Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gangurinn
kominn á safn
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfs.
Eitt af verkum þýzku listakonunnar Karin Kneffel á tuttugu ára afmælissýningu Gangsins í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
MYIVDLIST
Listasafn Rcykjavíkur,
II a f n a r h ú s i
BLÖNDUÐ TÆKNI ÚR
EINKAS AFNI HELGA Þ.
FRIÐJÓNSSONAR
Til októberloka. Opið alla
daga frá klukkan 11-18.
SEGJA má að hver krókur á heimili
Helga Þorgils Friðjónssonar hafi verið set-
inn þegar hann hratt af stað sýningu sinni á
hinum tvítuga Gallerí Gangi. í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur er töluvert meira
pláss og vissulega mun meira rými handa
hverju verki. Það er ótrúlegt að horfa upp á
þetta tvítuga framtak listmálarans svo fjöl-
þætt er það og margháttað.
Vissulega má segja að stærstur hluti
þessa ágæta safns byggi á málaralist en það
ætti ekki að koma á óvart þar sem listamað-
urinn sjálfur er málari. En málverkin sem
Helgi Þorgils hefur sýnt gegnum tíðina eru
af allt öðrum toga en við eigum að venjast
og andi þeirra er óskyldur öllu því sem
vanalega er sýnt hér á landi undir heitinu
málaralist. Það kemur til dæmis á óvart hve
lítil verkin eru að jafnaði og hitt hve lista-
mennirnir dvelja við fágun mynda sinna.
Ólíkt íslenskum listmálurum sem hneigjast
til að opinbera geislandi stórasannleik í
verkum sínum - ef til vill er rétttrúnaður
okkar að þvælast fyrir íslenskri málaralist -
gera listamennirnir á Gangi Helga Þorgils
út á hversdagsleg yrkisefni og margbrotin.
Þeir virðast flestir sætta sig við að vinna í
kyrrþey, trúir yfir litlu.
Jafnvel trúarlegir listamenn á borð við
Jan Knap eru ekki að reyna að telja áhorf-
endum trú um að það sem fyrir augu ber sé
stórisannleikur og þó er eitt af verkum hans
af sjálfri jómfrúnni helgu og barninu. Það er
miklu fremur að listamenn Gangsins vinni
list sína sem kúríósum; hlédræga tómstund
handan við allt veraldarvafstur. Það er
vissulega heillandi og ferskt, því einhvern
veginn skín úr hverju verki þessi litla
ábending: Eg var ekki gerð til að vera verð-
lögð á markaðstorgi heldur af alúð sem
stendur öllu verðlagi ofar.
Auðvitað er þetta missýn enda eru margir
af þessum listamönnum orðnir heimsfrægir
gullkálfar galleristanna beggja vegna
Atlantsála. Engu að síður hlýtur það að
vekja athygli okkar hve látlaust megnið af
verkunum er. Það fylgir enginn lúðrablástur
þessari list, einungis innileiki sem lýsir
natni, einbeitni og ómældri þolinmæði. Ef til
vill segir þetta okkur meira um listina utan
landsteinanna en okkur gæti órað fyrir.
Hingað berast einungis tröllasögur af því
sem er til sýnis í útlöndum eða væri ef til
vill réttara að tala um sögur af tröllum?
Gangurinn afsannar með öllu að list í út-
löndum sé einungis sviðsljós og upphrópan-
ir. Mest af verkunum sem Helgi Þorgils sýn-
ir okkur er á hlédrægu nótunum. Það þarf
visst næmi til að sjá hvert listamaðurinn er
að fara þó svo að ekkert verk á sýningunni
ætti að vera ofviða sjáandi mönnum. Þetta
er ekki menntuð list eða hugmyndleg í þeim
skilningi að áhorfendur þurfi að hafa lista-
söguna á hraðbergi til að skilja verkin.
En hvarvetna blasir við einlægnin og það
sem maður saknar svo oft hér á landi;
óvenjulegar pælingar. Það er eins og Helgi
Þorgils vilji koma til skila að málaralist þurfi
ekki að vera þröng, augljós eða endurtekin.
Listamálararnir sem hann kynnir fara
langt út fyrir þau landamæri sem íslenskir
kollegar þeirra setja sér og sýna þannig að
möguleikar myndlistarinnar eru miklu meiri
og fleiri en fram kemur á flestum hérlendum
opnunum. Vilji menn sjá öðruvísi myndlist
en við eigum að venjast alla jafna ættu þeir
að líta inn á afmælissýningu Gangsins í
Hafnarhúsi.
Halldór Björn Runólfsson
Hin
list-
ræna
paradís
MYJVDLIST
L i s l a s a l ii
Reykjavfkur,
Hafnarhúsinu
BLÖNDUÐ TÆKNI,
JÖRGEN NASH, LIS
ZWICK & FÉLAGAR
Til októberloka.
