkrahúsi eða
heima; brosið var aldrei langt undan.
Stóri Maggi, ég vona að þú hafir
það gott og ég mun alltaf hugsa um
ást þína og hlýju.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þín frænka,
Agnes Ósk Óskarsdóttir.
W
ÞORGILS
ÞORGILSSON
+ Þorgils Þorgils-
son bóndi að Hrís-
um Fróðárhreppi
fæddist að Hausthús-
um, Fróðárhreppi,
Snæfellsnesi 5. des-
ember 1918. Hann
lést að St. Fransisku-
sjúkrahúsinu Stykk-
ishólmi hinn 28. ágiist
síðastliðinn. Þorgils
flutti ungur að Þorg-
ilsstöðum sem þá var
nýbýli úr landi Hrísa
ásamt foreldrum súi-
um. Þau voru; Þorgils
Þorgilsson, bóndi
Hausthúsum og síðar Þorgilsstöð-
um, f. 5.9 1884 að Höfða í Eyrar-
sveit og Áslaug Kristensa Jóns-
dóttir, f. að Nýlendu Fróðárhrepp,
1.12.1892, d. 25.2.1973. Á Þorgils-
stöðum ólst hann upp í hópi fjög-
urra yngri systkina sem á legg
komust en tvö létust í æsku. Systk-
ini hans í aldursröð eru: Una Þorg-
ilsdóttir, húsfreyja í Hafnarfirði og
síðar í Ólafsvík, f. á Þorgilsstöðum
18.4. 1920, hennar maður er Guð-
Þegar við mannanna böm fæðumst
inn í þessa veröld vitum við fátt um
framhaldið öðra fremur en að við
munum einnig kveðja hana. Þrátt
fyrir þessa vissu kemur það alltaf
jafnmikið á óvart þegar sú stund
rennur upp að dauðinn vitjar sam-
ferðafólks okkar. Tómleikinn sem
fyllir hjartað þegar fregnin berst er
alltaf jafnsár og svo er mér innan-
bijósts þegar ég kveð mág minn og
vin Þorgils Þorgilsson, bónda á Hrís-
um.
Þorgils bjó lungann úr sinni ævi á
Hrísum og allan sinn aldur ól hann í
Fróðárhreppnum. Hann var heima-
högunum tiyggur og þekkti hverja
þúfu í nágrenninu.
Mágs míns minnist ég fyrst þegar
ég ungur maðui' kom fyrst að Þor-
gilsstöðum með unnustu minni Önnu
sem síðar varð kona mín. Við Anna
komum akandi heim á hlað og þar
beið mín væntanleg tengdafjöl-
skylda. Þegar ég hafði heilsað þeim
bræðram og foreldram þeirra fannst
mér sem ég hefði þekkti þau öll áður
og væri alls ekki að heilsa í fyrsta
sinn. Sérstaklega var þessi tilfinning
sterk varðandi Þorgils og hef ég oft
velt því fyrir mér síðan hvemig á þvi
hafi getað staðið. En hvað svo sem
hefur valdið var vel á tekið á móti
mér.
Margar á ég minningarnar í starfi
Þorgils. A hverju sumri komum við
Anna og aðstoðuðum við heyskapinn.
Við Þorgils unnum þá margsinnis
saman og ófá era þau skiptin sem ég
naut þess að vinna honum við hlið.
Vorið var hans tími og þá unni
hann sér ekki hvfldar. Hann var
vinnufús með afbrigðum og naut sín
best við útiverkin. Áhugamaður var
hann mikill um búskapai'hætti og
fyldist vel með nýjungum. Til marks
um það þá ber að geta að þeir bræður
vora með þeim fyrstu í sveitinni sem
keyptu sér dráttarvel þegar þær fóra
að ryðja sér til rúms hér á landi.
Hann hafði mikið yndi af að sjá túnin
stækka og búfénaðurinn veitti honum
mikla ánægju enda var hann mikill
dýravinur. Þeir bræður voru einstök
snyrtimenni og þrátt fyrir að vera
ókvæntir allt sitt líf bar heimilið þess
ekki merki. Þar var allt í röð og reglu
og hlýlegt og notalegt.
