Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________LAUGARDAGUR 2. 8EPTEMBER 2000 55
MINNINGAR
bjarga - þó innan þeirra takmarka
sem foreldramir settu þeim.
Sjana átti fjölmörg áhugamál og
var unun að fylgjast með þeim hjón-
um í sama herberginu, hvort að sinna
sínu hugðarefni, berandi fulla virð-
ingu fyrir því sem hitt var að gera.
Friðbert orkti eða skiifaði ýmsan
fróðleik, eða sinnti sínum fjölbreyttu
félagsmálum. Sjana sinnti ýmis konar
handavinnu sem í sjálfu sér var óhefð-
bundin og í raun oft á tíðum hrein list-
sköpun sem fór víða sem gjafír öðrum
til gleði - þótt ég því miður eigi ekki
neitt. Um margra áratuga skeið hélt
Sjana dagbók, sem m.a. fjallaði um
veðurfar og veðurlýsingar, auk þátta
úr daglega lífinu. Ég veit ekki um
magn eða fjölda þessara stílabóka, en
það er mikið. Ég þekki ekki heldur
heimildagUdi þessara dagbóka, en
það hlýtur einnig að vera mikið.
Vísur og heilu ljóðin kunni hún ut-
an að í hundaðaravís og þetta söng
hún eða raulaði kannske daginn út og
inn. Hún átti margt efnið á segul-
snældum sem ég komst því miður
aldrei í. Þar er áreiðanlega marga
perluna að finna.
Úrklippusöfnun úr blöðum stund-
aði hún árum saman. Er það mikið
safn.
Eins er víst að ýmsu hélt hún til
haga fyrir sjálfa sig og Friðbert um
margvísleg efni.
Kvenfélagið Ársól átti sterkan þátt
í lífí hennar alla tíð og starfaði hún
þar mikið og vel og varð raunar kj örin
heiðursfélagi.
Eins og áður sagði hafði hún yndi
af söng og ekki má gleyma kirkju-
kómum, þar sem hún söng um árabil.
Sjana hafði létta lund og alltaf var
stutt í bros og hlátur. En lífið er ekki
alltaf dans á rósum. Það syrti að í júlí
1969 þegar Svavar, eldri sonur þeirra
hjóna, veiktist og dó hinn 27. júlí það
ár, aðeins 36 ára að aldri.
Var hann öllum sem til þekktu mik-
ill harmdauði, eiginkonunni, litlum
bömum sínum, systkinum og foreldr-
um sem syrgðu hann til dauðadags.
Þótt sárin grói stendur örið eftir.
Nú hafði nýbýlið Birkihlíð verið
reist og Birkir, útskrifaður búfræð-
ingur eins og pabbi hans, hafið bú-
skap þótt allt væri í félagsformi. Upp-
bygging var gn'ðarleg, íbúðarhús,
peningshús, jarðabætur í stóram stíl
ásamt vélakaupum.
Bjöm Birkisson kom heim, há-
menntaður á búnaðarsviði. Ákváðu
þau „gömlu“ hjónin, Kristjana og
Friðbert nú að bregða búi og seldu
þessu barnabami sínu og Helgu,
konu hans jörðina Botn. Höfðu þau þá
hlotið margvíslega viðurkenningu
fyrir störf sín. Framleiðslan ávallt
viðurkennd, bæði í kjöti og mjólk.
Einnig vora þau margvíslega heiðrað
fyrir sérstaka snyrtimennsku á jörð
sinni, sem var í sjálfu sér mikill heið-
ur, því oft hefur hið gagnstæða viijað
brenna við að umgengni til sveita sé
ábótavant.
Efth’ að þau hjónin selja Botn,
kaupa þau húseigninga að Hjallavegi
16 á Suðureyri. Þar undu þau nokkuð
vel en eyddu þó sumrunum að mestu í
Botni. Leið þeim vel og glöddust yfir
stöðugri uppbyggingu á bæjunum
Botni og Birkihlíð og þar var nú orðið
eitt stærsta og glæsilegasta býli á
Vestfjörðum.