Opið daglega frá kl. 11-18.
J0RGEN Nash - litli bróðir Asg-
er Jorn - settist að í Hallandi í Suð-
ur-Svíþjóð í byrjun sjöunda áratug-
arins og stofnaði þar lista-
mannanýlenduna Drakabygget.
Hugmyndina að slíkri listamanna-
paradís, eða griðlandi listarinnar,
var sprottin úr farvatni Cobra-
hreyfingarinnar, hinni Alþjóðlegu
sitúasjónistahreyfingu, sem Asger
Jorn tengdist ásamt franska lista-
manninum, rithöfundinum og hug-
myndafræðingnum Guy Debord.
Nash þekkja flestir Islendingar
sem höfuðpaurinn í afhausun Haf-
meyjarinnar litlu í Kaupmannahöfn.
Sumpart var Drakabygget sett til
höfuðs vélrænum heimi nútímans;
heimi sem Nash, Jorn, Debord og
öðrum ámóta listamönnum fannst
kaldranalegur, útspekúleraður og
ganga fyrir peningum og engu öðru.
Hins vegar var þessi sérstæða nýl-
enda einnig hugsuð sem útvörður
norrænnar menningar, en bræðurn-
ir Nash og Jorn trúðu því að Norð-
urlandabúar hefðu farið halloka fyr-
i-í-l’ - - 'v " "‘f-'' ]
Morgunblaðið/HalldórB. Runólfs.
Homo Ludens, landakort af Malmö 1, er meðal verka Jörgen Nash á sýningunni íHafnarhúsi.
ir menningarlegri innrás úr suðri og
glatað við það frumlegum sérkenn-
um sínum.
Einkum var þeim bræðrum í nöp
við klassíska menningu Suðurlanda,
en reglufesta hennar og stærð-
fræðilegar forsendur voru að þeirra
mati í hróplegri andstöðu við hisp-
urslausa list hins norræna manns.
Því má ekki gleyma að Danmörk
var útvörður klassískrar menningar
í Norður-Evrópu og einmitt þaðan
barst hún hingað til íslands. Flestir
meistarar danskrar myndlistar á
uppgangsskeiði hennar á ofanverðri
átjándu og allri nítjándu öldinni
voru klassískir. Má þar nefna
Abildgaard, Thorvaldsen - sem við
íslendingar munum aldrei fyllilega
láta af hendi þótt nafnið eitt tengi
hann við okkur - og Hammershoi,
en allir þessir áhrifamiklu lista-
menn voru agaðir, fágaðir og
akademískir í klassískri merkingu
orðsins.
Vissulega stingur þetta í stúf við
hugmyndir okkar nútímamanna um
Dani sem óforbetranlega anarkista
og svarna andstæðinga allrar reglu-
festu.
Eitt er víst að Drakabygget hafði
lítil sem engin áhrif á sænska list,
enda er það svo að Svíar hafa ávallt
litið á losaralegan sprengikraft
Cobra-hreyfingarinnar, sitúasjón-
istanna og annarra listamanna af
svipuðum toga sem andstæðu þess
sem þeir telja sig sjálfa standa fyrir.
Þannig má segja að þetta sér-
stæða óðalsetur og griðland, þar
sem smám saman varð til bókafor-
lagið Bauhaus Situationiste - sem
enn heldur úti þróttmikilli útgáfust-
arfsemi á manifestum, Ijóðum og
öðru því sem listamenn tengdir
Drakabygget - og fjölmörg önnur
starfsemi af listrænum og menning-
arlegum toga, sé líkt og vin í eyði-
mörkinni. Þannig, að minnsta kosti,
upplifir Jorgen Nash og lífsföruna-
utur hans Lis Zwick paradísina á
Hallandi.
Það væri að æra óstöðugan að
nefna alla þá sem koma við sögu
þessarar fróðlegu yfirlitssýningar á
verkum Jprgen Nash, Lis Zwick og
um fjörutíu félaga þeirra, en SPUR-
hópurinn þýski sannar ef til vill bet-
ur en flestir aðrir að áhrifin sem
Drakabygget hefur haft á listheim-
inn hafa framar öði-u stefnt í suður-
átt, eða til Þýskalands. Segja má að
eðli listarinnar sem er til sýnis í
Hafnarhúsi sé margbrotið, þótt hið
frumstæða og sjálfsprottna sé þar í
fyrirrúmi. Þetta er vissulega frábær
sýning og vel til fundin. Hún sýnir
okkur mjög vel hvernig evrópsk
abstraktlist snerist upp í samfélags-
lega tjáningu á lokaskeiði sínu.
Halldór Björn Runólfsson