Á Þorgilsstöðum var bókasafn
lestrarfélags sveitarinnar til húsa en
það hafði fylgt þeim bræðrum frá því
þeir tóku við því að foreldrum sínum
gengnum. Það má því nærri geta
hvort ekki hafi verið gestkvæmt á
heimilinu og öllum sem sóttu þá
bræður heim tekið af sömu gestrisn-
inni. í áraraðir tóku þeir að sér böm
til sumardvalar og myndaðist með
þeim bræðrum og mörgum þeirra
barna vinátta sem alltaf hélst.
Þorgils mágur minn var einstakt
náttúrabam og í fimmtíu ár fylgdist
hann með veðri hvern dag og færði til
bókar. Veðurlýsingunum hélt hann til
haga og fletti gjaman upp ákveðnum
degi 20 eða 30 áram fyrr og sagði til
mundur Sigmarsson,
verkamaður; Her-
mann Þorgilsson, f. á
Þorgilsstöðum 27.2.
1926, bóndi á Þorgis-
lsstöðum og síðar að
Hrfsum ókvæntur og
bamlausjAnna, f.
14.3.1928 að Þorgils-
stöðum, húsfreyja í
Reykjavík. Hennai-
maður er Sveinn
Blómkvist Ólafsson
rafverktaki, f. 13.7.
1926 á Krosshóli í
Skíðdal Svarfaðar-
dalshrepp.
Þorgils var bóndi að Hrísum í fé-
lagi við bróður sinn Hermann.
Hann var mikill áhugamaður um
veðurathuganir og færði dagbók
um veðurfar sl. 50 ár. Þá var hann í
sveitarstjóm um árabil og þeir
bræður höfðu umsjón með bóka-
safni lestrafélags sveitarinnar allt
frá því foreldrar þeirra létust.
Þorgils verður jarðsettur frá
Brimilsvallakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
með nákvæmni hvernig veður hafði
verið þann daginn. í raun og vera má
segja að Þorgils hafi verið sjálf-
menntaður veðurfræðingur og vísast
vitað meira um veður en margur
fræðingurinn ef því var að skipta.
Spár hans bragðust sjaldan og alltaf
var á hann að treysta. Enda vora þeir
spádómar byggðir á áralangri
reynslu, þekkingu og vitrænum hæfi-
leikum.
Þorgils ritaði einnig dagbækm- allt
frá 25 ára aldri. í þeim dagbókum er
margan fróðleikinn að finna um sveit-
ina, menn og málefni enda fylgdist
hann vel með og tók þátt í félagsmál-
um sveitarinnar. Réttilega má nefha
Þorgils sannan alþýðufræðimann
sem því miður era hverfandi í ís-
lensku þjóðlífi.
Kveðskapur var honum hugleikinn
og kastaði hann gjarnan fram stöku
ef því var að skipta. Þorgils flíkaði þó
ekki þeim hæfileikum sínum og víst
má segja að margur hefði betur feng-
ið að njóta þeirrar fæmi hans og orð-
ið ríkari af. Hann var víðlesinn og vel
að sér og hélt uppi lifandi samræðum
manna á milli enda skemmtilegur og
léttur og nutu þeir sem á hann
hlýddu. Þorgils kvæntist aldrei en
víst er að sú kona sem hann hefði
hreppt hefði átt dagana sæla.
Síðasliðin ár vora Þorgilsi erfið.
Hann missti sjónina og var þar með
sviptur sína helsta áhugamáli; að
lesa. Þess í stað hlustaði hann mikið á
tónlist og hafði mikið yndi af íslensk-
um sönglögum og alþýðutónlist og þá
sérlega harmonikkuleik sem hann
naut í ríkum mæli þegar sjónin brást.