En sól bregður sumri. Heilsu Frið-
berts hrakaði. Brátt mátti sjá að
hverju dró. Hinn 30. maí árið 1994 féll
hann frá 84 ára gamall, leystur frá
lífsins þrautum.
Um tíma eftir fráfall Friðberts bjó
Sjana hjá Ástu, yngstu dóttur sinni,
en þar kom að hún var lögð inn á öldr-
unardeild Heilbrigðisstofnunai- ísa-
fjarðarbæjar þar sem hún dvaldi til
dauðadags, hinn 26. ágúst sl. á 91. ald-
ursári.
Af Sjönu hálfu naut ég alltaf hins
besta. Ég fann alla tíð fyrir geysilegi-i
hlýju frá henni og ævinlega tók hún
mér vel. Áður en ég kom alkominn
vestur gisti ég oft hjá þeim á Hjalla-
veginum og stundum í Botni. Þessar
stundir era og verða ógleymanlegar.
Guð var mér góður að leyfa mér að
njóta gistivináttu þeirra. Þar var ylur
sem omar um ókomin ár.
Nú er gamli góði Botn horfinn og
er sjónarsviptir að. En í staðinn er
risinn nýr og glæsilegur Botn með
framtakssömum ábúendum.
Samúðarkveðjur,
Ævar Harðarson.
+ Valgeir Víðisson
var fæddur í
Reykjavík 11. júlí
1964. Hann ólst upp í
Vestmannaeyjum en
flutti á unglingsárun-
um til Reykjavíkur.
Foreldrar: Víðir Val-
geirsson, f. 23.5.1943
og Jakobína Sigur-
björnsdóttir, f. 20.11.
1942. Þau skildu.
Systkini Valgeirs
eru: Unnar Víðir Víð-
isson, f. 28.12. 1968,
Vestmannaeyjum;
Sturla Amarsson, f.
1984; Ingólfur Snær Víðisson, f.
Það er liðinn langur tími í dag
frá því að Valgeir Víðisson hvarf
fyrirvaralaust. Sporlaust að því er
virðist við fyrstu sýn en þó eru
misvísandi staðreyndir og getgátur
sem gera það að verkum að hugs-
unin um glæp á bak við hvarfið leit-
ar sífellt á hugann. Hann virtist
hafa farið frá heimili sínu óvænt,
því hann skildi eftir kveikt á sjón-
vai-pinu og seðlaveski sitt og skil-
ríki á borðinu. Því vitum við öll í
hjarta okkar eftir öll þessi ár, að
hann er dáinn, annars væri hann
löngu kominn heim. Menn hafa ver-
ið grunaðir og sumir yfirheyrðir en
enginn virðist vita neitt. Lífið er
eins og fjöregg og einhverjir bratu
eggið hans. Þess vegna vil ég minn-
ast hans og biðja fyrir honum. í ei-
lífðinni skiptir árafjöldinn ekki máli
heldur þær minningar sem viðkom-
andi lét eftir sig. Þær skipta þá
máli sem lifa. Bæði góðar minning-
ar og slæmar. Ég trúi því að þegar
við eram dáin þá hverfum við aftur
á þann stað sem við voram á áður
en við fæddumst. Til Guðs eða þess
krafts sem gaf okkur lífsneistann í
upphafí tilvera okkar. Þegar ég
minnist Valgeirs finn ég til djúprar
samúðar með honum og döpram
örlögum hans. Það sem er átakan-
legast við allt þetta mál er að vita
ekki hvernig hann dó né hvar hann
er niðurkominn. Það er öllum erfið-
ast. í kjölfarið koma allar hugsan-
irnar og sögurnar um það hvað átti
að hafa gerst. Hvarf Valgeirs mun
vera óupplýst mál eins og hver
7.10. 1995; fris Ósk,
f. 4.8.1992.
Valgeir hóf sam-
búð 1985 með Unni
Millý Georgsdóttur,
f. 16.9.1961. Þeirra
sonur er Óðinn
Freyr Valgeirsson, f.