Alla ævi hafði hann verið hraust-
menni og því mikil viðbrigði að njóta
ekki lengur þeiiTar starfsorku sem
var honum eiginleg. Góða skapið
hans og létta lundin gerðu honum líf-
ið bærilegra og kvartaði hann aldrei.
Hermann hefur nú misst mikið.
Þeir bræður hafa búið undir sama
þaki alla tíð þar til Þorgils veiktist.
Hennann annaðist hann í veikindun-
um þar til ekki var lengur hjá því
komist að Þorgils legðist inn á
sjúkrahús. Hann dvaldi síðustu mán-
uðina á St. Fransiskussjúkrahúsinu í
Stykkishólmi við frábæra umönnun
hjúkranarfólks sem ber að þakka.
Hermanni og Unu votta ég mína
dýpstu samúð.
Sveinn Ólafsson.
Ég átti því láni að fagna að fá að
dvelja mörg sumur hjá ömmu og afa á
Þorgilsstöðum þar sem þau ásamt
sonum sínum Þorgils og Hermanni
bjuggu félagsbúi á jörðunum Þor-
gilsstöðum, Hrísum og Efri-Hrísum.
Þorgils, sem oftast var kallaður Gilli,
var ungum drengnum hafsjór af fróð-
leik og var auk þess mjög laginn við
að auðvelda honum að sjá heiminn frá
sjónarhóli fullorðinna og veitti hon-
um gott veganesti í skarkala borgar-
lífsins að loknum sumarstörfunum í
sveitinni.
Þorgils var alinn upp við hefðbund-
in sveitastörf og trilluróðra og gekk
til þeirra starfa af dugnaði og elju-
semi frá unga aldri. Hann átti einnig
mjög auðvelt með að tileinka sér það
sem af bókum má læra, þótti mjög
efnilegur námsmaður og af mörgum
hvattur til framhaldsnáms. En næg
verkefni blöstu við honum í bú-
skapnum hjá foreldram sínum og
yngri systkinum. Hann gekk kapps-
fullur og glaður til þeirra verkefna
enda hreystimenni. Oft þótti honum
sólarhringurinn of stuttur þegar
verkefnalistinn var yfirfarinn.
Jörð foreldranna var lítil og hugur
Gilla og Hermanns bróður hans stóð
til meira landnæðis og þar með til
ræktunar- og stækkunarmöguleika.
Gilli fór til Hafnarfjarðar og síðar
Hermann á nokkrar vertíðir og komu
þeir heim með vel varðveitt laun erf-
iðisins og keyptu nærliggjandi jarðir,
Efri-Hrísa og Hrísa.
Tók þá við þrotlaus vinna daga og
nætur við jarðabætur. Keypt hafði
verið öflug dráttarvél á þess tíma
mælikvarða til landbúnaðarstarfanna
og stækkunar véltækra túna. Árin
liðu, túnin urðu stór, vélamar stærri,
fleiri og fullkomnari. Reyndar vora
þeir bræður óragir við að taka strax í
notkun nýjar vélar með nýrri tækni.
Þrátt fyrir erilinn í landbúnaðar-
störfunum var alltaf grannt á fræði-
manninum í Gilla. Hann hafði óþijót-
andi áhuga á veðurfræði. Hann
fylgdist með öllu, sem snerti veður, af
miklum áhuga. Hann gat sest niður
með penna og blað og skrifað niður
veðurspár og veðurlýsingar frá öllum
veðurstöðvum landsins eftir útvarp-
inu jafnóðum með hraðritun. Af þess-
um veðurlýsingum dró hann sínar
eigin ályktanir um þróun veðurs, ekki
síst í sínum heimahögum.
Hann fylgdist mjög vel með í
heimsmálunum og öllum fréttum og
gat með sínu góða minni vitnað í
löngu liðna atburði með öryggi. Auk
þess hélt Gilli dagbók frá unga aldri
allt þar til blindan kom í veg fyrir
slíkt. í minningunni mun ég m.a. sjá
Gilla fyrir mér örþreyttan og allt að
því dottandi yfir dagbókinni að næt-
urþeli, en hún skyldi fá sinn tíma.
Síðustu árin vora Gilla erfið, en
hann tók erfiðleikunum með jafnað-
argeði og gerði lítið úr þeim. Sjónin
versnaði stöðugt, fætumir gátu ekki
meira, þannig að mikil kyrrseta tók
við hjá manninum, sem alltaf hafði
verið hraustur og alltaf orðið að hafa
eitthvað fyrir stafni. Þá naut hann
mest hjálpar og umönnunar Her-
manns bróður síns, sem með ósér-
hlífni sinni gerði Gilla kleift að vera
lengur heima.
I dag kveðjum við Gilla, sem var
einstakur maðui’. Hann var mjög
bóngóður og þótti sjálfsagt að hlaupa
undir bagga með öðrum. Orðheldni
og heiðarleiki voru honum í blóð bor-
in og ætlaðist hann til hins sama af
öðram. Hann vildi ekki fyrir nokkurn
mun eiga í deilum við nokkum mann
og skuldlaus vildi hann vera við alla.
Hann var gestrisinn, mjög ræðinn,
minnugur, glaðlegur og grannt á
kímni hans enda fjölmargir á öllum
aldri, sem nutu þess að ræða við hann
yfir kaffibolla um landsins gagn og
nauðsynjar.
Ég geymi góðar minningar um
Gilla og er honum þakklátur fyrir allt.
Ólafur Sveinsson.
Þorgils Þorgilsson andaðist á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Sæll _að
fá hvfld eftir langa sjúkrahúslegu. Ég
kynntist Gilla eins og hann jafnan var
nefndur fyrir fjörutíu áram. Við hjón-
in komum oft að Hrísum. Það mynd- ^
aðist óijúfanleg vinátta milli bæj-'
anna. Við hjónin áttum margar
góðar, ánægjulegar stundir er við
komum í heimsókn sem ekki var
sjaldan. Þorgils var fróður um menn
og málefni. Við komum ekki svo að
Hrísum að ekki væri tekið vel á móti
okkur. Hann var traustur og góður
vinur, ósérhlífinn og vildi hjálpa þeim
sem þess þurftu. Hann kom oft að
nóttu til og sló fyrir okkur meðan við
höfðum enga sláttuvél. Þá hefui’ hann
ekki fengið mikinn svefn. Þó var hann
búnn að vera við slátt heima fyrir.
Það vora ekki svo fáar ferðir sem w
hann átti á milli heimilanna á gamla
Zetomum sínum tfl að hjálpa okkur
að rífa sundur staura í girðingai’hæla.
Margt fleira mætti nefna. Þegar ég
eignaðist slides-sýningarvélina varð
það jafnan venja að þegar nýjar
myndir komu, hvort það var ég sem
tók myndir eða Gilli, að safnast var
hér saman á kvöldin og horft á mynd-
ir fram eftir nóttu. Seinna keypti
Þogils sýningarvél og þá var sldpst á
að fara með myndimar ýmist hér eða
á Hrísum. Ég gæti haldið áfram
endalaust, þetta var aðeins lítið brot.
En nú er þessi góði vinur horfinn
sjónum okkar en minningamar verða
alltaf til staðar. Einu sinni sagði Gilli
við mig: „Ef þú ert ánægð með það*
litla sem þú átt og öfundar engan þa*
mun þér líða vel“. Gilli minn, þín
verður saknað og lengi minnst. Ég
þakka alla þá vináttu sem ég varð að-
njótandi og mitt heimili.
Aðstandendum votta ég einlægrar
samúðar. Guð veri með ykkur.
Kveðja frá vinkonu.
Jóna Gestsdóttir,
Höfða, Eyrarsveit.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu’**^
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé h^ndrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
1 blómaverkstæói i
IHlNNA^I
Skólavörðusiíg 12,
á horni Bergstaðaslrætis,
sími 551 9090.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
I Sverrir
I Einarssoti
| útfararstjóri,
Ifi Mfsími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
f sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is