11.11. 1987. Fóstur-
dóttir Valgeirs er
Inga Birna Dungal,
f. 13.12.1980.
Valgeir hvarf af
heimili sínu 19. júní
1994. Minningarat-
höfn fór fram í Graf-
arvogskirkju mánu-
daginn 28. ágúst sl.
önnur ömurleg blindgata þar til sá
sem veit sannleikann getur ekki
þagað lengur. Og það er hinn kaldi
raunveruleiki að við höfum ekkert
nema getgátur og ósannaðar gran-
semdir um tilurð á aðstæðum við
hvarf Valgeirs. Það er sorglegt að
Valgeir, sem bjó yfir fjölbreyttum
náttúrugáfum, sem hann fékk í
vöggugjöf, skyldi ekki geta nýtt sér
þær gjafir nema að sáralitlu leyti.
Ég veit ekki gjörla ástæðuna fyrir
hugarróti hans en einhvern tímann
sagði hann mér að hann hefði ung-
ur farið frá Vestmannaeyjum.
Sagðist alltaf langa að fara þangað
aftur. Hann sagði stoltur að þar
ætti hann lítinn bróður. Hann elsk-
aði lunda, bjargið og saltbragðið af
sjónum. Sagði með blik í auga frá
því hvernig upplifun það væri að
fara út á bjargbrúnina, spyma við
fótunum um leið og háfnum var
snarað fyrir næsta fugl. Og það
væri sko ekki fyrir lofthrædda eða
óvarkára menn. Þá réði úrslitum að
vera nákvæmur og skipulagður.
Árin liðu og Valgeir kynntist systur
minni og átti með henni soninn Óð-
in Frey. Fæðing hans var Valgeiri
mikil hamingja og hann elskaði
systur mína afar heitt. Þau bjuggu
saman í mörg ár. Kostir hans sem
heimilisföður komu fljótt í ljós.
Hann naut sín við að mála veggina
og prýða heimilið. Hann átti það
líka til að birtast með fullt fangið af
gjöfum þegar hann kom heim.
Hann var kannski með skrýtinn bíl
handa Óðni og fallega peysu handa
Ingu Bimu. Einu sinni keypti hann
risastórt fiskabúr og fyllti það af
marglitum fiskum öllum til mikillar
gleði. Það var heldur ekki verið að
skera við nögl þegar hann gaf syst-
ur minni hvíta, fallega hryssu í
jólagjöf. Sú varð undrandi. Hana
hafði alltaf langað í hest. Já, Valli
var athugull og útsjónarsamur og
gat sko aldeilis komið fólki á óvart.
Valgeir var greindur maður og ná-
kvæmur og fóra margir góðir eigin-
leikar hans forgörðum. Því miður.
Hann naut sín best á listrænu nót-
unum. Hann bjó til svartar steina-
styttur sem vora einstakar og engu
líkar. Hann var einkar laginn og
gerði listavel, margbrotnar klippi-
myndir og útsjónarsemin í sam-
setningu var slík að það hvarflaði
að manni að hann hefði átt að fara í
listrænt nám. Hann málaði líka
skrýtnar furðumannamyndir sem
vora ansi villtar. Hann átti silki-
prentvél og hannaði eigin myndh' á
boli. Hans listræna eðli kom alls
staðar fram. Fatasmekkurinn var
pottþéttur. Hann átti safn af vönd-
uðum fatnaði. Allt úthugsað. Jakk-
inn, armbandsúrið, beltissylgjan og
skórnir, allt vandlega valið af stakri
smekkvísi. Síðast en ekki síst var
hann mikill fagurkeri og átti marga
skrýtna og sérkennilega muni.
Hann hafði einnig yndi af tónlist
ýmiss konar og átti fjölbreytt safn
geisladiska. Við vorum með
áþekkan tónlistarsmekk og kom
ég stundum í heimsókn með
kassettur. Þá var hann boðinn og
búinn að leita fram og til baka í
diskaflóðinu til að finna þann disk
sem mig langaði að taka upp. Valli
var með ljúfa lund að eðlisfari og
afburða hjálpsamur og ósérhlíf-
inn. Einu sinni vann hann við
beitingar þar til hann varð ónýtur
í höndunum. Þegar ég sá hann
með bólgna og rauða fingur og
ætlaði að vorkenna honum brosti
hann bara glaður. Sagðist hafa
beitt helmingi hraðar en karlinn
við næsta balla og sýndi mér sæll
launaseðilinn. Hann var lítið fyrir
orðagjálfur og kom sér því ávallt
beint að efninu og sagði skoðun
sína umbúðalaust. Það urðu því
miður örlög Valgeirs að lífshlaup
hans varð stutt og endasleppt. Ég
er viss um að ef hann gæti látið
okkur vita hvernig honum liði með
það sem hefur gerst eða hvers
hann óskaði okkur sem eftir eram,
þá mundi hann óska okkur far-
sældar og innihaldsríks lífs. Lífs
sem hann þráði sjálfur svo heitt.
Tíminn sem leið fyrst eftir hvarf-
ið er mér minnisstæður. Allir að
vona að hann kæmi aftur heim og
þetta væri bara lélegur brandari**,
En hann kom ekki. Allt sumarið
var verið að leita að Valgeiri og þó
formlegri leit sé hætt í dag stendur
mál hans opið. Ráðgátan um hvað
átti sér stað mun aldrei yfirgefa
okkur en vonandi leysist hún einn
daginn eins og oft vill verða um síð-
ir með gömul sakamál.
Dhammapada, helgirit búddista,
hefst á þessum orðum: „Vér eram
það sem vér hugsum. Allt sem vér
eram sprettur af hugsunum vor-
um.“ Skilaboðin eru þau að það
sem er mest um vert er að kanna
sinn innri veruleika og kynnast sín* -
um innri manni. Og hvað það skipt-
ir miklu síðar á lífsleiðinni hvernig
fyrirmyndir fólk velur sér á unga
aldri. Það er grátlegt að þurfa að
sjá ömurleg örlög Valgeirs Víðis-
sonar. Hann átti annað og betra
skilið. Þetta hefur verið erfiður tími
fyrir alla sem hlut eiga að máli og
bið ég Guð að gefaþeim sálarfrið
sem þjást hafa áram saman. Ég
kveð sálu hans og anda með þessu
fallega ljóði:
Dæmdu eigi breyskan bróður,
brjóttu ei hið veika strá;
lyftu heldur hönd til vamar
hverjum þeim, sem aðrir smi
Allt er líf af einum stofni,
örlög tvinnuð mín og þín. ***
Undir sora og synda hjúpi
sólhrein perla tíðum skín.
Hver fær lesið letur hjartans,
leynirúnir innra manns?
Hver er sá, er kannað geti,
kafað sálardýpi hans?
Margt í hafsins hyljum djúpum
hulið er, sem enginn leit.
Margt í sálum manna leynist
meira og betra en nokkur veit
Skammt vér sjáum, blindir blínum
báðum augum, Iátum hægt
Hví skal myrða menn með orðum?
Margt er hulið, dæmum vægt
Auðlegð hjartans enginn reiknar
eða sálarfátækt manns.
Hvar er vog, er vegið geti
vonir eða sorgir hans.
(Richards Beck.)
Vonandi finnst verastaður þinn
einn daginn svo þú fáir leg í vígðri
mold. En á meðan svo er ekki bið
ég fyrir sálu þinni, um eilífa bless-
un alsjáandi Guðs sem veit hvar þú
ert.
Hellen Linda Drake.
VALGEIR
VÍÐISSON
KRISTJAN
JÓHANNES
EINARSSON
hefir borizt síðan yfir
land og lönd - á þeim
árum er þúsundir
þyrptust í kirkju á
fund við Einar Jóns-
son á Einarsstöðum til
þess að setjast með
honum niður við lífsins
lind - á þeim árum er
barizt var fyrir skjóli
mannræktarfélags
AA-manna innan
kirkjunnar - á þeim
árum er baðstofu-
menningin gamla fyllti
safnaðarheimilið með
söng, leikþáttum,
+ Kristján Jóhann-
es Einarsson
fæddist í Viðvík,
Skeggjastaðahreppi,
Bakkafirði 8. maí
1916. Hann lést á
hemili sínu 21. maf
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Langholtskirkju 26.
maí.
Lífsins lán er að
eignast gott sam-
starfsfólk, það gerir
ekki aðeins starf létt-
ara á höndum heldur
manar þig til meiri átaka - þroska.
Einn slíkra, á minni braut, var
Kristján kirkjuvörður.
Allt frá fyrstu skóflustungu, 2.
september 1956, að menningar-
musterinu á holtinu, Langhoíts-
kirkju, rétti hann þeim stað starfs-
krafta sína alla, fyrst sem
yfirsmiður, síðar sem kirkjuvörður.
Og hvílíkt þrek, hvílík elja! þetta
var á þeim árum er skírnir og
brúðkaup komust oft á annan tug-
inn sama laugardaginn; -á þeim ár-
um er æskulýðsfélagar fylltu sali,
ekki aðeins við leik og glens, heldur
var hver blettur setinn, frá altari til
útidyra, við guðsþjónustur þeirra -
á þeim árum er slegið var til þess
hljómtakts er frá Langholtskirkju
dansi - á þeim árum er dekrað var
við gamlar hefðir, matur settur í
súr og til veizlu boðið - á þeim árum
er ungum börnum var boðið til
lestrarnáms í safnaðarheimilinu - á
þeim árum er haldið var með ung-
um og öldnum í útilegur - á þeim
árum er slagkrafturinn var slíkur,
að iðnaðarmenn safnaðarins héldu í
Skálholt og luku á einum degi mán-
aðarstarfi svo vígja mætti sumar-
búðir á boðaðri stund. Nú, sumarfrí
var notað til að breyta gapandi
kjallara í aðstöðu til fótsnyrtingar
og með hamar og sög var byrjað að
breyta geymzlu í loftsal.
Margt fleira sækir á hug en lát-
um þetta nægja til þess að sýna
vorsins þrótt innan ungs safnaðar.
Kristján var ekki drifaflið allt, mis-
skilji það enginn, heldur aðeins
einn gleðigeislinn er um musterið
lék, en bjartur var hann, og starf
hans og kvenna hans beggja, Sig-
ríðar og Ragnheiðar, fyrir Lang-
holtskirkju því seint þakkað. Enn
„heyrist“ þar skóhljóð þeirra, enn í
anda þeirra starfað.
Víst gat Ki'istján minn orðið arg-
ur við „pjakkinn" eins og hann
kallaði mig gjarna en þá bað ég
hann að ræða ekki reiðivaldinn við
mig fyrr en að tveim dögum liðnum.
Skrítið, þá var allt gleymt, skrítið,
því Ki-istján var með minnugustu
mönnum, þuldi ljóð og sagnir
gjarna og Helgakverið, þann
himneska vaðal, kunni hann út í
hörgul. Við brölluðum margt. Að
vísu hafði ég ekki þrek til að stíga
dansinn af slíkri fimi og hann og á
þá ekki við fótamenntina eina. Man
ég er hann, sem oftar en flestir
hafði gist strendur Ítalíu, tók að
kenna mér mál innfæddra. Prófic^t
fór fram í ísbúð og einhverja óæta
froðu í stað íssins bárum við út í
sólskinið, síðan hefi ég ekki æft
tungutak þarlendra.
það sýnir hug Kristjáns og
kvenna hans til Langholtskirkju, að
ekki mun til stærra safn blaðaskrifa
um starfið í kirkjunni, bæði lof og
last, en þeirra.
Já, Kristján unni kirkju sinni, var
öllum þeim er þangað mættu opinn
faðmur - vinur. Fyrir það skal
þakkað, um leið og við Stína
fögnum með honum lausn úr því
búri er veikindi lokuðu hann í
síðasta tímann hér á jörðu. Allt sem
honum var og er kært skal guði
falið.
Sig. Haukur.
Vesturhlið 2
Fossvogi
Sími 5S1 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.